Morgunblaðið - 22.02.2004, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2004 41
tilefni af þeirri heimsókn: „Fjárhættuspil hefur
ekki verið leyft á Íslandi en hins vegar happ-
drætti. Það er athyglisvert að með þessari heim-
sókn er rekstur spilakassanna skilgreindur sem
fjárhættuspil, sem er út af fyrir sig alveg rétt skil-
greining, en við í okkar fámenni og sveita-
mennsku höfum sennilega ekki hugsað út í þá hlið
málsins heldur litið á þetta sem eins konar fram-
hald af happdrættum eins og við höfum þekkt
þau.
Tvennt vekur athygli í sambandi við rekstur
spilakassanna og þá reynslu sem fengizt hefur af
þeim. Í fyrsta lagi það að ákveðinn hópur fólks
hefur orðið spilafíkn að bráð og með svo alvar-
legum hætti að nokkur hópur einstaklinga hefur
misst allt sitt, eigur sínar og fjölskyldu. Í öðru lagi
þarf ekki annað en fylgjast með því hverjir það
eru sem stunda spilakassana til þess að sjá að það
eru efnaminnstu Íslendingarnir sem eru að gera
sér vonir um stóra vinninginn. Tekjurnar af spila-
kössunum koma því að töluverðu leyti frá fólki
sem missir allt sitt í kassana og hins vegar frá
fólki sem á lítið sem ekki neitt og hefur afar tak-
markaðar tekjur.
Er það frambærilegt fyrir Rauða kross Íslands,
Slysavarnafélagið Landsbjörg og SÁÁ að fjár-
magna starfsemi sína með þessum hætti? Er það
sæmandi fyrir þessi samtök að leita liðsinnis í
þeim umræðum sem hér fara fram um þetta mál
hjá sérfræðingi frá sjálfri höfuðborg spilavíta í
heiminum?!“
Skemmtilegir
leikir
Á heimasíðu Íslands-
spils er talað um
„skemmtilega leiki“.
Skemmtun er ekki
fyrsta orðið sem kemur í hugann þegar komið er
inn á reykmettaðan vínveitingastað þar sem
ógæfusamir einstaklingar sitja með plastmál full
af smápeningum og stinga hverri myntinni á fæt-
ur annarri í söfnunarkassann. Nær væri að tala
um ömurleika.
Íslandsspil hefur einnig haldið innreið sína inn
á heimilin í gegnum tölvuna. Þar er reyndar ekki
um fjárhættuspil að ræða þar sem aðeins er spilað
upp á punkta, sem engir raunverulegir peningar
eru á bak við, og eftir sem áður er miðað við 18 ára
aldurstakmark. Þar er hins vegar hægt að spila
peningaspil á borð við tuttuguogeinn og póker
þótt ekki séu peningar lagðir undir og við enda
regnbogans bíður lukkupottur. Leikirnir eru
kynntir sem tilraunaverkefni, en ekki er sagt
hvert markmið þessarar tilraunar er. Þó er aug-
ljóst að þarna er verið að kynna leiki á borð við þá,
sem boðið er upp á í spilakössunum. Fjárhættu-
spil á Netinu hefur aukist jafnt og þétt og getur
reynst erfitt að koma böndum á það, sem þar fer
fram, vegna þess að þar eru engin landamæri.
Spilavítið heima í stofu er opið allan sólarhring-
inn.
Eyða meira
í löglegt fjár-
hættuspil
en mat
Gróði Íslandsspils og
Happdrættis Háskól-
ans sýnir að hér er á
ferð tekjulind, sem
erfitt er að bæta upp
með öðrum hætti. Til
að átta sig á því hvað
maðurinn er sólginn í að leggja undir í þeirri von
að lánið leiki við hann má nefna að Bandaríkja-
menn verja meira fé í löglegt fjárhættuspil en þeir
eyða í mat. Bandaríkjamenn leggja um 600 millj-
arða dollara (42.000 milljarða íslenskra króna)
undir á ári. Bretar leggja 42 milljarða punda (um
5.300 milljarða króna) undir á ári. Ímynd fjár-
hættuspila hefur tekið miklum breytingum í vest-
rænum samfélögum á undanförnum áratugum.
Lengstum hafa þau verið tengd skipulagðri
glæpastarfsemi og nægir að benda á Bandaríkin í
því sambandi. Árið 1931 voru spilavíti leyfð í Ne-
vada í Bandaríkjunum og mafían var ekki lengi að
hreiðra þar um sig. Las Vegas með ljósadýrð sinni
varð áfangastaður þeirra, sem vildu detta í lukku-
pottinn, en borginni fylgdi einnig ímynd glæpa og
hættu. Fyrir þremur árum gerði breska ríkissjón-
varpið sjónvarpsþætti um fjárhættuspil og í um-
fjöllun um þá þætti á fréttavef BBC er lýsing á því
hvernig ástandið var á Bretlandi á þeim tíma: „Á
Bretlandi var fjárhættuspil á þeim tíma útbreitt
þótt það væri að mestu ólöglegt. Þeir, sem vildu
leggja undir, voru neyddir til að fara á svig við
lögin. Menn urðu að veðja hjá útsendurum á göt-
um úti því að veðmálastofur voru ekki til. Á heim-
ilum ungra og auðugra Lundúnabúa voru haldin
einkasamkvæmi þar sem miklar upphæðir og
jafnvel erfðagóss eins og það lagði sig skipti um
hendur.“
Árið 1961 var lögunum breytt á Bretlandi og
þeir, sem höfðu haft lifibrauð sitt af ólöglegum
veðmálum gátu nú skyndilega rekið starfsemi
sína fyrir opnum tjöldum. Hundrað veðmálastof-
ur voru opnaðar á viku og á fyrstu sex mánuðun-
um eftir að lögin tóku gildi voru tíu þúsund slíkar
stofnanir opnaðar. Á fyrstu fimm árunum voru
opnuð eitt þúsund spilavíti. Lögin voru illa samin
og gat nánast hver sem er opnað spilavíti. Glæpa-
samtök voru ekki lengi að ganga á lagið og bast
mafían í Bandaríkjunum samtökum við glæpa-
gengi í London. Það var ekki fyrr en níu árum síð-
ar að Bretar komu böndum á þessa starfsemi með
nýrri lagasetningu, þar sem skilyrði fyrir veitingu
leyfis til að reka fjárhættuspil voru hert verulega.
Spilavítum snarfækkaði.
Á sama tíma áttu ákveðnar breytingar sér stað í
Nevada þar sem menn voru að gera sér grein fyrir
því að hreinsa þyrfti glæpastarfsemina út úr und-
irstöðu atvinnugrein ríkisins. Á níunda áratugnum
var áhersla lögð á það að Las Vegas væri staður
fyrir fjölskylduna, einhvers konar Disneyland full-
orðna fólksins. En fjárhættuspilin eiga sér sínar
skuggahliðar þótt skipulagðri glæpastarfsemi sé
ýtt til hliðar. Það kannast flestir við atriði úr bíó-
myndum þar sem breski njósnarinn James Bond
klæddur smóking gengur inn í spilavíti og leggur
undir háar fjárhæðir án þess að depla auga.
Fjöldinn allur af sögum er einnig til um áráttu
körfuboltastjörnunnar Michaels Jordans að
leggja undir við hvert tækifæri. Hinn dæmigerði
gestur spilavítisins er hins vegar ekki sveipaður
slíkum dýrðarljóma. Félag bandarískra geð-
lækna skráði spilafíkn sem sjúkdóm árið 1980.
Samtökin Gamblers Anonymous fóru sömu leið
og AA-samtökin og hafa byggt á tólf þrepa með-
ferð og stuðningi á fundum. Nú er einnig verið að
rannsaka hvort hægt sé að stjórna spilafíkninni
með lyfi, sem tekið er inn daglega.
Í áranna rás hafa ýmsar leiðir verið reyndar
með ærið misjöfnum árangri. Þá umdeildustu
mætti nefna óbeitarmeðferð. Í einni útfærslu
hennar var beitt raflostum. Rafskaut voru fest
við úlnliði sjúklingsins, sem síðan voru sýndar
myndir af fjárhættuspilum. Um leið gaf lækn-
irinn rafstuð, sem áttu að skapa tengsl í undir-
meðvitund sjúklingsins á milli fjárhættuspila og
óþæginda. Þessi meðferð gaf ekki góða raun.
Önnur gerð af óbeitarmeðferð var fólgin í því að
viðkomandi spilafíkli var gefið lyf, sem fram-
kallaði velgju. Honum var síðan stillt upp við
spilakassa með fötu sér við hlið. Áhrif þessarar
meðferðar voru einnig hverfandi.
Raunhæft
markmið
Mestum árangri hafa
samtök á borð við
þau, sem nú hafa ver-
ið stofnuð hér á landi,
náð. En það er ekki nóg að ráðast á vandann með
því að veita fíklunum hjálp. Það þarf einnig að
taka á honum hinum megin frá. Samtök áhuga-
manna um spilafíkn vilja ekki ganga svo langt að
láta loka spilakössunum alfarið. Þau fara fram á
að kassarnir verði á afmörkuðum svæðum.
Hvort ástæðan fyrir því er sú að ákveðið hafi ver-
ið að setja sér raunhæft markmið, sem hægt
væri að ná fram, verður ekki sagt til um, en þessi
nálgun gerir þeim, sem reka spilakassana, í það
minnsta erfitt með að saka Samtök áhugamanna
um spilafíkn um óbilgirni. Júlíus Þór Júlíusson,
formaður samtakanna, segir að talið sé að hér á
landi geti verið allt frá 1.200 til 17.000 spilafíklar.
Það getur verið erfitt að átta sig á umfangi vand-
ans, en þann, sem á annað borð er haldinn spila-
fíkn, varðar engu um það hversu margir þjást
með honum og tölfræði er fjölskyldu hans engin
huggun þegar hún er komin á vonarvöl. Spurn-
ingin er sú hvort hægt er að sætta sig við það í
þjóðfélagi allsnægta að mikilvæg samtök og
stofnanir á borð við SÁÁ, Rauða kross Íslands,
Slysavarnafélagið Landsbjörg og Háskóla Ís-
lands þurfi að byggja starfsemi sína á fjáröfl-
unarstarfsemi, sem getur komið heilu fjölskyld-
unum á vonarvöl.
Morgunblaðið/Rax
Í Grindavík
Spurningin er sú
hvort hægt er að
sætta sig við það í
þjóðfélagi allsnægta
að mikilvæg samtök
og stofnanir á borð
við SÁÁ, Rauða
kross Íslands, Slysa-
varnafélagið Lands-
björg og Háskóla Ís-
lands þurfi að
byggja starfsemi
sína á fjáröflun, sem
getur komið heilu
fjölskyldunum á
vonarvöl.
Laugardagur 21. febrúar