Morgunblaðið - 22.02.2004, Side 56
MINNINGAR
56 SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Þökkum af alhug öllum þeim, sem sýndu okkur
samúð og hlýju við andlát og útför ástkærs
föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
EIÐS SIGURÐSSONAR,
Vogagerði 3,
Vogum,
sem lést mánudaginn 9. febrúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Árni Klemenz Eiðsson, Anna Hulda Friðriksdóttir,
Vala Eiðsdóttir, Jón Óskar Valdimarsson,
Hanna Eiðsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Faðir okkar,
STEFÁN JASONARSON
bóndi,
Vorsabæ,
lést á Kumbaravogi fimmtudaginn 19. febrúar.
Börn hins látna.
Enn er höggvið
skarð í hóp okkar
fermingarsystkina í
árgangi 1956 frá Vest-
mannaeyjum. Greifinn sjálfur, Siggi
Tryggva, hefur eftir langvarandi
veikindi látið undan, dauðinn bar
sigur úr býtum. En minningin um
Sigga Tryggva mun alltaf lifa með
okkur og í hvert sinn þegar við hitt-
umst munum við segja sögur af
greifanum eins og gert hefur verið
hingað til. Hann kom til dyranna
eins og hann var klæddur og lét það
flakka sem honum bjó í brjósti þá
stundina. Sigurður Hjálmar var
ekki þolinmóðasti maður í heimi og
hafði meira vit á hlutunum en „allir“
aðrir. Hann heimsótti oft lækna, en
sjaldnast var hann sammála þeim,
honum fannst þeir ekki hafa nægj-
anlegt vit á hlutunum.
Siggi stundaði ýmis störf á sjó og
í landi á árum áður en lengst lausa-
maður hjá ýmsum aðilum við höfn-
ina í Eyjum. Þegar hann var kvadd-
ur til vinnu svaraði hann alltaf eins:
„Á ég að koma núna?“ svaraði hann
í undrunartón. „Ég get það ekki.
Nágrannar eru í sjónvarpinu.“ Svo
kom hann kjagandi niður Hlíðar-
brekkuna eftir smá röfl og sást úr
mílu fjarlægð. Klæddur sjálflýsandi
vinnugallanum sínum, með heyrn-
artækin og headfone á höfðinu, en
þar á milli var húfan góða og hettan
stóð afturúr höfðinu eins og púst. Í
brjóstvasanum var síminn. Um
mittið hafði hann hálfmána ferða-
pung, reimaðan fastan. Þar voru
ótrúlegustu græjur, sykursýkislyf
og sprautur, lyklar, kíkir, neftóbak,
dagbók og ýmislegt tilfallandi þá og
þá stundina, myndir af skútum eða
flutningabíl sem hann var kannski
alveg við það að kaupa frá Þýska-
landi. Í rassvasanum var tóbaks-
klúturinn samanbrotinn. Vinurinn
var tilbúinn í slaginn. Hann vann
stundum hjá Kalla í Eimskip og var
alltaf jafn gáttaður á vinnubrögð-
unum þar og fórnaði oft höndum af
undrun. Ekki síst var hann gapandi
yfir því að Kalli, sem oft var upptek-
inn í símanum, væri ekki með sömu
SIGURÐUR HJÁLM-
AR TRYGGVASON
✝ Sigurður Hjálm-ar Tryggvason
fæddist í Vestmanna-
eyjum 20. janúar
1956. Hann lést á
gjörgæsludeild
Landspítala í Foss-
vogi 10. febrúar síð-
astliðinn og var útför
hans gerð frá Landa-
kirkju Vestmanna-
eyja 21. febrúar.
græjur á eyrunum eins
og flugmenn notuðu til
að tala í talstöðina og
gátu notað hendurnar
til að stýra vélinni, en
Kalli bara talaði í síma,
þvílík sóun á vinnuafli.
Siggi átti þá ósk heit-
asta á þessum tíma að
ná í Hörð Sigurgests-
son, forstjóra Eim-
skips, og hella sér yfir
hann vegna þessarar
óstjórnar hjá fyrirtæk-
inu. Siggi vann mikið
hjá mér þegar við vor-
um að gera að fiski um
árið. Alltaf hafði hann hlutina öðru
vísi en beðið var um, ég vildi að
hann raðaði fiskikerunum í fjórar
hæðir en hann fimm til sex. Það
endaði auðvitað á einn veg, dag einn
þegar kerin hrundu um allt plan og
fiskurinn út um allt, missti ég mig
algerlega og hellti mér yfir ferming-
arbróðurinn. Hann hlustaði á,
horfði nístandi augunum á mig og
sagði eftir ræðuna: „Það var mikið
að þú hafðir rétt fyrir þér.“
Siggi var alla tíð mikill áhuga-
maður um allslags vélar og tæki,
hjól og bíla og var alltaf á leiðinni að
kaupa eitthvert dót. Einu sinni stóð
hann í bílaviðskiptum og í þeim
eignaðist hann vélsleða í einhverj-
um skiptum. Sleðann flutti hann til
Eyja og í bjartsýniskastinu setti
hann sleðann í gang og tók með sér
félaga sinn á rúntinn. Hentist um
bæinn, yfir Stakkagerðistúnið og
niður Bárugötuna og hvarf vestur
Strandveg í miklum reykmekki.
Eldglæringarnar stóðu undan skíð-
unum í allar áttir og vegfarendur í
Eyjum sem eiga ekki að venjast
miklum tilbreytingum í umferðinni
sneru sig úr hálsliðnum og ráku upp
stór augu þegar sleðinn ók framhjá.
Það var nefnilega 17. júní og hann
er frekar snjóléttur í Eyjum.
Vegna þessa tækjaáhuga hafði
Siggi mikinn áhuga á hernaði. Það
kom sér því vel að vera vel tækjum
búinn þegar Persaflóastríðið hófst
hér um árið. Þá var stríð í fyrsta
sinn í beinni útsendingu sjónvarps
um allan heim. Siggi hafði fyrir
löngu komið sér upp græjum til að
vera tilbúinn í svona slag, var með
tvö vídeótæki til að geta tekið upp
sjónvarpsdagskrána á báðum stöðv-
unum ef hann væri upptekinn við
annað. Nú var stríð og þá þurfa
menn að vaka. Stöð 2 sýndi stríðið
eftir venjulega dagskrá frá CNN og
Sjónvarpið var með Sky eftir venju-
lega dagskrá. Vinurinn horfði á Sky
allar nætur og tók upp dagskrána á
CNN. Þegar Flóabardaga lauk eftir
sex mánuði var okkar maður í miðju
stríði, átti eftir að horfa á CNN.
Mánuðina eftir stríðið hitti ég hann
oft í miklu uppnámi vegna
sprengjuárásar sem hann hafði orð-
ið vitni að þá um nóttina og var mik-
ið niðri fyrir yfir ruglinu í Banda-
ríkjaforseta sem ekki hafði hundsvit
á stríðsrekstri, frekar en öðrum og
næði engum árangri með þessum
aðferðum.
Siggi var mjög stoltur af því að
vera 56-módel. Hann var hrókur
alls fagnaðar á þeim fermingarmót-
um sem við höfum haldið til þessa.
Dagana fyrir mótin hringdi hann oft
á dag því hann var að springa úr
spenningi. Á síðasta fermingarmóti
var eftirminnileg myndasýning þar
sem vinurinn lék aðalhlutverkið.
Hann var svo margir karakterar.
Sköllóttur, kafloðinn með skegg og
þetta stríðnislega glott sem hann
setti upp með tóbakstaumana úr
nefinu og hringlóttu gleraugun. Þá
sprakk salurinn nokkrum sinnum.
Við endurtökum sýninguna næst
þegar við hittumst og minnumst
Sigga og annarra þeirra okkar sem
við minnumst alltaf er við hittumst.
Hann var ótrúlega minnugur á
æsku- og unglingsárin. Mest talaði
hann um stelpurnar, sem hópnum
þótti svo vænt um og þeim hefur
alltaf þótt svo vænt um hann. Hon-
um fannst reyndar að við flestir
fermingarbræðurnir værum heldur
ellilegir í útliti. Ættum frekar
heima á stofnun fyrir „jafnaldra“
okkar en stelpurnar væru allar svo
unglegar og fallegar, sem er alveg
satt. Hann bað mig á fermingarmóti
í Fjörukránni í Hafnarfirði að láta
ekki sjá mig með stelpunum því þá
gætu aðrir gestir haldið að hér
væru á ferðinni einhver hópur
pabba með stelpurnar sínar úti á líf-
inu.
Nú þegar við kveðjum Sigurð
Hjálmar hinsta sinni með miklum
trega og söknuði þó er það mikill
léttir að þegar við hugsum um hann
kemur ekkert nema gleði, fjör og
hlátur upp í hugann. Siggi Tryggva
á sérstakan stað í hjarta okkar
allra.
Sárastur er þó missir fjölskyldu
Sigurðar, foreldranna sem sjá á bak
syni sínum sem oft á tíðum hefur átt
erfiðar stundir vegna veikinda sem
fjölskyldan hefur tekist á við.
Við biðjum góðan Guð að styrkja
þau á þessari stundu.
Ásmundur Friðriksson.
Það var á barnaskólaárunum sem
við æskufélagarnir Siggi Tryggva,
Halldór Sveins og undirritaður hitt-
umst fyrst er við lentum saman í
bekk í Barnaskóla Vestmannaeyja.
Rétt að komast á „hvolpavitsárin“
og allt lífið framundan. Orðnir mikl-
ir töffarar og gátum allt, þó að það
gengi oft erfiðlega að koma lær-
dómnum inn í hausinn á okkur. En
lífið bauð upp á meira en bara að
læra að lesa, skrifa, reikna og hvað
svo sem hin fögin hétu. Þá var
áhuginn meiri á bílum, mótorhjól-
um, rokkinu og að sjálfsögðu á hinu
kyninu. En þar kom sér vel að vera
orðinn góður vinur Sigga þar sem
hann bjó svo vel að eiga eldri bræð-
ur, sem komnir voru yfir hvolpavits-
árin og áttu ýmislegt áhugavert,
sem litlir hvolpar vildu komast yfir.
Siggi fæddist með mein í höfði sem
hafði áhrif á sjón og heyrn. Það
gerði honum oft erfitt fyrir að ein-
beita sér og það pirraði hann og
gerði hann óþolinmóðan. Kannski
var það til þess að skólaganga hans
varð ekki löng, en á þessum árum
fengu nemendur með námsörðug-
leika ekki eins víðtæka aðstoð eins
og er í dag. En það fór ekki lítið fyr-
ir Sigga Tryggva þegar sá gállinn
var á honum. Gat hann tekið upp á
ýmsu sem ekki féll öllum vel í geð
og þekktu sumir bara þá hlið á hon-
um. Siggi hlustaði mikið á tónlist og
átti það oft til að snúa sólarhringn-
um við og hlusta á Radio Luxemb-
urg og Radio Karóline. Las hann
mikið hvort sem það voru bækur,
blöð eða tímarit og skipti það engu
hvort þau voru á íslensku eða
ensku. En hann var ágætur í ensk-
unni sem hann lærði að mestu af
sjónvarpi. Siggi var mikill draum-
óramaður og hafði mörg áhugamál.
Hann talaði ekki bara um þau held-
ur kom þeim í framkvæmd. Átti á
tímabili mótorhjól, jeppa, snjósleða
og fólksbíl svo eitthvað sé nefnt.
Einnig hafði hann mikinn áhuga á
skútum og skútusiglingum og tók
hann pungapróf og sótti námskeið í
skútusiglingum. Í fórum sínum átti
hann fullkomna smíðateikningu af
skútu til úthafssiglinga og var það
lengi draumur hans að sigla henni
um heimsins höf. Siggi vann lengi á
tækjunum í Fiskiðjunni og var á sjó
um tíma. Tók seinna meiraprófið og
vinnuvélapróf og vann í skipaaf-
greiðslu Eimskips undir stjórn
Gogga heitins í Klöpp sem reyndist
honum einstaklega vel og talaði
Siggi oft um hann.
Fyrir nokkrum árum greindist
Sigurður með sykursýki á háu stigi
sem dró töluverðan mátt úr honum
og á endanum þurfti hann að hætta
að vinna. Hann var barngóður og
þess fengu börn systkina hans að
njóta sem og börn okkar Freyju. Þó
hlutirnir gengju ekki alltaf vel hjá
honum, var honum umhugað um að
öllum gengi vel sem hann þekkti, þá
sérstaklega systkinum sínum sem
honum þótti mjög vænt um.
Siggi bjó lengst af hjá foreldrum
sínum á Birkihlíðinni sem vildu allt
fyrir hann gera og það hefur ekki
verið auðvelt þar sem sérviska
Sigga reið ekki við einteyming. Á
neðri hæðinni á Birkihlíðinni býr
Nía frænka hans, sem hann hafði
mikið samneyti við og bar hann
ótakmarkaða virðingu fyrir henni
og vitnaði oft í hana. Síðustu árin
bjó Siggi í einstaklingsíbúð á Ás-
hamrinum og undi hann þar hag
sínum ágætlega.
Við Siggi vorum alltaf í sambandi
þótt nokkrar vikur og mánuðir liðu
á milli samfunda. Ófáar heimsóknir
fékk ég niður í vél á Herjólfi þegar
ég vann þar og hann að ferðast milli
lands og Eyja. Þegar ég hitti hann
síðast fyrir jól var hann mjög hress
og kom því mjög á óvart sviplegt
fráfall hans. En nú er hann farinn
yfir móðuna miklu siglandi á skút-
unni sinni um öll heimsins höf
himnaríkis.
Við vottum foreldrum hans,
systkinum, fjölskyldum og ættingj-
um og öðrum vinum okkar dýpstu
samúð um leið og við kveðjum góð-
an og tryggan vin.
Friðsteinn, Freyja og börn.
Þegar Grétar hringdi í mig og
sagði mér að Siggi hefði verið flutt-
ur á Landspítalann, greip mig
óþægileg tilfinning, ég var eiginlega
viss um að hann ætti ekki aftur-
kvæmt. Á herðar Sigga höfðu verið
lagðar þyngri byrðar en á flesta
aðra. Hann háði glímu við erfiðan
sjúkdóm sem setti mark sitt á allt
hans líf. Að lokum voru þessar
byrðar meira en hann gat borið.
Það að ég og Siggi skyldum ná vel
saman þarf ekki að koma neinum á
óvart, hann var einn af þeim sem
hnýttu yfirleitt bagga sína öðrum
hnútum en flestir aðrir og gat verið
kúnstugur og bráðskemmtilegur.
Ég hef alltaf haft dálæti á þannig
mönnum.
Þegar maður hallar sér aftur og
hugsar til baka, skjóta upp kollinum
margar skemmtilegar minningarn-
ar sem ég á af samskiptum mínum
við Sigga. Sérstaklega er það eitt
atvik sem mun seint líða mér úr
minni. Ég var gestur í Birkihlíðinni
og þurfti að létta á mér um miðja
nótt en þegar ég er að komast niður
stigann af efri hæðinni gengur
skyndilega í veg fyrir mig sú ófrýni-
legasta kynjavera sem ég hef
nokkru sinni augum barið. Ég hent-
ist aftur á bak með töluverðum
óhljóðum en um leið og þessi vera
varð vör við mig hljóðaði hún hærra
en ég og reif af sér andlitið í einum
grænum og æpti svo: ,,Á að ganga
frá manni?“ Þetta reyndist þá vera
Siggi sem hafði puntað sig með for-
láta gasgrímu frá seinni heimsstyrj-
öldinni. Eftir drykklanga stund
þegar við höfðum báðir jafnað okk-
ur, þá spurði ég hvers vegna í
ósköpunum stæði á því að hann
væri að læðast um með gasgrímu á
höfðinu um miðja nótt. Þá sagði
Siggi mér að hann hefði verið að
máta grímuna fyrir morgundaginn
því þá ætti hann að lakka eitthvað
fyrir Geir á Reynisstað og ætlaði
bara alls ekki að skemma í sér heil-
ann í svoleiðis stússi.
Nokkrum árum seinna erum við
samskipa um borð í Erninum, hann
háseti og ég matsveinn. Það var ein-
mitt um borð í Erninum sem við
Siggi áttum okkar bestu samveru-
stundir, þá helst þegar við vorum
einir í borðsalnum, lágum hvor á
sínum bekknum og létum okkur
dreyma. Siggi gat tekið ástfóstri við
ákveðna hluti sem voru honum hug-
leiknir á hverjum tíma. Þennan
tíma um borð í Erninum skipuðu
skútur stóran sess í huga Sigga og
þær voru ófáar siglingarnar sem við
Siggi fórum í huganum um Miðjarð-
arhaf og heimsóttum óþekktar eyj-
ar. Það var undantekningarlaust
tekið gríðarlega vel á móti okkur á
þessum eyjum ég tók líka sérstak-
lega eftir því á þessum ferðum okk-
ar að það brældi aldrei.
Ég er ekki í nokkrum vafa um
það að nú þegar Siggi er laus við
byrðarnar þá siglir hann brosandi
út að eyrum fegurstu skútum
himnaríkis, uppgötvar nýja staði
þar sem vel verður tekið á móti hon-
um. Enda góður drengur á ferð.
Siggi sýndi mér alla tíð vináttu og
hlýju. Fyrir það þakka ég þessum
félaga mínum.
Tryggvi og Sirrý, Guð blessi ykk-
ur og styrki í þessum mestu raun-
um sem lagðar eru á foreldra.
Systkinum og ættingjum votta ég
mína dýpstu samúð.
Páll Scheving Ingvarsson.
Sigurður Hjálmar Tryggvason,
Siggi Tryggva eins og svo mörgum
var tamt að kalla hann, hefur kvatt
þessa jarðvist. Hún var honum eng-
inn dans á rósum því hann gekk
aldrei fullkomlega heill til skógar og
þurfti frá barnæsku að fást við
margvíslega heilsufarslega erfið-
leika sem torvelduðu honum sporin
á lífsins vegi.
Siggi var nágranni minn í Grænu-
hlíðinni þar sem foreldrar okkar,
gott vinafólk, byggðu hús sín hlið
við hlið á númer 3 og 5. Mikill sam-
gangur var milli heimilanna og vin-
skapur góður. Við á númer 5 vorum
aðeins fjögur í heimili á meðan sjö
manns voru í heimili á númer 3.
Það voru því oft öllu meiri ærsl á
því heimilinu og Sigurður átti það
til að koma yfir til okkar þegar hann
vildi ró og frið, leggja sig á stofu-
gólfið með höfuðið undir gamla
grammifónskapnum, hlusta á tónlist
og velta höfðinu þar fram og til
baka, „róa sér“ eins og hann kallaði
það. Þetta gerði hann stundum
langtímum saman og virtist ein-
hvern veginn finna sér frið og ró
með því.
Sigurði var það ekki gefið að vera
mjög meðfærilegur. Hann hafði
mjög oft aðrar skoðanir á hlutunum
en margir aðrir og gat átt langar
rökræður um það. Hann átti það til
að vera upp á kant við allt og alla og
með aðrar skoðanir og sjónarhorn
en flestir. Allar venjubundnar regl-
ur á hinum ýmsu sviðum létu hon-
um ekki vel og hann var t.d. oft á
öðru róli með svefntíma en gerist og
gengur.
Sigga lét ekki vel að læra í skóla
og líklega hafa reglur skólans ekki
virkað vel á hann. Hann hefði þó
trúlega, með þeirri kennslutækni
sem orðin er til staðar í dag, vel get-
að menntast, því á mörgum sviðum
var hann vel að sér og vel lesinn í
því sem hann hafði áhuga á. Hann
las ensku og menntaði sig sjálfur á
því sviði. Hann grúskaði í landa-
fræði og ýmsu fleiru og hellti sér út
í það sem hann stúderaði hverju
sinni af svo miklum áhuga að vart
komst annað að í huga hans þann
tímann, enda gat hann verið hafsjór
af fróðleik um það sem hann hafði
áhuga á.
Siggi var áhugamaður um ýmis-
legt og varð oft manískur í því sem
hann tók sér fyrir hendur. Hann
hafði yndi af sjónvarpi, sem var trú-
lega hin síðari ár hans helsti félagi,
og fróðleik úr fræðsluþáttum þess
og ýmislegt fleira drakk hann í sig
og tók upp á myndbönd til að geta
horft á aftur. Hann var mikill