Morgunblaðið - 22.02.2004, Síða 63
HUGVEKJA
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2004 63
Frá26.995kr.
Vikulegt flug í sumar
Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001
www.heimsferdir.is
Portúgal
Heimsfer›ir bjó›a í sumar beint vikulegt flug til Portúgal og er
áfangasta›urinn Algarve sem n‡tur gífurlegra vinsælda. fiar bjó›um
vi› topp gistista›i me› frábærri fljónustu á hagstæ›ara ver›i en
nokkru sinni fyrr. Helstu einkenni Portúgal eru fegur› og fjöl-
breytni. Má flar nefna heillandi menningu, náttúruna, sólina og
sjóinn, auk fless sem gott ver›lag og elskulegt fólk ásamt vaxandi
og gó›ri fer›afljónustu hafa gert Portúgal a› einu eftirsóknar-
ver›asta fer›amannalandi Evrópu í dag.
Tryggðu þér
lægsta verðið á
Íslandi
26.995 kr.
Flugsæti með sköttum, m.v.
hjón með 2 börn, 2-11 ára.
Netverð.
33.395 kr.
M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára,
26. maí, Alta Ouro. Netverð
með 10 þús. kr. afslætti.
44.990 kr.
M.v. 2 í íbúð, 26. maí,
Alta Ouro. Netverð,
með 10 þús. kr. afslætti.
Topp gististaðir
Heimsferðir bjóða afbragðs gististaði í Algarve með
góðri staðsetningu og frábærum aðbúnaði, hvort
sem þú ert á höttunum eftir glæsilegum 4 stjörnu
gististað eða ódýru, þægilegu íbúðarhóteli.
Algarve
N
O
N
N
I
O
G
M
A
N
N
I
I Y
D
D
A
•
N
M
1
1
4
5
5
/
si
a.
is
Þökkum
ótrúlegar
undirtektir
Alta Ouro
SÍMI 530 1500
Það er kunnara en fráþurfi að greina, aðríkjandi samfélags-skipan í löndunumfyrir botni Miðjarð-
arhafs á ritunartíma Biblíunnar
var feðraveldi. Í þeim heimi
máttu konur sín flestar lítils.
Það talar sínu máli, að af u.þ.b.
3.500 einstaklingum, nafn-
greindum eða ekki, sem koma
fyrir í heilagri ritningu, eru ein-
ungis um 400 konur, þar af 205
nafngreindar, sem verða þó ekki
nema 162, þegar búið er að fara
nánar í gegnum listann og vinsa
úr augljósar tvítekningar.
Með fókusinn alla jafna á
menn í Gamla testamentinu á
borð við Nóa, Abraham, Job,
Móse, Davíð og Salómon, hættir
okkur til að gleyma því, að kon-
ur voru þar líka. Og eins er með
Nýja testamentið, þar sem guð-
spjallamennirnir og helstu post-
ularnir skyggja oftar en ekki á
kvenkyns lærisveina meist-
arans. Óvart að vísu.
Í dag langar mig að segja
ykkur frá einni merkri kven-
persónu, sem ekki hefur
gleymst, heldur er vegna
breytni sinnar fyrir um 3.000 ár-
um ennþá dáð í söfnuðum krist-
inna um heim allan. Þetta er
hún Rut, af nágrannaþjóð Ísr-
aels á hásléttunni austan af
Dauðahafinu, er nefndist Móa-
bítar. Þeir voru taldir af ætt
Lots (1. Mósebók 19:37) og því
náfrændur Ísraelsmanna, en
blótuðu skurðgoð. Öll vitneskja
okkar um þessa stúlku er komin
út lítilli bók í Gamla testament-
inu, sem ber nafn hennar, og er
gjarnan kölluð „Ástarsaga Bibí-
unnar“. Upphafsorðin eru þessi:
Í þá daga, er dómararnir stjórnuðu,
bar svo til, að hallæri var í landinu.
Fór þá maður nokkur frá Betlehem í
Júda til þess að dveljast sem útlend-
ingur í Móabslandi ásamt konu sinni
og tveimur sonum sínum. Þessi mað-
ur hét Elímelek og kona hans Naomí,
en synir hans tveir Mahlón og Kiljón.
Þau voru af Efrataætt frá Betlehem í
Júda. Þau komu til Móabslands og
dvöldust þar. Þá dó Elímelek, maður
Naomí, en hún lifði eftir með báðum
sonum sínum. Þeir gengu að eiga
móabítískar konur, og hét önnur
Orpa, en hin Rut. Og þeir bjuggu þar
hér um bil tíu ár. Þá dóu þeir líka
báðir, Mahlón og Kiljón, og konan
lifði ein eftir báða sonu sína og mann
sinn. Þá bjóst Naomí til að hverfa aft-
ur heim frá Móabslandi með tengda-
dætrum sínum, því að hún hafði heyrt
í Móabslandi, að Drottinn hefði vitjað
lýðs síns og gefið þeim brauð.
Naomí leggur af stað til
Betlehem og finnst eðlilegt að
ætla að tengdadæturnar muni
vilja snúa heim til Móablands.
En Rut hefur tekið ákvörðun,
sem átti eftir að hafa mikil áhrif
á framvindu mannkynssög-
unnar, og svarar með hinum
frægu orðum:
„Leggðu eigi að mér um það að yf-
irgefa þig og hverfa aftur, en fara
eigi með þér, því að hvert sem þú fer,
þangað fer ég, og hvar sem þú náttar,
þar nátta ég. Þitt fólk er mitt fólk og
þinn guð er minn guð. Hvar sem þú
deyr, þar dey ég, og þar vil ég vera
grafin. Hvað sem Drottinn lætur
fram við mig koma, þá skal dauðinn
einn aðskilja mig og þig.“
Og þetta varð úr. Með þessu
sýndi hún ættlandi látins eig-
inmanns og tengdamóður sinni
fádæma trúfesti. Eftir að til
Betlehem kemur snýst hún til
gyðingatrúar, eftir að hafa
kynnst ókvæntum og auðugum
eldri manni, Bóasi, og heillað
upp úr skónum með ósérhlífni
sinni og góðu hjartalagi, fegurð,
einlægni og dugnaði. Þau gengu
síðan í hjónaband og eignuðust
dreng, sem fékk nafnið Óbeð.
Sonur hans var Ísaí, faðir Dav-
íðs konungs.
Rut er ein af konunum fjór-
um, sem nefndar eru í ættartölu
Jesú Krists í 1. kafla Matteus-
arguðspjalls. Það er mikill heið-
ur, ef tekið er mið af því sem í
upphafi pistilsins er ritað, og
sýnir vel hvað í þessari útlendu
sál bjó, og er jafnframt vísbend-
ing um eða staðfesting á því, að
fagnaðarerindið átti síðar að
hljótast öllum þjóðum, en ekki
bara Ísrael.
Í bókinni Nöfn Íslendinga
segir orðrétt:
Nafnið virðist fyrst notað hérlendis á
síðari hluta 18. aldar. Samkvæmt
manntali 1801 báru það fjórar konur,
tvær í Ey[jafjarðarsýslu], ein í
Skag[afjarðarsýslu] og ein í Barð[a-
strandarsýslu]. Árið 1845 hétu sjö
konur Rut en 16 árið 1910. Á næstu
áratugum jukust vinsældir nafnsins
verulega, einkum sem síðara nafns af
tveimur, og komst það í 18. sæti al-
gengustu síðari nafna árið 1982. Í
þjóðskrá 1989 voru 197 konur skráð-
ar með þessu nafni sem einnefni eða
fyrra nafni af tveimur en 581 kona að
síðara nafni…
Það er notað víða um Evrópu.
Samkvæmt þjóðskrá 31. des-
ember 2002 voru 204 sem báru
nafnið sem fyrsta eiginnafn, og
1.153 sem annað.
Í barnastarfinu í kirkjum
landsins, og í Noregi og jafnvel
víðar, er eitt af uppáhalds-
lögunum „Daníel og Rut“, og
fullorðnir hafa af því jafn gaman
og yngri kynslóðin. Enginn veit
um höfund þess. En þar vilja
herrarnir líkjast Daníel, sem var
„fylltur hetjumóð“, og rísa úr
sætum því til áréttingar, en
dömurnar Rut, af því að hún var
„svo sönn og góð“.
Þetta var sumsé langamma
frægasta og einhvers merkasta
konungs Ísraelsmanna. Og
framannefnt var saga hennar.
Rut
sigurdur.aegisson@kirkjan.is
Biblían hefur að
geyma margar sög-
ur af kvenskör-
ungum, eins og
t.a.m. Debóru, og
líka öðrum sem
ekki voru alveg eins
áberandi. Sigurður
Ægisson fjallar um
eina slíka, í tilefni
konudagsins, sem
er fyrsti dagur góu.
FRÉTTIR
LANDSPÍTALI - HÁSKÓLASJÚKRA-
HÚS
SLYSA- OG BRÁÐADEILD, Fossvogi sími 543 2000.
BRÁÐAMÓTTAKA, Hringbraut sími 543 2050.
BRÁÐAMÓTTAKA BARNA, Barnaspítala Hringsins sími
543 1000.
BRÁÐAMÓTTAKA GEÐDEILDA, Hringbraut sími
543 4050.
NEYÐARMÓTTAKA v/nauðgunarmála, Fossvogi sími
543 2085.
EITRUNARMIÐSTÖÐ sími 543 2222.
ÁFALLAHJÁLP sími 543 2085.
LÆKNAVAKTIR
BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica á
kvöldin v.d. kl. 17–22, lau., sun. og helgid., kl. 11–15.
Upplýsingar í s. 563 1010.
LÆKNAVAKT miðsvæðis fyrir heilsugæsluumdæmin í
Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Hafn-
arfirði, í Smáratorgi 1, Kópavogi. Mótttaka kl. 17–23.30
v.d. og kl. 9–23.30 um helgar og frídaga. Vitjanabeiðni og
símaráðgjöf kl. 17–08 v.d. og allan sólarhringinn um
helgar og frídaga. Nánari upplýsingar í s. 1770.
TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og stórhá-
tíðir. Símsvari 575 0505.
APÓTEK
LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl. 8–
24, virka daga, kl. 10-24 um helgar. Sími 581 2101.
LYFJA, Lágmúla: Opið alla daga ársins kl. 8–24. S.
533 2300.
LYFJA, Smáratorgi: Opið alla daga ársins kl. 8–24. Sími
564 5600.
NEYÐARÞJÓNUSTA
BAKVAKT Barnaverndarnefndar Reykjavíkur er starf-
rækt eftir kl. 16.15 virka daga, allan sólarhringinn aðra
daga. Sími 892 7821, símboði 845 4493.
HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af dep-
urð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Fullum
trúnaði heitið. Gjaldfrjálst númer: 1717, úr öllum símum.
TRÚNAÐARSÍMI RAUÐAKROSSHÚSSINS. Ráðgjafar-
og upplýsingasími ætlaður börnum, unglingum og að-
standendum þeirra. Nafnleynd. Opið allan sólarhr.
Gjaldfrjálst númer: 1717 – Netfang: husid@redcross.is
VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer
800 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern til
að tala við. Svarað kl. 20–23.
BILANAVAKT BORGARSTOFNANA, sími 5 800 430 tek-
ur við tilkynningum um bilanir og liðsinnir utan skrif-
stofutíma.
NEYÐARSÍMI FORELDRA 581 1799 er opinn allan sólar-
hringinn. Vímulaus æska- Foreldrahús.
KVENNAATHVARF: Athvarf og viðtalsþjónusta fyrir
konur sem beittar hafa verið ofbeldi í heimahúsum eða
orðið fyrir nauðgun. Opið allan sólarhringinn, 561 1205.
Neyðarnúmer fyrir
allt landið - 112
FRJÁLSHYGGJUFÉLAGIÐ hefur
sent frá sér ályktun þar sem tekið er
undir mótmæli sem snúa að hug-
myndum viðskiptaráðherra varðandi
jöfnun raforkuverðs.
„Millifærslur á fjármagni frá ein-
um til annars í formi niðurgreiðslna
skekkja forsendur slíks vals. Þeir
sem búa í þéttbýli eiga að njóta
þeirrar hagkvæmni sem slíkt hefur í
för með sér. Þeir borga í staðinn
gjarnan hærra fasteignaverð. Að
sama skapi njóta þeir sem búa í
dreifbýli ýmissa gæða sem ekki
verða verðlögð, svo sem hreinna
lofts, betri tengsla við náttúruna og
vinalegra samfélags, svo eitthvað sé
nefnt. Fasteignaverð er gjarnan
lægra í dreifbýli en þéttbýli þótt á
móti komi hærri kostnaður, til að
mynda vegna matvæla og ýmiskonar
þjónustu.
Inngrip stjórnmálamanna í bú-
setuval fólks ættu að heyra sögunni
til. Stjórnmálamenn reyndu að
hindra tilurð sjávarútvegsþorpa á
sínum tíma til að vernda bændur og
landbúnað. Í dag virðast stjórnmála-
menn reyna að koma í veg fyrir
aukna þéttbýlismyndun með rífleg-
um niðurgreiðslum og byggðar-
styrkjum.“
Mótmæla
niður-
greiðslum
á raforku
Sýningunni lauk í gær
Í Lesbók Morgunblaðsins í gær er
sagt að sýningu Hrafnhildar I. Sig-
urðardóttur í Húsi málarans ljúki 28.
febrúar. Hið rétta er að sýningunni
lauk í gær, laugardag. Beðist er vel-
virðingar á þessum mistökum.
LEIÐRÉTT
♦♦♦