Morgunblaðið - 22.02.2004, Qupperneq 65
BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2004 65
LEIKSKÓLAR Reykjavíkur til-
kynntu það 17. febrúar síðastliðinn að
þeir muni loka öllum leikskólum í 2
vikur í sumar. Síðar fékk ég svo send-
an tölvupóst þess efnis að leikskóli
dóttur minnar loki samanlagt í 3 vikur
í sumar vegna viðhalds. Gerð verður
könnun meðal foreldra þess efnis hve-
nær best henti hverjum og einum að
hafa leikskólann lokaðan og mun
meirihlutinn ráða.
Síðasta sumar var lokað í 4 vikur á
flestum ef ekki öllum leikskólum
borgarinnar. Ég var sjálf nýkomin úr
námi, átti ekkert sumarfrí inni og
þurfti því að redda pössun fyrir barn-
ið í þessar 4 vikur. Það er ekkert smá
rót á lífi lítils barns, þar sem öryggi,
festa og regla á daglegri rútínu er tal-
ið eitt af mikilvægum þáttum í upp-
eldinu. Svo ekki sé talað um það að
ekki fyrir alla að redda barnapíu (sem
er mjög dýrt) eða ömmum og öfum til
að passa allan daginn.
Ég vil sérstaklega vekja athygli á
skólafólki í þessari umræðu. Mjög
margir foreldrar leikskólabarna er
skólafólk. Þetta fólk fær tæpan mán-
uð í jólafrí, eða frá ca 15. des. og fram
til 5.–10. janúar og tæpar 2 vikur í
páskafrí. Á sumrin aftur á móti er
þetta fólk í sumarvinnu. Ekki getur
það tekið sér sumarfrí, nema þá að
velja sér þann kost að vera atvinnu-
laus til að geta fylgt kröfum leikskóla-
ráðs um að fjölskyldan taki sér mán-
aðarfrí á hverju sumri. Það eru ekki
margir valmöguleikar í stöðunni.
Skiljanlega þurfa börnin frí frá
starfsfólkinu, hinum börnunum og
umhverfinu. En að þurfa að loka er
óskiljanlegt. Aðalafsökun leik-
skólaráðs er sparnaður, en
sparnaðurinn er ekki mjög
mikill miðað við þær tölur sem
ég heyrði minnst á í fyrra.
Önnur afsökun sem gefin er til
útskýringar á þessum lokun-
um er viðhald á leikskólabygg-
ingu og /eða útileiksvæði. Það
hlýtur að vera til önnur lausn
en sú að hreinlega loka. Ég hef
aldrei orðið vör við það að það
þurfi að loka hverju fyrirtæk-
inu á fætur öðru þó þurfi að
gera við það húsnæði sem
starfsemin er í. Og ekki þurfa
heilu fjölskyldurnar að flytja
þó lagfæra þurfi heimili þeirra, hvort
sem er að utan eða innan.
Auk þess vil ég setja útá þá reglu
að taka þurfi samfellt 4 vikna frí eins
og reglan er í dag. Mun hentugra
væri t.d. að leyfa þeim sem þess óska
að skipta þessu í tvö tveggja vikna
tímabil. Einnig væri mun hentugra að
gefa skólafólki og öðrum möguleika á
að taka sín frí (og barnanna) um jól og
páska, en ekki bara um mitt sumar
eins og hentar útivinnandi foreldrum.
Ég mótmæli þessum aðgerðum al-
gjörlega og óska eftir að leikskólaráð
endurskoði þessar ákvarðanir sínar.
BERIT G. KRISTJÁNSDÓTTIR,
Hraunbæ 102a,
Reykjavík.
Um sum-
arlokanir
leikskól-
anna
Frá Berit G. Kristjánsdóttur:
Morgunblaðið/Ómar
Leikskólar Reykjavíkur hafa tilkynnt að
leikskólum verði lokað í 2 vikur í sumar.
ÞANNIG var með gærkvöldið að ég
sat við lærdóm og horfði á Ísland í
dag á Stöð 2 þar sem rætt var um lík-
fundinn í Neskaupstað. Þar sá ég
skemmtilega
mynd af fjölmiðl-
um og þá aðal-
lega hvernig
Norðurljósa-
fréttastofurnar
vinna og þá sér-
staklega í farar-
broddi Róberts
Marshalls. Ég
bara skil ekki
hvernig honum
dettur í hug að nota þessa röksemda-
færslu sem hann notaði gagnvart því
að hann fékk ekki upplýsingar um
málið. Meðal þess sem hann sagði var
það að sýslumanninum á Eskifirði
bæri skylda til að segja landanum frá
því hvort það væri morðingi gangandi
um íslenska jörð. Eitt skil ég ekki
hvort honum hafi ekki dottið í hug, en
það er hvort lögreglan hafi nokkuð
vitað um þetta sjálf og væri að rann-
saka þetta og því liggur það í augum
uppi að lögreglan hefur ekkert að
segja við fjölmiðla. Hvað ætti hún að
segja? Önnur orð voru notuð sem ég
átti erfitt með að tengja en þau orð
voru annars vegar ófagmennska og
ókurteisi. Hvernig sér hann út að
þetta hafi verið ófagmennska? Þetta
kalla ég fagmennsku, að lögreglan
hlaupi ekki í fjölmiðla bara til að
segja eitthvað heldur einbeiti sér að
því að rannsaka málið. Það er jú
hennar hlutverk að rannsaka það og
upplýsa og myndi ég meta það frekar
mikilvægara heldur en að vera enda-
laust á einhverjum fundum þar sem
fullorðnir menn spyrja spurninga
einungis til að vekja athygli á sjálfum
sér og sínum vinnuveitanda og selja
sjálfan sig. Hitt orðið, ókurteisi, skil
ég alveg svona að hluta til. Fjölmiðlar
og þá sérstaklega Róbert Marshall er
bara móðgaður út í lögregluna fyrir
að vera ekki kóngurinn sem fái allt
upp í hendurnar svo hann geti nú
byrjað að gaspra um hitt og þetta.
Síðan hef ég fulla trú á sýslumann-
inum á Eskifirði, ef hún teldi að fjöl-
miðlar gætu hjálpað þá myndi hún
upplýsa almenning um einhverja
hluti sem varðar málið. En það að
hún sé ekki tilbúin til þess að leyfa
Róberti að vera með sér 24 tíma sól-
arhringsins svo hann geti nú leyst
þjóðina úr þessari skelfilegu reynslu,
að lögreglan vill ekki tala við fjöl-
miðla, þá skil ég hana vel. Hún er auð-
vitað að sýna Róberti ókurteisi sem
hann sættir sig ekki við og mætir því í
Ísland í dag og reynir að blása þetta
upp. Af minni skemmtilegu reynslu
við fréttastofur Norðurljósa veit ég
hvernig þessir menn vinna, þeir hafa
enga samvisku, spara ekki orðin,
blása upp fréttir einungis til þess að
geta selt sig og síðan má nú ekki
gleyma frekjunni. Ég lenti í því fyrir
nokkrum árum í vinnu sem ég var í að
ónefndur fréttamaður á Bylgjunni
fékk móðursýkiskast þegar hann
missti af frétt sem síðar birtist á
RÚV. Hann hringdi til baka og hótaði
að kæra mig. Þar sem mér bar engin
skylda til að segja neitt við hann, skil
ég ekki alveg á hverju kæran átti að
byggjast. Kannski ókurteisi sem ég
sýndi honum með því að segja ekki
það sem ég ekki einu sinni vissi af, en
það má taka það fram að RÚV var á
staðnum og fékk því fréttina sjálft án
þess að ég hafi komið nokkuð nálægt
því. Málið er að ég tel að ákveðnir
fjölmiðlar séu að vinna á mjög lágu
stigi hvað varðar fagmennsku. Málið
er að ef fjölmiðlar vissu eitthvað væru
þeir ekki að spara að nota það og því
hlýtur það að vera að lögreglan verð-
ur óvinur þeirra sjálfkrafa. Sumt þarf
bara ekki að koma fram í fjölmiðlum
og ætti það að vera í höndum lögreglu
að ákveða það en ekki fjölmiðlanna
sjálfra. Þetta mál er auðvitað ekkert
venjulegt mál og því kannski ekki
skrýtið að þetta sé eins og þegar fjöl-
miðlar vilja vita um þegar finnast
nokkur grömm af dópi.
Því held ég að Róbert Marshall
ætti að slappa af og kannski snúa sér
að fréttum sem varðar það góða í
samfélaginu, svona rétt á meðan ekk-
ert er að gerast í líkfundamálinu. Og
ég styð sýslumanninn á Eskifirði og
lögregluna alveg fullkomlega, við
þurfum ekkert að vita allt!
DAVÍÐ ÞÓR SIGURÐARSON,
Viðskiptaháskólanum á Bifröst,
Borgarfirði.
Fjölmiðlar í móðursýkiskasti
Frá Davíð Þór Sigurðarsyni:
Davíð Þór
Sigurðarson
Fyrirtæki til sölu
Upplýsingar um fyrirtæki ekki veittar í síma
Við sölu fyrirtækja er gagnkvæmur trúnaður mikilvægur og við gefum því
ekki upplýsingar um fyrirtæki í síma. Við viljum fá kaupendur til okkar og
kynnast þeim, en með því móti getum við einnig þjónað þeim betur.
Vinsamlega hringið áður og pantið tíma. Síminn er 533 4300, en einnig er
hægt að nota tölvupóstinn: jens@husid.is .
Eftirfarandi eru stuttar lýsingar á nokkrum fyrirtækjum sem eru fáanleg, en
við auglýsum ekki nema brot af þeim fyrirtækjum sem höfum til sölu:
Lítið plastframleiðslufyrirtæki í miklum vexti óskar eftir meðeiganda til
að stjórna framleiðslu. Æskilegt að viðkomandi hafi reynslu af vélum og
framleiðslu, sé röskur, reglusamur og umfram allt jákvæður.
Lítið og arðbært sjálfsalafyrirtæki. Hentugt sem aukavinna eða með
öðrum rekstri. Góðir vaxtamöguleikar.
Heildverslun með byggingavörur. Ársvelta 160 m. kr.
Söluturninn Hagamel. Auðveld kaup.
Álgluggaverksmiðja með miklum tækjakosti. Tilvalið til sameiningar.
Meðeign kemur til greina.
Blóma- og gjafavöruverslun í Glæsibæ. Verð aðeins 1,3 m. kr.
Matvöruverslun, bensínssala og veitingarekstur í Búðardal. Eigið hús-
næði. Ársvelta er nú tæpar 200 m. kr. og hefur farið vaxandi með hverju
ári. Góður hagnaður um margra ára skeið og mjög heilbrigður rekstur.
Sérstaklega hentugt fyrir stóra fjölskyldu eða tvenn hjón.
Arðbært þjónustufyrirtæki í byggingariðnaði með góða verkefnastöðu. Ár-
svelta 60 m. kr. Tilvalið til sameiningar við fyrirtæki tengd byggingariðaði.
Söluturn í tengslum við bensínstöð í Grafarvogi. Mikil grillsala.
Rekstraleiga með kauprétti. Stórt samkomuhús í nágrenni Reykjavíkur
með góðri aðstöðu fyrir dansleiki, veislur og fundi. Ársvelta 30 m. kr.
Gott tækifæri fyrir fagmenn.
Maraþon í Kringlunni. Sportvöruverslun með þekkt merki og mikla sölu.
Rekstrarhagnaður 11 m. kr. á ári.
Vitum af mörgum sérverslunum, heildverslunum og iðnfyrirtækjum í
ýmsum greinum fyrir rétta kaupendur. Ársvelta 100-1000 m. kr.
Kringlubón. Ein þekktasta og besta bónstöð landsins. Sami eigandi í 16
ár.
Þekkt vefnaðarvöruverslun. Ársvelta 60 m. kr. Góð framlegð. Tilvalið fyr-
ir „saumakonur“ með góðar hugmyndir.
Gallery bón. Lítil bónstöð í Skeifunni. Gott byrjendafyrirtæki. Auðveld
kaup.
Lítið landflutningafyrirtæki með föst viðskipti um fiskflutninga. Heppileg
viðbót við annað álíka.
Lítil rótgróin prentsmiðja með góð tæki og föst verkefni. Tilvalið til sam-
einingar eða fyrir duglega menn sem vilja vinna sjálfstætt. Auðveld
kaup.
Hárgreiðslumeistarar / sveinar óskast til samstarfs í nýrri heilsu- og dek-
urlind í Faxafeni. Gott tækifæri fyrir hæfileikafólk.
Spennandi tískuverslun í Kringlunni.
Lítil heildverslun með iðnaðarhráefni.
Lítil efnalaug í Keflavík. Gott atvinnutækifæri.
Sérverslun með eigin innflutning. 200 m. kr. ársvelta.
Gagnlegur fróðleikur á heimasíðu
fyrirtækjadeildar: www.husid.is .
Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin v/Faxafen),
sími 533 4300, GSM 820 8658.
Fréttasíminn
904 1100
FYRIRTÆKI TIL SÖLU
www.fyrirtaekjasala.is
FYRIRTÆKJASALA
ÍSLANDS
Síðumúla 15 • Sími 588 5160
Gunnar Jón Yngvason
lögg. fasteigna- og fyrirtækjasali