Morgunblaðið - 22.02.2004, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 22.02.2004, Qupperneq 72
Alltaf með tyggjó Sveltur sitjandi kráka en fljúgandi fær. Hvaða plötu keyptirðu síðast? Feels Like Home með No- ruh Jones. Hver er unaðs- legasti ilmur sem þú hef- ur fundið? Ilmurinn í fiskvinnsl- unni af söltuð- um fésunum. Hvert er þitt mesta prakkarastrik? Við í bræðrafélaginu Dúfan framkvæmd- um smá hrekk í jólafríinu sem ekki verður upplýstur hér... Hver er furðulegasti matur sem þú hefur borðað? Strútskjöt, það var ótrú- lega gott. Trúirðu á líf eftir dauð- ann? Já. Jennifer Lopez... Ef hún kemst í þann hóp á annað borð. Hver er þinn helsti veikleiki? Ég læt oft bíða eftir mér... Finndu fimm orð sem lýsa per- sónuleika þínum vel. Opinn, tryggur, hlýr, athyglis- sjúkur, glaðvær. Bítlarnir eða Stones? Mmmm... Bítlarnir Hver var síðasta bók sem þú last? Kaldaljós eftir Vigdísi Gríms... góð bók. Hvaða lag spilarðu áður en þú ferð út á laugardags- kvöldi? Billy Joel - „Only the good die young“... Billy er alltaf svalur! Uppáhaldsmálsháttur? JÓN Ragnar Jónsson er einn af aðalleikurum í Nemendamótssýningu Versló sem heitir Sól- stingur og nú er sýnd við góðar undirtektir í Loft- kastalanum. Um frumsaminn söngleik er að ræða eftir Þorstein „Atvinnumann“ Guðmunds- son sem inniheldur kunn erlend lög við ís- lenska texta, þ. á m. titillag sýningarinnar - gamla Robbie Williams-lagið „Let Me Entertain You“ - sem Jón Ragnar syngur og ómar nú ótt á PoppTíví sjónvarpsstöðinni. Hvernig hefurðu það í dag? Bara nokkuð þéttur, þakka þér fyrir. Hvað borðaðirðu síðast? Grjónagrautinn hennar mömmu og slátur. Hvað ertu með í vösunum? Alltaf með tyggjó. Nú eru líka tveir hálsbrjóst- sykrar í vösunum. Hálsinn er viðkvæmur þessa dagana! Uppvaskið eða skræla kartöflur? Uppvaskið. Kartöflurnar brotna alltaf í marga mola hjá mér! Humar eða hamborgari? Morgunblaðið/Golli Humar er svona hátíðlegri og því skemmtilegra þegar hann er á boðstólnum. Hefurðu tárast í bíói? Já, já, ég er mjög tilfinningaríkur maður! Hvað ætlarðu að verða þegar þú ert orðinn stór? Góður eiginmaður og pabbi ... Annað er óráðið. Hverjir voru fyrstu tónleikarnir sem þú fórst á? Rammstein. En það gefur nú samt ranga mynd af tónlistarsmekk mínum. Gaman samt! Hvaða leikari fer mest í taugarnar á þér? Jón Ragnar Jónsson SPURT & SVARAÐ SOS FÓLK Í FRÉTTUM 72 SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Bítlarnir slógu fyrst al-mennilega í gegn í Bret-landi með smáskífunni„Please Please Me“ sem kom út í upphafi árs 1963. Það lag fór á toppinn í Bretlandi og sat þar í þrjátíu vikur sem engum hafði tekist fram að því. Þrátt fyrir það var út- gáfa þeirra í Bandaríkjunum, Capi- tol, ekki á því að þessi Bítlatónlist væri nokkuð fyrir bandarískan markað og neitaði að gefa fyrstu smáskífurnar út, beið átekta. Haustið 1963 fóru Bítlarnir í heimsókn til Svíþjóðar, sem er ekki í frásögur færandi í sjálfu sér nema fyrir það að þegar þeir sneru aftur til Lundúna varð allt vitlaust á Heat- hrow og meðal þeirra sem urðu vitni að því var bandaríski sjónvarpsmað- urinn Ed Sullivan. Hann skildi ekk- ert hvaða hamagangur þetta var en hafði vit á því að bóka hljómsveitina í þáttinn hjá sér ef hún myndi rata til Bandaríkjanna einhverju sinni. Hinn 29. nóvember það ár kom svo út smáskífa með laginu „I Want To Hold Your Hand“ og milljón ein- tök seld fyrirfram í Bretlandi. Lagið fór beint á toppinn þar í landi og sat þar í sex vikur. Capitol var enn að bíða og sjá til vestan hafs og hugðist ekki gefa lagið út þar í landi fyrr en eftir áramót. Þá bar svo við að útvarpshlustandi í Washington bað plötusnúð á einni útvarpsrásinni að spila „I Want To Hold Your Hand“ fyrir sig og sá bað félaga sinn um að kaupa eintak fyrir sig í Bretlandi. Hann frumflutti lagið síðan á rásinni 17. desember og allt varð vitlaust, skiptiborð útvarps- stöðvarinnar fór á hliðina og bréfin streymdu inn þannig að menn sáu ekki annan kost í stöðunni en að spila lagið á klukkutíma fresti allan sólarhringinn. Aðrir útvarpsmenn tóku lagið upp á segulband í útsendingunni og spiluðu á sínum stöðvum og eins og hendi væri veifað var það komið út um allt land. Capitol neyddist því til að flýta útgáfunni og ákvað að láta framleiða milljón eintök í fyrsta skammti en ekki bara 200.000. Það dugði þó hvergi nærri til því milljón eintök seldust upp fyrsta daginn og þremur dögum síðar var salan enn gríðarleg, í New York einni seljast 10.000 eintök á klukkutíma á af- greiðslutíma verslana og lítið minni sala í öðrum borgum. Varla þarf að taka fram að lagið fór beint á topp- inn vestan hafs. Fyrsta Bandaríkjaferðin Þegar rann upp fyrir mönnum að ungmenni vestan hafs kunnu ekki síður að meta Bítlana en austan þess drifu Capitol-menn í að skipuleggja heimsókn sveitarinnar til Bandaríkj- anna og 7. febrúar lögðu fjórmenn- ingarnir upp í sína fyrstu Banda- ríkjaferð. Við komuna til New York var þeim gríðarvel tekið, nema hvað, þúsundir ungmenna biðu á flugvell- inum og á leið inn í borgina gátu þau fylgst með beinni útsendingu um hvar þeir voru staddir þá og þá stundina. Við hótelið beið grúi aðdá- enda og fjölmennt lögreglulið þurfti til að halda aftur af fjöldanum. Á hótelinu biðu síðan 100.000 aðdá- endabréf og sagan segir að sex póst- sekkir hafi borist dag hvern fullir af bréfum. Stóra stundin var svo það er Bítl- arnir komu fram í þætti Eds Sulliv- ans, léku lögin „All My Loving“, „Till There Was You“, „She Loves You“, „I Saw Her Standing There“ og „I Want To Hold Your Hand“ fyr- ir 728 táninga í myndverinu, en áhorfendur voru 73 milljónir manna, þriðjungur bandarísku þjóðarinnar. Óeirðir á flugvelli Í ferðinni léku þeir félagar einnig á tónleikum í Washington og í New York, þar á meðal í Carnegie Hall og í Miami, en er þeir félagar komu til Miami, þar sem þeir spiluðu í öðrum þætti fyrir Ed Sullivan, brutust út óeirðir á flugvellinum með tilheyr- andi æsingi og eignatjóni. 22. febr- úar 1964 héldu þeir Bítlar svo aftur heim á leið. Við komuna til Lundúna beið þar vel á fjórða þúsund aðdá- enda, þar á meðal íslenskir eins og fram kemur á síðunni, og útvarps- stöðvar rufu dagskrá til að segja frá því að Bítlarnir væru komnir aftur heim eftir að hafa lagt Bandaríkin að fótum sér. Fyrir stuttu kom út mynddiskur þar sem sögð er saga þessarar fyrstu heimsóknar Bítlanna til Bandaríkjanna, en tveir kvikmynda- gerðarmenn, bræðurnir David og Albert Maysles, fylgdu hljómsveit- inni eftir eins og skugginn með myndavélarnar á öxlinni. Úr þeim myndskeiðum var svo búin til heim- ildarmynd, hálfur annar klukkutími, en í henni er einnig upptaka frá tón- leikum Bítlanna í Washington og úr þætti Eds Sullivans. Með fylgir svo þáttur þar sem sagt er frá gerð heimildarmyndarinnar og viðtal við Albert Maysles. Sigruð Bandaríki Fjörutíu ár eru liðin síðan Bítlarnir bresku héldu í sögulega frægðarför til Bandaríkjanna og lögðu þar með heimsbyggðina endanlega að fótum sér. Árni Matthíasson og Skarphéðinn Guðmundsson rifjuðu upp atburðinn. Bítlarnir í þætti Eds Sullivans í fyrstu ferð sinni til Bandaríkjanna. 73 millj- ónir manna, þriðjungur bandarísku þjóðarinnar, horfðu á þá í sjónvarpinu. „All My Loving“, „Till There Was You“, „She Loves You“, „I Saw Her Standing There“ og „I Want To Hold Your Hand“ Þrír Bítlar í skoðunarferð í Miðgarði New York. George var veikur heima á hóteli. arnim@mbl.is RÚNAR Júlíusson tónlist- armaður var staddur í Bretlandi um sama leyti og Bítlarnir sneru heim úr frægðarför sinni vest- ur um haf og að sjálf- sögðu dreif hann sig á Heathrow-flugvöll til að taka á móti goðunum, eins og sönnum bítli sæmdi. „Mig minnir að ég hafi verið þarna í fótboltaferð með Keflavíkurliðinu. Við urðum Íslandsmeistarar það árið og fórum í keppnisferð til Skotlands. Þá vorum við farnir að spila saman og því gíraði maður sig að sjálfsögðu upp af bítlafötum og ég man að ég keypti í Glasgow magnara sem við Gunnar notuðum saman til að byrja með. Þegar spurðist svo út um allt og var á forsíðum allra blaða að Bítl- arnir væru að koma þá skelltum við okkur á flugvöllinn til að taka á móti þeim. Það þýddi ekkert annað. Þegar á flugvöllinn kom var okkur vísað í þvöguna þarna sem raðað var upp á svölum fyrir framan landganginn. Þarna var saman kominn mikill mannfjöldi og það var þá sem maður varð virkilega var við hvurslags fár þetta var orðið. Meyjarnar sem stóðu við hlið manns misstu bókstaflega vatn af æsingi þannig að það er ekki hægt að segja annað en að maður hafi fengið þetta öflugt í æð.“ Hann segir að þeir Hljómar hafi síðar fengið vægan snert af slíku þegar Hljómaæðið stóð sem hæst hér á landi. „Það var svona í vægu hlutfalli við höfðatöluna,“ segir Rúnar í góðu gríni. Rúnar og félagar hans úr Keflavíkurliðinu komust framarlega á svalirnar og sáu Bítlana bresku vel þegar þeir gengu landganginn enda „stórir og stæðilegir menn,“ að sögn Rúnars. Hann segir þessa afmörkuðu upplifun í sjálfu sér ekkert hafa breytt sér neitt sérstaklega eða haft varanlegri áhrif en annað. „Maður bara drakk í þig þessa bítlamenningu eins og hinir og allt það sem henni fylgdi, tónlist og tísku.“ „Seinna þegar við fórum til Bretlands að taka upp og spila þá rák- umst við stundum á Bítlana á klúbbum í London og komumst þá í mun meira návígi við þá.“ Tímasetningin var það sem réði mestu um það að Bítlarnir sigr- uðu Bandaríkin, telur Rúnar. „Rétti talentinn, á rétta staðnum, á rétta tímanum.“ „Þeir komu fram í þessum heitasta þætti á þeim tíma og ólíkt því sem síðar varð þá var öll þjóðin að horfa. Það skipti sköpum.“ Fékk þetta öflugt í æð Maður fékk þetta öflugt í æð, segir Rúnar um Heathrow-upplifunina. skarpi@mbl.is Morgunblaðið/Rax
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.