Morgunblaðið - 27.02.2004, Síða 6
FRÉTTIR
6 FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
www.landsbanki.is
sími 560 6000
Varðan - alhliða fjármálaþjónusta
Nokkrir punktar um
beinharðapeninga!
Vor í París 14. - 17. maí
Yndisleg vorferð til Parísar þar sem gist verður á 3ja stjörnu
hótelinu Home Plazza Bastille í þrjár nætur. Íslenskur
fararstjóri er Laufey Helgadóttir, listfræðingur.
Verð: 36.475 kr. á mann í tvíbýli auk 10 þús. ferðapunkta.
Innifalið: Flugvallarskattar og þjónustugjöld. Nánari upplýsingar fyrir ofangreind tilboð hjá
Icelandair í hópadeild, sími 505 0406 eða sendið tölvupóst á groups@icelandair.isÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
LB
I
23
72
2
02
/2
00
4
FJARAN er oft áhugaverð og þar getur
margt leynst þegar ungir og gamlir líta í
kringum sig. Benedikt og Arnór könnuðu
fjörurnar í Kópavogi og þótt ekki hafi endi-
lega sést fiskur undir steini mátti sjá eitt-
hvert líf undir sumum steinum. Fjörulallar
hafa því margt að rannsaka og hægt að fara
þangað aftur og aftur enda fjaran alltaf sí-
breytileg.
Morgunblaðið/Ásdís
Fjölbreytni í fjörulalli
SAMNINGAFUNDUR í deilu
hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða og
stjórnenda Heilsugæslunnar í
Reykjavík sem halda átti undir
kvöldmat í gær var felldur niður og
því allt útlit fyrir að fjörutíu þeirra
liðlega 80 hjúkrunarfræðinga og
sjúkraliða sem starfa hjá Heima-
hjúkrun muni ekki mæta til vinnu á
mánudag og 40 af þeim 67 sem fara í
vitjanir, en uppsagnir starfsmann-
anna taka gildi frá og með 1. mars og
segja þeir að stefni í neyðarástand
eftir helgina.
Þjónustan raskast tímabundið
Heilsugæslan í Reykjavík sendi sl.
miðvikudag út bréf til skjólstæðinga
sinna þar sem m.a. sagði: ,,Vegna
uppsagna hluta starfsmanna Heima-
hjúkrunar liggur fyrir að þjónustan
mun tímabundið raskast frá og með
1. mars nk. Ef að breyting verður á
þeirri þjónustu sem veitt er til þín
verður þú látinn vita með fyrirvara.
Búist má við að tímasetning vitjana
riðlist.“
Þórunn Ólafsdóttir, hjúkrunarfor-
stjóri hjá Heilsugæslunni í Reykja-
vík, segir að menn hafi ekki talið
tímabært að ræða saman á formleg-
um fundi á þessu stigi. Hún segir
engan samningafund hafa verið boð-
aðan en væntanlega verði reynt að
fara yfir málin og finna samræðu-
grundvöll með óformlegum hætti.
„Við erum enn að reyna að finna ein-
hvern flöt,“ segir Þórunn.
Kristjana Guðjónsdóttir, einn af
talsmönnum starfsmanna Heima-
hjúkrunar, segir það vera mjög var-
lega orðað af hálfu Heilsugæslunnar,
svo ekki sé meira sagt, að segja að
þjónstan muni raskast. Staðreyndin
sé sú að 40 af þeim 67, eða 60% af
þeim starfsmönnum sem fari í vitj-
anir, muni ekki mæta til vinnu eftir
helgi. „Þetta er neyðarástand og ég
skil ekki að Heilsugæslan geti látið
frá sér svona yfirlýsingu, að þetta sé
bara röskun á starfseminni.“
Kristjana segir deiluna í hnút eins
og er. „Ástandið er raunar þegar
orðið mjög slæmt. Það er mikill kvíði
og óvissa hjá okkar skjólstæðingum
og við höfum áhyggjur af þeim.“
Í tilkynningu Heilsugæslunnar
segir að á miðvikudag hafi komið í
ljós að daginn áður, þ.e. þriðjudag,
hafi 300 skjólstæðingar af alls 1.100
fengið sent uppkast að nefndu bréfi
þar sem fastara hafi verið kveðið að
orði um afleiðingar uppsagna hluta
starfsmanna Heimahjúkrunar en
efni stæðu til. „Þetta voru mistök
sem beðist er velvirðingar á. Heilsu-
gæslan mun að gefnu tilefni senda
skjólstæðingum sínum rétta bréfið
þegar í stað,“ segir í tilkynningunni.
Heimahjúkrun í uppnámi
Samningafundur deiluaðila felldur niður
Morgunblaðið/Golli
VIÐRÆÐUR atvinnurekenda við
Starfsgreinasambandið og Flóa-
bandalagsfélögin eru langt komnar
og eru daglegir fundir fram á
kvöld í húsnæði ríkissáttasemjara.
Stefna samningsaðilar nú að því að
öllum frágangi við sérmál og gerð
nýrrar launatöflu verði lokið um
hádegi á morgun og þá verði farið
að takast á um almennar launa-
hækkanir og lífeyrismálin yfir
helgina.
„Menn eru að vonast til að þetta
verði allt orðið klárt um hádegi á
laugardag og þá getum við farið að
ræða um launahækkanirnar og líf-
eyrissjóðina og fleira,“ sagði Hall-
dór Björnsson, formaður SGS, í
gærkvöldi.
Hann segir ekki margt útistand-
andi í viðræðum SGS við atvinnu-
rekendur og gerir ráð fyrir að yfir
helgina verði tekist á um stóru
málin sem séu mun einfaldari við-
fangs, „hvort sem það klárast um
helgina eða fljótlega eftir helgina,“
segir hann. „Ég sagði einhvern
tíma að þetta yrði í byrjun mars
og held að miðað við allt og allt þá
geti menn reiknað með að sú dag-
setning standi. En svo þarf ekki
nema eina steinvölu til að velta
þessu.“
Samningar
gætu náðst
í byrjun
mars
KONAN sem flutt var á gjörgæslu-
deild sl. föstudag eftir að eldur
kviknaði á heimili hennar í Víði-
hvammi í Kópavogi er látin. Hún hét
Árný Kolbeinsdóttir. Árný var fædd
árið 1930. Hún var ekkja og lætur
eftir sig tvö uppkomin börn.
Lést eftir
eldsvoða
♦♦♦
HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær
tveggja ára fangelsisdóm yfir tæp-
lega sextugum karlmanni sem Hér-
aðsdómur Suðurlands á Selfossi
dæmdi í október. Var hann dæmd-
ur fyrir kynferðisbrot gegn þremur
stúlkum á aldrinum 7-13 ára á ár-
unum 1997-2002. Ein þeirra er
barnabarn hans.
Héraðsdómur komst að þeirri
niðurstöðu að gagnvart annarri 13
ára stúlkunni hefði verið um tvö
brot að ræða, bæði á þáverandi
heimili mannsins. Í öðru tilvikinu
reyndi hann að strjúka brjóst henn-
ar innan klæða og í hinu strauk
hann líkama stúlkunnar innan
klæða og snerti brjóst. Þá var hann
fundinn sekur um að hafa á heimili
sínu káfað á líkama 7 ára stúlku,
nuddað kynfæri hennar innan
klæða og kysst hana á munninn.
Loks var hann sekur fundinn um
að hafa frá árinu 1997 eða þar um
bil og fram í desember sl. margoft
káfað á líkama hinnar eldri stúlk-
unnar, brjóstum og kynfærum, inn-
an og utan klæða, tekið í hönd
hennar og látið hana snerta kyn-
færi sín. Í héraðsdómi var m.a. bent
á að flest brotin voru framin á
heimili stúlkunnar eða á heimili
ákærða þegar stúlkan dvaldi í skjóli
ákærða.
Með því hafi maðurinn brugðist
trausti stúlkunnar og móður henn-
ar. Í dómnum segir að ákærði eigi
sér engar málsbætur og því sé refs-
ing hans ákveðin fangelsi í tvö ár.
Fyrir Hæstarétt voru lagðar
skýrslur sálfræðings um greiningu
og meðferð þeirra þriggja stúlkna,
sem ákærði var sakaður um að hafa
brotið gegn.
Maðurinn var dæmdur til að
borga stúlkunum samtals 950 þús-
und krónur í miskabætur. Enn-
fremur var honum gert að borga
allan sakarkostnað, þar með talin
380.000 króna málsvarnarlaun verj-
anda síns og 120.000 króna þóknun
réttargæslumanns stúlknanna.
Málið dæmdu hæstaréttardómar-
arnir Markús Sigurbjörnsson,
Garðar Gíslason, Guðrún Erlends-
dóttir, Hrafn Bragason og Pétur
Kr. Hafstein.
Tveggja ára fangelsi
fyrir kynferðisbrot
VERIÐ er að fínkemba allt
sem tengist mönnunum þrem-
ur sem sitja í gæsluvarðhaldi
vegna líkfundarins í höfninni í
Neskaupstað 11. febrúar síð-
astliðinn. Farið er nákvæm-
lega yfir gerðir og ferðir mann-
anna sólarhringana á undan að
sögn Arnars Jenssonar, að-
stoðaryfirlögregluþjóns hjá
embætti ríkislögreglustjóra.
Hann segir þá mynd að skýr-
ast.
Miklu máli skipti að dánar-
tími Litháans liggi fyrir til að
tengja mismunandi atriði
rannsóknarinnar saman. Arn-
ar segir lögregluna í góðu sam-
bandi við meinafræðing og
réttarlækni vegna krufningar
líksins en formleg niðurstaða
liggi ekki fyrir. Það skipti máli
við hvaða aðstæður og hve
lengi hinn látni var geymdur
áður en honum var fleygt í sjó-
inn til að geta greint dánartíma
nákvæmlega.
Dánar-
tími
enn óljós
♦♦♦
STJÓRN Heimdallar lýsir því yfir í
ályktun að flytja eigi flugvöllinn úr
Vatnsmýrinni, „enda er óásættanlegt
hversu slæm áhrif staðsetning flug-
vallarins hefur haft á skipulag
Reykjavíkur og hamlað eðlilegri upp-
byggingu borgarinnar,“ segir í álykt-
uninni. Einnig er lýst andstöðu við
áætlanir um flutning Hringbrautar-
innar. „Í tillögunni er ekki tekið tillit
til þess að flugvöllurinn muni senn
fara og því er ekki hugað nægilega að
nauðsynlegri tengingu milli gömlu
miðborgarinnar og þeirrar byggðar
sem mun rísa í Vatnsmýrinni.“
Flugvöllur
fari sem fyrst