Morgunblaðið - 27.02.2004, Page 10
FRÉTTIR
10 FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
STEVE Christer, arkitekt hjá Stud-
io Granda, segir mikilvægt að huga
að sérkennum og eiginleikum mið-
borgar, s.s. útsýni til sjávar og góð-
um tengslum við höfnina ef ákveðið
verður að ráðast í byggingu versl-
unarmiðstöðvar í Kvosinni í Reykja-
vík. Mögulegt sé að leysa verkefnið á
ýmsan hátt en hann minnir á að for-
sendur fjárfestanna liggi ekki fyrir.
Þá er óráðlegt að hans mati að ráðast
í jafn umfangsmikla uppbyggingu á
nokkrum árum heldur verði byggja
upp í miðborginni í vel skilgreindum
áföngum sem verði forgangsraðað.
Hver áfangi endurspegli þannig tíma
og áherslur sem ríkja hverju sinni og
fjölbreytni í húsagerð og starfsemi
komi af sjálfu sér.
Yrði skelfilegt á einni hæð
„Ef þetta yrði á einni hæð, sem
ekki er æskilegt, yrði umfangið
skelfilegt. Þá færi stór hluti af þessu
dýrmæta borgarlandi undir verslun-
armiðstöð. Ef hún hins vegar yrði á
fleiri hæðum þá er ef til vill hægt að
leysa þetta betur og jafnvel tengja
saman byggingar.“
Steve segir að skoða þurfi hugs-
anlega verslunarmiðstöð í nánum
tengslum við byggingu tónlistar- og
ráðstefnuhúss, hvernig það geti farið
saman, hvort það verði ein bygging
eða tvær o.s.frv.
Samkvæmt hugmyndum í ramma-
skipulagi, sem kynntar hafa verið, er
miðað við að mesta hæð húsa á skipu-
lagssvæðinu verði fimm hæðir eða
álíka og hæð bygginga við Tryggva-
götu og Hafnarstræti. Miðað við þær
forsendur segir Steve ekki ólíklegt
að hægt yrði að byggja verslunar-
miðstöð á 2–3 hæðum.
„Verslunarmiðstöðvar sem eru á
fleiri hæðum virka ekki eins vel og
það er þekkt staðreynd. Fólk fer ein-
faldlega síður á efri hæðir og til
dæmis er algengt að sjá erlendis
veitingahús og barnasvæði á efstu
hæðunum sem eiga að lokka þangað
gesti en minna er um verslanir.“
Grundvallarhugmyndin með
verslunarmiðstöðinni er að „ná fólki
þangað inn og halda því þar“. Steve
segir mikilvægt við byggingu versl-
unarmiðstöðvar í miðborg að sam-
hliða þeirri hugmynd verði séð til
þess að nógu margar leiðir verði inn í
verslunarmiðstöðina þannig að
„dauðar“ bakhliðar og auðar götur
blasi ekki við miðborgargestum og
að hún styðji við verslun í kring.
Að mati Steve hafa verslunarmið-
stöðvar þróast í að verða eins og litl-
ar borgir þangað sem sækja má alla
þjónustu. Fyrir 20–30 árum hafi
verslunarmiðstöðvar aftur á móti
verið tiltölulega einfaldar í sniðum.
Smám saman bættust við kaffihús og
leiksvæði fyrir krakka, torg, útirými
og gosbrunnar og nú séu þær oft
hugsaðar sem áfangastaður fyrir
fjölskylduna þegar hún á frí. „Ég álít
það mikilvægt að hugsa um verslun-
armiðstöð á þessum stað sem fram-
hald af borgarrýminu sem fyrir er
frekar en einangrað verslunarrými
sem geislar engu frá sér. Það þarf að
tvinna þetta saman af útsjónarsemi.“
Steve Christer arkitekt sér fyrir verslanir á 2–3 hæðum í miðborginni með mörgum aðkomuleiðum
Óráðlegt að
ráðast í upp-
byggingu á
nokkrum árum
Morgunblaðið/Ómar
Covent Garden í London er gott
dæmi um uppbyggingu versl-
unarkjarna í miðborg sem tekist
hefur vel, að mati Steve.
FANEUIL Hall Marketplace nefnist verslunarkjarni í miðborg Boston í Bandaríkjunum. Þar var árið 1826 opn-
aður markaður fyrir fisksala, slátrara og grænmetissala milli Faneuil Hall, sem telst sögulegt hús vegna þess að
þar var fjöldi borgarafunda haldinn í aðdraganda byltingarinnar 1776, og hafnarinnar. Markaðurinn var nefndur
Quincy Market eftir þáverandi borgarstjóra, Joshiah, og er oft kallaður það enn. Hann þjónaði lengi vel tilgangi
sínum, en upp úr miðri síðustu öld fór svæðið að láta á sjá og í kringum 1970 var ákveðið að tími væri kominn til að
grípa til aðgerða. Þungamiðja uppbyggingarinnar var markaðurinn. Þar var byggt á þeim grunni sem fyrir var
og árið 1976 var markaðurinn opnaður á ný. Þar eru veitingastaðir, verslanir, barir og fjöldi sölubása. Ferða-
langar í Boston verja hvergi jafn miklu fé og þarna og hafa yfirvöld borga víðs vegar um Bandaríkin tekið sér
Faneuil Hall Marketplace til fyrirmyndar þegar ráðist hefur verið í að blása nýju lífi í niðurnídda miðbæi.
Nýtt á gömlum meiði
HALLDÓR Gíslason, deildar-
forseti hönnunardeildar Listahá-
skóla Íslands, segir algengt er-
lendis að verslunarmiðstöðvar í
gömlum miðbæjarhlutum sé að
finna í eldri húsum og jafnvel
með yfirbyggðum bakbyggingum
og bílastæðum sem ekki eru sýni-
leg frá götunni. Af því leiðir að
götumyndin er fallegri ásýndum
en í hefðbundnum verslunarmið-
stöðvum úthverfa. Við Aust-
urbakka Reykjavíkurhafnar sé
hins vegar um það rætt að skipu-
leggja auða lóð.
„Þá er líka spurning hvort
þetta yrði umferðarslys því það
þarf að haldast í hendur við meiri
háttar breytingar á umferðinni.“
Halldór bendir á að vert sé að
líta til Laugavegar og halda
áfram uppbyggingu þar. Búið sé
að deiliskipuleggja götuna og
hægt að byggja á þó nokkrum
reitum. Þá sé verið að þróa deili-
skipulag fyrir ofan Hlemmtorg
þar sem m.a. standi autt húsnæði
DV í Þverholti og Hampiðjunnar.
Einnig sé búið að deiliskipuleggja
stórt svæði á bak við Ræsi í Borg-
artúni, þar sem Vélamiðstöð
Reykjavíkurborgar var með aðset-
ur, sem vert er að gefa gaum að.
Hrafnkell Thorlacius arkitekt,
sem tók þátt í hönnun Kringl-
unnar á sínum tíma, segir um
hugsanlega verslunarmiðstöð í
Kvosinni að miðborgarverslun sé
allt annars eðlis en versl-
unarmiðstöð á borð við Kringl-
una. Eðli málsins samkvæmt muni
verslunarmiðstöð í miðborginni
verða hönnuð á þann hátt að hún
falli að borgarmyndinni. „Ég held
að eðli málsins samkvæmt muni
það fara þannig að hægt verði að
leysa þetta á skynsamlegan hátt.
Ég held að það sé ekki æskilegt
fyrir borgarlífið að hún verði fyr-
irmynd Kringlu eða Smáralindar
eða í þeim dúr.“
Engin gömul
hús til að
byggja yfir
NIÐURSTÖÐUR könnunar um
vetrarfrí sem gerð var meðal for-
eldra og nemenda í Hvassaleitis-
skóla í síðasta mánuði sýnir að mikill
meirihluti óskaði ekki eftir vetrarfríi
á næsta skólaári. Nálega 70% for-
eldra óskuðu ekki eftir vetrarfríi og
að skólaslit yrðu 31. maí, tæplega
11% óskuðu eftir fimm daga vetrar-
fríi og að skólaslit yrðu þá 7. júní og
tæplega fimmtungur foreldra óskaði
eftir þriggja daga vetrarfríi og að
skólaslit yrðu 3. júní.
Um 83% nemenda óskuðu ekki
eftir vetrarfríi en 8% eftir þriggja
daga og 8% eftir fimm daga vetr-
arfríi. Könnunin var birt á Netinu
þar sem 129 svöruðu en einungis var
hægt að taka þátt í henni einu sinni
af hverri tölvu. Viktor Guðmunds-
son, formaður foreldra- og kennara-
félags Hvassaleitisskóla, segir í til-
kynningu að foreldrar í Hvassa-
leitisskóla óttist að skólinn verði
skyldaður til að taka upp vetrarfrí:
„Fræðsluráðið ætti að beita sér fyrir
því að kanna hug foreldra og nem-
enda í hverjum skóla fyrir sig með
svipuðum könnunum og hafa verið
gerðar í Hvassaleitisskóla. [-] Ég
veit að það eru örugglega margir
skólar sem vilja vetrarfrí en mig
grunar líka að það séu fleiri sem
myndu ekki vilja það ef þeir væru
spurðir álits. Hvað varðar okkur í
Hvassaleitisskóla óskum við eftir því
að skólar verði ekki skyldaðir til að
taka vetrarfrí heldur verði það
hverjum og einum í sjálfsvald sett,“
segir Viktor.
Könnun meðal foreldra og nemenda í Hvassaleitisskóla
Meirihluti hefur ekki
áhuga á vetrarfríi
STEFÁN Jón Hafstein, formaður
fræðsluráðs Reykjavíkurborgar,
segir skólum vera í sjálfsvald sett
hvort þeir taki vetrarfrí eða ekki.
„70% foreldra í borginni eru
ánægð með samræmd vetrarfrí, en
það þýðir ekki að skóli þurfi að
taka slíkt hlé frá störfum.
Aðalatriðið í mínum huga er að
um það takist góð sátt í hverjum
skóla hvort taka eigi vetrarfrí eða
ekki,“ segir Stefán Jón Hafstein
ennfremur.
Skólar ráða
sjálfir vetrar-
fríum sínum
ÞINGFLOKKUR Samfylkingar átti
í gær fund með yfirstjórn Landspít-
ala – háskólasjúkrahúss sem jafn-
framt var lokahnykkur í fjögurra
daga heimsókn þingflokksins á
LSH.
Að sögn Margrétar Frímanns-
dóttur, þingflokksformanns Sam-
fylkingar, var m.a. rætt um rekstur
spítalans og framtíðarbyggingará-
form.
„Þetta hefur verið alveg einstak-
lega ánægjulegur tími og lærdóms-
ríkur fyrir það fyrsta og maður ger-
ir sér grein fyrir hvað rekstur
spítalans er margþættur og flókinn.
[…] Það sem stendur upp úr er að
það er alls engan bilbug að finna á
starfsfólki þótt það hafi verið skorið
niður og rekstrarmöguleikar skert-
ir. Það er gífurlegur metnaður í
starfi á hverri einustu deild og það
sem við sáum líka, sem við vissum
kannski fyrir, er að Landspítali –
háskólasjúkrahús er á mjög mörg-
um sviðum í röð þeirra allra fremstu
varðandi árangur í lækingum.“
Margrét segir húsnæðisvanda
spítalans eftir sameiningu sjúkra-
húsanna í Reykjavík eftir sem áður
gífurlegan. Með byggingu nýs spít-
ala næðist fram mikil hagræðing í
rekstri. „Ég held að þetta sé for-
gangsverkefni ásamt því að nauð-
synlegt er að koma á rafrænni
sjúkraskráningu.“
Þingflokkur Samfylkingar fundaði
með yfirstjórn LSH
Nýr spítali for-
gangsverkefni
PÁLMI Kristinsson, framkvæmda-
stjóri Smáralindar, segir skiljanlegt
að fólk sé á varðbergi þegar bygg-
ing verslunarmiðstöðvar í miðborg-
inni sé annars vegar. „Því get ég
hins vegar lofað að þarna yrðu sett
takmörk við stærð jafnvel þótt eft-
irspurnin yrði fimmföld það sem
rúmast í fimmtán þúsund fermetr-
um. […] Miðbæjarverslunarmið-
stöðvar eru auðvitað allt öðruvísi og
hafa allt annan „karakter“ en versl-
unarmiðstöðvar í úthverfum. Það er
nánast allt í þeim sem hefur annan
karakter en til dæmis Smáralind
þannig að ég get alveg róað alla
þjóðina og borgarbúa og sagt að við
erum ekki að tala um það sama,“
segir Pálmi. Hann tekur undir þau
sjónarmið sem birtust í Mbl. í gær að
eðli verslunarmiðstöðva á borð við
Smáralind og Kringluna væri að
„soga til sín viðskiptavini“ og undir-
strikar mikilvægi þess að versl-
unarmiðstöð í miðborg styðji við
gönguumferð og verslanir í kring.
„Það er grundvallaratriði að þetta
glæði verslun og viðskipti allt í
kring.“ Að sögn Pálma er áhugi fyr-
ir því innan fjárfestahópsins að tak-
ast á um þær skipulagsforsendur
sem borgaryfirvöld hafa nú kynnt í
rammaskipulagi. Meðal annars sé
kveðið á um að engin bygging megi
vera hærri en 25 metrar á hæð
vegna aðflugslínu fyrir norður-
suður-flugbraut Reykjavík-
urflugvallar. „Við höfum áhuga á
að taka upp viðræður um þetta því
við eigum voðalega erfitt með að sjá
miðborgina rísa með reisn nema
þetta verði brotið. Og þá er þetta
spurning um að minni hagsmunir
víki fyrir meiri,“ segir Pálmi.
Takmörk sett við stærðina
Pálmi Kristinsson, framkvæmdastjóri Smáralindar