Morgunblaðið - 27.02.2004, Síða 15
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2004 15
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
LB
I
23
80
3
02
/2
00
4
Tilkynning um uppgreiðslu skuldabréfa
í flokki SBLBI0406/V 1999
Landsbanki Íslands hf. hefur ákveðið að nýta sér heimild til
uppgreiðslu á skuldabréfaflokknum SBLBI0406/V 1999 sem
gefinn var út þann 30. desember 1999. Skuldabréfin verða
greidd upp þann 1. júní 2004 í afgreiðslum Landsbankans
gegn framvísun bréfanna.
Reykjavík, 27. febrúar 2004.
Landsbanki Íslands hf.
www.landsbanki.is
sími 560 6000
BORÍS Trajkovskí, forseti Make-
dóníu, og nokkrir af nánustu sam-
starfsmönnum hans létu lífið þegar
flugvél þeirra fórst í niðaþoku í
sunnanverðri Bosníu í gær. Níu
manns voru í vélinni og talið víst
að enginn hafi komist lífs af, að
sögn embættismanna í Bosníu.
Trajkovskí var á leiðinni frá
Skopje í Makedóníu til bosnísku
borgarinnar Mostar til að taka þátt
í alþjóðlegri ráðstefnu um fjárfest-
ingar.
Flaksins var leitað nálægt bæn-
um Stolaj, um 32 km suðaustan við
Mostar. Björgunarsveitir og hópur
friðargæsluliða Atlantshafsbanda-
lagsins fóru á slysstaðinn sem er á
mjög torfæru fjalllendi. Fregnir
hermdu að þar væri mikið af jarð-
sprengjum frá Bosníustríðinu á ár-
unum 1992–95. Hópar sprengjusér-
fræðinga fóru strax á svæðið.
Vélin sögð of gömul
Vélin var af gerðinni Beechcraft
Super King Air 200, búin tveimur
skrúfuhverflum, níu sæta og fram-
leidd í Bandaríkjunum. Lögreglan
í Stolac sagði að dimm þoka kynni
að hafa stuðlað að slysinu en þing-
menn í flokki forsetans, VMRO-
DPMNE, sögðu að flugvélin hefði
verið gömul og forsetinn hefði
þurft að fá nýja fyrir mörgum ár-
um. Nefnd verður skipuð í Bosníu
til að rannsaka slysið og yfirvöld í
Makedóníu sendu 20 sérfræðinga á
slysstaðinn til að rannsaka flakið.
Íbúi þorps í grennd við slysstað-
inn kvaðst hafa heyrt hljóð sem
hann taldi benda til þess að hreyf-
ill vélarinnar hefði bilað. Hann
heyrði enga spreng-
ingu.
Afhendingu ESB-
umsóknar frestað
Auk tveggja flug-
manna og forsetans
voru sex farþegar í
vélinni, þrír ráðgjafar
hans, tveir lífverðir og
embættismaður úr
innanríkisráðuneyti
Makedóníu.
Trajkovskí ætlaði
síðar um daginn að
fara til Dublin á Ír-
landi og afhenda þar
formlega umsókn um
aðild landsins að Evrópusamband-
inu ásamt sendinefnd stjórnarinn-
ar í Skopje. Athöfninni var frestað
og sendinefnd stjórnarinnar hélt
strax til Makedóníu.
Lýst var yfir þjóðarsorg í Bosn-
íu í dag og öllum menningarsam-
komum var aflýst. Slysið vakti
mikinn óhug meðal íbúa Makedón-
íu og stjórn landsins efndi til
skyndifundar. Aðeins var leikin sí-
gild tónlist í útvarpi og sjónvarpi á
milli þess sem skýrt
var frá helstu fréttum
af slysinu.
Varnarmálaráðu-
neyti Makedóníu
sagði að öryggisgæsl-
an hefði verið hert við
landamærin og mik-
ilvægustu byggingar,
meðal annars her-
stöðvar. Forseti
þingsins, Ljubco
Jordanovskí, á að
gegna þjóðhöfðingja-
embættinu til bráða-
birgða.
Trajkovskí var 47
ára og kjörinn forseti
Makedóníu árið 1999. Hann var
einn af einörðustu stuðn-
ingsmönnum þess að Makedónía
gengi í Evrópusambandið og eitt af
síðustu verkum hans var að und-
irrita aðildarumsóknina. Hann
beitti sér einnig fyrir sáttum milli
þjóðernishópanna í landinu eftir
sjö mánaða uppreisn albanskra
skæruliða og þótti eiga stóran þátt
í því að viðhalda stöðugleika í land-
inu.
Leiðtogar margra ríkja vottuðu
Makedóníumönnum samúð sína.
Javier Solana, æðsti embættismað-
ur Evrópusambandsins í utanrík-
ismálum, lýsti Trajkovskí sem mik-
ilhæfum umbótasinna og
dugnaðarforki. „Það verður mjög
erfitt fyrir makedónsku þjóðina að
fylla þetta skarð,“ sagði hann.
Nam guðfræði í
Bandaríkjunum
Trajkovskí fæddist 25. júní 1956
í bænum Strumica í austanverðri
Makedóníu. Hann lauk lögfræði-
námi við Skopje-háskóla 1980 og
starfaði í nokkur ár sem lögfræð-
ingur byggingarfyrirtækis. Hann
nam einnig guðfræði í Bandaríkj-
unum og var vígður meþódista-
prestur.
Hann var ráðgjafi borgarstjóra
Skopje árið 1997 og skömmu síðar
skipaður aðstoðarutanríkisráð-
herra. Hann var ennfremur for-
maður utanríkismálanefndar
VMRO-DPMNE og álitinn einn af
nánustu bandamönnum Ljubcos
Georgievskis, fyrrverandi forsætis-
ráðherra og leiðtoga flokksins.
Forseti
Makedóníu
lætur lífið í
flugslysi
Flugvél hans
fórst í niðaþoku á
fjalli í Bosníu
Mostar. AFP, AP.
Reuters
Björgunarmenn leita að flaki forsetaflugvélarinnar sem fórst í sunnanverðri Bosníu í gærmorgun.
&!" 5%6$ 2
#
!2 !
$
!
%!
""!*0!! *
! "
Borís Trajkovskí
FERÐAMENN frá Austurríki koma í auknum mæli til Ís-
lands og þeir sem koma einu sinni koma oftast aftur, segir
Erich Buttenhauser, nýskipaður sendiherra Austurríkis á
Íslandi. Hann hefur aðsetur í Kaupmannahöfn en er hing-
að kominn að afhenda forseta Íslands trúnaðarbréf sitt.
„Ég veit um Austurríkismenn sem hafa fengið Íslands-
fíkn,“ segir hann og bætir við að honum finnist landið mjög
sérstakt en þetta er í fyrsta sinn sem hann kemur hingað.
„Ég hef líka verið svo heppinn með veður allan tímann, þið
ættuð að fá mig oftar í heimsókn,“ segir hann og hlær.
Með honum í för er Adelheid Höbart, viðskiptafulltrúi
við sendiráð Austurríkis í Ósló, en hún sér um samskipti
við Ísland. Þegar þau hitta blaðamann eru þau nýkomin af
fundi í Landsvirkjun þar sem þau fræddust um Kára-
hnjúkavirkjun. „Það er afar spennandi fyrir okkur að sjá
þetta því við seljum þangað austurrísk tæki eins og túrb-
ínur og rafala fyrir um 60 milljónir evra. Þetta er því gríð-
arstórt verkefni á okkar mælikvarða,“ segir hún.
Buttenhauser hefur sem fyrr segir aldrei áður komið til
Íslands en segist hafa heyrt mikið um landið, þekkir m.a.
Íslendingasögurnar. Hann telur Ísland og Austurríki eiga
margt sameiginlegt. „Pólitískt vinnum við vel saman.
Þetta eru bæði lítil lönd auk þess sem bæði bjóða þau sig
fram til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna árið 2008.“
En verður þá ekki samkeppni á milli landanna?
„Nei nei, þvert á móti, við ætlum að hjálpa hvort öðru.“
Buttenhauser hefur verið staðsettur í Kína síðustu fimm
árin. Hann segist mjög ánægður með að vera kominn til
Norður-Evrópu, það verði óneitanlega ólíkt því að vera í
Kína. „Jú, auðvitað eru hlutirnir öðruvísi á hverjum stað.
En sem sendiherra verður maður að geta aðlagast, annars
á maður að skipta um starf!“
„Veit um Austurríkis-
menn með Íslandsfíkn“
Morgunblaðið/Jim Smart
Erich Buttenhauser, sendiherra Austurríkis, og
Adelheid Höbart viðskiptafulltrúi.