Morgunblaðið - 27.02.2004, Page 20

Morgunblaðið - 27.02.2004, Page 20
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 20 FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Verðum með frábært tilboð á aðhaldsbuxum á sýningunni Matur - veisla 2004 1 4 4 4 w w w. g u l a l i n a n . i s Álftanes | Íbúar Álftaness virðast upp til hópa ánægðir með tillögur Sivjar Friðleifsdóttur umhverfisráð- herra að náttúruverndaráætlun ef marka má þær undirtektir sem til- lögurnar fengu á afar vel sóttum kynningarfundi í Íþróttamiðstöð Bessastaðahrepps í fyrrakvöld. Mikillar forvitni gætti meðal áheyr- enda og var greinilegt að mörg mál brunnu á fundargestum og komu fram margar spurningar um land- nýtingu og bæði þær hömlur og þá nýju möguleika sem felast í nátt- úruverndaráætluninni. Mikilvægur viðkomustaður margæsa og rauðbrystinga Árni Bragason, forstöðumaður náttúruverndar- og útivistarsviðs Umhverfisstofnunar, kynnti þann hluta náttúruverndaráætlunar sem snýr að Skerjafirði, en Skerjafjörð- urinn er meðal fjórtán svæða sem til stendur að vernda á komandi ár- um, en meðal annarra svæða má telja Skeiðarársand og Látrabjörg. Þannig er öll strandlínan frá Sel- tjarnarnesi til Bala á sunnanverðu Álftanesi auk Gálgahrauns og Bessastaðaness inni í friðlýsingartil- lögum Umhverfisstofnunar, en á Álftanesi eiga margæsir og rauð- brystingar afar mikilvægan við- komustað á leið sinni til varpstöðva á Grænlandi. Áætlað er að um 1.000 til 2.500 margæsir komi við á Álfta- nesi í fæðuleit á hverju vori, allt að tíu prósent af evrópska stofninum, en þar eru aðstæður einstakar og henta vel margæsunum, meðal ann- ars vegna þess að þar vex marhálm- ur sem margæsin sækir mikið í. Marhálmurinn finnst einungis á fimm stöðum á Íslandi og er Lamb- húsatjörn á Álftanesi afar rík af honum. Margæsir eru skilgreindar sem ábyrgðartegund Íslendinga vegna þessa. Auk þess lenda á Álftanesinu um 3.000 rauðbrysting- ar á hverju vori. Ábyrgð færist til umhverfisráðherra Í friðlýsingu felast þær takmark- anir að allar meiri háttar framkvæmdir eru háðar leyfi Um- hverfisstofnunar og er loka- ákvörðunarvald því fært frá sveitarfélögum til umhverfisráð- herra. Almennrar ánægju og bjartsýni gætti með hugmyndirnar meðal fundargesta, en margs var spurt, enda voru íbúar forvitnir um hvaða afleiðingar friðlýsingin hefur í för með sér, meðal annars varðandi sjávarnytjar og sjóvarnir, enda er Álftanes nokkuð berskjaldað fyrir ágangi sjávar og landrof nokkuð í aldanna rás auk flóða. Siv lagði á það ríka áherslu að friðlýsingar eru unnar í samvinnu við sveitarfélögin og heimafólk á hverjum stað. Þann- ig yrði tekið tillit til landnytja sem ekki hefðu bein skaðleg áhrif á við- kvæmt lífríki. Varðandi sjóvarnir sagði Siv að vissulega yrði að hugsa um hagsmuni fólksins á svæðinu, enda gengju raunverulegar þarfir fólks fyrir. Þannig væri sjálfsagt að vinna að sjóvörnum, en þó með þeim fyrirvara að við framkvæmdir væri reynt að lágmarka áhrif á líf- ríkið. Siv sagðist þekkja af eigin raun flóðahættuna á Álftanesi eftir að hafa heimsótt vinafólk í kjölfar sjóflóðs á heimili þeirra. Það væri nauðsynlegt að vinna gegn flóðum og ágangi sjávar. Sigurður Magnússon, bæjar- fulltrúi Álftaneslistans, tók einnig til máls og lýsti yfir vilja Álftanes- samtakanna, um að skoða mögu- leika á uppkaupum ýmissa votlend- issvæða í eigu bænda, sem ekki henta sem byggingaland. Vildi hann stuðla að því að þau lönd yrðu hluti af friðlandi og bættust þannig við friðlýsingaráformin. Fagnaði Árni þessum hugmyndum og sagði ánægjulegt að áhugi væri á frekari verndun svæðanna. Bæði Árni og Siv lýstu yfir ánægju sinni með góðar viðtökur og forvitni fundargesta, enda var mál- efnalega spurt og greinilegt að fundargestir voru afar vel upplýstir um málefni sveitarfélagsins ef marka mátti spurningarnar sem fram komu. Kynningarfundur á náttúruverndaráætlun 2004–2008 í Bessastaðahrepp Bjartsýni og forvitni Áformað friðlýsingarsvæði: Friðlýsingin tekur til gervallrar strandlengju Skerjafjarðar, Bessastaðaness og Gálgahrauns. Siv Friðleifsdóttir umhverfis- ráðherra svalaði forvitni fundar- gesta og kvaðst afar ánægð með þá bjartsýni sem ríkti. Reykjavík | „Leiklist fyrir alla“ er kjörorð hins ellefu ára leikhóps, Halaleikhópsins, sem nú hefur ráðist í það verkefni að koma leikritinu um „manninn með fötlunina miklu“, Fílamanninn, á fjalirnar, í leikstjórn Guðjóns Sigvaldasonar. Leikritið er eftir Bernard Pomerance og verður frumsýnt í kvöld klukkan 20. Önnur sýning er síðan á sunnudag. Það var í rauninni ekki fyrr en að Bandaríkjamaðurinn Bernard Pom- erance fluttist til London að hann náði heimsfrægð í leikhúsheiminum. Þegar hann svo kom aftur til New York 1979 tóku landar hans á móti honum með viðhöfn. Leikritið Fíla- maðurinn gekk linnulaust fyrir full- um leikhúsum í hartnær þrjú ár. John Merrick, maðurinn með „fötl- unina miklu“, snerti strengi í hjört- um allra. Kannski vegna þess að allir könnuðust að einhverju leyti við hann og sáu sjálfa sig í honum! Halaleikhópurinn hefur nú gert þá tilraun að snúa hlutverkum við þannig að allar aðrar persónur leik- ritsins eiga við einhverja fötlun, leikna sem óleikna, að stríða nema fílamaðurinn … Það þarf mikið að gera til að koma einni sýningu á fjalirnar. Það er ekki nóg að fá leikara til að stíga á svið, heldur þarf einnig marga aðra í kringum leikarann. Það þarf meðal annars að fá fólk til að smíða, mála, sauma, taka myndir, sjá um tónlist og margt fleira og er þá upptaln- ingin bara rétt að byrja! Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi og þann- ig verður Halaleikhópurinn ekki að- eins leikfélag, heldur tómstundaat- hvarf sem elur oftast af sér sýningu. Leikhópurinn hefur aðstöðu í Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12. Meðlimir Halaleikhópsins hafa sett upp mörg metnaðarfull verk. Halaleikhópurinn frumsýnir Hafnarfjörður | Fjölskyldu- skóli Hafnarfjarðar býður upp á námskeið um fjármál heim- ilanna, þar sem fólki er boðið upp á aðstoð í að láta enda ná saman og spara í rekstri heim- ilisins. Á námskeiðinu verður farið þrep fyrir þrep í gegnum þá þætti sem skipta máli fyrir fjár- hag heimilanna. Hvað þarf að vera í lagi til að fjárhagsdæmið gangi upp? Hvað þarf að gera, hvað er mögulegt að gera? Hverjar eru ástæður þess að fjármálin fara úr böndunum? Gætu einhverjar tilfinningaleg- ar eða huglægar ástæður legið þar að baki? Á námskeiðinu er fjárhags- legri „þroskagöngu“ fjölskyld- unnar lýst, en þessari þroska- göngu er skipt í 7 þrep. Farið er yfir það hvað þarf til að kom- ast milli þrepa. Kennari á námskeiðinu er Garðar Björgvinsson, kennari við Menntaskólann í Kópavogi, sem hefur staðið fyrir fjármála- ráðgjöf og námskeiðum síðan 1989. Námskeiðið er opið öllum sem tilbúnir eru til að taka á eða bæta fjárhag heimilisins. Kennt verður í Gamla Lækj- arskólahúsinu, á þriðjudags- kvöldum frá 18.30-21.00, í alls 5 vikur, frá og með 2. mars næst- komandi. Námskeiðið kostar 13.200 krónur en hjón og sambýlisfólk fær 20% afslátt. Skráning fer fram hjá Námsflokkum Hafn- arfjarðar í síma 585 5860. Námskeið um fjár- mál heim- ilanna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.