Morgunblaðið - 27.02.2004, Page 24
AUSTURLAND
24 FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Hveragerði | Árlegt val á íþrótta-
manni Hamars fór fram um síðustu
helgi. Að þessu sinni varð körfu-
knattleiksmaðurinn Lárus Jónsson
fyrir valinu.
Guðríður Aadnegaard, formaður
Hamars, setti hátíðina og bauð gesti
velkomna. Í upphafi hátíðarinnar
var gestum boðið upp á tónleika þar
sem nemendur úr tónlistarskól-
anum spiluðu undir stjórn Mar-
grétar S. Stefánsdóttur kennara.
Að loknum tónleikum ávarpaði
Guðríður gesti og sagði hún meðal
annars að nú væri komið að því að
verðlauna það íþróttafólk í félaginu
sem að mati stjórna í deildum fé-
lagsins hefði skarað fram úr á árinu
2003 með iðni sinni og ástundun.
Þessir íþróttamenn hafa stundað
æfingar sínar af kappi og lagt sig
fram fyrir félagið sitt. Deildir innan
Hamars eru fimm. Þær eru badmin-
tondeild, blakdeild, fimleikadeild,
knattspyrnudeild og körfuknattleiks-
deild. Nýjasta deildin sem hóf starf-
semi sína á þessu ári stundar frjálsar
íþróttir og tilnefnir því engan í ár, en
á næsta ári kemur tilnefning frá
þeirri deild.
Þeir sem tilnefndir voru til verð-
launa sem íþróttamenn Hamars voru
Jökull Jóhannsson fyrir badminton,
Hugrún Ólafsdóttir fyrir blak, Sóley
Jóhannsdóttir (systir Jökuls) fyrir
fimleika, Haukur Sigurjón Krist-
insson fyrir knattspyrnu og Lárus
Jónsson fyrir körfuknattleik. Það var
stjórn Hamars ásamt formönnum
deildanna sem kaus þann íþrótta-
mann úr þessum hópi sem hlaut
sæmdarheitið Íþróttamaður Hamars.
Sannur herforingi
Lárus Jónsson, körfuknattleiks-
maður Hamars og fyrirliði, var kjör-
inn. Í umsögn hans sagði: Lárus stóð
sig með eindæmum vel á árinu og hef-
ur um árabil verið einn af burðar-
ásum í liði Hamars. Lárus er mjög
metnaðarfullur íþróttamaður sem
tekur íþrótt sína af mikilli alvöru og á
svo sannarlega glæsta framtíð fyrir
sér. Lárus er góð fyrirmynd annarra
íþróttamanna jafnt innan vallar sem
utan. Lárus stjórnar sínum mönnum
eins og sannur herforingi og er félag-
inu mikill styrkur að því að hafa svo
mætan dreng í sínum röðum.“ Lárus
var að vonum hæstánægður með út-
nefninguna.
Í lokin var gestum boðið upp á kaffi
og rjómabollur enda stutt í bolludag-
inn.
Fyrirmynd innan
vallar sem utan
Ljósmynd/Margrét Ísaksdóttir
Fremst í flokki: Íþróttamaður Hamars
í Hveragerði, Lárus Jónsson, fyrir
miðju, ásamt þeim sem tilnefnd voru.
Akranes| Á fundi bæjarráðs Akra-
ness á dögunum var sundkonunni
Kolbrúnu Ýri Kristjánsdóttur úr
Sundfélagi Akraness afhentur
350.000 kr. afreksstyrkur en hún
mun taka þátt á Ólympíuleikunum í
Aþenu í Grikklandi í sumar. Í til-
kynningu bæjarstjórnar segir að
Kolbrún sé vel að þessum styrk kom-
inn enda sé hún einn af fremstu
íþróttamönnum Akraness fyrr og
síðar.
Kolbrún Ýr tók þátt í Ólympíu-
leikunum í Sydney árið 2000 en árið
2002 fór hún í tvær aðgerðir eftir að
kom í ljós að hún var með hjarta-
galla sem lýsti sér með þeim hætti að
hjartsláttur hennar fór upp úr öllu
valdi við áreynslu.
Fyrri aðgerðin fór fram í Noregi
en sú síðari á Íslandi. Tók Kolbrún
Ýr þátt í innanhússmeistaramótinu í
Vestmannaeyjum og náði sér vel á
strik á því móti þar sem hún keppti í
fimm greinum og setti Íslandsmet í
þeim öllum.
Metaskrá Kolbrúnar er nú þegar
löng en í 25 metra laug á hún nú sex
Íslandsmet, í 50 metra laug á hún
fjögur Íslandsmet, í 100 metra skrið-
sundi og 50, 100 og 200 metra bak-
sundi. Stúlknametin eru fimm,
telpnametin eru ellefu alls og í
meyjaflokki á hún eitt Íslandsmet.
Í byrjun árs var Kolbrún Ýr kjörin
íþróttamaður ársins 2003 á Akranesi
í fjórða sinn á síðustu fimm árum og
fékk hún fullt hús stiga í því kjöri.
Skagamenn
styrkja afrekskonu
Fulltrúar Akraneskaupstaðar afhenda Kolbrúnu Ýr styrkinn.
Bolungarvík | Einkahlutafélagið Leið
ehf., sem er félag um einkafjármögnun
vegna mannvirkja, hefur komið fyrir
„innhringjanlegu“ skilti á byggingu
verslunarhússins við Aðalstræti í Bol-
ungarvík.
Skiltið er gætt þeim eiginleika að ef
hringt er í símanúmerið 904-2444
skuldfærast 100 krónur af reikningi
þess síma og skiltið tekur að snúast í
nokkra hringi.
Skiltið, sem sýnir merki Leiðar ehf.,
er 80 cm í þvermál og um 170 cm á
hæð. Það voru starfsmenn Vélvirkjans
í Bolungarvík sem smíðuðu og útfærðu
búnaðinn en hugmyndina átti Jónas
Guðmundsson í Bolungarvík, for-
ustumaður Leiðar ehf.
Heildarkostnaður við gerð merk-
isins var um 350 þús. krónur þannig að
merkið þarf að snúast allmarga hringi
áður en það fer að borga sig, en tekjur
af merkinu verða jafnframt notaðar til
að standa straum af kostnaði við áform
félagsins í vega- og samgöngumálum.
Helsta baráttumál félagsins hefur
verið að sýna fram á kosti þess að beita
einkafjármögnun til að flýta fyrir
vegaframkvæmdum.
Það verkefni sem Leið ehf. hefur
horft til sem fyrsta verkefnis er fjár-
mögnun og eftir atvikum gerð 25 km
vegar milli Hólmavíkur og Gilsfjarðar
um Arnkötludal og Gauksdal.
Að sögn Jónasar er með þessu skilti
jafnframt verið að vekja athygli á því
að hægt er að innheimta t.d. veggjald
sem greitt væri með innhringingu,
þannig að ekki er nauðsynlegt að
manna innheimtuna.
Hringdu og skiltið snýst
Morgunblaðið/Gunnar Hallsson
Fyrsta símtalið: Jónas Guðmunds-
son, forsvarsmaður Leiðar ehf.,
„hringir í skiltið“ við vígslu þess.
Egilsstaðir | Hlutfall atvinnutekna
kvenna af atvinnutekjum karla á
Austurlandi eru að meðaltali um
49%. Efnahagsleg völd kvenna á
Austurlandi eru því mjög lök og þau
lökustu á landinu öllu. Þetta kom
fram á hádegisfundi
um atvinnumál kvenna
sem haldinn var á veg-
um atvinnumálanefnd-
ar Austur-Héraðs í vik-
unni.
Helga Björg Ragn-
arsdóttir, atvinnu- og
jafnréttisráðgjafi
Norðausturkjördæmis,
hafði framsögu á fund-
inum. Sagði hún m.a.
að konum væri jafnt og
þétt að fækka á lands-
byggðinni og væri það
áhyggjuefni. „Búferla-
flutningur á Austur-
landi sýnir að munur-
inn milli kynja er
mestur þar,“ sagði
Helga Björg. „Hann
var um 7,2% 1999 en er
nú 9,2%. Á síðustu 12 mánuðum er
skipting aðfluttra á Austurland 77%
karlar og 23% konur. Þetta dreifist
jafnt yfir sveitarfélögin eystra, sem
bendir til að það séu ekki afgerandi
áhrif af vinnuafli við Kárahnjúka í
þessum tölum.“
Láglaunasvæði fyrir konur
Samkvæmt tölum frá 2001 er hlut-
fall atvinnutekna kvenna af atvinnu-
tekjum karla á Austurlandi að með-
altali um 49% og er það lægst á
landinu öllu. „Þetta eru tölur frá
2001 og hafa aðeins hækkað 2002,
eða óstaðfest upp í 52%,“ sagði
Helga Björg. „Landsmeðaltal er
57,2% og í Reykjavík 61,8%. Skipt-
ing atvinnutekna miðað við atvinnu-
tekjur kvenna á landinu öllu sýnir að
Austurland kemur þar verst út.
Austfirskar konur eru
þannig með 84,6% af
meðaltalsatvinnutekj-
um kvenna á landinu.
Austfirskar konur
standa því illa og Aust-
urland er láglauna-
svæði fyrir konur.
Endurspeglar
stöðu kynjanna
Þegar kemur að at-
vinnutekjum kynjanna
í ákveðunum greinum
má til dæmis sjá að í op-
inberri stjórnsýslu eru
konur með 53% af laun-
um karla; meðallaun
karla eru 3,2 milljónir á
ári en meðallaun
kvenna 1,7 milljónir. Í
heilbrigðis- og fé-
lagsþjónustu er skiptingin 4,3 millj-
ónir á karla og 1,8 á konur, eða 41%
munur á meðallaunum. Mér finnst
þetta með ólíkindum og að mínu mati
endurspegla þessar upplýsingar
mjög stöðu kynjanna í samfélaginu.“
Mismunandi vinnuframlag er á
bak við þessar tölur, en konur vinna
um 44% ársverka á móti 56% árs-
verkum hjá körlum. Launamunurinn
er því miklu meiri en munur á vinnu-
framlagi að sögn Helgu Bjargar.
Hún segir gríðarlega mikilvægt að
fjölga konum í ábyrgðarstöðum inn-
an fyrirtækja og í stofnunum til að
auka dreifingu valds og fjármagns til
kvenna. Árið 2001 voru konur fram-
kvæmdastjórar í 18% fyrirtækja í
landinu og fundust í 10 af þeim 253
fyrirtækjum þar sem skattskyld
laun starfsmanna fóru yfir 100 millj-
ónir króna.
Breyta verður
úthlutunarreglum
Fram kom hjá Helgu Björgu að
atvinnurekstur kvenna felst töluvert
í þjónustu og verslun, sem fellur al-
mennt ekki undir úthlutunarreglur
vegna styrkveitinga úr opinberum
sjóðum. Þetta eru hins vegar oft
burðarásar, ekki síst í samfélögum
úti á landi og þarf nauðsynlega að
breyta úthlutunarreglum um opin-
bert fé. Nefnd voru tvö dæmi um að-
gengi kvenna að fjármagni. Annars
vegar úthlutun Byggðastofnunar til
atvinnulífsins, þar sem karlar fengu
84% úthlutunarfjár, en konur 16%.
Hins vegar úthlutun Framleiðni-
sjóðs landbúnaðarins, þar sem skipt-
ingin milli kynja var 78% á móti 22%
konum í óhag.
Helga Björg telur afar brýnt að
stefnumótun stjórnvalda taki raun-
verulega mið af aðstæðum og að
jafnréttissjónarmið séu höfð að leið-
arljósi. Nefndi hún tilmæli Norrænu
ráðherranefndarinnar til sjóðs-
stjórna, en þau fela í sér að stefna
beri að jafnri kynjaskiptingu styrk-
þega. Beri að meta á grundvelli árs-
skýrslu sjóða hvort úthlutunarreglur
eða styrkir halli á annað kynið og
skal samkvæmt niðurstöðum breyta
úthlutunarreglum eða styrkjum
þannig að þeir gagnist báðum kynj-
um til jafns.
49% munur á meðaltekjum austfirskra karla og kvenna
Austfirskar konur
standa illa að vígi
Helga Björg Ragnars-
dóttir, atvinnu- og
jafnréttisráðgjafi í
Norðausturkjördæmi.
Egilsstaðir | Opið ístöltmót hesta-
mannafélagsins Freyfaxa og Gisti-
hússins Egilsstöðum verður haldið
nk. sunnudag á ísnum á Egils-
staðavíkinni, fyrir neðan Gistihúsið
Egilsstöðum.
Mótið er hið fyrsta sem haldið
verður í þriggja móta röð, þar sem
samanlögð stig úr öllum mótunum
gilda til úrslita.
Keppt verður í tölti á beinni
braut, í höfðingjaflokki, áhuga-
mannaflokki, opnum flokki, flokki
16 ára og yngri og unghrossaflokki
fæddum 1998, 1999 og 2000. Verð-
launaafhending verður að móti
loknu í Gistihúsinu Egilsstöðum og
er boðið upp á kaffiveitingar þar
meðan á mótinu stendur.
Annað mótið verður haldið á
Reyðarfirði 28. mars, síðar verður
tekin ákvörðun um hvar þriðja mót-
ið verður haldið, en það verður lög-
legt töltmót.
Mót sem einnig eru fyrirhuguð á
vegum Freyfaxa í ár eru firma-
keppni, úrtökumót fyrir Landsmót,
ásamt félagsmóti og síðsum-
arsmóti.
Ístöltmótið á Egilsstaðavíkinni
hefst kl. 14 á sunnudag og fer
skráning fram á staðnum frá kl. 13.
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Klár í töltið: Hestamenn í Freyfaxa athuga reiðfæri á ísilögðu Lagarfljótinu.
Tölt á ísnum í Egilsstaðavík
Ferðamenn | Spurst hefur til
fyrstu ferðamanna ársins á Héraði.
Komu tveir menn á reiðhjólum að
bensínstöð Olís á Egilsstöðum í vik-
unni og leituðu upplýsinga um gist-
ingu á tjaldstæðinu. Kalt hefur verið
á Héraði undanfarið, sjö stiga frost
að meðaltali og hvass vindur.
Hildigunnur Jörundsdóttir, for-
stöðumaður upplýsingamiðstöðvar
ferðamanna á Egilsstöðum, segist
ekki hafa orðið hjólreiðagarpanna
vör á tjaldsvæðinu, en eitthvað sé
um ferðafólk á bifreiðum, sem gisti
þá á hótelum. Hún sagði aðspurð að
starfsmenn Kárahnjúkavirkjunar
nýttu upplýsingamiðstöðina nokkuð
til að forvitnast um land og þjóð, en
mætti þó vera meira. Fyrir áramót
var haft opið á sunnudögum, þegar
virkjunarmenn eiga frídag og koma
gjarnan niður í byggð. Var þá
ítölskumælandi starfsmaður í upp-
lýsingamiðstöðinni, en vegna þess
hve þjónustan var lítið nýtt féll
sunnudagsopnun niður.
Hildigunnur segir að þegar dreg-
ur nær vori verði afgreiðslutími mið-
stöðvarinnar rýmkaður og enn frek-
ar reynt að koma til móts við
upplýsingaþyrsta ferða- og virkj-
unarmenn.