Morgunblaðið - 27.02.2004, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 27.02.2004, Qupperneq 29
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2004 29 VIÐBRÖGÐ samkeppnisaðila okkar á undanförnum vikum vekja óneitanlega spurningar um mik- ilvægi þess að fyrirtæki voru, Atl- antsolíu, vaxi enn frekar fiskur um hrygg. Þegar Atlants- olía varð uppiskroppa með bensín um miðj- an janúar þá hækk- uðu samkeppnisaðilar verð sín á nær sömu stundu, afturkölluðu sömu hækkanir síðar en hækkuðu aftur um síðustu mánaðamót. Þegar bensínsala hófst að nýju hjá Atl- antsolíu miðvikudag- inn 4 febrúar sl. liðu 48 stundir þar til Esso dró til baka fyrrgreinda hækkun. Lækkuðu þeir þannig verðið á 95 oktana bensíni úr 96,90 í 93,70. Næsta víst má telja að þessi hækkun hefði fengið að standa út mánuðinn ef ekki hefði notið samkeppni Atl- antsolíu. Til að undirstrika mik- ilvægi Atlantsolíu hefur Esso tekið upp slagorðið Veldu ódýrt bensín, veldu ESSO. Fyrirtækið sem síð- asta áratuginn gaf að jafnaði tón- inn í verðbreytingum gömlu olíufé- laganna þriggja klæðist nú nýjum búningi. Þannig líta þeir á sig nú sem fulltrúa neytenda með það að leiðarljósi að bjóða þeim hagstæð- ustu verðin. Ef Esso hefði ekki aft- urkallað 3 króna hækkun sína hefðu auknar álögur á neytendur kostað um 20–30 milljónir króna fyrir febrúarmánuð en í hverjum mánuði eru seldar um 16 milljónir lítra af bensíni. Það sjá því allir að hið nýja slagorð Esso er um margt nýstárlegt. Esso minnsta fyr- irtækið? Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Esso, sagði í viðtali á Stöð 2 þann 19. janúar síðastliðinn að Esso væri senni- lega minnsta félagið í sölu á eldsneyti á höf- uðborgarsvæðinu og alls ekki með mark- aðsráðandi stöðu. Um- mælin komu í kjölfar þess að Stöð 2 leitaði viðbragða þeirra við kæru Atlantsolíu til Samkeppn- isstofnunar um sérstaka lækkun eldsneytisverðs Esso í nágrenni Atlantsolíu í skjóli markaðsráðandi stöðu. Í samkeppnislögum sem sett voru árið 1993 er markaðsráðandi staða skilgreind. Þar segir orðrétt: „Markaðsráðandi staða er þegar fyrirtæki hefur þann efnahagslega styrkleika að geta hindrað virka samkeppni á þeim markaði sem máli skiptir og það getur að veru- legu leyti starfað án þess að taka tillit til keppinauta, viðskiptavina og neytenda.“ Hvort Esso er með hæstu markaðshlutdeildina í seld- um lítrum á höfuðborgarsvæðinu gildir einu. Mismunur á magntöl- um félaganna þriggja er óveruleg- ur milli algengustu eldsneytisteg- undanna á höfuðborgarsvæðinu en sé miðað við veltutölur og fjár- hagslegan styrk trónar þar Esso á toppnum. Þannig nam velta sam- stæðu þeirra árið 2002 15,6 millj- örðum króna, um 500 milljónum meira en Shell og þremur millj- örðum meira en Olís. Eigið fé Esso þetta sama ár var 9.1 milljarður, 3,6 milljörðum meira en Shell og 4,4 milljörðum meira en Olís. Af þessu má því ljóst vera að Olíufé- lagið ehf. Esso er sá eldsneytisinn- flytjandi sem hvað best fellur und- ir skilgreininguna að hafa markaðsráðandi stöðu. Ný bensínstöð í Hafnarfirði Í næsta mánuði opnar Atlantsolía nýja bensínstöð við birgðastöð sína við Hafnarfjarðarhöfn. Leikir sem lærðir geta séð þá ójöfnu stöðu sem Atlantsolía mun búa við haldi Esso til streitu að lækka verð sér- staklega í nágrenni Atlantsolíu. Þannig er ein söluhæsta þjón- ustustöð Esso á landinu við Lækj- argötu í Hafnarfirði. Þeim er það því hægðarleikur að nýta sér kraft stærðar sinnar og hefta vöxt Atl- antsolíu með sérstakri verðlækkun á sölustöðum sínum í Hafnarfirði. Hjörleifur Jakobsson upplýsti einnig í fyrrnefndu viðtali á Stöð 2 að hann teldi það ekki brot á sam- keppnislögum þó að Esso svaraði svæðisbundinni samkeppni, slíkt hefði tíðkast í gegnum árin á Akranesi, Akureyri, Keflavík og á völdum stöðum á höfuðborg- arsvæðinu. Hjörleifur lítur hins vegar framhjá veigamiklu atriði sem lýtur að markmiði samkeppn- islaganna. Í fyrstu grein þeirra segir m.a. að þeim sé ætlað að auð- velda aðgang nýrra keppinauta á mörkuðum. Þegar Hjörleifur talar um fyrrgreinda svæðisbundna samkeppni er hann að tala um samkeppni milli sambærilegra fyr- irtækja með svipaða markaðs- hlutdeild. Því til viðbótar er Esso að keppa við Olís sem á 40% hlut í Olíudreifingu hf. á móti þeim sjálf- um en sem kunnugt er er Olíu- dreifing stærsti innflytjandi elds- neytis til landsins. Því vísar Atlantsolía þessum rökum Hjör- leifs á bug. Valdið er neytenda Á endanum er valdið neytenda. Það er þeirra að sjá í gegnum ára- langa fákeppni sem fyrst með nýj- um aðila er nú að hverfa á braut og við tekur heilbrigð verð- samkeppni. Það er neytenda að styðja þann sem styður þá og að- eins þannig getur Atlantsolíu vaxið fiskur um hrygg. Samkeppni um eldsneyti – vald neytenda Hugi Hreiðarsson skrifar um sölu á eldsneyti ’Það er neytenda aðstyðja þann sem styður þá…‘ Hugi Hreiðarsson Höfundur er markaðsstjóri Atlants- olíu. FLEST gerum við okkur nú á dögum grein fyrir því, hversu mik- ilvægt það er að vernda umhverfi okk- ar og náttúru landsins. Fyrir aðeins fáeinum áratugum vorum við alls ekki svo meðvituð um verðmæti þau, sem fólgin eru í umhverfi og náttúru, sem við erum nú. Spurningin er oft, hvernig má sætta gagnstæða hagsmuni annars veg- ar tækniframfara og hins vegar þeirra verðmæta, sem fólgin eru í óspilltu umhverfi og náttúru. Lax- árdeilan, sem stóð á árunum 1970–73 er til marks um það, að fyr- ir 30–40 árum vantaði mikið á, að stjórnvöld gerðu sér þess grein. Þar hafði verið stofn- að til víðtækra virkj- unarframkvæmda í einu grónasta og feg- ursta héraði landsins og þannig teflt í tvísýnu óbæt- anlegum náttúruverðmætum. Þar var öðru fremur deilt um, hvort Laxárvirkjunarstjórn fengi að hrinda Gljúfurversáætlun í fram- kvæmd, þ.e. reisa stíflu með uppi- stöðulóni í Laxárdal, er lyfti vatns- borðinu um 21 metra. Laxárdeilunni lauk með sáttargjörð 20. maí 1973. Þar náðist sú sátt, að landeigendur við Laxá og Mývatn leyfðu Laxárvirkjun að taka í notk- un 7 MW rennslisvirkjun þá, sem hún var búin að reisa. Þar á móti kom hins vegar, að virkjunarstjórn- in og ríkisstjórnin lofuðu að reisa ekki né reyna að reisa stíflu við virkjunina til hækkunar á vatns- borði. Og til að tryggja þennan ásetning og þetta efni sáttargjörð- arinnar lofaði ríkistjórnin að leggja fram og beita sér fyrir samþykkt frumvarps til laga um vernd Mý- vatns og Laxár. Það var og gert. Í 2. mgr. 3. gr. laganna nr. 36/1974 segir: Breytingar á hæð vatnsborðs stöðu- vatna og rennsli straumvatna eru einn- ig óheimilar nema til verndar og ræktunar þeirra, enda komi til sérstakt leyfi Um- hverfisstofnunar. Nú 30 árum síðar hefur aftur verið lagt fram á Alþingi frum- varp um verndun Mý- vatns og Laxár í Suð- ur-Þingeyjarsýslu. Þessari fyrirhuguðu lagasetningu er ætlað að leysa af hólmi nú- gildandi lög nr. 36/ 1974, sem sett voru sem þáttur í sátt- argjörð, er batt enda á Laxárdeiluna 20. maí 1973. Ekki skal ég leggja dóm á það, hvort þörf er á að endurskoða lögin um verndun Mý- vatns og Laxár. Svo kann að vera, og eflaust hefur sú nefnd, sem fengið var það verkefni, lagt sig fram um að vinna verk sitt samvizkusamlega. Aftast í frumvarpið hefur hins vegar verið lætt ákvæði, sem alls ekki sýnist eiga þar heima og er í mótsögn við heiti frumvarpsins. Það er bráðabirgðaákvæði III, sem hnýtt er aftan við frumvarpið, en það hljóðar svo: „Þrátt fyrir ákvæði 2. málsliðar 1. mgr. 3. gr. getur Umhverf- isstofnun heimilað hækkun stíflu við inntak Laxárstöðva I og III efst í Laxárgljúfri, að undangengnu mati á umhverfisáhrifum, sbr. lög nr. 106/2000, og að fengnu sam- þykki Landeigendafélags Laxár og Mývatns. – Ákvæði þetta fellur úr gildi 2014.“ Það er harla einkennilegt bráða- birgðaákvæði í náttúruvernd- arlögum, sem ætlað er að gilda í 10 ár. Enn furðulegra er þó, að inn í frumvarp til laga, er ber titilinn „Frumvarp til laga um verndun Mývatns og Laxár í Suður- Þingeyjarsýslu“, skuli vera lætt heimildarákvæði, sem opnar dyr á það, sem var hitamál Laxárdeil- unnar og lögunum um verndun Mý- vatns og Laxár var ætlað að tryggja sem kirfilegast, að ekki gæti átt sér stað. Hér er rétt að rifja upp, að í félagssamþykktum Landeigendafélags Laxár og Mý- vatns segir í 4. gr. b að markmið félagsins sé að tryggja verndun Laxár og Mývatns í sinni upp- runalegu mynd og að því m.a. að koma í veg fyrir hvers konar stíflu- gerðir í Laxá og náttúruröskun. Frumvarpið til laga um verndun Mývatns og Laxár hefur að geyma lagaheimild, sem mundi gjörbreyta efni laganna nr. 36/1974 og gera að engu þá lögbindingu, sem hefur komið í veg fyrir að meiri spjöll yrðu unnin á Laxá og Mývatni en orðið er. Frumvarpið til laga um verndun Mývatns og Laxár stefnir að því, að lögfestar verði heimildir, er mundu gera lögin að mótsögn í sjálfu sér. Af því tilefni vil ég leyfa mér að votta umhverfisráðherra, Siv Friðleifsdóttur, samúð mína, því að ekki trúi ég, að hún hafi sjálfviljug tekið það hlutverk að sér að leggja nefnt frumvarp fram á Alþingi í þeirri mynd, sem það hef- ur nú. Þetta nýja hlutverk stangast á við lagalegar og siðferðilegar skyldur hennar sem umhverf- isráðherra. Um frumvarp til laga um vernd Laxár og Mývatns Sigurður Gizurarson skrifar um náttúruvernd ’Það er harlaeinkennilegt bráðabirgða- ákvæði í nátt- úruvernd- arlögum, sem ætlað er að gilda í 10 ár. ‘ Sigurður Gizurarson Höfundur er hæstaréttarlögmaður. ÉG er mjög reið og sorgmædd vegna þess sem gerist nú á Land- spítala – háskólasjúkrahúsi (LSH), og ég á erfitt með að sjá hvernig sjúkra- húsið ætlar að spara með því að skera nið- ur faglega þáttinn. Síðustu misseri hef ég orðið vör við að flestar deildir LSH kvarti undan mann- eklu því einungis hef- ur verið hægt að vinna að því sem allra nauðsynlegast er. Nú hefur verið höggvið stórt skarð í mann- auðinn sem starfsemi LSH byggist að mestu leyti á. Ég get engan veg- inn skilið af hverju er verið að segja upp lyfjafræðingum á lyfjasviði LSH. Frá því ég kom til starfa hafa einungis 19 lyfja- fræðingar unnið á lyfjasviði LSH og nokkrir ekki í fullu starfi. Það hefur verið eindregin ósk lyfjafræðinga að ráða fleiri lyfjafræðinga til að reka metn- aðarfullt og faglegt lyfjasvið sem þjónustar lækna, hjúkrunarfræð- inga og síðast en ekki síst sjúklinga. Lyfjafræðingar gegna mikilvægu upplýsingastarfi á LSH til að ná fram sparnaði í rekstri og hag- kvæmni í lyfjanotkun. Að mínu mati er lyfjafræðileg þjónusta á sjúkrahúsum eitthvað sem á að efla og hef ég viljað taka þátt í að gera hana enn öflugri en fyrr. Ég var því mjög ánægð þegar mér bauðst starf hjá LSH þar sem vagga sjúkrahúslyfjafræðinnar á Ís- landi liggur. En nú hefur mér verið sagt upp og tilfinningin var ekki góð verð ég að segja. Mitt starf sem lyfjafræðingur lyfjasviðs Landspítala – háskóla- sjúkrahúss (LSH) var mjög fjöl- breytt þar sem ég fékk að kynnast ýmsum verkefnum lyfjasviðs. Að sjálfsögðu fékk ég mikla reynslu sem ég mun sjálf geta nýtt mér en ég sé ekki sparnaðinn í því að fjár- festa í þjálfun lyfjafræðinga sem er síðan kastað á glæ í skyndisparn- aðaraðgerðum. Mitt starf var m.a. fólgið í að afgreiða lyf, blanda lyf, annast deildareftirlit o.fl. Undanfarna mán- uði sá ég um blöndun gigtarlyfja fyrir göngu- deildarsjúklinga á B7 í Fossvogi. Með uppsögn minni er lögð auka- vinna á þá fáu lyfja- fræðinga sem eftir eru í Fossvogi því ekki hættir fólkið að koma í lyfjagjöf þó mér sé sagt upp. Nú um áramótin var einn lyfjafræðingur að minnka við sig vinnu úr 80 í 50%. Sá lyfjafræð- ingur hefur að mestu séð um deildareftirlit sem felur í sér að lyfja- fræðingur fer ásamt lyfjatækni á allar deild- ir sjúkrahússins og fer yfir fyrningar lyfja ásamt því að athuga hvort lyf eru rétt geymd. Þetta eftirlit á að fara fram með minnst 3 mánaða milli- bili sbr. reglugerð 113/1974 20. gr. en vegna manneklu hefur stundum liðið tæpt ár á milli þess sem slíkt eftirlit er veitt og sá tími er alltof langur. Í þessu eftirliti hefur komið í ljós að lagerhald lyfja er oft of mikið og því hefur verið reynt að koma á sparnaðarsömu lagerhaldi á þeim deildum. Þessu deildareftirliti var ég aðeins farin að vinna í og var ætlunin að ég myndi koma meira að því. Með því að segja mér upp sam- fara því að tiltekinn lyfjafræðingur minnkar við sig vinnu þá get ég ekki séð að deildareftirlit verði stundað eins virkt eins og það á að gera. Þar af leiðandi verður erfiðara að leiðbeina um og fylgjast með lag- erhaldi deilda á lyfjum. Hættan eykst einnig á því að sjúklingum eru gefin fyrnd lyf eða lyf sem hafa ekki verið geymd við rétt skilyrði, og í slíkum lyfjum getur virknin hafa minnkað eða horfið, sem getur verið mjög kostnaðarsamt fyrir þjóðfélagið. Nú um miðjan febrúar var af- greiðsluapótekinu í Fossvogi lokað sem vissulega skerðir þjónustu við sjúklinga. Einnig hefur verið sagt upp lyfja- fræðingi sem sá um lyfjainnkaup LSH og hefur hann starfað við inn- kaup lyfja í fleiri ár. Með því að segja honum upp tapast mikil kunn- átta á þessu sviði hjá LSH. Ég velti því fyrir mér hvort viðskiptafræð- ingur, sviðstjóri lyfjasviðs, eigi að sjá um lyfjainnkaup LSH. En allt bendir til þess að sviðstjóri lyfja- sviðs sé ráðinn ólöglega í sitt starf. Í lyfjalögum nr. 93/1994 37. grein segir að „yfirlyfjafræðingur er for- stöðumaður sjúkrahússapóteks og skal ráðinn af viðkomandi sjúkra- hússstjórn“. Með því að hafa við- skiptafræðing sem ekki hefur neina lyfjafræðilega menntun sem svið- stjóri lyfjasviðs er nánast eins og að kalla til bakara þegar mann vantar pípara. Þá tel ég sviðstjórann skorta fagþekkingu sem gerir það að verkum að hann gerir sér litla grein fyrir því hvað við erum að gera í starfi okkar sem lyfjafræð- ingar eða lyfjatæknar. Það sem mér sárnar mikið nú er að heyra starfsmenn lyfjasviðs segja að þetta sé ömurlegur vinnu- staður. En svoleiðis er það samt núna. Allt faglegt er látið fjúka út um gluggann og enginn metnaður er af hálfu sviðstjóra til að útvíkka starfsemi lyfjasviðs. Ýmsar deildir LSH hafa sýnt áhuga á aukinni þjónustu klínískra lyfjafræðinga en sviðstjóri lyfjasviðs gefur þær ástæður að þetta sé of dýr þjónusta. Þrátt fyrir að það hafi komið í ljós víða erlendis að lyfjafræðileg þjón- usta skilar sparnaði í lyfjakostnaði, leiðir til betri árangurs í lyfjanotk- un sjúklinga og fækkar lyfjatengd- um vandamálum sem aftur leiðir til styttri legutíma og fækkunar á end- urinnlögnum sjúklinga. Út frá umfjöllun minni hér að framan hallast ég helst að því að þessar sparnaðaraðgerðir komi út sem afturför þegar til lengri tíma er litið. Mér var sagt upp á LSH! Ásdís Björk Friðgeirsdóttir skrifar um fjárhagsvanda Landspítala – háskólasjúkra- húss Ásdís Björk Friðgeirsdóttir ’Nú hefur veriðhöggvið stórt skarð í mann- auðinn sem starfsemi LSH byggist að mestu leyti á.‘ Höfundur er lyfjafræðingur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.