Morgunblaðið - 27.02.2004, Síða 31

Morgunblaðið - 27.02.2004, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2004 31 Það er ekki raunhæfur val-kostur fyrir Íslendinga ívarnarmálum að halla sérfrekar að Evrópusam- bandinu heldur en Bandaríkjunum við núverandi aðstæður. Evrópu- sambandið er ekki til viðræðu um slíkt við ríki sem ekki á aðild að sambandinu og þar að auki er lögð mikil áhersla á það hjá ESB að grafa ekki undan mikilvægi Atlants- hafsbandalagsins (NATO), einkum hinum sameiginlegu varnarskuld- bindingum sem felast í 5. grein stofnsáttmála NATO. Þetta segir Pieter C. Feith, yf- irmaður á öryggis- og varnarmála- skrifstofu ESB í Brussel er heyrir undir Javier Solana, utanríkismála- stjóra sambandsins. Hann flutti síð- degis í gær erindi á sameiginlegum fundi Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs er bar yfirskriftina „Öryggis- og varnarmál Evrópu – for- gangsverkefni ESB“. Feith, sem er Hollending- ur, sagðist í samtali við Morg- unblaðið vera í heimsókn á Ís- landi m.a. til að koma þeirri skoðun á framfæri að engin ástæða sé fyrir Íslendinga að velja á milli Evrópu og Bandaríkjanna í varnarmál- um eða öðrum helstu hags- munamálum sínum. „Ísland hefur verið aðili að NATO allt frá byrjun og hefur varnar- samning við Bandaríkin að auki. En við vonum engu að síður að við getum unnið vel með íslenskum stjórnvöldum að verkefnum á sviði friðar- gæslu og neyðaraðstoðar. Evrópusambandið vinnur nú að því hörðum höndum að auka möguleika sína á sviði varnarmála og friðargæslu, það er mikill skriðþungi í þeim málum þrátt fyrir að mörg önnur mál séu ofarlega á baugi í tengslum við stækk- un sambandsins, aðlögun stofnana ESB, umræður um stjórnarskrá, efnahagsupp- bygging og áherslan á póli- tískan stöðugleika. Leiðtogar ESB eru mjög áfram um að auka viðbúnað í varnarmálum og samstarf sitt í þeim efnum, án þess þó að það eigi að veikja skuldbindingar sem gerðar voru í tengslum við stofnun NATO. Við teljum að allt þetta geti styrkt stoðir NATO og að þetta þjóni jafnframt hags- munum Bandaríkjanna, samstarfs- aðila okkar hinu megin Atlantsála. Það bíða mörg verkefni á sviði frið- argæslu og neyðaraðstoðar, á Balk- anskaganum en einnig í Afganistan og Írak.“ Vilja ekki grafa undan NATO Feith segir að ágreiningi milli Bandaríkjanna og ESB um áform ESB í varnarmálum hafi ekki verið að fullu eytt en Bandaríkjamenn hafa haft áhyggjur af því að grafið yrði undan NATO með framkvæmd hugmynda um sérstakan Evrópu- her. Deilur sem komu upp á yf- irborðið milli Bandaríkjanna og nokkurra Evrópuríkja í aðdraganda Íraksstríðsins hafi ekki bætt fyrir. „En ég tel þó að andrúmsloftið sé mun betra en það var fyrir ári,“ seg- ir Feith. „Við ætlum okkur ekki að grafa undan NATO, við erum hins vegar að styrkja okkur í varnarmál- um og það er það sem Bandaríkja- menn vildu að við gerðum. Við væntum þess að Bandaríkjamenn sýni því skilning að ESB hefur sett þessi mál á dagskrá og að sam- bandið þarf á því að halda að geta brugðist við þeim ógnum sem að steðja nú um stundir, einkum í þeim tilfellum þar sem Bandaríkin vilja ekki vera þátttakendur. Við verðum að geta gripið inn í málin sjálf- stætt.“ Þær hugmyndir hafa verið bornar upp að Íslendingar ættu að skil- greina varnarhagsmuni sína í tengslum við varnarhagsmuni Evr- ópu og beina þannig sjónum sínum í ríkari mæli að Evrópu fremur en Bandaríkjunum. Feith er spurður að því hvaða skilaboð ESB vilji senda Íslendingum í þessum efnum. „Þegar við leggjum í aðgerðir t.d. á Balkanskaga,“ svarar hann, „þá bjóðum við jafnan öðrum þjóðum, eins og t.d. Íslendingum sem eiga aðild að NATO, að taka þátt. Sam- skipti okkar hafa því farið vaxandi á þessu sviði. Ísland er ekki aðili að ESB en við vonum að þegar fram líða stundir munið þið hugleiða þann möguleika að ganga í sambandið. Það verður þó ekki ákveðið á grund- velli varnarmála, miklu heldur hags- munum ykkar í efnahags- og sjáv- arútvegsmálum. Þegar nær drægi myndu hins vegar varnarmálin verða rædd einnig og hugað að nán- ari samvinnu í þeim efnum. En jafnvel þó að þið gengjuð í ESB myndi það ekki hafa áhrif á að- ild ykkar að NATO. Þetta er ekki spurning um annaðhvort eða, þið getið gert hvort tveggja og notið kostanna sem því fylgja.“ En Ísland er ekki aðili að ESB. Er ástæða til að ætla, með þá stað- reynd í huga, að ESB hafi eitthvað að bjóða Íslendingum að því er varðar varnir landsins? „Við erum ekki að því. Við höfum hins vegar boðið Íslandi að taka þátt í friðargæsluverkefnum sem er ekki sami hluturinn. Við erum ekki í þeirri stöðu að geta boðið Íslandi fyrirheit um að verja landið árás, eins og NATO gerir. En það skiptir miklu máli að vinna saman að verk- efnum á sviði friðargæslu, nýta þá þekkingu og reynslu sem Íslending- ar vilja leggja fram.“ Feith er inntur frekar eftir hug- myndum um það að Íslendingar hverfi frá áherslunni á varnarsam- starfið við Bandaríkin og horfi meira til Evrópu. „Það er ekki raunhæfur mögu- leiki,“ segir hann. „Það er ekki raunhæfur möguleiki vegna þess að það er afstaða ESB að 5. grein stofnsáttmála NATO eigi að vera eina sameiginlega varnarskuldbind- ingin. Það er vissulega rétt að í stjórnarskrá Evrópusambandsins, verði hún á endanum samþykkt, yrði ákvæði sem fæli í sér sameig- inlega varnarskuldbindingu. Hún hefði hins vegar ekki sömu pólitísku og lagalegu þýðingu og 5. grein NATO-sáttmálans. Ástæðan er sú að í NATO eru þessi sterku tengsl við Bandaríkin til stað- ar, ekki hjá ESB. [...] Ég tel ekki að Íslendingar myndu fá mikinn stuðning hjá ESB að því er varðar varnir landsins á meðan þið eruð ekki aðilar að sambandinu. Þessi valkostur stendur einfaldlega ekki til boða.“ Árás á Ísland ekki óhugsandi Feith segir að Ísland sé enn mikilvægt vegna legu landsins í Norður-Atlantshafinu, bæði að því er varðar samgöngur á hafi og í lofti. Það sé ekki hægt að útiloka þann mögu- leika að Ísland rataði á lista hryðjuverkamanna yfir hugs- anlega skotmörk. „Líkurnar eru ekki miklar, sem betur fer, en það er ekki hægt að útiloka þennan möguleika,“ segir hann. Íslendingar horfa í viðræð- um sínum við Bandaríkja- menn til þess að einhver var- anlegur varnarviðbúnaður sé fyrir hendi á staðnum. Banda- ríkjamenn virðast hins vegar vilja færa allar sínar flugvélar annað, sinna varnarskuld- bindingunni gagnvart Íslandi með öðrum hætti. En skipta þessar hefðbundnu varnir einhverju máli að því er varð- ar ógnina sem stafar af hryðjuverkamönnum? „Nei, líklega ekki. En í þeim efnum væri Evrópusam- bandið heldur ekki raunveru- legur valkostur fyrir Ísland, við verðum að vera raunsæ hvað það varðar. Mörg aðildarríkja ESB sem einnig eiga aðild að NATO kæra sig ekki um að rugla þessu tvennu sam- an, vilja þvert á móti tryggja að 5. grein NATO-sáttmálans sé sú stoð sem byggt er á að því er varðar sameiginlegar varnarskuldbinding- ar.“ Það kæmi semsé aldrei til þess að Evrópusambandið hefði varanlegan varnarviðbúnað á Íslandi, s.s. í formi herflugvéla? „Nei. Það kæmi varla til. Nema ef þið gerðuð tvíhliða samning við eitt- hvert tiltekið aðildarríki. Við viljum halda í heiðri hlutverk NATO að þessu leyti – þó að vel geti komið til þess að afstaða ESB og hlutverk þróist.“ Feith er spurður að því hvort 5. grein NATO-sáttmálans geti upp- fyllt þarfir Íslendinga að því er varðar varnarskuldbindingar, burt- séð frá því hvort Bandaríkjaher flytur allar þotur sínar frá landinu. Hann svarar því til að skuldbind- ingin sem fólgin er í 5. greininni verði áfram til staðar. „Bandaríkja- menn hafa lokað flestum herstöðv- um sínum í Hollandi, svo dæmi sé tekið, en við munum áfram treysta á orðalag 5. greinarinnar; Bandaríkja- menn myndu því koma fljótt til skjalanna ef einhver ógn steðjaði skyndilega að landinu. Við núver- andi aðstæður er hins vegar ekki ýkja líklegt að slíkt komi til,“ sagði Pieter C. Feith. Ekki í boði að ESB taki við vörnum Íslands Það er engin ástæða fyrir Íslendinga til að velja á milli Evrópu og Bandaríkjanna að því er varðar áherslur í varn- armálum, segir Pieter C. Feith, einn af helstu ráðgjöfum Javiers Sol- ana, utanríkismála- stjóra ESB. Davíð Logi Sigurðsson ræddi við Feith í gær. Morgunblaðið/Árni Sæberg Pieter C. Feith starfaði um árabil í hollensku ut- anríkisþjónustunni, m.a. sem sendiherra. Árið 1995 var hann skipaður til ábyrgðarstarfa á veg- um NATO í fyrrverandi lýðveldum Júgóslavíu. Hann gerðist sérlegur ráðgjafi Robertsons lávarðar, fyrrverandi framkvæmdastjóra NATO, árið 2000 og ári síðar tók hann við núverandi ábyrgðarstöðu hjá ESB. david@mbl.is ert sinn. standa ur en ég r Krist- yrst í pinn að ég náði n kynnti etta rithöf- á honum , og þá öngv- Það var in sótti að er “ ari ni er n ég freista þess þó að spyrja Jónas um hann –fáir þekkja þetta verk bet- ur. Kannski að hann viti hvers vegna þetta verk nær svo sterkum tökum á þeim sem á annað borð hafa gaman af ljóðasöng. „Það má segja um alla músík, að sé hún góð, er hún lífið sjálft. Þetta verk er stór sneið af lífinu, sem snertir sérhvern mann. Allir hafa orðið ástfangnir, allir hafa orðið fyrir vonbrigðum, allir þekkja ein- manaleikann og allir þekkja upp- gerðarhressileikann. Þetta er allt þarna – í tónum. Það er eiginlega tómt mál að tala um Vetrarferðina, nema með tónum – með því að flytja verkið, hlusta á það – verða vitni að því. Þú fylgist með þoland- anum og fylgist með hugsanagangi hans og tilfinningum og hlutverk mitt er að búa til ástæðuna fyrir því að hann syngur. Ég er ekki bara einhver þreyttur karl sem spilar á píanóið. Þú þarft að geta séð fyrir þér linditréð, finna fyrir frostskeljunum á fljótinu, finna fyrir hrollinum undir hrímuðu andlitinu. Það er mitt hlutverk.“ Bæði Vetrarferðin og hinn stóri ljóðaflokkur Schuberts, Malara- stúlkan fagra, líka samin við ljóð eftir Müller segja ákveðna sögu, og það er því framvinda í verkinu. Kristinn segist nærri fullviss um að þetta séu einu tveir ljóðaflokk- arnir sem hafi svo ákveðið upphaf og svo ákveðinn endi; þeir segja báðir sögu. „Aðrir ljóðaflokkar eru sundurlausari, meiri stemningar en ein heildarsaga. Það er svo stór- kostlegt í Vetrarferðinni hvernig Schubert setur upp sögusviðið. Það er með ólíkindum hvernig hann notar textann, þannig að maður finnur fyrir sársaukanum, kuldanum og þreytunni. Inn á milli reynir ljóðmælandinn svo að herða sig upp og syngur um hvað vet- urinn er stórkostlegur, en maður finnur um leið að hann meinar ekk- ert með því. Hann er bara að reyna að ná sér upp úr sjálfsvorkunn- inni,“ segir Kristinn. „Hvenær skyldu frostrósirnar grænka?“ spyr Jónas, eins og ljóð- mælandi Schuberts og Müllers, vonin er heit en vonbrigðin mikil. Kristinn segir að að flutningur Vetrarferðarinnar virki aldrei, nema flytjendurnir opni sig tilfinn- ingalega. „Það er erfiðara að ná þessu í óperunni, þar sem svo margt annað spilar inn í, búningar, sviðsmynd, hljómsveit, aðrir söngvarar. Í ljóðasöngnum er þetta allt bundið við einn mann sem stendur kyrr á sviðinu. Maður er að sækja í sínar innstu tilfinn- ingar og reynslu í hverju einasta lagi. Ég býst við því að þetta sé ekkert ósvipað sálgreiningu eða einhverju svoleiðis. Þetta finnur fólk, og finnur það sama hjá sjálfu sér. Ef allt gengur upp fer textinn beint frá mér í þann sem hlustar. Ég held að enginn músíkant geti haft tilfinningaleg áhrif á sína áheyrendur, öðruvísi en að gera sína túlkun að hluta af sjálfum sér.“ n flytja Vetrarferð Schuberts í Salnum Morgunblaðið/Þorkell um á fljótinu, finna fyrir hrollinum undir nóleikarans í Vetrarferð Schuberts. n þar flytja þeir Vetrarferðina í kvöld. du frost- nka? begga@mbl.is GUÐJÓN Sigþór Jensson, bóka- safnsfræðingur í Mosfellsbæ, hef- ur lagt nokkra vinnu í að kynna sér heimildir og skjöl um Mos- fellsheiði og segir að árið 1933 hafi ríkið selt Mosfellshreppi hluta af heiðinni fyrir heilar 2.500 krónur. Útborgun hafi ver- ið 10% af kaupverðinu og síðan samið um jafnar afborganir á 28 árum. Þetta hafi í raun verið hlægilegt verð á þeim tíma, fyrir kirkjujörðina Mosfell sem hafi þakið 100 ferkílómetra. Því sé undarlegt að ríkið geri nú þjóð- lendukröfu í stóran hluta þess lands sem það seldi hreppnum fyrir meira en 70 árum. Eigandi þessa lands nú sé Mosfellsbær að hans mati. Guðjón segir að Mosfell hafi verið kirkjujörð allt frá 16. öld og heimildir séu fyrir því að jafn- an hafi verið stirð samskipti milli bænda og þeirra presta sem bjuggu á jörðinni og þjónuðu á Mosfelli. Landnot hafi verið mikil á jörðinni og aukist eftir því sem búfjárrækt fór vaxandi. Bændur í Mosfellssveit hafi hins vegar ver- ið afréttarlausir og þurft að greiða svonefndan heiðartoll til klerkanna á Mosfelli. Þeir hafi þó gengið mishart eftir réttindum kirkjunnar. Endurómun af þessari tog- streitu sé m.a. að finna í Inn- ansveitarkróniku Halldórs Lax- ness. Ríkið seldi hluta Mosfells- heiðar fyrir um 70 árum fi aldrei verið innan landamerkja jarðanna. Þegar greint var frá kröfunum á Suðvestur- di í blaðinu á þriðjudag var vitnað í kröfulýs- u ríkisins þess efnis að dregið er í efa að Ing- ur Arnarson hafi á sínum tíma stundað inlegt landnám. Frekar hafi verið um „her- ku“ eða „yfirráðatöku“ að ræða. Lýsti Ólafur örnsson hrl. furðu sinni á þessu mati og spurði ort verið væri að gera Ingólf Arnarson ómerk- og hans landnám á svæðinu. Með eld yfir á einum degi Spurður út í þetta segist Ólafur Sigurgeirsson ki ætla að munnhöggvast við nafna sinn en lyrðir að Ingólfur hafi aldrei litið á sitt land m landnám heldur yfirráðasvæði. Enda hafi nn dreift löndum til vina og vandamanna. „Fyrstu landnámsmennirnir hertóku landið, s og Ingólfur, Helgi magri og Egill Skalla- msson. Á þessum tímum hertóku Engilsaxar gland, Búrgúndar, sem komu frá Borgund- hólmi, hertóku Búrgúndí og svo má rifja upp þegar Englandsdrottning kom til Ameríku ti hún landið eign krúnunnar. Þannig að ýms- útfærslur eru á þessari eignatöku. Síðar gerð- það að Haraldur hárfagri setti lög um ákveðin rk um hvernig mátti nema land,“ segir Ólafur vitnar þar til þeirrar reglu Haralds að enginn rl skyldi víðar nema land en hann mætti fara ð eld yfir á einum degi með skipverjum sínum kveikja elda á landamerkjum þannig að hver ist frá öðrum. Þá mátti engin kona nema víðar d en leiða mætti tveggja vetra kvígu um vor- gan dag, sólsetra á milli, vel fóðraða. Ólafur gir að fram að þessari tilskipun hafi menn farið „með böðulsskap“ og numið lönd. ríkisins skildar? @mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.