Morgunblaðið - 27.02.2004, Side 34

Morgunblaðið - 27.02.2004, Side 34
UMRÆÐAN 34 FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ H ugtakið „leik- reglur“ fór ekki hátt í þjóðmála- umræðu á Íslandi fyrir tuttugu árum eða svo. Líkast til tók krafan um skýrar og almennar leikreglur að hljóma af krafti hér á landi þegar Íslendingar neyddust til að halda á vit nútímans með „Evrópu- aðlöguninni“ svonefndu. Þegar Íslendingar gengust undir EES- sáttmálann fól sá gjörningur í sér skuldbindingar sem markaðar voru af viðteknum erlendum við- miðum. Þeim fylgdi svo aftur að setja þurfti lög og reglur á mörg- um sviðum m.a. um samkeppn- ismál, stjórnsýslu og fleira. Nú er svo komið að fáir draga í efa réttmæti þess að skýr- ar leikreglur gildi hvort sem um er að ræða við- skipti, borg- araleg réttindi eða opinbera stjórnsýslu svo nærtæk dæmi séu tekin. Almennt og yfirleitt hafa þessi umskipti reynst þjóðinni hagfelld og um flest hafa þau stuðlað að heilbrigðara samfélagi. Leikreglur eru þess eðlis að umræðu um þær lýkur aldrei. Nú um stundir ber mest á skoð- anaskiptum um hvort réttlæt- anlegt sé að setja nýjar reglur á vettvangi fyrirtækjarekstrar til að koma í veg fyrir hringa- myndanir. Tengd því er síðan umræða um hvort móta beri sér- stakar reglur um eignarhald á fjölmiðlum til að tryggja að sami aðili og félög honum tengd geti ekki orðið öldungis ráðandi á því sviði. Hugsunin er sú að þessi tegund rekstrar teljist sérlega mikilvæg í lýðræðislegu sam- félagi. Harðvítugar deilur um réttmæti ofangreindra lagabreyt- inga bíða þjóðarinnar enda miklir hagsmunir í húfi. Um leikreglurnar svonefndu gildir að almennt og yfirleitt eiga þær upphaf sitt hjá stjórn- málamönnum. Stjórnmálamenn setja lög sem kveða á um hvernig leikreglunum skuli háttað. Í seinni tíð hefur það gerst að oftar en áður þarf nú að horfa til þess fyrirkomulags sem tíðkast meðal erlendra þjóða. Bæði er eðlilegt að hugað sé að þeim reglum sem önnur vestræn lýðræðisríki hafa sett sér á tilteknum sviðum og eins þarf að tryggja að lagasetn- ing verði ekki til þess að skaða þjóðina þegar horft er til lengri tíma. Er í því viðfangi oftlega vís- að til samkeppnishæfni atvinnu- lífsins á hnattvæðingartímum. Að mörgu er því að hyggja þegar leikreglur eru skilgreindar og gildir það einnig um smáríki sem Ísland. Því er stundum hald- ið fram að hlutverk stjórn- málastéttarinnar sé við það að hverfa í samfélaginu. Þótt flestir fagni því að ítök stjórnmála- manna hafi minnkað á mörgum þjóðfélagssviðum á undanliðnum árum fer því vitanlega fjarri að þessi stétt manna sé óþörf með öllu. Ef til vill má halda því fram að nú séu gerðar meiri kröfur til stjórnmálamanna en nokkru sinni fyrr. Þeim er gert að setja leikreglur sem í senn halda á miklum breytingatímum og falln- ar eru til þess að tryggja jafna stöðu á hverju því sviði þar sem þegnarnir kjósa að láta til sín taka. En þegar horft er til fyrirliggj- andi verkefna hlýtur sú spurning jafnan að vakna hvernig þeir sem hafa þau á hendi eru búnir undir að sinna þeim. Í hvaða aðstöðu eru íslenskir stjórnmálamenn til að setja almennar og réttlátar leikreglur? Svo vill til að þjóðin hefur á undanliðnum mánuðum fengið ágæt tækifæri til að velta einmitt þessu fyrir sér. Þingkosningar fóru fram á nýliðnu ári og skömmu fyrir áramót fór fram hávær umræða um lífeyrisrétt- indi og eftirlaun stjórnmála- manna. Þingkosningarnar fóru fram samkvæmt forskriftum sem ekki standast skoðun þar sem sú sjálf- sagða leikregla að atkvæði manna skuli vega jafn þungt þeg- ar þjóðin kýs sér fulltrúa var hundsuð enn á ný. Því fyr- irkomulagi sem ríkir í þessum efnum á Íslandi verður ekki lýst á annan veg en þann að stjórn- málastéttin sé ábyrg fyrir skipu- lögðu mannréttindabroti gagn- vart almenningi. Með því að sammælast um að atkvæði kjós- enda skuli vega misþungt eftir því hvar viðkomandi er búsettur hafa stjórnmálamenn sett hags- muni sína og flokka sinna ofar réttindum almennings. Þetta fyr- irkomulag er gjörsamlega for- kastanlegt og íslenskum stjórn- málamönnum til viðvarandi minnkunar. Leikreglurnar á þessu tiltekna sviði eru óréttlátar vegna þess að það fyrirkomulag hentar þeim sem setja almennu leikreglurnar í samfélaginu, íslenskum stjórn- málamönnum. Ástæðulaust er að rifja upp viðbrögð almennings þegar „eft- irlaunafrumvarpið“ svonefnda fór sem hæst hér í Skátalandi á ný- liðnu ári. Sú umræða öll var hins vegar fallin til að draga fram það óréttlæti sem ríkir í þessum efn- um. Tiltekin stétt manna hefur tryggt sér sérréttindi á þessu sviði. Enn á ný eru leikreglurnar markaðar með tilliti til hagsmuna þeirra sem þær setja en ekki al- þýðunnar sem landið byggir. Umræðan sem fylgdi frumvarpi þessu var í meira lagi átakanleg og líður seint þeim úr minni sem með fylgdust. Loks náði stjórn og stjórnarandstaða að sameinast; í siðferðislegu „harakíri“ frammi fyrir forviða almenningi í land- inu. Á Íslandi ríkir það undarlega fyrirkomulag að þeir sem setja leikreglurnar telja sig hafna yfir þá nálgun og hugmyndafræði sem liggja leikreglunum til grundvallar. Og þeir komast upp með það. Þessi íslenska stjórnmálahefð er í senn tímaskekkja og ógnun við lýðræðið. Hún hefur í för með sér að virðing fyrir störfum stjórnmálamanna minnkar, áhugi á stjórnmálum dvínar og þátt- taka í kosningum dregst saman. Forréttindi reglusmiða Á Íslandi ríkir það undarlega fyrirkomulag að þeir sem setja leikregl- urnar telja sig hafna yfir þá nálgun og hugmyndafræði sem liggja leikreglunum til grundvallar. VIÐHORF Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is HVAÐ eiga Kveldúlfur, Hagkaup, Samband íslenskra samvinnufélaga og hinn svokallaði „kolkrabbi“ sam- eiginlegt? Jú, allt voru þetta fyrirtæki sem á sínum tíma náðu mikilli mark- aðshlutdeild á sínu sviði og voru talin njóta yf- irburðastöðu gagnvart keppinautunum. Með reglulegu milli- bili hafa á Íslandi risið upp viðskiptablokkir sem virst hafa óhagg- anlegar, öllu ráða og allt eiga. Undantekn- ingalaust hafa þær hins vegar þurft að víkja fyr- ir nýjum aðilum fyrr eða síðar. Og þar þurfti hvorki að koma til laga- setning af hálfu ríkisins um eignarhald né vopn- aðrar byltingar alþýðunnar. Val ein- staklinga á frjálsum markaði sá til þess að breytingar urðu. Í dag er komin upp ný staða á ís- lenskum fjölmiðlamarkaði sem kallað hefur á mikla umræðu í þjóðfélaginu um hlutleysi og eignarhald fjölmiðla. Umræðan hefur stigmagnast og telja ýmsir stjórnmálamenn að nú sé laga- setningar þörf um eignarhald á fyr- irtækjum í fjölmiðlarekstri. Vissulega er staðan svolítið sér- stök. Búið er að sameina tvö af þrem- ur dagblöðum landsins við fyrirtæki sem ræður yfir flestum ljósavaka- miðlunum undir merkjum Norður- ljósa. Þar að auki rekur ríkið eina sjónvarpsstöð, að ógleymdum Rás 1 og Rás 2, eins og Íslenska sjónvarps- félagið. Þá vaknar spurningin hvað við eig- um að gera til þess að tryggja að í landinu þrífist raunverulega frjáls og upplýst fjölmiðlun. Eiga fjölmiðlafyr- irtæki að lúta einhverri sértækri og strangari löggjöf um eignarfyr- irkomulag? Er hægt að vera unnandi frelsis og um leið samþykkja miðstýr- ingu ríkisins á fyrirkomulagi fjöl- miðlarekstrar? Í þessu efni telur undirritaður að líta þurfi til eftirfarandi atriða: Í fyrsta lagi væri það ekki síður áhyggjuefni ef Fréttablaðið og DV, sem keypt voru fyrir lítið fé, hefðu einfaldlega farið á hausinn eins og allt stefndi í. Værum við betur komin án þessara fjölmiðla? Fæstir gætu tekið undir það. Það virðist einfaldlega svo, að fáir aðilar sýndu þessum fyr- irtækjum raunverulegann áhuga og vildu um leið leggja til þeirra nauð- synlegt rekstrarfé þegar á þurfti að halda. Þá er það út af fyrir sig ánægjulegt að einkaaðilar skuli yf- irhöfuð vera reiðubúnir í rekstur ljósvakamiðla í samkeppni við hið op- inbera sem að sjálf- sögðu nýtur gríðarlegs forskots í þeirri keppni. Í öðru lagi er rétt að gera sér grein fyrir því að fjölmiðlafólk mun ávallt hafa skoðanir og eflaust taka einhvers konar tillit til þess hverjir eiga fjölmiðilinn. Að minnsta kosti munu áhrif eigendanna koma óbeint fram þar sem þeir ráða jú ritstjóra og yfirmenn fjölmiðilsins. Að ráða rit- stjóra ræður auðvitað heilmiklu um framhaldið. Ráðning Illuga Jökuls- sonar og Mikaels Torfasonar sem rit- stjóra DV segir ansi mikið til um framhaldið á þeim bænum. Að minnsta kosti hefur ekkert í efn- istökum blaðsins eða meðferð þess á fréttum komið undirrituðum á óvart. Þetta þýðir ekki að þeir séu óheið- arlegir menn eða í óslitnu síma- sambandi við eigendur sína. Þeir hafa einfaldlega sínar skoðanir eins og aðrir og skoðanir þeirra liggja fyrir að miklu leyti þegar við ráðningu. Þetta á ekki bara við um DV og Fréttablaðið. Eða halda menn að það sé tilviljun að ritstjórnir DV og Fréttablaðsins skuli leggjast eindreg- ið gegn öllum tillögum um lög um eignarhald á fjölmiðlum, en þau lög koma sér einmitt afar illa fyrir eig- endur þeirra? Með sama hætti má spyrja: Er það tilviljun að í leið- arahóp Morgunblaðsins hafi einmitt valist fólk sem greinilega er fylgjandi slíkri löggjöf, sem klárlega myndi styrkja stöðu eigenda blaðsins í sam- keppninni? Þó má þess geta að Morg- unblaðið gæti þar verið samkvæmt sjálfu sér í því máli þar sem það hefur oftar en ekki talað fyrir auknu inn- gripi ríkisvaldsins í atvinnulífinu sbr. málefni Samkeppnisstofnunnar. Í þriðja lagi er það einfaldlega þannig að upplýsingar er ekki hægt að einoka í frjálsu samfélagi. Á þeim tímum sem við lifum er ekki hægt að koma í veg fyrir upplýsingaflæði milli fólks. Bæði höfum við nú þegar nokkrar öflugar fréttastofur og skemmst er að minnast tilvika þegar lítið vefsetur, Fréttir.com, kom af stað fréttum sem til lengri eða skemmri tíma höfðu veruleg áhrif á trúverðugleika fréttastofu Stöðvar 2. Í fjórða lagi er rétt að hafa í huga að fréttaflutningur er eins og hver önnur þjónusta. Ef fréttir eru sagðar með hlutdrægum hætti eða þær reynast einfaldlega rangar er veitt lé- leg þjónusta. Fréttamiðill sem ekki veitir góða og heiðarlega fréttaþjón- ustu uppfyllir ekki kröfu fólks um vandaða fjölmiðlun. Með því myndast eftirspurn eftir vandaðri miðli. Ef fólk treystir ekki fréttaflutningi ákveðinna fjölmiðla mun það vænt- anlega leita annað eftir upplýsingum. Ef enginn fjölmiðill stendur undir þeim kröfum er klárlega pláss fyrir nýjan aðila til að uppfylla þær kröfur. Þetta er ekki einhver draumsýn frjálshyggjumannsins; þetta er það sem við höfum séð gerast á öllum sviðum atvinnulífsins. Þeir sem ekki standa sig verða undir – alveg sama hversu ríkir eða valdamiklir þeir hafa virst vera um tíma. Niðurstaða mín er því þessi. Þrátt fyrir afar sérstaka og að mörgu leyti óheppilega stöðu á íslenskum fjöl- miðlamarkaði er nú sem endranær rétt að treysta á frjálst val ein- staklinganna í landinu. Við eigum ekki í hvert sinn sem viðskiptablokkir rísa á Íslandi að stökkva til og beita valdi hins opinbera. Þvert á móti eig- um við að auka frelsið enn frekar og rýma fyrir fleiri aðilum með því að draga ríkisvaldið út af fjölmiðlamark- aðnum. Lög um eignarhald á fjölmiðlum óþörf Halldór Karl Högnason skrifar um fjölmiðlamarkaðinn ’Þrátt fyrir afar sér-staka og að mörgu leyti óheppilega stöðu á ís- lenskum fjölmiðlamark- aði er nú sem endranær rétt að treysta á frjálst val einstaklinganna í landinu.‘ Halldór Karl Högnason Höfundur er stjórnarmaður í Sam- bandi ungra sjálfstæðismanna (SUS). SJÓNVARPIÐ er búið að loka fyr- ir kaup á efni frá íslenskum framleið- endum það sem eftir lifir ársins 2004. „Við höldum að okkur höndum“ eins og framkvæmdastjóri Sjónvarpsins orðar það. Ástæðan er aðhald í rekstri innlendrar dagskrárdeildar á sama tíma og íþróttadeild fær stór- aukin framlög. Dagskrárstjóri inn- lendrar dagskrárdeild- ar hefur um 320 millj- ónir til ráðstöfunar (317 milljónir í áætlun ársins 2003). Auk þess hefur hann aðgang að stúdíói, tækjum og föstum starfsmönnum stofn- unarinnar sem meta má til 200 milljóna (kostn- aðargreining liggur að vísu ekki fyrir). Aðeins um 10% þessara rúmu 500 milljóna, eru notuð til að kaupa efni frá sjálfstæðum framleiðendum (58 millj- ónir í áætlun ársins 2003). Framkvæmdastjóri Sjónvarpsins hefur viljað halda því fram að hér sé um 140 milljónir að tefla og er þá far- inn að leggja við þessa tölu ýmsa liði sem dagskrárstjóri IDD hefur ekkert með að gera eins og til dæmis talsetn- ingu barnaefnis sem kostar um 30 milljónir á ári. Gaman væri að fá þessa 140 milljóna króna tölu nið- urbrotna svo hægt sé að átta sig á um hvað sá ágæti maður er að tala. Það efni sem keypt var fyrir þessar 58 milljónir árið 2003 er aðallega heimildarmyndir en einnig stutt- myndir og kvikmyndir í fullri lengd. Þegar þrengir að á innlendri dag- skrárdeild Sjónvarpsins lendir þessi hluti fyrst undir hnífnum. Það er mergur þessa máls. Við það eru kvikmynda- gerðarmenn ósáttir. Um árabil hefur það verið stefna yfirboðara Ríkisútvarpsins að auka hlut sjálfstæðra fram- leiðenda í framleiðslu dagskrárefnis og nýta þannig hugmyndir og hagkvæmni einkafyr- irtækja á þessu sviði. Þetta verklag gengur gegn þeirri stefnu. En hér er meira í húfi en stefna sem ekki er framkvæmd því Sjónvarpið er eini kaupandi heimildamynda á Íslandi. Fjármögnun slíkra mynda er næst- um því útilokuð án þátttöku Sjón- varpsins. Ekki vegna þess að Sjón- varpið leggi til stærstan hluta framleiðslukostnaðar heldur vegna þess að aðrar fjármögnunarleiðir lokast ef Sjónvarpið er ekki þátttak- andi í verkefninu. Erlendir sjóðir og erlendar sjónvarpsstöðvar taka ekki þátt í verkefnum sem ekkert braut- argengi hafa á heimavelli. Heimilda- og stuttmyndasjóður Kvikmyndamiðstöðvar leggur aðeins til um 25–30% af framleiðslukostnaði þeirra heimildamynda sem þar fá styrk. Það sem uppá vantar finnst nú hvergi. Sú gróska sem hér hefur ver- ið í heimildamyndagerð undanfarin misseri er því fyrir bí ef ekkert verð- ur að gert. Menningarhlutverk og ábyrgð Ríkisútvarpsins á þessu sviði er því mikil og hana verður að axla. Hinn nýi menntamálaráðherra okkar, Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir hefur lýst þeirri skoðun sinni að við eigum að nota stærri hluta þeirra fjármuna sem RÚV hef- ur til ráðstöfunar til framleiðslu á ís- lensku efni. Þessari skoðun held ég að allir Íslendingar séu sammála. Sjónvarpið er búið að loka Björn Br. Björnsson skrifar um dagskrárgerð í sjónvarpi ’Þegar þrengir að á innlendri dagskrárdeild Sjónvarpsins lendir þessi hluti fyrst undir hnífnum. ‘ Björn Br. Björnsson Höfundur er formaður Félags kvikmyndagerðarmanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.