Morgunblaðið - 27.02.2004, Side 49

Morgunblaðið - 27.02.2004, Side 49
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2004 49 AUÐUN Helgason, knattspyrnumaður hjá Landskrona í Svíþjóð, kveðst hafa áhuga á að leika áfram með félaginu þegar samningur hans við það rennur út í haust. Auðun sagði í samtali við knattspyrnuvefinn Svenskafans að sér líkaði mjög vel í Landskrona. „Mér hefur ekki verið boðinn samningur ennþá svo það er erfitt að segja til um framtíðina. Ég er að verða þrítugur og hef hugsað mér að snúa aftur til Íslands. En ég vil spila áfram í þessum gæðaflokki á meðan ég get, og ef Landskrona hefur áhuga á að ræða málin við mig er ég til. Landskrona er mjög gott félag og hér vil ég vera áfram. Ég hef spilað með stærri félögum en hvergi hafa stuðnings- menn verið jafn góðir og hér, stemmningin á heimaleikjum er eins og í Suður-Evrópu og manni hlýnar um hjartarætur þegar af og til sést veifað íslenskum fána í mann- þrönginni,“ sagði Auðun. Hann hefur verið meiddur að undanförnu og ekki tekið þátt í æf- ingaleikjum liðsins, en reiknar með að vera tilbúinn í slaginn innan þriggja vikna. Keppni í sænsku úr- valsdeildinni hefst 3. apríl og Landskrona spilar opnunarleik á heimavelli gegn Helsingborg. Auðun vill leika áfram með Landskrona Auðun Veigar Páll skrifar að ölluóbreyttu undir þriggja ára samning við Stabæk í næstu viku en Jensen sagði að málið væri ekki end- anlega í höfn. Veigar Páll væri vænt- anlegur í æfingabúðir Stabæk á La Manga og þar yrði tekin endanleg ákvörðun um hvort hann yrði keypt- ur. Hann væri samningsbundinn KR til tveggja ára en það myndi ekki koma í veg fyrir að hann færi til norska félagsins. „Ef við erum sáttir við það sem hann sýnir okkur, þá munum við kaupa hann. Veigar er leikmaður sem getur farið beint í okkar lið, og hann mun fara beint í samkeppni við þá sóknarmenn sem fyrir eru hjá okkur,“ sagði Jensen og staðfesti að Stabæk hefði fylgst með Veigari í langan tíma. Félagið gerði honum tilboð fyrr í vetur en Veigar hafnaði því. Blaðið rifjar upp stuttan feril Veigars í Noregi, en hann lék með Strömsgodset árið 2001 – skoraði tvö mörk í 15 leikjum. Rifjuð eru upp ummæli Veigars við Drammens Tid- ende þegar hann var á förum frá Strömsgodset. „Ef ég yrði um kyrrt í Drammen yrði ég aldrei góður knattspyrnumaður,“ sagði Veigar Páll við það tækifæri. Strömsgodset féll úr úrvalsdeildinni og Veigar Páll sneri heim á ný, gekk til liðs við KR og varð Íslandsmeistari tvö ár í röð. Íslenskir knattspyrnumenn hafa verið í herbúðum Stabæk allt frá árinu 1997. Helgi Sigurðsson spilaði þar í þrjú ár. Pétur Marteinsson lék með Stabæk 1999 til 2001, Marel Baldvinsson 2000 til 2002 og Tryggvi Guðmundsson frá 2001 til 2003. Morgunblaðið/Arnaldur Veigar Páll Gunnarsson í leik gegn Skagamönnum. Gunnlaugur Jónsson sækir að honum. Forráðamenn Stabæk í Noregi um Veigar Pál Gunnarsson „Maðurinn sem okkur vantar“ „VIÐ teljum að Veigar Páll Gunnarsson sé sú tegund af sóknar- manni sem gæti nýst okkur vel, við höfum trú á að hann sé mað- urinn sem okkur vantar,“ sagði Stein Erik Jensen, formaður hluta- félagsins Stabæk Fotball ASA, við norska staðarblaðið Asker og Bærums Budstikke. Hlutafélagið sér um að fjármagna kaup á leik- mönnum fyrir úrvalsdeildarlið Stabæk í knattspyrnu. JALIESKY Garcia, leikmaður Göppingen, er orðinn markahæstur af íslensku handknattleiksmönnunum sem leika í þýsku 1. deildinni. Garcia hefur skorað 15 mörk í síðustu tveimur leikjum Göppingen í deildinni, og er nú í 34.–35. sæti á markalista deildarinnar með 87 mörk. Christian Fitzek, sem var sagt upp störfum sem þjálf- ara Göppingen á dögunum, sagði í viðtali við Handball- World í gær að Garcia væri eini leikmaðurinn sem komið hefði til félagsins fyrir þetta tímabil sem hefði staðið und- ir væntingum til þessa. Íslendingarnir hafa skorað sem hér segir í vetur: 34–35. Jaliesky Garcia, Göppingen .......................... 87/1 44–45. Snorri S. Guðjónsson, Grosswallstadt ....... 80/24 47–49. Guðjón Valur Sigurðsson, Essen ................. 78/1 53–55. Gylfi Gylfason, Wilhelmshavener................. 74/4 70–73. Gunnar Berg Viktorsson, Wetzlar ............. 61/15 87–88. Sigfús Sigurðsson, Magdeburg ....................... 54 105–107. Einar Örn Jónsson, Wallau.............................. 45 138–139. Róbert Sighvatsson, Wetzlar........................... 30 177–180. Rúnar Sigtryggsson, Wallau ........................ 13/1 Guðmundur Hrafnkelsson, markvörður, hefur ekki skorað fyrir Kronau-Östringen. Kyung-Shin Yoon, suður-kóreski risinn hjá Gummers- bach, er markahæstur með 153 mörk en síðan koma Lars Christiansen, danski hornamaðurinn hjá Flensburg, með 147 mörk og Björn Navarin hjá Pfullingen með 146 mörk. Garcia skorar mest Í FRÉTT norska dagblaðsins Aft- enposten segir Stein Erik Jensen, framkvæmdastjóri norska knatt- spyrnuliðsins Stabæk, að hann vonist til þess að Veigar Páll Gunnarsson og Daninn Mads Jørgensen staldri stutt við í herbúðum liðsins. „Við sjáum fyr- ir okkur að þeir verði seldir frá liðinu síðar. Þeir eru báðir hæfi- leikaríkir ungir leikmenn sem eiga framtíðina fyrir sér,“ segir Jensen en hann er einnig formað- ur hlutfélagsins Stabæk ASA. Kaupin eru fjármögnuð af dótt- urhlutafélagi Stabæk ASA, „Spill- erinvest AS“, en að því standa hluthafar í Stabæk auk stuðnings- manna félagsins sem lögðu til rúmlega 1 millj. kr. í leikmanna- kaupin. Stabæk fær helming af andvirði söluverðsins fari svo að félagið selji leikmennia í nánustu framtíð en hlutahafar Spillerinvest AS skipta afgangnum á milli sín. Mads Jørgensen er þegar mætt- ur í æfingabúðir Stabæk í La Manga á Spáni en von er á Veig- ari á næstu dögum. Forráðamenn liðsins vonast til þess að þeir leiki báðir gegn San Jose Earthquakes á laugardag. Keyptur til þess að verða seldur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.