Morgunblaðið - 09.03.2004, Page 1

Morgunblaðið - 09.03.2004, Page 1
Í fremstu röð sundkvenna Lára Hrund í fótspor Ragnheiðar Runólfsdóttur Íþróttir 51 Áhrif þöglu myndanna Með stjörnur í augum á tískusýn- ingunni í París Fólk í fréttum 54 Efling sér- sveitarinnar Björn Bjarnason svarar spurn- ingum um öryggismál 30 VEGIR hafa skemmst á Suður- og Vesturlandi í miklum vatnavöxtum vegna úrhellisins og þíðunnar und- anfarna daga og mikil flóð í Hvítá í Árnessýslu settu um 800 hektara af ræktuðu landi á kaf og fólk varð innlyksa á bæjum á Auðsholts- torfunni svonefndu í Hrunamanna- hreppi. Vegurinn um Breiðabólstað í Dölum fór í sundur vegna vatna- vaxta og var honum lokað um tíma í gær en vegasamband var komið á að nýju um sjöleytið í gærkvöldi. Þá skemmdist vegurinn um Svínadal í Dölum, en ekki þurfti að loka hon- um, og vegurinn í Vatnsnesi í Grímsnesi lokaðist vegna flóðanna. Spáð er áframhaldandi hlýindum og úrkomu næstu daga. Morgunblaðið/RAX Gullfoss var í miklum ham í gær eftir vatnsveðrið undanfarna daga og hafði flætt yfir göngustíga. Vegaskemmdir í miklum vatnavöxtum  800 hektarar/4 FULLTRÚAR í íraska framkvæmdaráðinu skrifuðu í gær undir bráðabirgðastjórnar- skrá fyrir Írak við hátíð- lega athöfn í Bagdad. Undirskrift stjórnar- skrárinnar var víðast hvar fagnað en eftir at- höfnina lýsti Ayatollah Ali al-Sistani, helsti trúarleiðtogi sjíta í Írak, því hins vegar yfir að hann hefði „efasemdir“ um hana. Kom gagnrýni hans mörgum í opna skjöldu, talið var að hann hefði lagt blessun sína yfir plaggið á sunnudag. Tvívegis áður hafði undirritun stjórnarskrárinnar verið frestað vegna ágreinings um efni hennar, síðast á föstudag, en þá neituðu þrettán sjítar í íraska framkvæmda- ráðinu að skrifa undir hana og báru fyrir sig óánægju Sistanis. Í fyrra- dag töldu menn hins vegar að sam- komulag hefði náðst um efni hennar og allir tuttugu og fimm fulltrúar framkvæmdaráðsins íraska undirrit- uðu skjalið í gær. Sagði núverandi forseti ráðsins, Mohammed Bahr al-Uloum, við það tækifæri að um sögulegan atburð væri að ræða. Stjórnarskráin mun taka gildi þegar Bandaríkjamenn framselja völd sín í Írak í hendur heimamönn- um 1. júlí nk. Kveðið er á um það í stjórnarskránni hvernig landinu verður stjórnað uns búið er að kjósa nýja ríkisstjórn, en stefnt er að því að haldnar verði þingkosningar í Írak snemma á næsta ári. Sistani ekki sáttur Í yfirlýsingu Sistanis erkiklerks í gær sagði að stjórnarskráin myndi „hamla“ gerð varanlegrar stjórnar- skrár í framtíðinni. „Lög sem sam- þykkt eru vegna þess umbreytinga- tímabils sem framundan er njóta ekki lögmætis fyrr en þjóðkjörið þing hefur fjallað um þau,“ sagði Sistani m.a. í yfirlýsingu sinni. Stjórnarskrá undirrituð í Írak Sistani erkiklerkur segist hafa „efasemdir“ um skjalið Reuters Meðlimir íraska framkvæmdaráðsins eftir að bráðabirgðastjórnarskráin var undirrituð í gær. Bagdad. AP. AÐ MATI sérfræðinga Starfs- greinasambandsins mun nýundirrit- aður kjarasamningur skila félags- mönnum 1–2% kaupmáttaraukningu á samningstímanum, sem er fjögur ár. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði við umræður á Alþingi í gær að með samningum SGS, Flóa- bandalagsins og SA hefðu skapast skilyrði til að ná fram áformum rík- isstjórnarinnar um skattalækkanir sem yrðu mótandi fyrir aðra kjara- samninga. Átta aðildarfélög Starfsgreina- sambandsins greiddu atkvæði gegn samningnum þegar hann var borinn undir stóru samninganefndina í fyrrakvöld um hvort farið skyldi með hann í atkvæðagreiðslu í félög- unum. Tólf greiddu atkvæði með honum og einn sat hjá. 21 formaður af 27 sat fundinn. Að sögn Aðal- steins Á. Baldurssonar, formanns Verkalýðsfélags Húsavíkur, sem sat hjá við atkvæðagreiðsluna, var fyrst og fremst óánægja með launahækk- anir í samningnum auk aðildar rík- isstjórnarinnar, einkum er varðar lífeyrissjóðsmálin. Lagt hefði verið upp með að ríkisstjórnin lækkaði tryggingagjald um 1,5% í stað 0,45% og framlag atvinnurekenda undir lok samningstímabilsins yrði níu prósent í stað átta. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins eru Stjarnan á Grundar- firði, Báran á Selfossi og verkalýðs- félögin á Akranesi, Höfn og Kópaskeri í hópi þeirra sem greiddu atkvæði gegn samningnum. Stjórnarandstaðan fagnar yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar Formenn Samfylkingar og Frjálslynda flokksins fögnuðu yfir- lýsingu ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga við umræður á Al- þingi í gær en formaður Vinstri grænna sagði hlut ríkisstjórnarinn- ar minni en reiknað hafði verið með. Forsætisráðherra segir útgjöld ríkisins nema 2,7 til 2,8 milljörðum á ári þegar allir þættir ríkisstjórnar- innar vegna kjarasamninganna eru að fullu komnir til framkvæmda. Skilyrði fyrir skattalækkanir að mati forsætisráðherra Samningur talinn auka kaupmátt um 1–2% á ári Átta félög innan SGS greiddu atkvæði gegn nýgerðum kjarasamningi GREININGARDEILD Landsbank- ans telur að kjarasamningar Starfs- greinasambandsins og Flóabanda- lagsins séu viðunandi og ógni ekki efnahagslegum stöðugleika á næstu árum. Þá segir bankinn að gæta verði að því að stefna ekki fjármálum hins opinbera í hættu á næstu ár- um. „Lækkun tryggingargjalds og aukin útgjöld til tryggingarmála hafa neikvæð áhrif á stöðu rík- issjóðs, auk þess sem fyrir liggur að gripið verður til stórtækra skatta- lækkana á næsta ári. Að mati grein- ingardeildar er mikilvægt að tryggja að fjármálum hins opinbera verði ekki stefnt í hættu á næstu ár- um til þess að stöðugleikanum verði ekki ógnað með þeim hætti, nú þeg- ar viðunandi lausn er komin á vinnumarkaði.“ Aðgæslu þörf í ríkisfjármálum NORSK stjórnvöld eru vel á veg komin með að ná fram því markmiði að a.m.k. 40% stjórnenda í opinbera geiran- um verði konur. Náist það yrði Noregur fyrsta landið til að tryggja svo hátt hlutfall kvenna í opinberum stjórnunarstöðum. Kjell Magne Bondevik, for- sætisráðherra Noregs, rifjaði upp í ræðu sem hann hélt í gær í tilefni alþjóðlegs bar- áttudags kvenna að ríkisstjórn hans hefði fyrir tveimur árum gert kröfur um kynjakvóta vegna starfa hjá hinu opin- bera. „Hlutfall kvenna í stjórn- unarstöðum hefur hækkað um meira en 6% á tveimur árum,“ sagði Bondevik í gær. „Fyrir sumar 2006 munum við hafa náð markmiði okkar um 40%.“ 33,9% af þeim um það bil 9.000 stjórnendum hjá hinu opinbera í Noregi eru konur. Hlutfall kvenna í stjórnum fyr- irtækja er enn lágt, aðeins 9%. 33,9% stjórnenda eru konur Ósló. AFP.  Kjarasamningar/10–12 STOFNAÐ 1913 68. TBL. 92. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.