Morgunblaðið - 09.03.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.03.2004, Blaðsíða 22
SUÐURNES 22 ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Njarðvík | Miðbæjarsamtökin Betri bær stóð fyrir sýningu á vörum og þjónustu vegna ferm- inga í húsi Heklu á Fitjum í fyrra- dag. Fjöldi fyrirtækja tók þátt. Haldnar voru tísku- og hár- greiðslusýningar. Stúlkunum þótti við hæfi að setja á sig varalit áður en þær stigu á svið. Unga daman brosir breitt og vinkonurnar fylgjast með af áhuga. Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Varalit fyrir sýninguna Grindavík | Björgunarsveitarmenn telja líklegt að björgunarskipið sem tók út af flutningaskipi og brotnaði í fjörunni austan við Selatanga fyrir helgi hafi staðið af sér brotsjóina og flotið að landi, nokkurn veginn í heilu lagi. Björgunarskipið tók út af flutn- ingaskipinu Skaftafelli á þriðju- dagskvöld þegar brotsjór reið yfir skipið þar sem það var á siglingu suður af Krísuvíkurbergi. Skipið fannst ekki við eftirgrennslan. Eftir að skipulögð leit hófst að reka úr skipinu síðastliðinn laugardag sást brak úr því úr leitarflugvél og björgunarsveitir fóru á vettvang við Selatanga. Aðalvélarnar sögðu til um hvar skipið hefði rekið á land og dreifðist brakið 300 til 400 metra til austurs frá þeim stað. Á vef Björgunarsveitarinnar Þor- björns í Grindavík kemur fram að skipið hafi staðið af sér stórsjói þegar það tók út af flutningaskipinu en brimið brotið það í spón þegar það rak upp í klettana örfáum klukkustundum síðar. Símon Hall- dórsson, félagi í Björgunarsveit Hafnarfjarðar, eru sömu skoðunar. Segir að vélarnar væru væntanlega á hafsbotni ef skipið hefði brotnað á sjónum. Símon segir að ekki hafi fundist neitt nýtilegt úr skipinu. Þá sé erf- itt að hreinsa brakið í burtu vegna aðstæðna. Þótt það sé í göngufæri frá veginum út á Selatanga er hraunið illt yfirferðar. Reynslan sýni að brimið muni vinna það verk með tímanum. Skipið átti að fara til Raufarhafn- ar og minna skip sem þar er fyrir átti í staðinn að fara til Patreks- fjarðar. Valgeir Elíasson, upplýs- ingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að þetta óhapp seinki þessari áætlun eitthvað því eldra skipið verði á Raufarhöfn þangað til nýtt kemur. Óvíst er hve- nær hægt verður að fá nýtt björg- unarskip, þau liggja ekki á lausu. Ekkert nýtilegt af braki björgunarskipsins við Selatanga Hefur flotið heil- legt að landi Ljósmynd/Símon Brak í fjöru: Þak stýrishúss björgunarskipsins rak á land. Við það stendur Kolbeinn Guðmundsson úr Björgunarsveit Hafnarfjarðar. Keflavíkurflugvöllur | Fyrirhugað er að taka upp gjaldskyldu á öllum bílastæðum við Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Skipulagi bílastæðanna við flug- stöðina, svokallaðra skammtíma- stæða, verður breytt við þær fram- kvæmdir sem hafnar eru við stækkun flugstöðvarbyggingarinn- ar. Merkingar verða bættar og byggðir skjólveggir á bílastæðun- um. Gjaldskylda er á langtímastæð- unum, sem eru fjær flugstöðvar- byggingunni. Höskuldur Ásgeirs- son, forstjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, segir að erfitt sé að hafa gjaldskyldu á sumum stæð- anna en ekki öðrum. Oft sé mikið álag á stæðunum sem næst eru húsinu og gjaldskyldu sé ætlað að bæta nýtingu þeirra. Tekur hann fram að ekki sé búið að kaupa bún- aðinn og því hafi ekki verið end- anlega ákveðið að taka upp gjald- skyldu. Þá vekur hann athygli á að samhliða verði útbúnir betri staðir fyrir fólk að koma farþegum og far- angri af sér við flugstöðina og þeir verði gjaldfrjálsir. Ef menn eigi er- indi inn í flugstöðina sé þeim vísað á skammtímastæðin og gert sé ráð fyrir að gjaldskylda myndist eftir fimmtán mínútur. Sá búnaður sem fyrirhugað er að kaupa er að erlendri fyrirmynd og hefur ekki verið í notkun hér á landi, að sögn Höskuldar. Fólk mun geta greitt stöðugjaldið með greiðslukortum eða peningum, jafnt inni í flugstöðinni sem úti á stæð- unum. Gjaldið hefur ekki verið ákveðið en Höskuldur segir hug- myndina að hafa það um 100 krón- ur á klukkustund. Fyrirhugað að taka upp gjaldskyldu á öllum stæðum SAMKOMUHÚSIÐ á Akureyri var formlega opnað á laugardagskvöld eftir umfangsmiklar endurbætur og eins var reist við húsið 136 fermetra viðbygging. Af þessu tilefni var frumsýnt nýtt leikverk, Drauma- landið eftir Ingibjörgu Hjartardótt- ur. Heildarkostnaður við viðbygg- ingu, endurbætur og framkvæmdir á brekku að baki hússins nam um 130 milljónum króna. Samkomuhúsið var vígt árið 1906 og hefur alla tíð verið notað undir samkomur af ýmsu tagi, þar voru í eina tíð haldnir bæjarstjórnarfundir og þar var að- staða bæjarskrifstofu, póst- afgreiðsla var í húsinu, bókhlaða og þar voru gjarnan haldnir dansleikir. Leikfélag Akureyrar hefur haft að- stöðu um húsinu í áratuga skeið, en atvinnuleikhús hefur verið rekið í bænum í 30 ár. Húsið hefur verið friðað frá árinu 1978 og þykir í hópi glæsilegustu timurhúsa landsins. Morgunblaðið/Rúnar Þór Það var þétt setinn bekkurinn á frumsýningu í nýuppgerðu Samkomuhúsi, en fyrsta verkið var Draumalandið eftir Ingibjörgu Hjartardóttur. Endurbætt Samkomuhús Samkomuhúsið á Akureyri var opnað eftir umfangsmiklar endurbætur en meðal gesta voru Júlía Björnsdóttir, Elín Antonsdóttir, Anna Karólína Stefánsdóttir, Höskuldur Höskuldsson og Valgerður H. Bjarnadóttir Gaman í leikhúsinu: Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður, Sigmundur Ernir Rúnarsson, formaður leikhúsráðs, og Jón Björnsson sparisjóðsstjóri hlæja dátt að einhverju skemmtilegu sem ratað hefur af munni Árna Frið- rikssonar hjá Raftákni sem er lengst til vinstri á myndinni. AKUREYRI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.