Morgunblaðið - 09.03.2004, Síða 43
ATVINNU-
AUGLÝSINGAR
I
I
Landverðir
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum óskar eftir
að ráða landverði til starfa sumarið
2004. Um er að ræða umsjón og eftirlit í
þjóðgarðinum, þátttöku í fræðslu ásamt
vinnu í afgreiðslu þjóðgarðsins á Leirum
og Fræðslumiðstöð á Haki. Umsækjend-
ur skulu hafa lokið námskeiði í land-
vörslu eða hafa reynslu af sambærileg-
um störfum. Góð tungumálakunnátta og
hæfni í mannlegum samskiptum eru
kostir sem tekið verður tillit til við ráðn-
ingu.
Umsóknir sendist til framkvæmdastjóra
Þingvallanefndar, Hverfisgötu 4a, 101
Rvík, eða með tölvupósti á netfangið
thingvellir@thingvellir.is.
Nánari upplýsingar eru veittar í síma 482
3609 frá kl. 9:00-12:00.
Umsóknarfrestur er til 19. mars nk.
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
ATVINNUHÚSNÆÐI
Til leigu — Þingholtin
Góð staðsetning
Til leigu ca 90 fm skrifstofuhúsnæði á 2. hæð
á horni Grundastígs og Hellusunds, gegnt
breska og þýska sendiráðinu.
Á sama stað 15 fm skrifstofuherb. með sérinng.
og snyrtingu.
Upplýsingar gefur Karl í síma 892 0160.
FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR
Aðalfundur
Stjórn Kögunar hf. boðar til aðalfundar fél-
agsins fyrir starfsárið 2003. Fundurinn verð-
ur haldinn þriðjud. 23. mars nk. kl. 12.00
á Grand Hóteli, Reykjavík, Háteigi, 4. hæð.
Fundargögn verða afhent við upphaf
fundarins.
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins sl.
starfsár.
2. Reikningar félagsins fyrir liðið starfsár ásamt
skýrslu endurskoðanda félagsins lögð fram
til staðfestingar.
3. Ákvörðun um meðferð hagnaðar og greiðslu
arðs.
4. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna fyrir
liðið starfsár.
5. Kosning stjórnar.
6. Kosning endurskoðanda.
7. Eftirfarandi tillaga verður lögð fyrir fundinn:
Heimild til kaupa á eigin hlutabréfum.
„Aðalfundur Kögunar hf. haldinn 23. mars
2004 samþykkir með vísan til 55. gr. hlutafé-
lagalaga nr. 2/1995 að heimila félagsstjórn
að kaupa eigin hluti í félaginu eða taka þá
að veði. Heimild þessi gildir í 18 mánuði og
takmarkast við að samanlögð kaup og veð-
setning hluta fari ekki yfir 10% af heildar-
hlutafé félagsins á hverjum tíma. Kaupverð
hluta skal vera lægst 10% lægra og hæst
10% hærra en í síðustu viðskiptum í Kaup-
höll Íslands hf.“
8. Önnur mál.
Frá og með 16. mars nk. munu reikningar fé-
lagsins og önnur aðalfundargögn liggja fram-
mi á skrifstofu félagsins á Lynghálsi 9, 110
Reykjavík.
9. mars 2004,
Stjórn Kögunar hf.
FYRIRTÆKI
Líkamsræktarstöð til sölu
Meðeigandi óskast á líkamsræktarstöð á
höfuðborgarsvæðinu. Góð stöð og gott verð
í boði. Viðkomandi verður að geta starfað við
stöðina. Áhugasamir sendi upplýsingar um
nafn og síma til augldeildar Mbl. eða á
augl@mbl.is merktar: „Líkamsrækt — 15064“.
Menntamálaráðuneytið
Styrkir til háskólanáms
í Danmörku
Stjórnvöld í Danmörku bjóða fram fjóra styrki
til handa Íslendingum til háskólanáms í Dan-
mörku skólaárið 2004—2005. Styrkirnir eru
ætlaðir þeim, sem komnir eru nokkuð áleiðis
í háskólanámi og eru miðaðir við 9 mánaða
námsdvöl, en til greina kemur að skipta þeim
ef henta þykir. Styrkfjárhæðin er 5.000 d.kr.
á mánuði. Umsóknarfrestur er til 27. mars nk.
Umsóknir um ofangreinda styrki, ásamt stað-
festum afritum prófskírteina og meðmælum,
skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Sölv-
hólsgötu 4, 150 Reykjavík, á sérstökum um-
sóknareyðublöðum sem þar fást, ásamt nánari
upplýsingum. Umsóknareyðublaðið er einnig
hægt að nálgast á vef ráðuneytisins:
menntamalaraduneyti.is
Menntamálaráðuneytið,
5. mars 2004.
menntamalaraduneyti.is
HLÍN 6004030919 IV/V
FJÖLNIR 6004030919 I
Sálarrannsóknarfélag
Reykjavíkur,
Síðumúla 31,
s. 588 6060.
Miðlarnir, spámiðlarnir og hug-
læknarnir Þórhallur Guð-
mundsson, Ólafur Hraundal
Thorarensen, Hrönn Frið-
riksdóttir spámiðill, Ingi-
björg Þengilsdóttir, Guðríður
Hannesdóttir kristalsheilari,
Ólafur Th. Bjarnason lækna-
miðill, Erla Alexandersdóttir,
Katrín Sveinbjörnsdóttir og
Matthildur Sveinsdóttir tarr-
ot- lesari, starfa hjá félaginu og
bjóða félagsmönnum og öðrum
upp á einkatíma.
Upplýsingar um félagið, starf-
semi þess, einkatíma og tíma-
pantanir eru alla virka daga árs-
ins frá kl. 13—18. Utan þess
tíma er einnig hægt að skilja eftir
skilaboð á símsvara félagsins.
Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur
starfar í nánum tengslum við Sál-
arrannsóknarskólann á sama stað.
SRFR.
Hamar 6004030919 III
I.O.O.F. Rb. 1 153398-9.O*
Hugleiðsla/
sjálfsuppbygg-
ing.
Áruteiknun
Miðlun
Fræðsla
Halla Sigurgeirsdóttir,
andlegur læknir.
Upplýsingar í síma 553 8260
fyrir hádegi.
ⓦ í Seljahverfi,
ekki yngri
en 18 ára
Upplýsingar
í síma
569 1116 eða
569 1376
ATVINNA
mbl.is
hendur sem vildu halda í hendur
hennar síðustu vikuna. Það eru
margar minningar sem koma í hug-
ann núna. Ein mín besta minning er
þegar ég sat uppi á eldhúsborði og
söng með henni. Hún elskaði að
syngja og kenna okkur systrunum
lög og ljóð. Það var stundum erfitt að
búa í Eyjum, því þá var ég svo langt í
burtu frá þér. Þú varst alltaf svo
ánægð þegar við komum í heimsókn
til þín og pabba. Þá fórum við í búðir,
sem þú elskaðir að gera, og keyptum
punt fyrir þitt fallega heimili. Þú
varst ánægðust þegar við systurnar
vorum allar með þér. Enda leið þér
vel þegar við fórum allar saman í bú-
stað og Anna Kristín frænka fékk að
fara með því hún var komin yfir þrí-
tugt. Þar föndruðum við og stríddum
hver annarri og hlógum og hlógum.
Nú er bara elsku Auður frænka í
Ameríku eftir af þessum stóra systk-
inahópi. Elsku pabbi minn, missir
þinn er mikill eftir 52 ára hjónaband.
En við munum passa hann pabba
okkar fyrir mömmu. Elsku Auður
mín gat ekki komið vegna veikinda
sinna til að kveðja systur sína.
Elsku pabbi, Auður frænka og
systur mínar, okkar missir er mikill.
Ég kveð elsku mömmu mína með
þakklæti og við munum hittast aftur
þótt síðar verði. Bless mamma mín.
Ég vil koma innilegu þakklæti til
starfsfólks 11-G Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi fyrir yndislega
umönnun.
Sestu hérna hjá mér,
systir mín góð.
Í kvöld skulum við vera
kyrrlát og hljóð.
Í kvöld skulum við vera
kyrrlát af því,
að mamma ætlar að reyna að sofna
rökkrinu í.
Mamma ætlar að sofna.
Mamma er svo þreytt.
– Og sumir eiga sorgir,
sem svefninn getur eytt.
Sumir eiga sorgir,
og sumir eiga þrá,
sem aðeins í draumaheimum
uppfyllast má.
Í kvöld skulum við vera
kyrrlát og hljóð.
Mamma ætlar að sofna,
systir mín góð.
(Davíð Stefánsson.)
Jóhanna Kolbrún
Þorbjörnsdóttir.
Elsku fallegasta amma í heimi.
Þau orð sagði ég alveg óspart við þig,
og þú hristir alltaf höfuðið. En þau
orð voru sko sönn, bara það að horfa
á þig kom manni til að brosa og líða
vel. Þú varst gædd ótrúlegum per-
sónutöfrum, enda einstaklega lagin í
því að láta fólki þykja vænt um þig.
Alltaf var jafn skemmtilegt að heim-
sækja þig og afa þegar ég var í
Reykjavík, á Írabakkann og aldrei
gerðist það að maður kæmi að tóm-
um kofa. Það var alltaf allt iðandi af
lífi í kringum þig. Um leið og maður
opnaði dyrnar kom á móti manni
þessi þvílíka hlýja, og þá meina ég
hlýja. Enda var maður ekki í vand-
ræðum þegar maður var að velja
gjöf handa þér. Þá væri það ullar-
sokkar, teppi eða eitthvað sem var
nógu hlýtt, enda varstu ekki lengi að
vippa þér í flíspeysuna sem ég og
Soffía Marý gáfum þér síðustu jól.
Það var alltaf svo auðvelt að tala við
þig. Þú hafðir ótrúlegan húmor og
áttir fullt af sögum. Þú passaðir okk-
ur alltaf svo vel, alltaf að spyrja okk-
ur hvort við værum svöng. Ég man
ekki hvað ég var gömul þegar þú
gafst mér fyrst brauð með smjöri og
osti til að dýfa í kaffi. Ég verð því
líka ævinlega þakklát fyrir að hafa
getað eytt með þér síðustu jólunum,
þegar þú og afi komu til Eyja, og í
útskriftarveisluna hans Víkings.
Hvað þú varst stolt af mér og Víkingi
þegar við tókum lagið, varst með
stórt bros á vör.
Elsku amma mín, þú lifir áfram í
hjarta mínu og aldrei mun ég gleyma
hversu mjúkt faðmlag þitt var. Svo
er ég svo ánægð að hann Þorbjörn
Andri, strákurinn minn, skuli hafa
fengið að finna hvernig það er að
liggja í örmum þínum, þú ruggandi
þér og syngjandi gamlar vísur.
Ég elska þig, fallegasta amma mín
og mun sakna þín alveg ótrúlega
mikið.
Hafdís.
Fleiri minningargreinar
um Önnu Fjólu Jónsdóttur bíða
birtingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 2004 43