Morgunblaðið - 13.03.2004, Side 32

Morgunblaðið - 13.03.2004, Side 32
DAGLEGT LÍF 32 LAUGARDAGUR 13. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Kringlan 8-12, sími 568 6211 - Skóhöllin, Firði, sími 555 4420 Glerártorgi, Akureyri, sími 461 3322 2.990 St. 22-34 Hvítir Blikkljós 3.990 St. 40-46 Svartir og hvítir 2.990 St. 22-34 Gráir Blikkljós 4.990 St. 36-41 Rauðir og hvítir 3.990 St. 24-35 Bleikir/Bláir 4.990 St. 36-41 Hvítir með neon bleiku Hvítir með neon grænu 3.990 St. 22-26 Bláir/Bleikir 3.990 St. 28-35 Bláir SKÓR FYRIR ALLA STÓRKOSTLEGT ÚRVAL Þ að sem er sérstakt við þessa aðferð er að gert er að silungnum og hann beinhreinsaður í gegn- um bakið, en ekki í gegn- um kviðinn eins og algengast er. Svo er þetta líka bara svo góður réttur að þeir matargestir sem hafa fengið að smakka silunginn hjá mér hafa yf- irleitt endað á því að drekka soðið úr álpokunum. Það er svo gott,“ segir Einar D.G. Gunnlaugsson, tækni- teiknari á Verkfræðistofu Guð- mundar & Kristjáns hf. Einar segist vera mikill matar- og vínpælari enda segir hann að sér líði hvergi betur en með svuntu við mat- arstúss heima í eldhúsi og ekki spilli það stemningunni að gutlast með gott rauðvín í glasi sér til halds og trausts. „Ég hef mjög gaman af því að bjóða góðum gestum í mat enda hefur matur og vín verið mikið áhugamál hjá mér í gegnum tíðina. Verkaskiptingin í eldhúsinu er gjarnan þannig að ég sé um forrétti og aðalrétti en eiginkonan Þóra Sig- urðardóttir um sósur og eftirrétti. Ég geri ekkert upp á milli fisk- og kjötrétta. Það er alltaf jafn- skemmtilegt að spila af fingrum fram og þarf ég ekkert endilega að styðjast við uppskriftir í matargerð- inni.“ Fiskur á mann Silungsuppskriftin, sem hér birt- ist, varð til í huga Einars og spratt upp við veiðar á kuðungableikju úr Þingvallavatni. „Ég er nefnilega líka með dálitla veiðidellu. Ég hef látið laxveiðarnar alveg vera, en er svolít- ið að stunda silungsveiði í næsta ná- grenni höfuðborgarinnar. Það er mjög skemmtilegt áhugamál. Hug- mynd Einars að uppskriftinni vakn- aði við veiðar á kuðungableikju úr Þingvallavatni en hægt er að nota hvaða smásilung sem er, hálft til eitt pund á mann.“ Þegar Einar fregnaði af alþjóð- legri uppskriftasamkeppni, árið 1998, kynnti hann sér málið og ákvað að senda silungsuppskriftina sína inn til þátttöku. „Færeyski mat- reiðslumeistarinn Birgir Ennis, sem verið hefur gestakokkur á Fjöru- kránni, var einn af umboðsmönnum keppninnar og auglýsti hann á heimasíðunni sinni eftir spennandi uppskriftum í keppnina. Þegar úrslit voru gerð kunn, kom í ljós að Einar hafði sigrað í sínum flokki og þar með var kuðungableikjan komin á stall.“ Í kjölfar keppninnar var hafist handa við að búa til matreiðslubók með verðlauna- uppskriftunum á fjór- um tungumálum, þýsku, ensku, dönsku og færeysku. Ennþá hefur bókin þó ekki litið dagsins ljós þar sem erlenda útgáfu- fyrirtækið, sem að útgáfunni hugðist standa, varð gjald- þrota, eftir því sem best er vitað. Vínklúbbur í vinnunni Vínklúbbur með um tuttugu félagsmönnum hefur verið starfandi á vinnustað Einars, VGK-verkfræðistofunni, frá árinu 1999. „Einn samstarfsmaður okkar, Teitur Gunnarsson efnafræðingur, er mikill víngúrú og heldur bæði merka fyrirlestra og vínsmökk- unarnámskeið fyrir okkur einu sinni til tvisvar á ári. Svo fáum við okkur eitthvert gott sparivín í restina til að hreinsa bragðlaukana.“ Þegar Einar er spurður um uppá- haldsvínið, þarf hann lítið að hugsa sig um. „Mitt rauðvín er örugglega President Selection frá Wolf Bass í Ástralíu. Það heitir Black Label og er ekki af ódýrasta tagi enda kostar  MATARKISTAN| Fylltur smásilungur í álumslagi Kuðunga- bleikjan vann til verðlauna Skreyttur mjöður: Alltaf þegar Einar býður í þorramat eða síld- arhlaðborð, frystir hann ákavíti í ferköntuðum fernum ogskreytir flöskurnar áður með lifandi blóm- um, stilkum og greinum og öðru sem honum finnst ganga hverju sinni. Einari D.G. Gunnlaugssyni tækniteiknara líður hvergi betur en með svuntu heima í eldhúsi og rauðvínsglas í hendi. Hann kynnti Jóhönnu Ingvarsdóttur skemmtilega silungsuppskrift sem hann sjálfur bjó til og sendi inn í alþjóðlega uppskriftasamkeppni. Silungurinn hans Einars fékk auðvitað fyrstu verðlaun. Lofar góðu: Dóttursonurinn Alex- ander Örn Ingason er að verða lið- tækur í eldhúsinu og fær stundum að hjálpa afa sínum þegar mikið liggur við.                            

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.