Morgunblaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 32
DAGLEGT LÍF 32 LAUGARDAGUR 13. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Kringlan 8-12, sími 568 6211 - Skóhöllin, Firði, sími 555 4420 Glerártorgi, Akureyri, sími 461 3322 2.990 St. 22-34 Hvítir Blikkljós 3.990 St. 40-46 Svartir og hvítir 2.990 St. 22-34 Gráir Blikkljós 4.990 St. 36-41 Rauðir og hvítir 3.990 St. 24-35 Bleikir/Bláir 4.990 St. 36-41 Hvítir með neon bleiku Hvítir með neon grænu 3.990 St. 22-26 Bláir/Bleikir 3.990 St. 28-35 Bláir SKÓR FYRIR ALLA STÓRKOSTLEGT ÚRVAL Þ að sem er sérstakt við þessa aðferð er að gert er að silungnum og hann beinhreinsaður í gegn- um bakið, en ekki í gegn- um kviðinn eins og algengast er. Svo er þetta líka bara svo góður réttur að þeir matargestir sem hafa fengið að smakka silunginn hjá mér hafa yf- irleitt endað á því að drekka soðið úr álpokunum. Það er svo gott,“ segir Einar D.G. Gunnlaugsson, tækni- teiknari á Verkfræðistofu Guð- mundar & Kristjáns hf. Einar segist vera mikill matar- og vínpælari enda segir hann að sér líði hvergi betur en með svuntu við mat- arstúss heima í eldhúsi og ekki spilli það stemningunni að gutlast með gott rauðvín í glasi sér til halds og trausts. „Ég hef mjög gaman af því að bjóða góðum gestum í mat enda hefur matur og vín verið mikið áhugamál hjá mér í gegnum tíðina. Verkaskiptingin í eldhúsinu er gjarnan þannig að ég sé um forrétti og aðalrétti en eiginkonan Þóra Sig- urðardóttir um sósur og eftirrétti. Ég geri ekkert upp á milli fisk- og kjötrétta. Það er alltaf jafn- skemmtilegt að spila af fingrum fram og þarf ég ekkert endilega að styðjast við uppskriftir í matargerð- inni.“ Fiskur á mann Silungsuppskriftin, sem hér birt- ist, varð til í huga Einars og spratt upp við veiðar á kuðungableikju úr Þingvallavatni. „Ég er nefnilega líka með dálitla veiðidellu. Ég hef látið laxveiðarnar alveg vera, en er svolít- ið að stunda silungsveiði í næsta ná- grenni höfuðborgarinnar. Það er mjög skemmtilegt áhugamál. Hug- mynd Einars að uppskriftinni vakn- aði við veiðar á kuðungableikju úr Þingvallavatni en hægt er að nota hvaða smásilung sem er, hálft til eitt pund á mann.“ Þegar Einar fregnaði af alþjóð- legri uppskriftasamkeppni, árið 1998, kynnti hann sér málið og ákvað að senda silungsuppskriftina sína inn til þátttöku. „Færeyski mat- reiðslumeistarinn Birgir Ennis, sem verið hefur gestakokkur á Fjöru- kránni, var einn af umboðsmönnum keppninnar og auglýsti hann á heimasíðunni sinni eftir spennandi uppskriftum í keppnina. Þegar úrslit voru gerð kunn, kom í ljós að Einar hafði sigrað í sínum flokki og þar með var kuðungableikjan komin á stall.“ Í kjölfar keppninnar var hafist handa við að búa til matreiðslubók með verðlauna- uppskriftunum á fjór- um tungumálum, þýsku, ensku, dönsku og færeysku. Ennþá hefur bókin þó ekki litið dagsins ljós þar sem erlenda útgáfu- fyrirtækið, sem að útgáfunni hugðist standa, varð gjald- þrota, eftir því sem best er vitað. Vínklúbbur í vinnunni Vínklúbbur með um tuttugu félagsmönnum hefur verið starfandi á vinnustað Einars, VGK-verkfræðistofunni, frá árinu 1999. „Einn samstarfsmaður okkar, Teitur Gunnarsson efnafræðingur, er mikill víngúrú og heldur bæði merka fyrirlestra og vínsmökk- unarnámskeið fyrir okkur einu sinni til tvisvar á ári. Svo fáum við okkur eitthvert gott sparivín í restina til að hreinsa bragðlaukana.“ Þegar Einar er spurður um uppá- haldsvínið, þarf hann lítið að hugsa sig um. „Mitt rauðvín er örugglega President Selection frá Wolf Bass í Ástralíu. Það heitir Black Label og er ekki af ódýrasta tagi enda kostar  MATARKISTAN| Fylltur smásilungur í álumslagi Kuðunga- bleikjan vann til verðlauna Skreyttur mjöður: Alltaf þegar Einar býður í þorramat eða síld- arhlaðborð, frystir hann ákavíti í ferköntuðum fernum ogskreytir flöskurnar áður með lifandi blóm- um, stilkum og greinum og öðru sem honum finnst ganga hverju sinni. Einari D.G. Gunnlaugssyni tækniteiknara líður hvergi betur en með svuntu heima í eldhúsi og rauðvínsglas í hendi. Hann kynnti Jóhönnu Ingvarsdóttur skemmtilega silungsuppskrift sem hann sjálfur bjó til og sendi inn í alþjóðlega uppskriftasamkeppni. Silungurinn hans Einars fékk auðvitað fyrstu verðlaun. Lofar góðu: Dóttursonurinn Alex- ander Örn Ingason er að verða lið- tækur í eldhúsinu og fær stundum að hjálpa afa sínum þegar mikið liggur við.                            
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.