Morgunblaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 21. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Við erum stödd í snyrtilegri íbúð ímiðborg Málmeyjar. Umhverfiseldhúsborðið situr hljóðlátur hóp-ur ungs fólks. Andrúmsloftið gefurtil kynna að umræðan snúist hvorki um stjórnmál né annað dægurþras. Ung dökkhærð kona reifar í hálfum hljóðum atburði vikunnar. Alvarleg í bragði leggja hin við hlust- ir, kinka kolli, skjóta orði og orði inn í frásögn- ina. Hugurinn hvarflar til norrænu andspyrnu- hreyfinganna í seinni heimsstyrjöldinni. Rétt eins og starfsemi andspyrnuhreyfingarinnar er starfsemi hælishópsins í senn lögleg og leyni- leg. Samanburðurinn nær jafnvel enn lengra því báðir hópar aðstoða fólk við að lifa í felum undir yfirborði samfélagsins. Lögreglan brýst inn Frásögn ungu konunnar er greinargóð og rímar við frétt í Sydsvenska Dagbladet um morguninn. Blaðið greinir frá því að bosnísk flótta- mannafjölskylda hafi leitað á náðir hælishóps- ins eftir að hafa verið neitað um hæli í Svíþjóð í nóvember í fyrra. Ung kona í hælishópnum skaut skjólshúsi yfir hjónin og yngra barnið eftir að frestur fjölskyldunnar til að hverfa úr landi af sjálfsdáðum rann út. Eldra barnið varð eftir hjá ættingjum fjölskyldunnar annars staðar í landinu. Fjölskyldan fannst eftir að hafa búið í felum í Svíþjóð í 3 mánuði. Hjónin voru að horfa á sjón- varpið þegar sænska lögreglan braust inn í íbúðina undir því yfirskini að grunur léki á að eiturlyf væru geymd í íbúðinni. Húsráðandinn sór og sárt við lagði að engin eiturlyf væru inn- andyra eins og reyndar kom á daginn. Hins vegar fann lögreglan bosnísku flóttamannafjöl- skylduna og færði konuna (sjá meðfylgjandi viðtal) í „förvarsenheten,“ þ.e. lokaða geymslu fyrir ólöglega innflytjendur í Suður-Svíþjóð. Sú leið virðist hafa verið valin að færa hana en ekki mann hennar í geymsluna til að reyna að tryggja að hún hlypist ekki á brott með börnin áður en yfirvöld næðu að flytja fjölskylduna nauðungarflutningi til Bosníu. Konur ekki öruggar Dökkhærða konan segir að Maja Sager, for- maður hælishópsins, ætli að aðstoða bosníska fjölskylduföðurinn við að ná fundi útlendinga- nefndarinnar í Stokkhólmi næsta dag. Hún spyr hvort einhverjir í hópnum geti útvegað bíl til fararinnar. Nokkrir gefa sig fram og ákveðið er að velja sparneytnasta bílinn. Hópurinn við eldhúsborðið er sammála um að ómannúðlegt sé að loka hælisleitendur inni í geymslunni fyrir utan að húsnæðið uppfylli engan veginn skilyrði fyrir starfseminni. Ung kona tekur fram að yfirgnæfandi meirihluti fólks í geymslunni sé karlar. Misjafn sauður sé í mörgu fé og ógjörningur að tryggja öryggi kvennanna í húsinu. Umræðurnar halda áfram og greinilegt að fundargestir hafa ýmislegt við aðbúnað í geymslunum að athuga. Kona á miðjum aldri hefur sérstakt leyfi til að heimsækja fólk í inn- flytjendabúðunum. Rétt áður en fundi lýkur blandar hún sér í umræðurnar. „Stundum van- hagar fólkið um grundvallarnauðsynjar eins og nærföt,“ segir hún og rifjar upp samskipti sín við ungan Rússa fyrir nokkrum mánuðum. „Sergei bað mig um að útvega sér nærföt. Ég er alveg viss um að hann hefði ekki beðið full- orðna konu eins og mig um ný nærföt nema hann hefði virkilega vantað þau. Nema hvað – þegar ég kom með nærfötin var hann strok- inn,“ segir hún og getur ekki varist brosi. „Það besta við geymsluna er hvað mörgum tekst að flýja þaðan.“ Aftur til baka í fylgd Eftir að hafa setið fund hælis-hópsins leikur blaðamanni forvitni á að kynnast viðhorfi sænskra innflytjendayfirvalda, „Migrations- verket“, til málefna hælisleitenda. Migrations- verket ber m.a. ábyrgð á að framfylgja stefnu sænskra stjórnvalda í málefnum hælisleitenda allt frá því sótt er um hæli við komuna til Sví- þjóðar þar til umsókn hefur verið leidd til lykta með höfnun eða veitingu hælis í landinu. Axel Stenström, upplýsingafulltrúi Migrat- ionsverket í Málmey tekur á móti íslenska gestinum með bros á vör næsta morgun. „Ólík- ar ástæður geta legið að baki ákvörðunar um að færa útlendinga í geymsluna,“ svarar hann inntur eftir því hvaða ástæður valdi því að út- lendingar séu færðir í geymslurnar. „Dæmi eru um að vegabréfslausum hælisleitendum sé haldið í geymslunum á meðan uppruni þeirra er kannaður. Algengast er að hælisleitendur séu færðir í geymslurnar af því hælisumsókn þeirra hefur verið hafnað og frestur til að snúa aftur til heimalandsins er runninn út. Við færum ekki ólöglega innflytjendur í geymslurnar heldur lögreglan,“ heldur Axel áfram. „Nýlega færði sænska lögreglan bosn- íska flóttakonu í geymsluna í Málmey. Fjöl- skyldan hafði búið í felum í Málmey í þrjá mán- uði. Yfirvöld hafa tekið ákvörðun um að fjölskyldan verði send til Bosníu á mánudag- inn.“ Axel er spurður að því hvort ólöglegir inn- flytjendur séu yfirleitt fluttir beint úr geymsl- unni til heimalandsins. „Ef rannsókn á upp- runa vegabréfslausra hælisleitenda gefur til kynna að þeir hafi ekki sótt um hæli í öðru landi eiga þeir rétt á að sækja um hæli í Svíþjóð. Þeim er því sleppt til að hælisleitendaferlið geti haldið áfram. Á hinn bóginn geta ólöglegir inn- flytjendur úr geymslunum átt von á því að vera fluttir til heimalandsins í fylgd starfsmanna geymslnanna. Annars er látið nægja að fylgja fólki á flugvöllinn,“ segir Axel og er spurður að því hvort útlendingunum séu afhentir einhverj- ir peningar til að hefja líf í nýju landi. „Nei, engir. Þeir standa á eigin fótum við komuna til heimalandsins.“ Vaxandi ofbeldi innan dyra Axel staðfestir að ekki sé hægt að halda kynjunum aðskildum í geymslunni í Málmey. „Konur eru í miklum minnihluta í geymslunni, þ.e. um 10% af heildinni. Erfitt er að halda þeim sér því að húsnæðið er gamalt og hentar starfseminni ekkert sérstaklega vel,“ segir hann. Geymslan eru raunar frekar hræðilegur staður.“ Axel tekur fram að húsnæðismálin horfi til bóta. „Núna eru reknar tvær geymslur fyrir Suður-Svíþjóð. Gamla geymslan í Málmey tek- ur 25 manns þó að stundum séu þar heldur fleiri. Ný geymsla í Orkelljunga tekur aðeins um 20 manns. Stefnt er að því að búið verði að reisa nýja geymslu í útjaðri Lundar eftir 1½ ár,“ segir hann. „Þar er gert ráð fyrir aðskildu rými fyrir kynin og sérrými fyrir fjölskyldur.“ Axel er spurður að því hvort rétt sé að af- brotamenn séu stundum hýstir í geymslunni. „Ef menn hafa gerst sekir um alvarleg ofbeld- isbrot eru þeir ekki færðir í geymsluna. Ef menn hafa gerst sekir um minniháttar brot eru dæmi um að þeir hafi verið færðir þangað. Sænskir fjölmiðlar hafa talsvert fjallað um vaxandi ofbeldi í geymslunum. Ein af ástæð- unum fyrir þróuninni er ört vaxandi hópur of- beldismanna frá lýðveldum fyrrverandi Sovét- ríkjanna og Mongólíu. Sumir eru aldir upp á munaðarleysingjaheimilum og komnir á mála hjá mafíunni. Algengt er að þessi hópur komi til Svíþjóðar í gegnum Finnland í þeim tilgangi að stunda brotastarfsemi.“ Umskipti á 10 árum Umskipti hafa orðið í afgreiðslu hælisum- sókna í Svíþjóð á síðustu árum. „Svíar sam- þykktu um 85% hælisumsókna og höfnuðu um 15% fyrir um 10 árum. Núna hafa hlutföllin snúist við. Stærsta skýringin er að lýðræði hef- ur verið komið á víða um heim,“ segir Axel og nefnir lönd eins og Serbíu, Svartfjallaland, Bosníu og Rússland. „Venjulega liggja afar sérstakar ástæður fyrir því að hælisleitendur fá hæli í Svíþjóð, t.a.m. að þeir tilheyri ofsóttum hópum í heimalandinu. Ég get nefnt dæmi um að blaðamanni frá Úkraínu var veitt hæli í Sví- þjóð í fyrra.“ Sú spurning vaknar á hvaða upplýsingum um ástandið í upprunalöndum hælisleitend- anna ákvörðun um hælisbeiðni sé byggð. „Við öflum okkur upplýsinga víða, t.d. hjá sænskum sendiráðum og Amnesty Internatio- nal. Stofnunin á stundum frumkvæðið að því að kanna ástandið í ákveðnum löndum. Við þurf- um að vera vakandi fyrir breytingum í lönd- unum, t.d. Írak. Flestum er óhætt að flytjast þangað þó ekki öllum. Vandinn er að flestir þeirra sem raunverulega þurfa á hæli að halda hafa ekki tök á því að flýja land af því að þeir eru of lasburða eða peningalausir. Ég er ekki að draga úr því að meirihluti hælisleitandanna hefur átt í erfiðleikum með að lifa mannsæm- andi lífi í heimalöndunum. Fólk er að leita að betra lífi í öðru landi. Hælisleitendakerfið er bara ekki byggt fyrir svoleiðis fólk.“ 1.600 manns bíða eftir svari Axel vekur athygli á því að hverjum hæl- isleitenda geti fylgt nokkrir fjölskyldumeðlim- ir. „Stærsta vandamálið í Málmey eru ekki endilega útlendingarnir sem hafa fengið hæli heldur ættingjarnir sem fá landvistarleyfi í kjölfarið á grundvelli laga um fjölskyldusam- einingu. Sem dæmi er hægt að nefna að karl- kyns hælisleitenda getur fylgt eiginkona og kannski 5 til 7 börn. Ég get nefnt sem dæmi að 46.000 föst landvistarleyfi voru gefin út í fyrra. Af þeim voru 12% hælisleitendur, 2% kvóta- flóttamenn og 51% ættingjar hælisleitenda. Núna bíða 1.600 hælisleitendur eftir ákvörð- un innflytjendayfirvalda um hæli. Ef 10–15% er veitt hæli þarf að margfalda þann fjölda með 2–3 til að fá út réttu niðurstöðuna. Þessi vax- andi fjöldi er vandamál fyrir samfélagið í borg- inni. Sístækkandi hópur borgarbúa er atvinnu- laus. Meðallaun eru mjög lág miðað við önnur svæði í Svíþjóð. Millistéttar Svíar með börn hafa tilhneigingu til að flytja út úr borginni vegna mikillar glæpatíðni, skólanna o.s.frv.“ Axel er spurður að því hvort innflytjendum fylgi aukin glæpatíðni. „Fólk dregur sig í hópa eftir stétt og stöðu. Innflytjendur skýra ekki allt þó að þeir skýri sumt. Málmey er gömul iðnaðarborg með stórri verkalýðsstétt. Sam- setningin er allt önnur í Lundi, þ.e. lítil verka- lýðsstétt, lítil hástétt og fjölmenn miðstétt. Hingað kemur fólk til að forðast verksmiðju- vinnuna í Smálöndunum. Ekki spillir að í Málmey er mikil gerjun í allri menningu. Rót- tæklingar eru að taka yfir verkamannahverf- ið,“ segir Axel og tekur fram að opinberar tölur segi til um að fólk tengt fyrstu eða annarri kyn- slóð innflytjenda sé 40% af borgarbúum. Yfir 50% af öllum framhaldsskólanemum séu af fyrstu og annarri kynslóð innflytjenda. Samfélög inni í samfélaginu Axel segir að mikil umræða fari fram meðal borgarbúa um hvort eðlilegt sé að innflytjend- ur yfirtaki einstaka borgarhluta í Málmey. „Sumir telja þróunina afar neikvæða. Aðrir eru á öndverðum meiði. Neikvæðu hliðarnar eru að þarna verður til sérstök menning óháð sænsku menningunni. Innflytjendur byggja upp sína eigin skóla, hagkerfi og áfram mætti telja. Hverfi innflytjenda verða samfélög inni í sam- félaginu. Sumir læra ekki tungumálið og tengj- ast aldrei hinu stóra samfélagi fyrir utan. Margir borgarbúar mótmæla og segja: „Við viljum ekki fleiri innflytjendur. Stoppið – við Ólöglegir innflytjendur Svíar veittu um 85% hælisleitenda hæli í landinu fyrir 10 árum. Nú hafa hlutföllin snúist algjörlega við. Anna G. Ólafsdóttir fór á fund hælishóps í Málmey, kynnti sér viðhorf innflytjendayfirvalda og skoðaði lokaða geymslu fyrir ólöglega innflytjendur í Suður- Svíþjóð. Um 1.600 hælisleitendur bíða eftir svari um hæli í Svíþjóð. Allt að 4 ár getur tekið að afgreiða hverja umsókn. Sænskir fjölmiðlar fullyrða að á bilinu 6.000 til 9.000 útlendingar búi í felum í Svíþjóð eftir að hafa verið neitað um hæli. Morgunblaðið/Anna G. Flóttamennirnir fá að fara út í rammgirtan garðinn við geymslurnar einu sinni á hverjum degi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.