Morgunblaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MARS 2004 41 nefnda blaðið á það að Zarqawi hafi haft bæki- stöðvar í þeim hluta Íraks, sem var á valdi Kúrda, og þar hafi Hussein haft lítið að segja. Hin blöðin fjögur hafi hins vegar gleypt við fullyrðingu Pow- ells. Þau hafi þó ekki verið tilbúin til að taka al- varlega þau gögn, sem vopnaeftirlitsmenn undir forustu Svíans Hans Blix, forustumann UNMO- VIC, sem er skammstöfunin fyrir vopnaeftirlit Sameinuðu þjóðanna, og Mohammeds ElBar- adeis, framkvæmdastjóra Alþjóðakjarnorku- málastofnunarinnar (IAEA), lögðu fram og gáfu tilefni til að draga fullyrðingar Bandaríkjastjórn- ar í efa. Lengst gekk Wall Street Journal. Þegar Saddam Hussein lýsti yfir því að Írakar ættu engin gereyðingarvopn skrifaði blaðið: „Ef þú trúir því er sennilegt að þú sért sænskur vopna- eftirlitsmaður.“ Haldlitlar upplýsingar Hans Blix, sem leiddi vopnaeftirlit Samein- uðu þjóðanna í Írak, sendi nýlega frá sér bók sem ber nafnið Afvopnun Íraks. Þegar Blix fór til Íraks eftir að Saddam Hussein hafði sam- þykkt að hleypa vopnaeftirlitsmönnum inn í land- ið hafði ekkert vopnaeftirlit farið fram þar frá árinu 1998. Blix gerði sér grein fyrir því að hann væri í mótsagnakenndri stöðu. Hernaðarupp- bygging Bandaríkjamanna væri án efa ástæðan fyrir því að sér hefði verið hleypt inn í landið, en hins vegar væri tíminn áður en Bandaríkjamenn myndu láta til skarar skríða sennilega svo naum- ur að ekki væri ráðrúm til að safna upplýsingum, sem gætu afstýrt stríði. Blix gat meira að segja ekki varist þeirri tilhugsun að starf eftirlitsmann- anna væri ætlað til uppfyllingar á meðan verið væri að ljúka hernaðaruppbyggingunni og óloknu verki þeirra yrði síðan teflt fram sem ástæðu fyr- ir því að grípa til vopna. Blix lagði áherslu á að eftirlitsmenn sínir væru undir stjórn Sameinuðu þjóðanna, meðal annars til þess að vestrænar leyniþjónustur gætu ekki misnotað upplýsingar, sem þeir öfluðu. Afleiðing þess var sú að hann fékk heldur ekki miklar upplýsingar í hendur frá vestrænum leyniþjónustum: „Ef haft er í huga hversu villandi megnið af þeim upplýsingum, sem við fengum, reyndist vera, var í raun af hinu góða að við skyldum ekki fá meira. Við komumst að því að ekki einn einasti staður, sem við fengum upp- lýsingar um frá leyniþjónustu, reyndist hafa ver- ið notaður til að geyma gereyðingarvopn.“ Bandaríkjastjórn hafði haldið því fram að Írak- ar væru við það að koma sér upp kjarnorkuvopn- um og sagði Bush að ekki væri hægt að bíða endalaust eftir endanlegri sönnun vegna þess að hún gæti birst „í formi kjarnorkuskýs“. ElBaradei sagði fyrir Sameinuðu þjóðunum 7. mars í fyrra að hann hefði engar vísbendingar fundið um að Írakar væru að koma sér upp kjarn- orkuvopnum. Í ræðu sinni dró hann meðal ann- ars í efa fullyrðingu Bush í stefnuræðu hans árið 2003 um að Írakar hefðu reynt að verða sér úti um úran frá Afríkuríkinu Níger. Sagði hann að þær fullyrðingar hefðu verið byggðar á fölsuðum skjölum. Colin Powell ákvað reyndar að sleppa hinu meinta úrani frá Níger úr ræðu sinni, en hann gerði engu að síður mikið úr kjarnorkuvánni og fullyrti að Saddam Hussein væri „staðráðinn í að verða sér úti um kjarnorkusprengju. Hann er svo starðráðinn að hann hefur á laun gert endurtekn- ar tilraunir til að verða sér úti um sérstakar ál- pípur í ellefu löndum, meira að segja eftir að vopnaeftirlit hófst að nýju“. Fréttin um álpípurnar birtist fyrst í New York Times og var slegið upp á forsíðu. Þar kom fram að nokkur þúsund álpípur, sem Írakar hefðu reynt að flytja inn, hefðu verið gerðar upptækar. Sérfræðingar hefðu komist að þeirri niðurstöðu að pípurnar mætti aðeins nota í einum tilgangi. Þær ætti að nota í skilvindur til að auðga úran, sem er lykilskref í þá átt að búa til kjarnorku- sprengju. Í skýrslu, sem ElBaradei sendi frá sér í byrjun janúar 2003, var fjallað um pípurnar og sagt að eftirlitsmenn hefðu komist að þeirri nið- urstöðu að þær ætti að nota í hefðbundnar sprengiflaugar eins og Saddam Hussein hefði haldið fram: „Þótt gerlegt sé að breyta slíkum pílum til að framleiða skilvindur eru þær ekki beinlínis hentugar til slíks,“ stóð í skýrslunni. Al- þjóðakjarnorkumálastofnunin var við eftirlits- störf í Írak í nokkrar vikur og fann engar vís- bendingar um að unnið væri að kjarnorkuáætlun í Írak. Írakar höfðu verið með slíka áætlun fyrir Persaflóastríðið 1991, en engin merki hefðu fund- ist um að þeir hefðu reynt að blása nýju lífi í áætl- unina. Flæði upplýs- inga stjórnað „Ef litið er til þess hvað stjórnin hafði lagt mikla áherslu á málið hefðu þetta átt að vera mikilvæg tíðindi,“ skrifar Michael Mass- ing í tímaritið The New York Review of Books. „En þau voru að mestu leyti virt að vettugi. New York Times hafði gert mikið úr upprunalegu fréttinni um álpípurnar, en nú var aðalgreinin um yfirlýsingu ElBaradeis grafin á síðu A10.“ Grein Massings birtist í febrúar. Þar gagnrýn- ir hann bandaríska fjölmiðla í aðdraganda Íraks- stríðsins og spyr hvar þeir hafi verið. Nú komi fram fréttir og greinar um að miklar efasemdir hafi verið meðal embættismanna, en þær hafi ekki komið fram í fjölmiðlum áður en stríðið hófst: „Í upphafi sumarsins 2002 var „leyniþjón- ustusamfélagið“ klofið af hörðum deilum um það hvernig embættismenn Bush notuðu upplýsingar um Írak,“ skrifar hann. „Margir blaðamenn vissu af þessu, en fáir kusu að skrifa um það.“ Massing spyr sig hvers vegna ekki hafi verið skrifað um þessi mál og ýmislegt fleira, sem benti til þess að draga mætti fullyrðingar stjórnvalda í efa: „Hluti skýringarinnar felst án vafa í því að stjórn Bush er mjög hæf í að stjórna fréttaflæðinu. „Þeir hafa meiri stjórn á flæði upplýsinga en nokkur önnur ríkisstjórn, sem ég hef fylgst með,“ sagði John Walcott, starfsmaður Knight Ridder [fréttaþjón- ustunnar]. „Þeir hafa gert mönnum mjög erfitt fyrir að stunda svona rannsóknir. Þessi stjórn [á flæði upplýsinga] gat tekið á sig jákvæðar myndir – vilhöllum blaðamönnum var launað með lekum, viðtölum og sæti í flugvélum – og neikvæðar myndir – blaðamenn, sem ekki tóku þátt í leikn- um, voru settir út í kuldann. Í borg þar sem allt snýst um aðgang vildu fáir eiga á hættu að missa hann.“ Hvað var fyrirbyggt? Paul O’Neil, sem gegndi embætti fjár- málaráðherra fyrstu tvö árin í stjórnartíð Bush, er helsti heimildarmaður Rons Suskinds í bók hans The Price of Loyalty. Þar lýsir fyrrver- andi forstjóri Alcoa stjórnarháttum í Hvíta hús- inu og segir að þar á bæ beri sannfæringin iðu- lega staðreyndirnar ofurliði. Um þessar mundir er Bandaríkjaþing að rann- saka öflun upplýsinga og meðferð þeirra fyrir innrásina í Írak. Nú þegar er hins vegar ljóst að draga hefði mátt í efa mikið af þeim upplýsingum, sem stjórn Bush lagði fram með þeim hætti að ætla mætti að þær væru óhrekjanlegar, um ger- eyðingarvopn í Írak og tengsl við al-Qaeda. Það hafi hins vegar ekki hentað að það kæmi fram vegna þess að það samræmdist ekki áætlununum um að steypa einræðisherranum í Írak því að þá var hætt við að almenningur spyrði sig hvað væri eiginlega verið að fyrirbyggja með hinu fyrir- byggjandi stríði. Morgunblaðið/ÁsdísLoksins sól í borginni. Nú þegar er hins vegar ljóst að draga hefði mátt í efa mik- ið af þeim upplýs- ingum, sem stjórn Bush lagði fram með þeim hætti að ætla mætti að þær væru óhrekjanleg- ar, um gereyðing- arvopn í Írak og tengsl við al-Qaeda. Það hafi hins vegar ekki hentað að það kæmi fram vegna þess að það sam- ræmdist ekki áætl- ununum um að steypa einræð- isherranum í Írak því að þá var hætt við að almenningur spyrði sig hvað væri eiginlega verið að fyrirbyggja með hinu fyrirbyggjandi stríði. Laugardagur 20. mars
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.