Morgunblaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 36
LISTIR 36 SUNNUDAGUR 21. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ HÁTÍÐARTÓNLEIKAR Kamm- ersveitar Reykjavíkur á afmælisári verða í Langholtskirkju í kvöld kl. 20. Á efnisskránni er eitt verk, Die Weise von Liebe und Tod des Cornets Christoph Rilke, fyrir altrödd og kammerhljómsveit eftir Frank Mart- in. Einsöngvari með Kammersveit- inni verður Rannveig Fríða Braga- dóttir og stjórnandi Gerrit Schuil. Verkið er samið við ljóð eftir Rain- er Maria Rilke, og hefur ekki heyrst á Íslandi áður. Hljómsveitarstjórinn, Gerrit Schuil, segir að Frank Martin sér mjög sérstakt tónskáld, og verkið ákaflega áhrifamikið. „Hann var frá Sviss og þekkti menningu Frakka og Þjóðverja mjög vel. Hann varð fyrir miklum áhrifum af tónfræðikenn- ingum Arnolds Schönbergs, og samdi verk eftir þeim. Það kom þó að því að hann sagðist ekki nenna lengur að semja raðtónlist – vildi hana burt, og fór að þróa sinn eigin tónsmíðastíl. Í honum heyrir maður alls konar hluti, bæði djass og fleiri hluti sem voru að gerjast á þessum tíma. Hann varð fyrir áhrifum af svo mörgu í kringum sig, og festist aldrei í ákveðnum teorí- um. Frjálst tónalitet einkennir tón- listina, miklir litir og sterk blæ- brigði.“ Gerrit segir að það hafi verið sér mikil opinberun að heyra Die Weise von Liebe und Tod des Cornets Christophs Rilke í fyrsta sinn. „Mér finnst það alltaf eins og dálítið sjokk að heyra verk eftir Martin í fyrsta sinn. Það var góð vinkona mín, söng- konan Jard van Nes, sem söng, og ég gleymdi algjörlega að fara baksviðs að þakka henni fyrir eftir tónleikana. Ég var bara allt í einu kominn út á götu, á gangi heim, eins og dáleiddur, áhrifin af tónlistinni voru svo sterk og mikil. Jard van Nes söng þetta svo inn á geisladisk um 1992, og lengi var það eini diskurinn sem til var með verkinu. Núna eru þeir fleiri.“ Gerrit segist hafa reynt mikið að verða sér úti um tækifæri til að flytja verkið með þeim hljómsveitum sem hann hefur stjórnað, og nefndi það við Rut Ingólfsdóttur listrænan stjórnanda Kammersveitarinnar í fyrra, að hann hefði áhuga á því. „Rut átti þá diskinn og þekkti verkið. Ég er viss um að hún hefur verið eina manneskjan á Íslandi sem þekkti það. Hún sagði: „Jú, ég þekki þetta verk, það er frábært, og við skulum reyna að finna tækifæri til að flytja það.“ Það tókst, og verkið verður nú frum- flutt á Íslandi. Enginn í hljómsveit- inni þekkti verkið, og það hefur því verið talsverð vinna að læra það.“ Vegferðin í stríðið Verkið er byggt á ljóði eftir Rilke, sem varð mjög vinsælt þegar það kom út. Textinn er bæði í bundnu og óbundnu máli. Rannveig Fríða segir að textinn sé eins og falleg og mjög myndræn brot. Við fylgjumst með ungum pilti á ferðalagi, og hann er orðinn þreyttur og saknar mömmu sinnar. Hann er á leið í stríðið að berj- ast við Tyrki, og þar ætlar hann að vera merkisberi og ríða fremst í flokki. Pilturinn lendir í ýmsu á leið- inni og hittir fólk, sem hefur mikil áhrif á vegferð hans. Ferðalokin verða á annan veg en hann ætlaði sér, og mjög dramatísk. „Þetta er mjög epískt,“ segir Rannveig Fríða. „Það eru ekki djúpar og óhamdar tilfinn- ingar í verkinu, þetta eru frekar brotakenndar myndir. “ Gerrit segir að í lokin sé spurningin um hetjudauða sú sem heitast brenn- ur. „Eru hermenn hetjur? það er spurningin. Þessi maður veit ekki einu sinni sjálfur hvers vegna hann deyr.“ Fyrir unnusta á leið í stríð Rannveig Fríða segir að ljóð Rilkes hafi orðið vinsæl tækifærisgjöf stúlkna til unnusta sinna bæði fyrir fyrri og seinni heimsstyrjaldirnar. „Þá settu þær rósablað inn í bókina (eins og gert er í einu ljóðinu), og skrifuðu eitthvað fallegt, og þeir tóku með sér í stríðið. Rilke sá þetta ekk- ert fyrir, því hann orti ljóðið um miðj- an fyrsta áratug aldarinnar. Hann orti ljóðið því alls ekki í þeim tilgangi að andmæla þessum stríðum.“ Gerrit segir að það hafi heldur ekki verið hugmynd tónskáldsins, Franks Mart- ins, þegar hann samdi tónlistina við ljóðið, árin 1942–3. „Hann sagði sjálf- ur að það hefði ekki verið hugmynd sín að semja verkið gegn stríði. Þetta er einfaldlega spurningin um það hvers vegna maðurinn hagar sér eins og hann gerir, og hvers vegna við get- um orðið jafn brjáluð og við verðum. Hvers vegna sprengja menn upp Tví- buraturna og deyða fjölda manns? Þessar spurningar eiga við jafnt í dag og þá.“ Gerrit segir að það sé engin ofurviðkvæmni í tónlistinni þótt sag- an sé nokkuð dramatísk og átakamik- il. „Tónlistin er hvorki væmin né of- urdramatísk. Frank Martin fór aldrei yfir strikið í þessum efnum. Hljóm- sveitarstíllinn hans er mjög litríkur, líkt og hjá Ravel, stundum er tónlistin einföld – ein rödd með einni hörpu og örfáir djúpir strengir, en svo á öðrum stöðum eru mikil átök, og mikið um að vera, þar sem fiðlunum er jafnvel skipt niður í fleiri raddir. Þetta er erf- itt fyrir hljómsveitina, og ennþá erf- iðara fyrir söngkonuna. Verkið er rúmur klukkutími, og hún er syngj- andi allan tímann. Hún er að túlka all- ar þær ólíku manneskjur sem koma fram í ljóðinu, þetta er mikil epík, og söngvarinn er einn um það allt.“ Þau Rannveig Fríða og Gerrit hafa hvort um sig unnið í marga mánuði að því að æfa og undirbúa verkið til flutnings. „Þegar ég sá nóturnar var ég alveg á báðum áttum hvort ég ætti að gera þetta, því þetta var alveg rosalegt,“ segir Rannveig Fríða. „Ef Gerrit hefði ekki talið í mig kjarkinn, hefði ég sagt nei. En verkið er stór- kostlegt, og það verður gaman að fá að flytja það hér í fyrsta sinn.“ Epík um mannlega breytni Morgunblaðið/Jim Smart Rannveig Fríða og Gerrit Schuil skoða nótur Franks Martins á æfingu með Kammersveit Reykjavíkur. RÚSSNESKI myndhöggvarinn Vladimír Súrovtsév verður gestur MÍR í félagsheimilinu Vatnsstíg 10 nk. kl. 14 á sunnudag. Hann flytur erindi um rússneska nútímalist og ræðir um störf sín og starfsferil á myndlistarsviðinu. Vladimír Súrovtsév er í hópi kunn- ustu myndlistarmanna Rússlands og nýtur þar mikils álits sem sérfræð- ingur og fagmaður á sínu sviði. Hann kemur til Íslands til að kynna sér að- stæður og hefja undirbúning að því að reistur verði hér á landi minnis- varði um þá sovésku hermenn og sjó- menn sem biðu bana á Norður-Atl- antshafi í síðari heimsstyrjöldinni. Ráðgert er að minnisvarðinn verði í Fossvogskirkjugarði. Ræðir rússneska nútímalist SMS tónar og tákn SÍÐUSTU tónleikar í afmælistón- leikaröð Kórs Langholtskirkju „Blómin úr garðinum“ verða kl. 16 í dag, sunnudag. Harpa Harð- ardóttir og Kristinn Örn Krist- insson flytja verk eftir Gershwin. Í nokkrum laganna dansar Að- alheiður Halldórsdóttir, en hún er dóttir Hörpu. Harpa Harðardóttir stundaði nám við Söngskólann í Reykjavík og lauk þaðan söngkennaraprófi árið 1994. Hún söng með Kór Langholtskirkju frá sextán ára aldri. Hún hefur komið fram sem einsöngvari við ýmis tækifæri, meðal annars tekið þátt í tónlist- arkynningum í grunnskólum í verkefninu „Tónlist fyrir alla“. Hún hefur einnig sungið með Kór Íslensku óperunnar. Jafnframt námi sínu við Söngskólann hefur hún sótt fjölda námskeiða, meðal annars hjá próf. Helene Karusso, Evgeniu Ratti, Antony Hose og Ell- en Lang. Hún stundaði í tvö ár framhaldsnám hjá prófessor And- rei Oslowits í Kaupmannahöfn. Hún starfar nú sem söngkennari við Söngskólann í Reykjavík og Kórskóla Langholtskirkju og stjórnar barnakórnum Graduale Futuri. Aðalheiður Halldórsdóttir stund- ar nám í kóreógrafíu í Hollandi en er hér heima í starfsnámi og dans- ar í Chicago og einnig í sýningu Ís- lenska dansflokksins. Morgunblaðið/Ásdís Harpa Harðardóttir og Kristinn Örn Kristinsson eru síðustu flytjendur í afmælistónleikaröð Langholtskirkju. Afmælis- tónleikaröð dönsuð út Til leigu e›a sölu í mi›bæ Akureyrar Til langtímaleigu e›a sölu er fullbúin 70 fm. n‡innréttu› og falleg orlofsíbú› vi› Kaupvangsstræti í mi›bæ Akureyrar. Í íbú›inni eru tvö svefnherbergi, me› kojum í ö›ru herberginu og tvíbrei›u rúmi í hinu. Aukarúm geta veri› í bá›um herbergjum flannig a› í íbú›inni eru svefpláss fyrir sex manns. Ba›herbergi er rúmgott og búi› sturtu. Í eldhúsi eru öll helstu eldunartæki, matar og kaffistell og í bor›krók er sex manna bor› og stólar. Gengi› er út á austursvalir en skemmtilegt sjónarhorn er úr íbú›inni út á Poll. Í stofu er hornsófi og stofusamstæ›a. Sé áhugi á kaupum getur allur húsbúna›ur fylgt. Hagstæ› lán geta fylgt. Íbú›in er laus til langtímaleigu e›a sölu nú flegar. Uppl‡singar veitir Stefán í síma 861 1336 Vilhelm Jónsson, sími 461 2010, Gsm 891 8363 hollak@simnet.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.