Morgunblaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 63
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MARS 2004 63 Okkur hefur verið falið að leita fyrir leigufélag, að fjórum íbúðir sem leigðar verða til félagsmanna. Íbúðirnar mega vera hvar sem er á Höfuðborgasvæðinu. Staðgreiðsla í boði. Rúmur afhendingatími. Frekari upplýsingar er hjá sölufulltrúum XHÚSS. Bergur Þorkelsson - sími 860 9906 Valdimar Jóhannesson - sími 897 2514 Valdimar Tryggvason - sími 897 9929 ÁTT ÞÚ 4RA EÐA 3JA HERBERGJA ÍBÚÐ Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU WWW.NORDUR.IS FYLGIST ME‹ PÁSKA- DAGSKRÁNNI FYRIR NOR‹AN LEIKS†NINGAR SKÍ‹I VÉLSLE‹AKEPPNI BRETTI DANSLEIKIR PÁSKAFRÍI‹ FYRIR NOR‹AN TÓNLEIKAR ...OG MARGT FLEIRA! FLUGELDAS†NING A T H Y G L I AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Málstofa um menntun barna og fjölmenningarlíf innflytjenda Í til- efni af alþjóðlegum baráttudegi gegn kynþáttafordómum 21. mars efnir Al- þjóðahús til málstofu í samvinnu við Toshiki Toma, prest innflytjenda, á morgun, mánudaginn 22. mars, kl. 20.30, í Litlu-Brekku, veitingahúsinu Lækjarbrekku við Bankastræti. Yf- irskrift málstofunnar er: Hvar á ég heima? – menntun barna og fjöl- menningarlíf innflytjenda. Á málstofunni verður fjallað um við- horf innflytjenda til ýmissa sam- félagsþátta eins og menntunar barna, tvítyngi og þess hvernig ber að við- halda menningu heimalands. Frummælendur verða: Amal Tamimi sem á sæti í stjórn Samtaka kvenna af erlendum uppruna, Berta Faber, verkefnisstjóri Félags tvítyngdra barna, Nina Hateh sem er unglingur af erlendum uppruna og Sölvi Sveins- son, skólameistari Fjölbrautaskólans við Ármúla. Að loknum framsöguer- indum verða pallborðsumræður og fyrirspurnum fundarmanna svarað. Fundarstjóri er Sigríður Margrét Guðmundsdóttir fréttamaður. Alnæmisbörn Stofnfundur áhuga- fólks um bættan hag barna sem eiga undir högg að sækja vegna alnæmis verður á morgun, mánudaginn 22. mars, kl. 17.15 í Efstaleiti 9, Reykja- vík. Stofnaður verður sjóður til verkefna tengdra markmiðum félagsins. Fé- lagið stefnir að því að skapa vettvang fyrir umræður um málefni þessara barna og vekja athygli Íslendinga á þeim. Hægt er að ganga í félagið á stofnfundi þess eða síðar með því að hafa samband við Erlu Halldórs- dóttur, netfang: goge@simnet.is. Félagsfundur Kristilegs félags heilbrigðisstétta verður haldinn á morgun, mánudaginn 22. mars, kl. 20 á Háaleitisbraut 58–60. Guðrún Dóra Guðmannsdóttir, hjúkrunarfræð- ingur á LSH, kynnir rannsókn sína til meistaraprófs í hjúkrunarfræði árið 2001; „Þjáning í þögn“ –Skyggnst inn í reynsluheim aldraðra með verki. Magnús Björnsson flytur hugvekju. Á MORGUN Ráðstefna um eldgos og gróður Landgræðsla ríkisins stendur fyrir ráðstefnu miðvikudaginn 24. mars kl. 10 í Hvoli á Hvolsvelli um áhrif eld- gosa og jökulhlaupa á gróður og land- gæði. Fjallað verður um eldgos á sögulegum tíma og dreifingu gjósku um landið, gos undir jökli, hlaup af völdum þeirra og hvers konar ham- förum megi búast við í kjölfar gosa, t.d. í Kötlu eða Eyjafjallajökli. Megin- viðfangsefni ráðstefnunnar verður greining á áhrifum eldgosa á gróður og jarðveg. Fjallað verður um leiðir til að auka þol gróðurs gagnvart gjósku, uppgræðslu lands og endurreisn skemmdra vistkerfa eftir gos. Hádeg- isverður og kaffiveitingar verða í boði Landgræðslunnar. Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra setur ráðstefnuna. Erindi halda m.a.: Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri, Magnús Tumi Guðmundsson Raunvísindastofnun HÍ, Guðrún Lar- sen Raunvísindastofnun HÍ, Frey- steinn Sigurðsson Orkustofnun o.fl. Námskeið um framkomu í fjöl- miðlum verður haldið hjá Endur- menntun Háskóla Íslands miðviku- daginn 24. mars kl. 16.05–20.05 og fimmtudaginn 25. mars kl. 13–19. Það er ætlað þeim sem þurfa að koma fram í fjölmiðlum fyrir hönd fyrirtæk- is, hagsmunasamtaka eða á eigin veg- um og vilja koma málum sínum frá sér af fagmennsku og öryggi. Fjallað er um fréttir og fréttamat og veitt innsýn í starfshætti fjölmiðla. Leiðbeint um undirbúning fyrir viðtöl í fjölmiðlum; útvarpi, sjónvarpi og prentmiðlum. Þá gefst þátttakendum færi á að sjá sjálfa sig í upptöku og fá ábendingar í að koma fram fyrir framan linsu upptökuvélanna. Kennari á námskeiðinu er Sigrún Stefánsdóttir, forstöðumaður upplýs- ingaskrifstofu Norðurlandaráðs og norrænu ráðherranefndarinnar. Frekari upplýsingar má finna á vef Endurmenntunar, www.endurmennt- un.is. Á NÆSTUNNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.