Morgunblaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 51
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MARS 2004 51 ✝ Guðmundur Þor-valdsson, bóndi á Laugarbökkum, fæddist á Þrasastöð- um, Stíflu, í Fljótum í Skagafirði 27. des- ember 1921. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi 12. mars síðastliðinn. Guðmundur ólst upp hjá foreldrum sínum, þeim Þorvaldi Guð- mundssyni bónda, f. 10. maí 1899, d. 21. júlí 1989, og Krist- jönu Magnúsdóttur húsmóður, f. 26. sept. 1899, d. 27. maí 1989, þau bjuggu á Deplum í Stíflu og á Siglufirði. Systkini Guð- mundar eru Magnús, f. 24. apríl 1924, Guðný, f. 24. jan. 1929, Anna 20. mars 1942, og á hún tvær dæt- ur. Guðmundur og Gunnhildur eign- uðust sex börn, þau eru: 1) Krist- jana, f. 22. ágúst 1950, gift Tryggva Bjarnasyni, þau eiga fjögur börn og fimm barnabörn, 2) Davíð, f. 24. október 1951, í sambúð með Bryn- dísi Arnardóttur, saman eiga þau sjö börn og fimm barnabörn, 3) Þorvaldur, f. 5. apríl 1954, í sambúð með Friðriku Jóhönnu Sigurgeirs- dóttur, hann á einn son og eitt barnabarn, 4) Hrafnhildur, f. 4. október 1965, gift Kristjáni Karli Péturssyni, þau eiga fjögur börn. Tvö börn Guðmundar og Gunnhild- ar dóu í æsku. Guðmundur var við nám í Bændaskólanum á Hólum í Hjalta- dal og í Íþróttaskólanum í Hauka- dal. Hann starfaði í lögreglunni í Reykjavík í 16 ár en keypti þá ásamt konu sinni jörðina Laugar- bakka í Ölfusi vorið 1961 og hefur búið þar síðan. Útför Guðmundar fór fram í kyrrþey, að ósk hins látna. Snjólaug, f. 17. mars 1939, d. 5. nóv. 1967, og Hörður, f. 12. nóv. 1942. Guðmundur kvænt- ist 6. júní 1959 Gunn- hildi Davíðsdóttur, f. 6. mars 1922, d. 9. sept. 1995. Foreldrar henn- ar voru Davíð Egg- ertsson, bóndi á Möðruvöllum í Hörg- árdal, f. 17.11. 1882, d. 1953, og kona hans Sigríður V. Sigurðar- dóttir, f. á Ytra-Kross- nesi í Eyjafirði, f. 2.10. 1887, d. 1945. Gunnhildur átti tvær dætur frá fyrra hjónabandi, þær Rósu Magnúsdóttur, f. 12. nóv. 1940, d. 8. jan. 1983, hún átti fjóra syni, og Sigríði Magnúsdóttur, f. Einn minn besti vinur og frændi er genginn á fund feðra sinna. Okkar ganga saman er orðin löng. Það var á jólatrésskemmtun fyrir hartnær 80 árum sem fundum okkar bar fyrst saman, hann þá um fjögura ára og ég sex ára, Þorvaldur faðir hans leiddi hann til mín, þar sem ég sat, og sagði við hann: „Hér er fændi þinn, sittu hjá honum.“ Allar götur síðan hefur verið kært milli okkar og margt verið brallað í gegnum tíðina. Hann ólst upp í foreldrahúsum á Deplum í Stíflu norður. Í fyllingu tímans fór hann í skóla á Hólum í Hjaltadal og síðan á Íþróttaskólann í Haukadal. Að skólagöngu lokinni hélt hann til Reykjavíkur þar sem hann gegndi löggæslu í Lögreglu Reykjavíkur um 16 ára skeið, en árið 1961 söðlar hann um og kaupir ásamt eiginkonu sinni, Gunnhildi Davíðs- dóttur, jörðina Laugarbakka í Ölfusi og flytja þau hjón með börn og bú austur að bökkum Ölfusár. Hann ólst upp við landið og landið hefur síðan verið hans brauðstrit. Hann var ósérhlífinn og óvæginn á sjálfan sig og sleit sér út langt um aldur fram þrátt fyrir að vera vel byggður og hraustmenni að eðlisfari. Sagt var um langafa Guðmundar að hann hefði verið nokkuð fastheldinn á forna siði og kerfisbundinn í störfum. Þótt tímarnir breytist og mennirnir með, þá fellur eplið sjaldan langt frá eikinni. Vafasamt þykir mér að hann eigi marga sína líka í stundvísi, en ár- ið um kring skeikaði ekki mörgum mínútum að morgni eða á kvöldi, sem hann sinnti fjórfætlingunum sínum, enda þökkuðu gripirnir atlætið og skiluðu afurðinni með viðurkenning- arstimplum til búsins til margra ára. Allt átti sinn tíma í hans vitund, bú- skapurinn, vélarnar sem og annað, og var sómi að sjá hvernig gengið var um og frá hlutum eftir notkun. Það sannaðist á Guðmundi hið forn- kveðna að „bóndi er bústólpi og bú er landstólpi“. Guðmundur frændi minn var reglumaður á öllum sviðum og ætl- aðist hann til hins sama af öðrum. Hann var gætinn, athugull og farsæll í öllu sínu lífi og bar ríka ábyrgð fyrir sínu heimili. Hann var í orðsins fyllstu merkingu barn náttúrunnar, heill í andanum og hreinskiptinn. Hann var góðlátlega kíminn og spaugsamur og oft var skemmtilegur stríðnisglampi í augum en enginn var traustari vinur en hann. Guðmundur var ekki víðförull maður, hann þurfti ekki að fara út fyrir túnfótinn til að fylgjast með heimsfréttum og þjóð- málum. En núna er ferðin langa sem við eigum ekki afturkvæmt úr hafin. Ég og Bryndís eiginkona mín vott- um börnum hans, tengdabörnum og barnabörnum ásamt öllum öðrum ættingjum og vinum samúð. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði.) Vertu sæll vinur og þakka þér fyrir samfylgdina. Ég veit að þú munt standa í hlaðvarpanum þegar minn tími kemur til að fagna mér. Þangað til far heill. Guðmundur Jóhannsson (Mundi í Tungu). GUÐMUNDUR ÞORVALDSSON AFMÆLIS- og minningar- greinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disk- lingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Ekki er tekið við hand- skrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfi- legri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmark- ast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Frágangur afmælis- og minning- argreina Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar systur okkar og frænku, BJARGAR SIGURJÓNSDÓTTUR, Bólstaðarhlíð 41, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Guðbjörg S. Sigurjónsdóttir, Þóra Sigurjónsdóttir, Guðríður Halldórsdóttir, Emil Th. Guðjónsson, Ágúst Halldórsson, Hólmfríður Arnar, Björg Halldórsdóttir, Guðsteinn Ingimarsson og frændfólk. Innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vináttu við fráfall og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, sonar og bróður, JÓHANNS G. SIGURÐSSONAR, Huldugili 74, Akureyri. Jóhanna Hartmannsdóttir, Díana Jóhannsdóttir, Sigurður Jóhannsson, Svanborg Jóhannsdóttir, Svava Valdimarsdóttir, Tryggvi Rúnar Jónsson, Lovísa Rúna Sigurðardóttir, Valdimar Sigurðsson, Bjarki Sigurðsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HALLDÓRU ÓLAFSDÓTTUR. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á V2-B á hjúkr- unarheimilinu Grund, Reykjavík. Magna Baldursdóttir, Sigurður Guðlaugsson, Ragnheiður Baldursdóttir, Þórir Gunnarsson, Rafn Baldursson, Unnur Einarsdóttir, Örn Baldursson, Kristín Gísladóttir, Ingibjörg Baldursdóttir, Tryggvi Axelsson, ömmubörn og langömmubörn. Við þökkum innilega öllum þeim, sem hafa sýnt okkur hlýhug og samúð vegna fráfalls elsku dóttur okkar, systur og barnabarns, SUNNU ÞÓRSDÓTTUR, Melhaga 16. Fyrir hönd allra aðstandenda, Þór Sigurjónsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Hrund Þórsdóttir, Freyr Þórsson, Gunnar Hans Pálsson, Sesselja G. Kristinsdóttir, Sif Aðils, Sigurjón Jónsson, Þórunn Jónsdóttir. Faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR ÞORVALDSSON fyrrv. bóndi Laugarbökkum, Ölfusi, andaðist á Sjúkrahúsi Suðurlands föstudaginn 12. mars. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Starfsfólki sjúkrahússins er þökkuð frábær umönnum. Þökkum sýnda samúð. Kristjana Guðmundsdóttir, Tryggvi Bjarnason, Davíð Guðmundsson, Bryndís Arnardóttir, Þorvaldur Guðmundsson, Jóhanna Sigurgeirsdóttir, Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Kristján K. Pétursson, Sigríður Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar ELLENAR MARIE STEINDÓRS, Herjólfsgötu 24, Hafnarfirði. Óskar Steindórs, Freyja Helgadóttir og dætur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför HALLDÓRS HELGASONAR bókbindara. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheim- ilisins Eirar fyrir góða umönnun. Ingveldur Sigurðardóttir, Inga Sigríður Halldórsdóttir, Ólafur Helgi Halldórsson, Stefán Jökull Eiríksson, Stefán Brandur Jónsson, tengdabörn og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR THEODÓRU ÁRNADÓTTUR. Sérstakar þakkir færum við öllu starfsfólki og heimilisfólki á Skógarbæ fyrir elskulega um- önnun, vináttu og hlýhug. Guð blessi ykkur ríkulega. Jónína Eggertsdóttir, Margrét Eggertsdóttir, Árni Sæmundur Eggertsson, Sigurveig Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.