Morgunblaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 54
SKOÐUN 54 SUNNUDAGUR 21. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Í MORGUNBLAÐINU 6. mars sl. ritar Birkir J. Jónsson alþing- ismaður grein um áhrif rjúpna- veiðibannsins. Í grein alþing- ismannsins kemur m.a. fram með réttu að gríðarleg óánægja er með þessa ákvörðun ráðherrans um að banna veiðar á rjúpu í 3 ár. Þá hef- ur þetta veiðibann verið gagnrýnt af fuglafræðingum og öðrum nátt- úruvísindamönnum. Náttúrufræðistofnun Umhverfisráðherra byggir ákvörð- un sína á ráðgjöf frá Nátt- úrufræðistofnun. Ráðherrann fer hins vegar ekki eftir ráðgjöf Um- hverfisstofnunar, sem þó var sátt um á meðal veiðimanna, enda til- lögur Veiðistjórnunarsviðs Um- hverfisstofnunar svipaðar og til- lögur Skotveiðifélags Íslands. Það er erfitt fyrir okkur, leikmenn, að fella dóm yfir rjúpnarannsóknum Náttúrufræðistofnunar. Líklegast eru þær aðferðafræðilega vel og samviskusamlega unnar. Skot- veiðimenn, fuglafræðingar og ýms- ir aðrir; nefna mætti fiskifræðinga, telja að ekkert komi fram í nið- urstöðum rjúpnarannsókna Nátt- úrufræðistofnunar sem réttlæti svo róttækar aðgerðir að alfriða rjúp- una í 3 ár. Raunar lagði Nátt- úrufræðistofnun til að rjúpan yrði friðuð í 5 ár. Ekkert bendir til þess að íslenski rjúpnastofninn sé í meiri lægð núna en venjulega þeg- ar stofninn er í lágmarki. Ekki verður séð að íslenski fálkastofn- inn sé í verra ásigkomulagi en ger- ist og gengur þegar rjúpnastofninn er í lágmarki. Þá hefur það verið gagnrýnt að samkvæmt Náttúrufræðistofnun sé einn höfuðtilgangur rjúpna- veiðibannsins að vöxtur í stofn- inum verði um 50% á ári, eða svip- aður og á fyrstu árum 19. aldar. Skotveiðifélag Íslands telur að þessi hugmynd Náttúrufræðistofn- unar sé hreint með ólíkindum og raunar fáránleg. Ýmislegt bendir til þess að ís- lenski rjúpnastofninn hafi verið óeðlilega sterkur á fyrstu áratug- um 19. aldarinnar. Má vera að ástæðan hafi verið veðurfarslegs eðlis en heimildir eru til um að rjúpnastofnarnir í Skotlandi og Noregi hafi verið gríðarlega sterk- ir á þessum tíma. Þá var það fátt sem hélt rjúpnastofninum í skefj- um. Eitrað var fyrir ref í töluverð- um mæli. Það hafði m.a. það í för með sér að stofnar ýmissa fugla, nefna mætti örn og jafnvel fálka og ýmsa aðra ránfugla, bókstaflega hrundu niður. Og frá því um 1920 hafa verið lagðir vegir, síma- og rafmagnslínur um landið þvert og endilangt. Þá er rétt að benda á að þegar villiminkurinn var fluttur hingað til lands slapp hann fljótlega út í nátt- úruna og hefur haft gríðarleg áhrif á íslenskt náttúrufar. Þessar fram- kvæmdir okkar mannanna hafa haft örlagaríkari áhrif á íslenska rjúpnastofninn en nokkurn tíma skotveiðar landsmanna. Ein er upp til fjalla Segja má að í hugum íslenskra skotveiðimanna og ýmissa annarra sé Náttúrufræðistofnun ein upp til fjalla. Rök Náttúrufræðistofnunar fyrir 5 ára veiðibanni á rjúpu eru ein- faldlega ekki trúverðug. Það hlýtur því að vera skýlaus krafa íslenskra skotveiðimanna að umhverf- isráðherra stöðvi fjárveitingar til Náttúrufræðistofnunar úr veiði- kortasjóði þar til að áætlanir stofn- unarinnar til rjúpnarannsókna hafa verið endurskoðaðar af til Rjúpnarannsóknir og veiðikortakerfið Eftir Friðrik Friðriksson ’Það er því ljóst aðábyrgð Náttúrufræði- stofnunar er mikil í þessu máli og ekki verður hægt að halda áfram á sömu braut og verið hefur.‘ Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Jón Hólm Stefánsson, sími 896 4761. Ef þú þarft að selja eða kaupa bújörð hvar á landi sem er hafðu þá endilega samband við okkar mann, Jón Hólm bónda, sem aðstoðar þig með bros á vör. Bújarðir Jóhannes Ásgeirsson hdl., lögg. fasteignasali F A S T E I G N A S A L A SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F/OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK SÍMI 533 1616 FAX 533 1617 BARÐASTAÐIR 15 OPIÐ HUS FRÁ KL. 14-17 Í DAG Glæsileg 3ja herb. ca 92 fm íbúð á efstu hæð ásamt ca 28 fm bílskúr. Mikið útsýni og golfvöllur í göngu- færi. Íbúðin skiptist í flísalagða forstofu með miklu skápaplássi (kirsuber), hol, stofu og borðstofu, eldhús með sérsmíðaðri innrétt- ingu. Tvö svefnherbergi. Þvottahús er inn af baðherbergi. Laus í maí. V. 15,4 m. 3975 OPIÐ Á LUNDI LAU. OG SUN. FRÁ KL. 12-14 Opið mán.-fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9-17 Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Falleg 86 fm endaíbúð ásamt bílskúr sem er 25 fm. Íbúðin er á 3ju hæð, mikið endurnýjuð og skiptist í tvær samliggjandi stofur og tvö herbergi, stórt eldhús o.fl. Tengi fyrir þvottavél í íbúðinni. Gott útsýni. Bílskúrinn er fullbúinn með öllum lögnum og geymslulofti. Húsið er klætt að utan. Verð kr. 14,9 millj. Góð áhvílandi lán 8,1 millj. Bjalla 3 t.v. SKIPTU VIÐ FAGMENN – ÞAÐ BORGAR SIG! ÁSBRAUT 21 - KÓPAVOGI Opið hús í dag milli kl. 14 og 17 Skólavörðust íg 13 Sími 510 3800 Fax 510 3801 www.husav ik.net Reynir Björnsson lögg. fasteignasali Opið hús Mjög falleg 58,7 fm 2ja herb. íbúð á 4. hæð (efstu) í góðu fjölbýli. Íbúðin skiptist þannig: Anddyri með parketi á gólfi, svefnherbergi með góðum fataskáp og parketi á gólfi, baðherbergi með sturtuklefa, ljósar flísar á gólfi og veggjum, fallegt eldhús með nýlegri innréttingu. Stofan er rúmgóð og björt (stórir gluggar), parketlögð, með útgang á góðar suðursvalir. Fallegt útsýni. Áhv. 4,7 millj. Verð 10,5 millj. Opið hús í dag á milli kl. 14 - 16 (bjalla merkt Dagrún) Fellsmúli 11 - efsta hæð, mið husavík – þar sem gott orðspor skiptir máli Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. 300 fm skrifstofur á 5. hæð. Einstakt tækifæri. Glæsilegar fullbúnar skrifstofur við Reykjavíkurhöfn. Frábært útsýni. Allt nýtt. Nýtt parket, eldhús, gardínur, tölvulagnir o.fl. Lausar strax. Eignin er í eigu Landsafls sem er sérhæft fasteignafélag. Mögulegt er að leigja út í smærri einingu. Uppl. veitir Magnús Gunnarsson, s. 588 4477 eða 822 8242. Tryggvagata - 101 Rvík TIL LEIGU Til leigu í Síðumúla Sími 511 2900 Áhugasamir hafi samband við sölumenn Leigulistans. Snyrtilegt rúmlega 200 m² verslunar- og þjónustuhúsnæði á jarðhæð við Síðumúla til leigu og afhendingar strax. Bílastæði beint við innganginn. Húsnæðið hefur nýlega verið tekið í gegn og er með dúk á gólfum og niðurteknum loftum með innfelldri lýsingu. Lagnastokkar með tölvulögnum. Mjög snyrtilegt hús- næði sem getur hentað undir hvers kyns verslun eða þjónustu, eins og t.d. tryggingarfélag, ferðaskrifstofu o.fl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.