Morgunblaðið - 21.03.2004, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 21.03.2004, Qupperneq 14
14 SUNNUDAGUR 21. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Y firburðasigur Vladímírs Pút- íns í forsetakosningunum í Rússlandi um síðustu helgi kom engum á óvart, enda voru úrslitin í samræmi við skoðanakannanir og niður- stöður þingkosninganna í des- ember. En hið mikla fylgi for- setans vekur hins vegar ýmsar spurningar. Pútín hefur sannarlega náð ágætum árangri á ýmsum sviðum á þeim rúmu fjórum árum sem hann hefur gegnt forsetaembættinu, en á hinn bóginn hefur hann gripið til ýmissa umdeildra ráðstafana sem mörgum þykja jaðra við einræð- istilburði og engum dylst að mikið verk er enn óunnið við umbætur á stjórnsýslunni og efna- hagskerfinu. Það má segja að Pútín hafi hlotið „rússneska kosningu“ um liðna helgi, með rúmlega 71% at- kvæða. Sá sem næstur kom, frambjóðandi kommúnista, hlaut aðeins tæplega 14% og eng- inn hinna frambjóðendanna fjögurra náði 5% fylgi. Aðeins einn þeirra taldist til frjálslyndra umbótasinna. Máttvana stjórnarandstaða Ein skýringin á þessari yfirburðastöðu for- setans er sú að stjórnarandstaðan í Rússlandi er sundruð og veik. Máttleysi stjórnarandstöðu- flokkanna kom berlega í ljós í þingkosningunum í desember, en þá hlaut helsti stuðningsflokkur Pútíns, Sameinað Rússland, rúmlega 37% at- kvæða og náði um helmingi þingsæta. Tveir þjóðernissinnaðir flokkar sem hliðhollir eru for- setanum hlutu einnig gott gengi, en fylgi komm- únista minnkaði hins vegar um nær helming og flokkar frjálslyndra umbótasinna guldu afhroð. Enginn þeirra náði 5% markinu, sem þarf til þess að hljóta þingsæti í landskjörinu. Með þessa stöðu í þinginu ætti Pútín vænt- anlega hægt um vik að ná fram þeim breyt- ingum á stjórnarskránni sem þyrfti að gera til að hann gæti gefið kost á sér þriðja kjörtímabil- ið í röð, eins og ýmsir telja að hann æski. En eft- ir þingkosningarnar hét hann því þó að stjórn- arskrárbreytingar væru ekki á döfinni. Fjölmiðlar vilhallir forsetanum Önnur skýring á úrslitunum felst í því að rík- isfjölmiðlarnir drógu augljóslega taum Pútíns og veittu hinum frambjóðendunum litla umfjöll- un í aðdraganda kosninganna. Stærstu sjón- varpsstöðvarnar fjölluðu til dæmis óvenju mikið um embættisverk og ferðir forsetans síðustu vikurnar fyrir kosningar og sýndu hann iðulega í jákvæðu ljósi, en gáfu öðrum frambjóðendum lítinn kost á að kynna sig og stefnumál sín. Ör- yggis- og samvinnustofnun Evrópu hafði eftirlit með framkvæmd kosninganna. Eins og fram kom í fréttum í vikunni gerðu fulltrúar hennar athugasemdir við það hve fjölmiðlar hefðu verið vilhallir Pútín og töldu kosningarnar af þeim sökum ekki hafa staðist lýðræðislegar kröfur. Þá gagnrýndi Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hlutdrægni í fréttaflutningi og lýsti áhyggjum af því að lýðræðið í Rússlandi væri í hættu. Svipuð gagnrýni kom fram vegna umfjöllunar fjölmiðla fyrir þingkosningarnar í desember. Hlutdrægni ríkisfjölmiðlanna vegur þungt í ljósi þess að staða óháðra fjölmiðla í Rússlandi er afar veik. Þegar Pútín tók við forsetaembætt- inu af Borís Jeltsín í lok árs 1999 voru starfandi sex sjálfstæðar sjónvarpsstöðvar með útsend- ingar á landsvísu, sem beindu gjarnan harðri gagnrýni að forsetanum, meðal annars fyrir stríðsreksturinn í Tsjetsjníu, en nú hefur þeim öllum ýmist verið lokað eða þær komnar undir áhrif ríkisins. Hin opinbera skýring á lokunum stöðvanna var sú að þær hefðu ekki staðið skil á opinberum gjöldum, en stjórnarandstæðingar segja það hins vegar hafa vakað fyrir stjórn- völdum að kveða niður gagnrýnisraddir. Árangur á ýmsum sviðum Ljóst þykir að hlutdrægni fjölmiðla og skort- ur á trúverðugum keppinautum skýri að ein- hverju leyti hinn afgerandi sigur Pútíns. En við lok fyrra kjörtímabils síns í forsetaembættinu gat hann þó vissulega bent á margt sem til fram- fara horfði. Losaraleg tök Borís Jeltsíns á landsstjórninni höfðu verið áhyggjuefni, bæði innanlands og ut- an, en undir stjórn Pútíns hefur hins vegar kom- ist á talsverður stöðugleiki í rússneskum stjórn- málum.Tekist hefur að vinna bug á miklum fjárlagahalla og óðaverðbólgu, og gengi rúbl- unnar hefur haldist stöðugt. Í kjölfarið hefur dregið úr fjármagnsflótta úr landinu og erlend- ar fjárfestingar hafa aukist. Þótt forsetinn viðurkenni sjálfur að umbætur hafi farið hægt af stað hefur ýmislegt breyst til batnaðar. Einföldun á skattareglum hefur leitt til bættrar skattheimtu og hreinsað hefur verið til í embættismannakerfinu. Málefni hersins voru í algjörum ólestri í tíð Jeltsíns, en hafa nú verið tekin fastari tökum. Fyrir fáeinum árum gat ríkið ekki staðið við launa- og lífeyrisskuld- bindingar sínar, en nú eru greiðslur alla jafna inntar af hendi á tilsettum tíma. Hinn sterki leiðtogi Þá er þess að geta að ýmsir þættir í fari for- setans sem þykja ekki ýkja jákvæðir á Vest- urlöndum hafa í raun ýtt undir vinsældir hans meðal rússneskra kjósenda. Fyrir það fyrsta má nefna að í huga margra þykir fortíð Pútíns sem starfsmanns sovésku leyniþjónustunnar, KGB, og síðar yfirmanns arftaka hennar, FSB, benda til þess að þar sé á ferð maður festu og hygg- inda, sem treysta megi fyrir stjórn landsins. Óvægin barátta Pútíns gegn uppgangi ólígark- anna svonefndu, sem auðguðust skjótt og mikið á einkavæðingarskeiðinu í valdatíð Jeltsíns, nýt- ur einnig mikils stuðnings rússnesku þjóðarinn- ar, þótt mörgum vestrænum álitsgjöfum þyki forsetinn hafa beitt heldur vafasömum aðferð- um við að sporna gegn áhrifum þeirra. Skoð- anakannanir hafa til dæmis sýnt mikinn stuðn- ing við handtöku auðjöfursins Míkhaíls Khodorkovskís, sem stýrði Yukos-olíurisanum og er nú sakaður um fjármálamisferli og skatt- svik, en ýmsir telja handtökuna af pólitískum rótum runna, þar eð Khodorkovskí hafi ekki far- ið leynt með stuðning sinn við frjálslynda stjórn- arandstöðuflokka. Þá má nefna að ímyndin um voldugan þjóð- arleiðtoga á sér djúpar rætur meðal rússnesku þjóðarinnar og margir halda því jafnvel fram að lýðræði í vestrænum skilningi sé ekki raunhæft í Rússlandi enn um sinn, þar sem landið sé of víðfeðmt og sundurleitt, stofnanir þess of vanþróaðar og spilling enn of rótgróin. Því sé þörf á sterkum leiðtoga á borð við Pútín, sem geti haldið hinum ólíku héruðum landsins sam- an og staðið uppi í hárinu á aðskilnaðarsinnum og uppivöðslusömum auðjöfrum. Ekki skipti þá öllu máli hvort skilyrðum um lýðræðislega stjórnarhætti sé fylgt í hvívetna. Skoðanakann- anir benda til þess að slík viðhorf séu nokkuð út- breidd. Í viðtölum fjölmiðla við fólk á förnum vegi fyr- ir kosningarnar var jafnframt áberandi hvað margir nefndu að hinn íþróttamannslegi og skapstillti Pútín væri góður fulltrúi Rússa á al- þjóðavettvangi, ólíkt fyrirrennara hans, sem ósjaldan varð valdur að vandræðalegum uppá- komum, gjarnan sökum ofdrykkju, og var lang- tímum saman frá störfum vegna heilsubrests. Fyrirheit um áframhaldandi umbætur Eftir að úrslit forsetakosninganna lágu fyrir vísaði Pútín ásökunum um misnotkun á ríkis- fjölmiðlum á bug og lagði áherslu á að hann hygðist standa vörð um fjölflokkakerfið og lýð- ræðisþróunina í Rússlandi. Hét forsetinn því að halda umbótum á stjórnsýslunni og efnahagslíf- inu áfram af fullum krafti og tók fram að þær væru raunar rétt að hefjast. Á verkefnaskránni væri meðal annars endurskoðun dómskerfisins, efling heilbrigðisþjónustunnar og menntakerf- isins og frekari hvatning til nýsköpunar í at- vinnulífinu. Þá mun fyrirhugað að afnema her- skyldu og byggja þess í stað upp fámennari her, skipaðan vel þjálfuðum atvinnuhermönnum. Víst er að mikið verk er fyrir höndum. Stjórn- sýslan er enn óskilvirk og þung í vöfum og spill- ing er útbreitt vandamál. Þótt ástand efnahags- lífsins hafi batnað til muna er það enn viðkvæmt, meðal annars vegna þess að það er að miklu leyti háð verði á olíu á erlendum mörkuðum. Hlutabréfamarkaðurinn er vanþróaður og upp- stokkunar er þörf í bankakerfinu. Og þrátt fyrir að fjárfestingar erlendra aðila í Rússlandi hafi aukist á allra síðustu árum eru þær enn töluvert minni en til dæmis í Póllandi. En forsetann skortir að minnsta kosti ekki umboð þjóðarinn- ar til að stýra umbótastarfinu næstu fjögur árin. Umdeildur forseti með yfirburðastöðu Vladímír Pútín, sem var endurkjör- inn forseti Rússlands með yfirgnæf- andi meirihluta atkvæða um liðna helgi, tókst á fyrra kjörtímabili sínu að tryggja töluverðan stöðugleika í rússneskum stjórnmálum og efna- hagur landsins er á uppleið. En mörgum þykja þó umbætur ganga hægt og ýmsir óttast að meintir ein- ræðistilburðir forsetans grafi undan lýðræðinu. Aðalheiður Inga Þor- steinsdóttir leitar skýringa á miklu fylgi Pútíns. Reuters „Rússnesk kosning.“ Vladímír Pútín vann yfirburðasigur í forsetakosningunum í Rússlandi um liðna helgi. aith@mbl.is ’Fyrst fann varaforsetinn fyrir sárs-auka í hnénu, sem hún hélt að flugeldar hefðu valdið. Svo fann forsetinn fyrir bleytu á maganum og þá áttuðu þau sig á því að eitthvað væri að.‘Chiou I-jen, ritari forseta Tævans, á fréttamanna- fundi á föstudag er hann skýrði frá því að skotið hefði verið á forsetann Chen Shui-bian og varaforsetann Annette Lu þar sem þau keyrðu í opinni bifreið um götur heimabæjar forsetans, Tainan, deginum fyrir forsetakosingar. Sár þeirra reyndust ekki alvarleg. ’Þetta er orðið ansi lokalegt, þetta erallt svona í andaslitrunum.‘Sveinn Ísaksson , skipstjóri á Víkingi AK um lok loðnuvertíðar. ’Ég hljóp niður götuna og sá mikið afföllnu fólki. Þar á meðal voru börn.‘Abdul Karim, þrítugur íbúi Bagdad sem varð vitni að því þegar bílsprengja sprakk við hótel í miðborginni á miðvikudagskvöld og varð a.m.k. sautján manns að bana. ’Það er kjarni íslenskrar stjórnskipunarsem höfundar lýðveldisstjórnarskrár- innar kappkostuðu að setja í öndvegi. Það er í þeim anda sem ég gef kost á mér á nýjan leik til þessarar þjónustu, ég tel fyrst og fremst að forsetaembættið sé þjónustustarf við fólkið í landinu og það ber að rækja það í þeim anda.‘Ólafur Ragnar Grímsson , forseti Íslands, er hann tilkynnti að hann sæktist eftir endurkjöri. ’Serbneska samfélagið í héraðinu verð-ur ekki aðeins að eiga réttindi, heldur einnig sjálfstjórnarsvæði þar sem unnt verður að tryggja þessi réttindi, þar sem fólki mun finnast það öruggt.‘Vojislav Kostunica , forsætisráðherra Serbíu, eftir að til mannskæðra átaka kom milli Serba og Albana í Kosovo á miðvikudag. ’Við erum ekki með stóriðjuáform áprjónunum og teljum þess vegna mik- ilvægt að ríkisstjórnin standi við bakið á okkur með þessi atriði þannig að við missum ekki fólk frá okkur vegna þess að það sé að missa störf á vegum hins op- inbera.‘Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði, um fækkun starfa á vegum hins opinbera í Ísafjarðarbæ. ’Bandaríkin hafa skuldbundið sig tillangframa. [Afganska þjóðin] þarf ekki að vona að við verðum hér áfram. Við verðum hér áfram.‘Colin Powell , utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á blaðamannafundi í Kabúl á miðvikudag ’Þetta er dásamleg tilfinning, það erekki hægt að lýsa henni.‘Kristinn Vilhelmsson , útgerðarstjóri Samherja, er Baldvini Þorsteinssyni EA var bjargað af strand- stað. ’Stríðið í Írak var hörmung, hersetan íÍrak er hörmung.‘ Jose Luis Rodriguez Zapatero, leiðtogi Sósíalistaflokksins sem sigraði í kosning- unum á Spáni um liðna helgi, er hann lýsti því yfir á mánudag að spænskar hersveitir yrðu kallaðar heim frá Írak. ’Við slökum ekkert á núna, þetta voruundanúrslit og við ætlum okkur að sigra í þessari keppni.‘ Steinþór Helgi Arnfinnsson í liði Borgarholtsskóla sem lagði MR í Gettu betur. ’Í mörgum af hinum svokölluðu þróuðulýðræðisríkjum hafa líka komið upp vandamál tengd lýðræðinu og fram- kvæmd kosninga.‘Vladímír Pútín Rússlandsforseti svaraði gagnrýni Colins Powells, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á forsetakosningarnar sem haldnar voru í Rússlandi síðastliðinn sunnudag. Vísaði Pútín þarna í hinn um- deilda sigur George W. Bush á Al Gore í síðustu for- setakosningum í Bandaríkjunum. Ummæli vikunnar Spænskir hermenn er þeir tóku við stjórninni í Najaf í Írak á síðastliðnu hausti. Nú hefur verið boðað, að þeir verði kallaðir heim. Stæltir Spánverjar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.