Morgunblaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 11
getum ekki einu sinni hugsað almennilega um gömlu innflytjendurna.“ Eins og annars staðar í heiminum eigum við í fjárhagsvandræðum. Ríkið á enga peninga, sveitarfélögin eiga enga peninga. Hið opinbera er að takast á við kreppu eins og á eftir að ríða yfir allan hinn vestræna heim. Við erum bara fyrst af því við vorum í fararbroddi í þróun vel- ferðarkerfisins. Þjóðverjar eiga við sama vanda að stríða í heilbrigðiskerfinu og velferð- arkerfinu almennt.“ Axel er í framhaldi af því spurðurhvort fólk telji að mistök hafi verið gerð með því að veita jafnmörgum innflytjendum landvistarleyfi á sínum tíma „Stjórnmálamennirnir segja – nei,“ svarar hann. „Meðal-jónin segir – já. Slík gjá er hættuleg í lýðræðislegu samfélagi. Nýir flokk- ar eru að spretta upp og tala gegn innflytj- endum. Kynþáttafordómar eru að aukast í dag- lega lífinu.“ Ofbeldismenn fluttir annað Í innflytjendabúðunum í Málmey verður Ingrid Anderson vaktstjóri fyrir svörum í mót- tökuherbergi á fyrstu hæð. „Hingað koma út- lendingar yfirleitt fyrst inn í fylgd lögreglu- manna eða annarra gæslumanna,“ segir hún. „Hérna fá þeir upplýsingar um gæsluna, innan- búðarreglur og ferlið framundan. Við færum persónulegar upplýsingar um fólkið inn á tölvukerfið, tökum fingraför og ljósmyndir í stafrænu formi. Starfsfólkið er á rúllandi vökt- um allan sólarhringinn og verður að geta borið kennsl á fólkið í herbergjunum. Útlitsbreyting- ar geta verið vísbendingar um að fólk hyggi á flótta,“ segir Ingrid og játar því að dæmi séu um að fólk hafi strokið úr geymslunni. „Við höf- um lent í gíslatöku og ýmsu öðru miður skemmtilegu á undanförnum árum. Vinnan hefur raunar orðið erfiðari með hverju árinu. Sístækkandi hópur hælisleitenda ferðast land úr landi, sækir um hæli án árangurs, skiptir um nafn til að geta sótt aftur um hæli í öðru landi o.s.frv.“ Ingrid heldur áfram þar sem frá var horfið og tekur fram að bannað sé að fara með yf- irhafnir og skó inn í geymsluna. „Fólk fær að- eins að taka með sér nauðsynlegasta fatnað og hluti upp á herbergin. Ef eitthvað gleymist er hægt að komast aftur í farangurinn seinna. Ættingjar og vinir koma oft með aukabúnað til fólksins. Kona tekur alltaf á móti konu og karl á móti karli. Ef fólkið skilur ekki sænsku notum við þjónustu túlka með aðstoð hátalarakerfis á símanum. Starfsfólkið talar á bilinu 22 til 25 ólík tungumál.“ Ingrid segir að oft séu útlendingar í miklu uppnámi við komuna í geymsluna. „Einkum ef lögreglan hefur ráðist inn til þeirra og neytt þá hingað. Eftir að lögreglan er horfin á braut, bú- ið er að útskýra fyrir fólki út á hvað varðhaldið gengur, skoða herbergið og hitta fólkið, róast flestir. Ef útlendingarnir sýna af sér mikla of- beldishegðun í móttökunni er stundum gripið til þess ráðs að færa þá í tímabundið varðhald á vegum lögreglunnar þó að ekki sé um venjulegt fangelsi að ræða. Þeir sem gerst hafa sekir um alvarleg afbrot eiga ekki að vera í geymslunni heldur fangelsi. Aftur á móti eru dæmi um að menn hafa verið færðir hingað eftir að hafa hlotið dóma fyrir minniháttar brot.“ Gamalt sjúkrahús Geymslan ber þess merki að vera gamalt sjúkrahús. Á skoðunarferð um langa gangana er tækifærið notað til að spyrja Ingrid að því hvort algengt sé að fjölskyldur séu lokaðar inni í geymslunum. „Við reynum að forðast að fá hingað fjölskyldur. Börn mega heldur ekki vera lengur inni en í 72 tíma í einu. Ef sérstök ástæða þykir til er hægt að framlengja veru þeirra um jafnlangan tíma. Að þeim tíma lið- inum verður að sleppa þeim lausum. Annar vandi felst í því að oft eru foreldrar heldur ekki í ástandi til að sinna börnunum sínum í geymsl- unni. Umönnun þeirra hefur því oft lent á herð- um starfsmannanna,“ segir Ingrid og tekur fram að þó að starfsmennirnir leggi sig fram um að sinna þörfum barnanna og hafa ofan af fyrir þeim með leikjum/leikföngum sé geymsl- an augljóslega ekki ákjósanleg vistarvera fyrir börn. „Sú leið er því oft valin að færa aðeins annað foreldrið í geymsluna.“ Ingrid er í framhaldi af því spurð hvers vegna konan en ekki karlinn í bosnísku flótta- mannafjölskyldunni hafi verið lokuð inni. „Lög- reglan tekur ákvörðun um hvort foreldrið er lokað inni. Hugsanlega hefur faðirinn verið tal- inn færari um að hugsa um börnin.“ Þrefaldir gluggar Við höldum göngunni í gegnum húsið áfram. Eftir að hafa gengið í gegnum snyrtilega starfsmannaálmuna komum við inn í sjálfa geymsluna. Auðvelt er að greina starfsmenn- ina frá flóttamönnunum þó að hvorugur hóp- urinn sé í sérstökum búningum. Starfsmenn- irnir ganga frjálslegir í fasi á miðjum ganginum – flestir með lyklakippu við mittið. Flóttamenn- irnir ganga með veggjum og forðast að mæta augnatilliti ókunnugra. Ingrid tekur upp lykil og opnar dyrnar að dæmigerðri vistarveru. Herbergið er ekki óvistlegt þó að gólfplássið sé lítið miðað við 5 manna vistarveru. Aðeins einn gluggi er við enda herbergisins, tvíglerjaður með rimlavirki á milli glerlaganna. „Við urðum að bæta herta glerinu við,“ segir Ingrid og bankar laust í innra glerið í glugganum. Sameiginlegu rýmin eru mishlýleg, t.d. er lítill tækjasalur mun snyrtilegri en viðtalsherbergi á sömu hæð. Á ganginum er m.a. bæna/hugleiðsluherbergi og þvottahús fyrir flóttafólkið. Ingrid segir að margir stytti sér stundir við að horfa á sjónvarpið, spila borðtennis og stunda líkamsrækt í litlum tækjasal á gang- inum. Flestir nýta sér klukkutíma langan dag- legan aðgang að Netinu og fara út í rammg- irtan garð við húsið til að spila fótbolta eða körfubolta á hverjum degi. Hver einstaklingur bak við lás og slá MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MARS 2004 11 „ÉG hef gengið í gegnum erfiða lífsreynslu þessi 12 ár á flótta. Aftur á móti hef ég aldrei verið aðskilin frá börnunum mínum fyrr. Lögreglan lokaði mig inni til að koma í veg fyrir að farið yrði með þau í felur. Yfirvöld vita vel að ég get ekki án þeirra verið. Smám saman er eins og líf mitt sé að fjara út. Að lifa er ekki sama og að vera lifandi,“ segir Nermina Salik, 36 ára mús- limsk flóttakona frá Bosníu, og strýkur tár af hvörmum sér. Hrottalegar misþyrmingar Eftir að hafa verið neitað um hæli í Svíþjóð bjó fjölskyldan í þrjá mánuði í felum í Malmö áður en sænska lögreglan hafði upp á henni og færði Nerm- inu í varðhald í lokuðum flóttamannabúðum hinn 23. febrúar sl. Viku síðar átti að flytja fjölskylduna úr landi. Nermina dregur djúpt andann áður en hún byrjar að rekja sögu sína allt frá því innrásarlið réðst inn í heimaþorp hennar Ugljevik í Bosníu í upphafi tíunda áratugarins. „Rétt fyrir stríðið stóð líf mitt í blóma. Ég hafði lokið námi í gluggaútstillingum og var búin að finna draumastarfið við að stilla út vörum í búðarglugga. Við hjónin vorum nýgift, hamingjusöm og búin að eignast son. Skömmu eftir að innrásarliðið kom til þorpsins var okkur báð- um misþyrmt hrottalega,“ segir Nermina og lækkar róminn svo varla heyr- ast orðaskil þegar hún rifjar upp að sjálf hafi hún orðið fyrir hræðilegri nið- urlægingu af hendi innrásarliðsins. „Eftir þessa lífreynslu komumst við með herkjum með 1½ árs gamlan son okkar til Þýskalands árið 1992.“ Flóttamenn í eigin landi Hjónin voru flóttamenn í Þýskalandi í 6 ár. „Við bjuggum í einu svona litlu herbergi,“ segir Nermina og bendir í kringum sig í u.þ.b. 10 m² viðtalsherberginu í geymslunni. „Herbergið var í stóru húsi fullu af flóttamönnum. Þar fæddist dóttir mín fyrir tæpum átta árum. Hún á 8 ára afmæli á mánudaginn, þ.e. sama dag og á að flytja okkur nauðug aftur til Bosníu. Strákurinn er orðinn 13 ára gamall og hefur verið á flótta frá því hann man fyrst eftir sér.“ Eftir að Bosníustríðinu lauk með formlegum hætti vísuðu Þjóðverjar fjölskyldunni ásamt öðrum flóttamönnum í flóttamannabúðunum aftur til Bosníu. „Okkur var talin trú um að okkur yrði óhætt að setjast aftur að í þorpinu okkar í Bosníu. Við héldum því aftur til baka staðráðin í að end- urheimta fyrra líf okkar á heimaslóðunum. Ekki leið á löngu þar til við urð- um að horfast í augu við að af því yrði aldrei. Serbar höfðu náð yfirráðum á svæðinu og allir múslimar voru löngu fluttir í burtu. Eftir að hafa hrakist frá Ugljevik reyndum við að koma undir okkur fót- unum í öðru þorpi í Bosníu – án árangurs. Yfirvöld gerðu kröfu um að við gætum bæði sýnt fram á húsnæði og atvinnu á svæðinu. Þar sem við gát- um sýnt fram á hvorugt urðum við að gefast upp og skrá okkur flóttamenn í eigin landi,“ segir Ermina niðurlút á svip og útskýrir að fjölskyldan hafi hafst við í flóttamannabúðum nærri borginni Tuzla um tíma. „Við vorum aldrei velkomin í þessar flóttamannabúðir. Við höfðum heldur ekki sömu réttindi og aðrir flóttamenn í búðunum því við höfðum ekki verið í Bosníu allt stríðið. Hinir flóttamennirnir öfunduðu okkur af því að hafa verið í Þýskalandi af því að þeir héldu að við hefðum lifað þar í vellystingum. And- rúmsloftið kom illa niður á börnunum. Strákurinn var lagður í einelti í skól- anum af því að krakkarnir sögðu að hann talaði ekki nógu góða bosnísku.“ … maður bara flýr … Að því kom að Ermina gat ekki hugsað sér að búa lengur í búðunum. „Smám saman fékk ég nóg af öllu – meira að segja manninum mínum. Ég tók börnin mín tvö og ákvað að flýja.“ Af hverju ákvaðstu að flýja til Sví- þjóðar? „Þegar maður flýr, þá bara flýr maður. Ég velti því ekkert sér- staklega fyrir mér á flóttanum hvert ég stefndi. Vissulega hlýtur þó að hafa haft áhrif að bróðir minn hefur búið í Svíþjóð í nokkur ár. Eftir komuna til Svíþjóðar sótti ég um hæli í landinu. Við fengum að búa frítt í íbúð með annarri flóttamannafjölskyldu í Karlskrona og framfærslustyrk til að lifa á meðan umsóknin var tekin fyrir. Andlegt ástand mitt var ekki upp á marga fiska. Ég átti erfitt með að sjá um börnin og sá að þau söknuðu pabba síns. Maðurinn minn fluttist til okkar til Svíþjóðar árið 2002. Við hefðum bæði gjarnan viljað vinna fyrir okkur í Svíþjóð. Sá möguleiki var ekki fyrir hendi því lögum samkvæmt mega hælisleitendur ekki stunda vinnu. Maðurinn minn stundaði sænskunám. Ég var ekki í námi því að lögin heimila ekki mæðrum með lítil börn að vera í námi. Ég stundaði því sjálfsnám í sænsku þessi 4 ár í Svíþjóð.“ Þrjá mánuði í felum Eftir að fjölskyldunni hafði í tvígang verið synjað um hæli í Svíþjóð fékk hún nokkurra mánaða frest til að fara úr landi. „Eftir að hafa gert eina heið- arlega tilraun til að setjast aftur að í Bosníu vildum við alls ekki fara þang- að aftur. Við vitum af eigin raun að þó Bosnía eigi að heita lýðræðisríki á pappírunum er okkur ekki óhætt að búa þar. Við snerum okkur því til „hæl- is-hópsins“ skömmu fyrir áramót. Hópurinn hefur séð okkur fyrir húsnæði, mat og öðrum nauðþurftum í þrjá mánuði. Við vorum að horfa á sjónvarpið þegar sænska lögreglan réðst inn í íbúðina þar sem við höfðum verið í fel- um síðastliðið mánudagskvöld. Lögreglan sagðist hafa verið að leita að eit- urlyfjum. Eigandi íbúðarinnar segist aldrei hafa haft eiturlyf undir höndum. Þessi árás lögreglunnar var skelfileg – sérstaklega fyrir dóttur mína. Drengurinn var ekki með okkur í íbúðinni. Hann er núna kominn til pabba síns og systur,“ segir Ermina og játar grátandi að flóttinn hafi haft afar slæmar afleiðingar fyrir andlega heilsu sonar síns. Hann hafi 5 sinnum þurft að skipta um skóla og 3 sinnum um tungumál á flóttanum. „Hann hefur spurt mig að af hverju enginn vilji með okkur hafa. Hvað við höfum eiginlega gert af okkur. „Mamma,“ sagði hann við mig um daginn. „Ef þú hefðir vitað hversu hræðilegt líf okkar myndi verða hefðir þú þá viljað eign- ast okkur systur mína?““ Búin á sál og líkama Nermina verður að taka sér hlé frá frásögninni áður en hún segir frá líf- inu í „geymslunni“. „Að vera lokaður inni og án sinna nánustu er hræðileg lífsreynsla,“ segir Nermina. „Ofan á innilokunina bætist að ég er hrædd um öryggi mitt hérna inni. Enda þótt húsið sé lokað eru herbergin yfirleitt opin. Núna er ég eina konan í geymslunni með yfir 20 karlmönnum. Ég er hrædd við að loka augunum af ótta við að eitthvað skelfilegt gerist. Karl- arnir hafa þó ekki gefið mér ástæðu til að óttast neitt hingað til. Sumir hafa reynt að tala við mig. Ég get ekki hugsað mér að hafa nokkur samskipti við þá. Ég græt mikið og var færð yfir á bráðamóttökuna hérna hinum megin um daginn. Yfirlæknirinn sagði að ég væri mjög illa haldin andlega. Hann gæti hugsanlega lagt mig inn á sjúkrahúsið. Eina varanlega leiðin væri samt að veita mér hæli í landinu. Hann virðist bara því miður engu ráða um heilsu mína og framtíð. Ég er algjörlega búin að vera bæði á sál og líkama eftir þessi 12 ár á flótta. Of máttfarinn til að hjálpa sjálfum mér. Hvað þá börnunum mínum tveimur. Minn eini draumur er að fá að lifa venjulegu, öruggu fjölskyldulífi aftur.“ Mannréttindadómstól Evrópu var sent mál Salik-fjölskyldunnar til umfjöllunar nokkrum dögum eftir að viðtalið við Nerminu var tekið í lok febrúar. Dómstóllinn hefur þegar gefið út að hann muni ekki koma í veg fyrir nauðungarflutninga sænska ríkisins á fjölskyldunni til Bosníu. Nú vinnur hann að sjálfstæðri niðurstöðu í máli fjölskyldunnar. Fjölskyldan bíður eftir því að sænsk innflytjendayfirvöld úrskurði um hvort hún fái að dvelja í landinu þar til úrskurður Evrópudómstólsins liggur fyrir. Nermina Salik: „Minn eini draumur er að fá að lifa venjulegu, öruggu fjölskyldulífi aftur.“ Morgunblaðið/Anna G. Gólfplássið í fimm manna herbergi er ekki mikið. Að lifa er ekki sama og að vera lifandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.