Morgunblaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 62
FRÉTTIR 62 SUNNUDAGUR 21. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ NÚNA er aðeins rétt rúm vika í að stangaveiðivertíðin hefjist og óhætt er að segja að sjaldan eða aldrei hafi veiðimönnum staðið annað eins úrval til boða svo snemma á vordögum. Skal aðeins rýnt í það. Flest svæði hjá Agni/Lax-á Agn.is og Lax-á eru saman með langflestu veiðisvæðin sem verða opnuð 1. apríl á sinni könnu. Stefán Sigurðsson sölustjóri veiðileyfa innanlands hjá Lax-á sagði mikla eftirspurn eftir vorveiðileyfum, stangaveiðimönnum fjölgaði og menn vildu viðra sig snemma árs. Hjá honum fengust þær upplýs- ingar, að hjá Lax-á og agn.is fengj- ust veiðileyfi í Brúará v/Spóastaði, vesturbakka Hólsár, Ytri Rangá neðan Ægissíðufoss, Galtalæk, Sel- vatni/Seltjörn, Tannastaðatanga, Tungufljóti í Biskupstungum, Varmá/Þorleifslæk, Víkurflóði í Landbroti og á vatnasvæði Lýsu á Snæfellsnesi. Hér er um allar gerð- ir silungsveiði að ræða, sjóbirtings- veiði og veiði á staðbundinni bleikju og urriða. Fleiri svæði í Brúará gætu verið að opna á sama tíma, t.d. mætti athuga með Sels- land. Hjá agn.is verður Ferjukots- síki ennfremur opnað 15. apríl. SVFR og Strengir líka Stangaveiðifélag Reykjavíkur er enn fremur með mikið úrval af vor- veiði, m.a. fjögur svæði í Soginu, Ásgarð, Bíldsfell, Alviðru og Þrast- arlund, þar sem stór staðbundin bleikja sveimar um, sjóbleikjuveiði í Andakílsá og Hítará og síðan sjó- birtingsveiði í Tungufljóti í Skaft- ártungum. Þá er SVFR komið í samvinnu við Ragnar Johansen í Hörgslandi og býður nú holl og daga í Vatnamótunum og Hörgsá, en á báðum stöðum, svo og í Tungufljóti, er vorveiðireglan að veiða aðeins á flugu og sleppa fiski. Strengir eru með minna, en þó afgerandi góð svæði, t.d. hinn óvið- jafnanlega Minnivallalæk. Enn- fremur hefur félagið innlit í Tungulæk sem er rómuð vor- veiðiverstöð fyrir sjóbirting og ein sú allra besta. Fleiri Stangaveiðifélag Keflavíkur opn- ar Geirlandsá og eflaust má finna fleiri veiðislóðir 1. apríl, t.d. er bú- ið að setja upp skilti við Vífils- staðavatn sem bannar veiðar, en með fyrirheitum um að 1.apríl hefj- ist veislan. Nýlega sáu menn sil- unga sveima um vatnið og tína flugur af yfirborðinu, þannig að aflinn er til reiðu. Boltar Þess má geta hér, svona í lokin, að veiðimaður einn var á ferð fyrir austan í blíðviðrinu um síðustu helgi. Hann ók um Skaftártung- urnar og gat ekki á sér setið og gægðist oní Brúarhylinn í Tungu- fljóti er hann átti leið þar um. Vatn var í meira lagi, en fallegt og vel tært. Og nema hvað... fjórir stórir skuggar tifuðu skammt neðan brú- ar. Þarna lágu fjórir birtingar á niðurleið, slápar, en furðulangir! Morgunblaðið/Golli Í tilefni af nýrri vorvertíð… kvöldstemning við Vífilsstaðavatn. Vorveiðikostum fjölgar með hverju árinu ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.