Morgunblaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 56
SKOÐUN 56 SUNNUDAGUR 21. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ eru nú komin meira en 100 ár síðan Alfred Nobel fagnaði upp- götvun eiturgassins einlæglega með því fororði, að þetta vopn væri svo hræðilegt, að hann taldi það mundu binda enda á öll stríð. Eng- inn mundi þora að beita því. Þessi fróma ósk hins heimskunna frið- arsinna og vopnaframleiðanda rættist þó ekki. Eit- urgasið reyndist gagnslítið í fyrra stríði og Hitler beitti því aldrei, þótt hann ætti miklar birgðir. Ekki einu sinni kjarn- orkusprengjan hefur bundið enda á styrj- aldir, þær virðast mannkyninu áskap- aðar. Það er hins vegar ekkert leyndarmál, hvernig staðið er að gerð eiturgass og sýklavopna, þetta er afar einföld og ódýr framleiðsla, og hér á Ís- landi, svo ekki sé farið lengra, er fjöldi efnafræðinga og lyfjafræð- inga, sem gætu framleitt eiturgas ef þeir vildu, og fjöldi lífefnafræð- inga, lækna og jafnvel meina- tækna, sem gætu, ef þeir væru þannig innréttaðir í sálarlífinu, framleitt sýklavopn. Það er ekki langt síðan ungur Japani dreifði allra hættulegasta og eitraðasta taugasinu, Sarin, sem hann hafði framleitt í bílskúr, á lestarstöð, og drap fjölda manns. Öll tól og tæki, sem til þarf, eru tiltæk í landinu og efnin má kaupa í Lyfjaverslun ríkisins eða annars staðar, þar sem slíkt er selt. Hér er engin hátækni til staðar og öll þekkingin hefur legið fyrir í ára- tugi. Vanti menn upplýsingar um nánari atriði framleiðslunnar má fá þær á Netinu. Flestallar, ef ekki allar þjóðir heims geta þannig framleitt efna- og sýklavopn, þar á meðal að sjálf- sögðu Írakar. Eitrinu þarf að vísu að koma fyrir í vopnum, en slíkt hafa menn kunnað síðan í fyrra stríði. Saddam Hussein hafði allþróaðan vopnaiðnað sem hann byggði upp í samvinnu við Sov- étmenn (ekki Bandaríkjamenn) og gat hæglega komið eitrinu fyrir í fallbyssukúlum, flugvélasprengjum og skamm- og meðaldrægum flug- skeytum, sem hann framleiddi sjálfur. Það eru einmitt þessar verksmiðjur, sem vopnaeftirlits- menn SÞ voru að kanna í mörg ár og leita að öðrum í skúrum og vörubílum, því þessi framleiðsla er, sem fyrr sagði, afar ódýr og fyr- irferðarlítil. Ég endurtek: Engin hátækni er til staðar. Mér þætti þess vegna gaman að vita eitt: Hvaðan kemur sú þekk- ing, að Bandaríkjamenn hafi selt Saddam Hussein gereyðingarvopn? Hver er heimildin? Getur einhver hjálpað mér? Ég hef nú heyrt þetta þrisvar í íslensku sjónvarpi. Fyrst hélt einn fréttamanna ríkissjón- varpsins þessu marg- ítrekað fram við utan- ríkisráðherra, síðan sagði þingflokks- formaður VG það sama í þætti á sömu stöð og síðast formað- ur VG á Stöð 2, þann- ig að það er búið að segja íslensku þjóð- inni þetta a.m.k. þrí- vegis, án þess að and- mæli hafi komið fram, og því hlýtur almenn- ingur að telja, að þetta sé satt. Ég fylgist nokkuð með alþjóð- legum fjölmiðlum, aðallega bresk- bandarískum, sænskum og spænskum og hef hvergi nokkurs staðar séð þessu hreyft. Allir aðrir en þeir sem ég nefndi hafa hingað til haldið, að Saddam hafi framleitt eiturgasið sjálfur, jafnvel allra of- stækisfyllstu hatursmenn Banda- ríkjamanna víða um heim. Ég hef ekki einu sinni séð þessu haldið fram í meginheimild frétta- stofu Ríkisútvarpsins-hljóðvarps (og þar með íslensku þjóðarinnar) um utanríkismál, þ.e. vinstri öfga- og kollóra-blaðinu Independent. Þetta langminnsta og áhrifam- innsta dagblað á Bretlandi (en áhrifamest á Íslandi), sem helst höfðar til uppgjafa Albaníu-komma og Pol Pot-ista auk fréttastofu RÚV, er höfuðmiðstöð Bandaríkja- haturs þar í landi. Samt hafa þeir mér vitanlega aldrei haldið þessu fram. Þeir skamma hins vegar Bandaríkjamenn hástöfum fyrir að hafa ekki bannað Saddam að beita eiturgasinu, því í ofstæki sínu, fá- fræði og heimsku telur Independ- ent í fúlustu alvöru, að slíkt hafi verið á valdi Bandaríkjamanna. Þessi meintu viðskipti eiga að sjálfsögðu að hafa átt sér stað í Ír- an- Íraksstríðinu 1980–1988, en þá eiga Bandaríkjamenn, að sögn vinstri manna, að hafa selt Saddam ókjör af hergögnum. Jafnvel er reynt að láta líta svo út, að Rums- feld, nú varnarmálaráðherra, hafi selt Saddam eitrið. Sá hængur er þó á, að þeir Rumsfeld og Saddam hittust fyrst í desember 1983 en Saddam hóf að beita eiturgasi gegn Írönum snemma árs 1981. Frá upphafi til loka átakanna voru nánast öll vopn Saddams frá Sovétríkjunum og öðrum komm- únistaríkjum, en dálítið frá Frakk- landi, aðallega Etendard- og Mir- age-þotur og Exocet-flugskeyti. Íranir börðust hins vegar að miklu leyti með bandarískum vopn- um frá dögum keisarastjórn- arinnar. Það er vitað, að þótt Bandaríkjamenn væru opinberlega hlutlausir, jafnvel hlynntir Írönum í laumi, einkum framan af, fóru þeir heldur að halla sér að Írökum þegar á leið. Eftir að íraskt flug- skeyti hæfði bandaríska herskipið Sark 1987 og drap 37 menn hóf Bandaríkjafloti mikil umsvif á Persaflóa. Þó er það svo, og þótt ótrúlegt kunni að virðast, að einu vopnin, sem vitað er til, að Banda- ríkjamenn hafi sent stríðsaðilum 1980–1988, eru þau frægu vopn og varahlutir, sem Íranir, ekki Írakar, fengu að kaupa í skiptum fyrir gísla skæruliða í Líbanon. Féð var svo notað til að fjármagna Contra- skæruliða í Nicaragua (Íran- Contra-hneykslið). Bandaríkjamenn seldu Írökum hins vegar allmargar óvopnaðar þyrlur, fimm Boeing-þotur og veittu þeim ábyrgð fyrir 400 millj- ón dala láni. Að öðru leyti voru þeir, sem fyrr sagði, opinberlega hlutlausir. Þó telja menn sig vita, að þeir hafi fengið Írökum myndir af herafla Írana úr njósna- gervihnöttum sínum. Ísraelsmenn, dyggustu banda- menn Bandaríkjanna, seldu hins vegar Írönum (ekki Írökum) gíf- urlegt magn vopna í þessu stríði án þess að Bandaríkjamenn skiptu sér af. Ekkert er eins einfalt og það sýnist vera. Dollaramagn og vopnamagn Eitt er vert að hafa í huga um þetta stríð: Hermenn beggja aðila kunnu lítt eða ekki að fara með skriðdreka og hátæknivopn eða halda þeim við. Því var, á svipaðan hátt og í Afríku og annars staðar í þriðja heiminum, að langmestu leyti barist með hríðskotarifflum, vélbyssum, sprengjuvörpum og öðrum léttvopnum. Hátæknivopn komu helst við sögu í upphafi Alíslensk heimsfrétt Eftir Vilhjálm Eyþórsson ’Þessar upplýsingargætu jafnvel valdið straumhvörfum á alþjóðavettvangi.‘ Vilhjálmur Eyþórsson Suðurlandsbraut 54 við Faxafen, 108 Reykjavík, sími 568 2444, fax 568 2446. Ingileifur Einarsson, lögg. fasteignasali. Mjög glæsileg 5 herbergja 120,6 fm íbúð með sérinngangi á 3. hæð (efstu) í mjög vönduðu fjölbýlishúsi. Allar innréttingar eru sérstaklega vandaðar, niðurlímt merbau-parket og mahóní-innréttingar og -hurðir. Íbúðinni fylgir 22,0 fm upphitaður bílskúr, fullbúinn með heitu og köldu vatni. Mjög ákv. sala. Íbúðin er tóm og laus til afhendingar strax. Verð 19,9 millj. OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14:00-16:00 GULLENGI 5 LÓMASALIR 10 - OPIÐ HÚS Í DAG Falleg 104 fm íbúð á fyrstu hæð, merkt 0102, í Lómasölum 10 Kópavogi, verður sýnd í dag á milli kl. 14:00 og 16:00. Mjög rúmgóð, fullbúin þriggja herbergja með suðvestursvölum og stæði í bílageymslu. Sérinngangur, sérþvottahús, gott skápa- pláss og geymsla í kjallara. Stórt og gott bílaplan, gott útsýni frá austri til vesturs. Áhv. 9,2 millj kr. í húsbréfum auk viðbótarláns. Verð 15,7 millj. www.remaxsudurlandsbraut.is SELJANDI * Sölufulltrúi þinn skoðar eignina þína samdægurs. * Hann verðmetur eignina í samráði við löggilta fasteignasala. * Hann útbýr sölumöppu um eignina þína. * Hann EINN sýnir eignina þína. * Hann EINN er í sambandi við þig. * Hann er alltaf við símann. * Hann auglýsir í samráði við þig. * Hann heldur „OPIÐ HÚS“. * Hann veitir þér persónulega þjónustu. * Hann ráðleggur þér með framhaldið... KAUPANDI * Sölufulltrúi þinn kemur með þér að skoða eignir. * Hann setur þig á kaupendalistann sinn. * Hann hjálpar þér að finna réttu eignina. * Hann ráðleggur þér með fjármögnun. * Hann gefur upp GSM-númerið sitt á netinu. * Þú færð beint samband við þann sem skoðaði eignina. * Hann veitir þér persónulega þjónustu. SUÐURLANDSBRAUT Sími 520 9300 MARKMIÐ OKKAR ER ÁNÆGÐUR VIÐSKIPTAVINUR VIÐ HÖFUM LANGTÍMASAMBAND Í HUGA! ER EKKI ÞAÐ SAMAOG Hrafnhildur Bridde lögg. fasteignasali Pétur Kristinsson lögg. fasteignasali Epli Appelsína Við hjá RE/MAX stöndum ÖÐRUVÍSI að sölu fasteigna. Kynntu þér ÁRANGUR okkar og VINNUBRÖGÐ. Það gæti BORGAÐ sig fyrir þig ! Brynjar Sindri Sigurðarson, s. 899 4604/520 9501 Fasteignasala: RE/MAX Kópavogi. Guðmundur Þórðarson hdl. og löggiltur fasteignasali Heimilisfang: Lómasalir 6-8 Stærð eignar: 105,3 fm Verð: 15,9 millj. Skemmtilega hönnuð 3ja herb. 105,3 fm íbúð á fjórðu hæð ásamt stæði í upphitaðri bílageymslu í nýju, vönduðu lyftuhúsi í Kópavogi. Sérinngangur. Suðvestursvalir. Opin og björt stofa/borðstofa. GÓÐ ÍBÚÐ - GOTT VERÐ! Þess virði að skoða! Velkomin í opið hús í dag, sunnudag, frá klukkan 14 til 16, sölufulltrúi tekur á móti ykkur. Lómasalir 6-8 - OPIÐ HÚS Í DAG! Til leigu mjög glæsilegt og vel staðsett skrifstofuhúsnæði í Kringlunni stóra turni. Stærðir 50 - 170 fm. Með húsnæðinu getur fylgt símkerfi, húsgögn, aðgengi að tölvukerfi og fyrsta flokks fundaraðstaða. Hús- næðið er sérstaklega vandað, gegnheilt parkett á gólfum og innréttingar fyrsta flokks. Nánari upplýsingar gefur Karl í síma 896 2822. karl@fasteignathing.is KRINGLUNNI 4-12 - Sími 585 0600 TIL LEIGU í STÓRA - TURNI - KRINGLUNNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.