Morgunblaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 50
MINNINGAR 50 SUNNUDAGUR 21. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Stefán HeiðarBrynjólfsson fæddist í Reykjavík 5. nóvember 1978. Hann andaðist í Reykjavík 9. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hildur Gunnarsdótt- ir, f. 11. janúar 1962, og Brynjólfur John Gray, f. 19. október 1961. Fósturfaðir Stefáns var Frank Robertson, f. 17. febr- úar 1960. Hálfsystk- ini Stefáns voru: Selma Rut, f. 12. maí 1983, og Íris Alma, f. 13. desember 1988, Franksdætur, og börn Brynj- ólfs: Sandra, f. 8. ágúst 1984, Dan- fríður Inga, f. 31. maí 1988, Daníel Ingvar, f. 28. september 1989, Jó- hann Birkir, f. 10. maí 1992, Vil- hjálmur John Gray, f. 5. nóvember 2002, og Elín Victoría Gray, f. 25. október 2003. Stefán kvæntist 17. júlí 1999 Huldu Stefaníu Kristjáns- dóttur, f. 12. desem- ber 1976, og eignuð- ust þau þrjár dætur; Kolbrúnu Sól, f. 6. ágúst 1997, Dag- björtu Nótt, f. 6. ágúst 1997, og Sess- elju Báru, f. 20. jan- úar 2001. Seinni kona Stef- áns var Alma Rós Ágústsdóttir, f. 28. júlí 1981. Stefán Heiðar ólst upp í Reykja- vík og Siglufirði, en var uppkom- inn til heimilis í Reykjavík. Útför hans hefur farið fram. Systursonur minn, Stefán Heiðar, er farinn í ferðina löngu og komið er að hinstu kveðjustund. Hugur minn ráfar fram og til baka um hans ævi- skeið, og margs er að minnast; bæði gleði og sorgar. Ljúfar bernsku- minningar ylja mér um hjartarætur, fyrst í Dalalandinu (æskuheimili mínu) sem var hans fyrsta heimili. Við frænkurnar sáum ekki sólina fyrir litla sólargeislanum. Stefán var með eindæmum fallegt barn. Bar- áttuþrek hans var aðdáunarvert í gegnum margar og erfiðar aðgerðir á fótum hans fyrstu æviár, en Stefán fæddist með klumbufætur. Hann lét gipsin á báðum fótum aldrei aftra sér í leik- og athafnagleði og hann var snillingur í að redda sér á milli staða. Hann var söngvari mikill og kunni ótal marga söngva sem hann söng af mikilli innlifun með Stebbu ömmu sinni. Innilegi hláturinn og kímnigáf- an geymist í hjarta mínu eins og leyndur fjársjóður um ókomna tíð. Þegar Stefán flutti með mömmu sinni í Grýtubakkann voru mínar strætóferðir úr Fossvogi í Breiðholt- ið ófáar. Ég elskaði að passa litla frænda, og síðar systur hans tvær. Ljósu lokkarnir, bollukinnarnar, ómótstæðilega brosið, fallegu geisl- andi augun, mjúku hendurnar, þéttu og hlýju faðmlögin…. hann var al- gjört æði! Árin liðu og þegar Stefán nálgað- ist tólfta aldursárið sá ég hvernig þyngsli og óhamingja tók að stig- magnast í hans sál. Lífsgleðin og geislinn í augunum dofnaði alltaf meir og meir ... og slokknaði svo al- veg með tímanum sem leið. Eitur- lyfjaneyslan var þá byrjuð og eitur- lyfin voru ekki lengi að ná tökum á Stefáni;þau hreinlega gleyptu hann! Hálf ævi hans fór í stríð og angist í klóm fíkniefnapúkans. Baráttu Stefáns er loksins lokið! Þegar ég hugsa til hans í dag fyllist ég frelsis- og friðartilfinningu fyrir hans hönd – og annarra. Ég veit að nú líður honum vel. Stefán skilur eftir sig þrjár gull- fallegar dætur, tvíburana Kolbrúnu Sól og Dagbjörtu Nótt og Sesselju Báru. Ég bið góðan Guð að blessa og vernda þeirra æviskeið. Ég lýk minni hinstu kveðju með eftirfarandi ljóði – Hvíl í friði elsku frændi: Blessi nú faðir bros þitt og tár blessuð sé sál þín um aldir og ár öll er nú þjáning þín horfin á braut þú horfin og farin í Frelsarans skaut. Við söknum þín öll samt gleðjumst því yfir að alvaldur Drottinn þig leysti frá pín. Við vitum að eilífu áfram þú lifir og öll eigum eftir að koma til þín. (G. K.) Elsku hjartans mamma, Hildur, Frank, Selma, Íris og aðrir aðstand- endur, megi góður Guð styrkja ykk- ur í sorg ykkar. Inga Birna Sigfúsdóttir. Engum er ljóst, hvaðan lagt var af stað, né hver lestinni miklu ræður. Við sláumst í förina fyrir það, jafn fúsir sem nauðugir, bræður! Og hægt hún fer, en hún færist um set, þessi fylgd yfir veginn auðan, kynslóð af kynslóð og fet fyrir fet. Og ferðinni er heitið í dauðann. (Tómas Guðm.) Þegar ungt fólk deyr í blóma lífs- ins setur mann hljóðan og maður veltir fyrir sér tilgangi lífsins. Líf Stefáns var harðneskjulegt og erfitt en átti líka sínar björtu stundir inn á milli þó svo þær stundir hefðu svo sannarlega mátt lita líf hans meira en urðu því miður æ færri hans síð- ustu ár. Fíkniefnin eru harður hús- bóndi sem enginn óskar neinum að þurfa að þjóna. Þegar ég skoða göm- ul albúm birtist mér fyrir sjónum ungur ljóshærður drenghnokki með ljósa lokka og bjart bros. Stefán var mjög fallegur drengur, skírður í höf- uðið á móðurömmu sinni Stefaníu Jóhannsdóttur. Hann átti stóra fjöl- skyldu, margar frænkur sem pöss- uðu litla frænda sinn þegar hann var lítill, ömmur og afa, foreldra og ynd- islegar systur. Ungur að árum varð Stefán faðir og dætur hans þrjár bið ég algóðan guð að blessa og varð- veita. Kæra systir, Hildur, og Frank, Selma, Íris og amma Stebba. Ég bið góðan guð að senda ykkur ljós, styrk og kærleika sem og öðrum nánum aðstandendum Stefáns. Kæri Stefán frændi, það er komið að leiðarlokum. Sál þín er frjáls og laus úr viðjum fíknar. Hvíl í friði og guð geymi þig um alla eilífð. Elísabet María Sigfúsdóttir (Elsa). Með þessum fátæklegu orðum kveð ég þig, elsku frændi. Það reyn- ist mér ekki auðvelt, þar sem ég hef fengið að fylgjast með þér frá því að þú fæddist á gleðistundum sem sorg- arstundum. Elsta systir mín sem er móðir þín varð ólétt af þér mjög ung að árum og ég man enn þann dag í dag þegar hún sagði mér fréttirnar. Þú varst yndislegt barn með mikið fallegt hrokkið hár. Það var ósjaldan sem ég fékk að passa þig í Breiðholt- inu, og þótti það ekki leiðinlegt. Þeg- ar þú varst lítill þá man ég eftir því að þú varst mikið fyrir það að tala við vin sem enginn sá nema þú, ég man ekki hvað hann hét en þú gast verið tímunum saman inni í herbergi og leikið þér við þennan vin þinn. Þetta var sérstakt eins og þú varst alltaf, elsku Stefán, síðan eltist þetta af þér og vinurinn fór sína leið eins og þú hefur gert farið þína leið og sú leið er búin að vera brött og erfið. Stefán, það var oft svo erfitt og sárt að sjá þig þarna úti og nú ertu farinn og laus úr fjötrum efnanna sem voru farin að taka sinn toll af þér. Nú veit ég hvar þú ert – það var oft sem ég vissi ekki hvar þú varst og maður bað góðan guð að gæta þín, þar sem ég veit að undirheimar fíkni- efnanna eru mjög erfiðir, hættulegir og alls ekki fyrir alla að lifa og hrær- ast í. Stefán, líf þitt hefur verið erfitt og oft sat ég og hugsaði um hvað hægt væri að gera til að aðstoða þig við að losna frá fíkninni. Þetta var vandrat- aður vegur sem þú gekkst á og þú svo heltekinn að erfitt var að ná til þín enda búinn að fara í nokkrar meðferðir en ekkert gekk. Ég er glöð í hjarta mínu að hafa farið með móður þinni í heimsókn í fangelsið fyrir stuttu þar sem þú og móðir þín áttuð góðan tíma saman, því það er erfitt fyrir móður að vera svona langt í burtu þ.e. í öðru landi og vita af syni sínum í fjötrum fíkniefna. Móðir mín, amma þín, hefur verið sterk þar sem líf fíkniefnaneytanda markar líf aðstandenda. Hún hefur verið þín stoð og stytta og reynt að aðstoða þig eftir fremsta megni og ég veit að fyrir það ert þú þakklátur. Ég vil því senda móður þinni (systur minni) og ömmu þinni (móður minni) sérstakar samúðarkveðjur, því ég veit að þrátt fyrir alla erfiðleikana samfara líferni þínu þá elskuðu þær þig af öllu sínu hjarta. Með þessum orðum kveð ég þig, frændi, og minningar um góðan dreng lifa í hjarta mínu. Erna Sigfúsdóttir. Pínulítill með litlar lappir báðar í gifsi eru fyrstu minningarnar mínar um hann Stefán, en hann var full- kominn lítill hnoðri og man ég ennþá hversu mjúkar kinnarnar hans voru sem smábarn. Þegar hann stækkaði varð manni stundum starsýnt á hversu fallegur ungur drengur og seinna maður hann var, það var eitt- hvað alveg spes við hann frænda minn sem nú er farinn frá okkur af þessum tilvistarstað og kominn á þann næsta þar sem ég veit að horfn- ir ástvinir hafa tekið hlýtt á móti honum. Stefán er orðinn frjáls á ný, frjáls frá eiturlyfjum og öllu sem tilheyrir að lifa í þeim hlekkjum sem fylgja eiturlyfjafíkninni. Maður fyllist ang- ist að hugsa til þess hverskonar líf þetta var síðustu árin, og hvað það er erfitt að horfa á þann sem maður elskar deyja smám saman og allir ráðþrota. Maður vonaði alltaf innst inni að einhvern daginn myndi hon- um takast að rífa sig lausan úr hlekkjunum en Stefán sat fastur, hann reyndi en bara gat ekki. Sálin hans Stefáns er til himna komin og þar sé ég hann fyrir mér frjálsan í fyrsta sinn í langan langan tíma. Hvíl í friði frændi, við sjáumst síðar, það er ég viss um. Friðþóra Sigfúsdóttir (Adda). STEFÁN HEIÐAR BRYNJÓLFSSON Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR PÁLMASON jarðeðlisfræðingur, Miðleiti 1, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtu- daginn 25. mars kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hans er bent á líknarstofnanir. Ólöf B. Jónsdóttir, Magnús Atli Guðmundsson, Guðrún Torfhildur Gísladóttir, Jón Pálmi Guðmundsson, Þórhildur Lilja Ólafsdóttir og barnabörn. Ástkær kona mín, móðir okkar, tengdamóðir, dóttir, systir og mágkona, BRYNDÍS KRISTINSDÓTTIR, Víði, Mosfellsdal, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 13. mars, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 23. mars kl. 13.30. Reynir Holm, Bjarki Hólm, Bryndís Yngvadóttir, Svava Dís Reynisdóttir, Ásdís Reynisdóttir, Kristinn Guðjónsson, Svava Brynjólfsdóttir, Ómar Kristinsson, Kristín Geirsdóttir, Hörður Kristinsson, Rut María Jóhannesdóttir, Pálmi Kristinsson, Salome Tynes, Svandís Kristinsdóttir, Sveinn Heiðar Bragason. Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HALLDÓRU MARGRÉTAR JÓNSDÓTTUR, elli- og hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, áður Bólstaðarhlíð 44, Reykjavík, sem lést fimmtudaginn 11. mars sl., verður gerð frá Háteigskirkju þriðjudaginn 23. mars og hefst athöfnin kl. 13.30. Sigríður Jóna Kjartansdóttir, Björn Kristmundsson, Halldór Kjartan Kjartansson, Margrét Gunnarsdóttir, María Ólöf Kjartansdóttir, Einar Guðmundsson, barnabörn og langömmubörn. Elskuð eiginkona mín, móðir okkar, dóttir og amma, SVEINBORG HELGA SVEINSDÓTTIR, sem lést laugardaginn 13. mars sl., verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði föstudaginn 26. mars kl. 11.00 árdegis. Finnbogi Jónsson, Esther Finnbogadóttir, Ragna Finnbogadóttir, Sigríður R. Júlíusdóttir, Sveinn S. Sveinsson, Finnbogi Guðmundsson. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, GUÐBJÖRG M. FRIÐRIKSDÓTTIR, Efstahjalla 1c, Kópavogi, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtudaginn 18. mars, verður jarðsungin frá Neskirkju við Hagatorg, fimmtudaginn 25. mars kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Styrktarfélag krabbameins- sjúkra barna. Eiríkur Þóroddsson, Ólöf Eiríksdóttir, Atli Helgason, Þóroddur Eiríksson, Linda Björk Jóhannsdóttir, Arnþór Atlason, Erik Maron Þóroddsson. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN RÓSMUNDSSON fyrrverandi borgargjaldkeri, Hæðargarði 22, Reykjavík, sem lést á Landspítala Landakoti sunnudag- inn 14. mars, verður jarðsunginn frá Bústaða- kirkju mánudaginn 22. mars kl. 13.30. Rósmundur Jónsson, Kolbrún Sigurðardóttir, Guðríður G. Jónsdóttir Chitow, Garðar Jónsson, Sigríður Johnsen, Þorbjörn Jónsson, Sigrún Kjartansdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.