Morgunblaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 61
AFMÆLI MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MARS 2004 61 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 2 40 52 03 /2 00 4 Samsung X600 Myndavélasími Zoom, snúningur og ljós Stærð myndar 640 x 480 punktar Litaskjár 65.000 litir Minni 9 MB Verð 19.900 kr. Verslanir Og Vodafone: Kringlunni, Smáralind, Síðumúla 28, Skífunni Laugavegi 26, Hafnarstræti Akureyri og umboðsmenn. Þjónustuver sími 1414, www.ogvodafone.is Frítt að senda Myndskilaboð til 1. sept. 2004. Símann er eingöngu hægt að nota með símkorti frá Og Vodafone. Risapáskaegg fylgir! M yndskilab oð Frí tt að senda Guðrún Hrönn Hilmarsdóttir hús- mæðrakennari fagnar sjötugsafmæli sínu í dag. Sumir fá í vöggu- gjöf svo mikið af orku og lífskrafti að það hef- ur áhrif á alla sem þeim kynnast. Guðrún Hrönn er ein af þeim. Eftir að hún lauk námi frá Húsmæðra- kennaraskólanum tók hún við forstöðu Heilsuhælisins í Hveragerði. Þar kynntist hún manns- efni sínu, Gunnari Magnússyni, sem var í meðferð á Hælinu til þess að fá bót á liðagigt sem hann var þjáður af. Þau voru gefin saman í Dómkirkj- unni 9. september 1956. Hjónaband þeirra varð farsælt. Þau eru mjög samrýnd, ástríki og umhyggja þeirra hvors fyrir öðru hefur ekkert minnkað þó árin færist yfir þau Það fer ekki fram hjá nein- um sem hefur af þeim einhver kynni. Gunnar Magnússon fór til Dan- merkur til þess að stunda nám í húsgagna- og innanhússarkitektúr. Guðrún Hrönn fylgdi manni sínum og fékk sér vinnu í stórri verk- smiðju til þess að bæta fjárhaginn. Fjögur ár voru liðin frá hjóna- vígslunni og enn hafði þeim ekki orðið barna auðið. Eftir flókið ferli tókst þeim að fá að ættleiða tvo drengi frá Þýskalandi. Þeir voru síð- ar skírðir á Íslandi og hlutu nöfn afa sinna, sá eldri Magnús Gamalíel, sem nú er prestur á Dalvík; sá yngri Hilmar Hafsteinn er íþróttakennari. Gunnar var enn í námi og Guðrún Hrönn hætti að vinna utan heimilis- ins til þess að geta sinnt litlu drengjunum.Það kom sér vel að húsmóðirin kunni vel til verka. Hún prjónaði og saumaði föt á drengina og bjó til fjölbreytta rétti úr græn- meti og eplum úr garðinum. Þremur árum seinna ættleiddu þau níu mánaða gamla telpu sem var skírð Guðfinna Helga. Hún er nú skólaritari í Hagaskóla. Þegar Gunnar hafði lokið námi og komið upp eigin teiknistofu í Reykjavík fengu þau hjón löngun til þess að eignast fleiri börn. Það varð úr að þau tóku sér ferð á hendur vorið 1966 til Karlsruhe og sóttu ársgamla telpu sem var á barnaheimili þar. Hún hlaut nafnið Ragna Margrét og starfar nú sem sjúkraliði. GUÐRÚN HRÖNN HILMARSDÓTTIR Guðrún Hrönn sinnti þessum kjörbörnum sínum eins og hún hefði sjálf borið þau undir belti. Hana dreymdi draum sem benti til þess að börnin yrðu fleiri. Hún fann fyrir slappleika, fór til læknis og kvartaði yfir því að hún væri ekki vel frísk. Læknirinn rannsakaði hana og gerði henni síðan grein fyrir niðurstöðunni. Hún var ófrísk. Í fyll- ingu tímans fæddi Guðrún Hrönn stelpu sem var skírð Valgerður Tinna. Hún er nú iðn- hönnuður. Guðrún Hrönn hefur ríka ástæðu til að gleðjast á sjötugsafmælinu. Það sem einkennir hana er um- hyggja fyrir öðrum og hún er alltaf önnum kafin. Barnabörnin eru orðin þrettán talsins og fjölskyldan er samhent. Hjónin ferðast mikið, stunda sund og leikfimi, láta barna- börnin gista hjá sér og gefa sér tíma til þess að taka þátt í lífi þeirra. Við sem erum með þeim í sundlaugun- um kl. 8 að morgni dags njótum góðs af því hvað Guðrún Hrönn er góður kokkur. Það er venja hjá okk- ur nokkrum konum að setjast við visst borð, slappa af eftir sundið, drekka kaffisopa og fá stundum eitt- hvað gott með kaffinu. Þegar slát- urtíðin stóð yfir sl. haust kom Guð- rún Hrönn með lifrarpylsu- og blóðmörskepp handa okkur til þess að við gætum sannfærst um að það er ekkert verra að nota hrísgrjón í slátrið í stað þess að moka í það mör. Fyrir skömmu síðan kom hún með heimabakað rúgbrauð sem var algert sælgæti. Í dag fáum við tækifæri til þess að gleðjast með Guðrúnu Hrönn og fjölskyldu hennar. Við erum þakklátar fyrir að hafa kynnst sérstakri konu og óskum henni innilega til hamingju með sjö- tugsafmælið. Gyða Jóhannsdóttir. Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050www.thjodmenning.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.