Morgunblaðið - 26.03.2004, Page 16
ERLENT
16 FÖSTUDAGUR 26. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ERFIÐ deila er komin upp í Beethoven-
sinfóníuhljómsveitinni í Bonn í Þýskalandi
en 16 fiðluleikarar krefjast þess að fá
kauphækkun. Ástæðan er sú, að þeir spila
miklu meira en félagar þeirra með blást-
urshljóðfærin. Í hljómsveitinni eru alls
106 manns en fiðluleikurunum finnst sem
verið sé að níðast á þeim.
Michael Horn, aðstoðarstjórnandi
hljómsveitarinnar, segir, að þetta vanda-
mál sé ekki nýtt af nálinni enda sé hlut-
verk strengjahljóðfæra í klassískum verk-
um yfirleitt miklu meira en
blásturshljóðfæra. Sumir eigi því oft náð-
uga daga en aðrir sveitist blóðinu á hverj-
um tónleikum.
Súpa og sjúklingar
FRESTA hefur orðið nokkrum mik-
ilvægum skurðaðgerðum á sjúkrahúsi í
Nottingham á Englandi vegna alvarlegra
afglapa og ólíðandi framferðis læknisins,
sem átti að framkvæma þær. Heitir hann
Terence Hope og er kunnur sérfræðingur í
taugaskurðlækningum en í einu mat-
arhléinu gerði hann sér lítið fyrir og fékk
sér aftur á súpudiskinn án þess að borga
fyrir það. Raunar segist hann aðeins að
hafa verið að næla sér í nokkra brauðten-
inga í súpunni en söm er gjörðin og agabrot
er agabrot. Vegna þess hefur hann verið
sendur í frí meðan sjúkrahússtjórnin fjallar
um málið. Skaut hún því fyrst til heilbrigð-
isráðuneytisins en þar var málinu vísað frá.
Maður eða tákn?
HJÓNUM nokkrum í Georgíuríki í Banda-
ríkjunum varð heldur betur sundurorða
er þau fóru að sjá kvikmynd Mel Gibsons
um þjáningu Krists. Hélt deilan áfram eft-
ir að sýningu lauk og er heim var komið
létu þau hendur skipta og skæri til
áhersluauka. Var þeim þá stungið í stein-
inn en konan sagði, að misklíðin hefði snú-
ist um það hvort guð, faðir almáttugur í
heilagri þrenningu hefði verið maður eða
táknræn mynd. „Annað var það nú ekki,“
sagði konan.
Aukin kurteisi
ÍBÚAR Parísarborgar hafa lengi haft orð á
sér fyrir hroka og tillitsleysi en nú er ekki
annað að sjá en þessi þjóðlegi siður sé að
deyja út. Þeir eru farnir að slökkva á far-
símunum sínum á veitingastöðum og spyrja
jafnvel viðstadda hvort þeir megi reykja.
Og ekki nóg með það. Þeir eru líka farnir
að þrífa upp saurinn, sem hundarnir þeirra
skilja eftir á gangstéttum og annars staðar.
Sagt er, að í Frakklandi séu gæludýrin
jafnmörg mannfólkinu og áætlað er, að
hundarnir einir séu um átta milljónir. Það
er því ekkert lítið, sem þeir láta frá sér.
Meginskýringin á auknum þrifnaði er hins
vegar sú, að nú sér fjölmenn sveit manna
um ekkert annað en að fylgjast með hunda-
eigendum og sektin við því að skíta út
gangstéttirnar getur verið allt að 40.000 ísl.
kr.
Ljótt að svindla
ÞAÐ er grafalvarlegt mál að svindla á
prófi en óvíða eins og á Indlandi. Þegar
500.000 námsmenn gengust undir próf í
Bihar-ríki á dögunum gættu þeirra 5.000
lögreglumenn auk kennaranna og árvökul
augu þeirra létu ekkert fram hjá sér fara.
Komst upp prófsvindl hjá 168 náms-
mönnum og hafa þeir nú verið fangels-
aðir.
ÞETTA GERÐIST LÍKA
Nei, nú er
komið nóg
Reuters
UPP Á þennan myndarlega kaffibolla
var boðið í Moskvu í gær en í hann
fóru 30 l af vatni, 70 l af mjólk og sjö
kíló af kaffi. Á það að heita nýtt met.
Kaffisopinn indæll er TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagðií gær að stjórnvöld í Líbýu væru reiðubúin að
ganga til liðs við Vesturlönd í baráttunni gegn
hryðjuverkaógninni. Lét Blair þessi ummæli
falla eftir að hafa átt viðræður við Muammar
Gaddafi Líbýuleiðtoga í bedúína-tjaldi skammt
frá höfuðborginni, Trípólí.
Fundur Blairs og Gaddafis þótti sögulegur og
til marks um þau miklu umskipti sem átt hafa
sér í afstöðu Líbýumanna til Vesturlanda á síð-
ustu mánuðum. Fyrir um þremur mánuðum
lýsti Gaddafi óvænt yfir því að Líbýumenn
hefðu hætt við áætlanir um að koma sér upp
gjöreyðingarvopnum og skýrði frá því að
stjórnvöld þar tækju alþjóðlegu eftirliti með
þeirri ákvörðun fagnandi.
Saman gegn öfgum og hryðjuverkum
Eftir fundinn sagði Blair við fréttamenn að
sinnaskipti Líbýumanna væru „stórbrotin“.
Gaddafi og undirsátar hans hefðu skapað for-
dæmi sem önnur arabaríki ættu að veita at-
hygli. Blair kvað Gaddafi hafa lýst yfir því að
áfram yrði haldið á braut samstarfs við Vest-
urlönd enda gerði Líbýuleiðtoginn sér ljóst að
framtíð landsins yrði best tryggð með nýju og
breyttu sambandi við umheiminn.
Blair sagði að á fundinum hefði komið fram í
máli Gaddafis að hann hygðist taka þátt í „bar-
áttunni gegn Al-Qaeda [hryðjuverkanetinu],
öfgum og hryðjuverkum, sem ógna ekki ein-
göngu Vesturlöndum heldur og arabaheimin-
um“.
„Það er gott að vera kominn hingað eftir
þessa löngu bið,“ sagði Blair við upphaf fundar
þeirra Gaddafis. „Þú barðist mjög fyrir þessu
máli,“ svaraði Gaddafi á ensku og virtist eiga við
framgöngu Blairs í því skyni að bæta samskipt-
in við Líbýu. För Blairs til Líbýu var ekki óum-
deild í Bretlandi og urðu margir til að minna á
að það hefði fyrst verið í fyrra sem Líbýumenn
féllust á að greiða bætur fyrir hryðjuverkið yfir
skoska bænum Lockerbie árið 1988 þegar
flugumenn á vegum Gaddafis sprengdu í loft
upp þotu með þeim afleiðingum að 270 fórust.
Er það mannskæðasta hryðjuverk í sögu Evr-
ópu. Þá þótti ýmsum ekki við hæfi að breski for-
sætisráðherrann færi beint á fund Gaddafis eft-
ir að hafa verið viðstaddur minningarathöfn um
þá sem fórust í árásum hryðjuverkamanna í
Madríd fyrr í mánuðinum.
Breskur forsætisráðherra hefur aldrei sótt
Líbýu heim frá því að landið hlaut sjálfstæði ár-
ið 1951. Gaddafi hefur stjórnað landinu frá 1969.
Allt þar til í fyrra hafa stjórnvöld á Vesturlönd-
um talið hann í hópi útlaga og hryðjuverkafor-
ingja.
Blair fagnar „stórbrotnum“
sinnaskiptum Gaddafis
Sögulegur fundur leiðtoganna í bedúínatjaldi skammt frá
Trípólí sagður sýna vilja til samstarfs gegn hryðjuverkaógninni
Trípólí. AFP.
AP
Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, ræðir við Muammar Gaddafi í tjaldi Líbýuleiðtogans skammt frá Trípólí.
’Gaddafi og undirsátarhans hefðu skapað for-
dæmi sem önnur arabaríki
ættu að veita athygli.‘
SUHARTO, fyrrverandi forseti Indónesíu,
er efstur á lista yfir spilltustu menn fyrr og
síðar. Áætlað er, að hann hafi stolið frá
sinni eigin þjóð allt að 2.500 milljörðum ísl.
kr.
Kemur þetta fram í skýrslu, sem sam-
tökin Transparency International, IT, hafa
birt en í henni er sýnt fram á hvernig póli-
tísk spilling og mútuþægni halda sumum
þróunarríkjum í fátæktargildru. Sagði frá
þessu á fréttavef BBC, breska ríkisútvarps-
ins, í gær.
„Í þágu almannahagsmuna“
Næstur á eftir Suharto kemur Ferdinand
heitinn Marcos, forseti Filippseyja, en þýfið
hans er áætlað upp undir 720 milljarðar kr.
Þá kemur Mobutu Sese Seko, forseti Zaíres,
en hann er sagður hafa stolið allt að 360
milljörðum kr. eða 40% af þeim 864 millj-
örðum kr., sem ríkið fékk í erlenda aðstoð í
32 ára valdatíð hans.
Þeir 10 efstu á spillingarlistanum eru ým-
ist látnir eða ekki lengur við völd en á eftir
þeim nokkrir núverandi valdhafar.
Meðal þeirra má nefna Jose Eduardo Dos
Santos, forseta Angóla; Teodoro Obiang,
forseta Miðbaugs-Gíneu, og Nursultan Naz-
arbajev, forseta Kasakstans. Var það raunar
fyrir slysni, að upp komst, að hann hafði
flutt 72 milljarða ísl. kr. á bankareikninga
erlendis „í þágu almannahagsmuna“.
Suharto efstur á spillingarlista
Stal allt að 2.500
milljörðum kr.
Suharto er sagður hafa stolið frá sinni eigin þjóð allt að 2.500 milljörðum ísl. kr.