Morgunblaðið - 26.03.2004, Page 34

Morgunblaðið - 26.03.2004, Page 34
LISTIR 34 FÖSTUDAGUR 26. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Ámorgun verða þrjár sýn-ingar opnaðar í Lista-safni Kópavogs-Gerðarsafni. Í vestursal sýnir Sigtryggur Bjarni Baldvinsson nýjar olíu- og vatnslitamyndir. Sýningu sína nefnir Sigtryggur Fleti, en í verk- unum tekst hann á við að end- urskapa náttúrulega hrynjandi. „Ég var á gangi í Norðurmýrinni eitthvert vorið, þegar trén voru rétt að byrja að bruma, eftir grá- an vetur. Ég sá lífsprengingarnar sem birtust í bruminu á trjánum, þennan sterkgræna lit, sem mynd- aði eins og litlar sprengingar. Ég tók ljósmyndir af þessu því ég sá að þetta væri eitthvað sem ég vildi vinna með í myndlistinni. Tveimur árum seinna keypti ég mér tölvu til að geta unnið myndirnar. Ég vildi geta einangrað það sem alltaf vantaði í myndirnar mínar, líf- rænan og náttúrulegan rytma, sem ég hef ekki innbyggðan í mér, en er einn af frumþáttum mál- verksins. Á síðustu árum hef ég verið að taka þessa frumþætti fyr- ir í verkunum mínum – til dæmis pensilfarið. En þetta tókst mér að einangra í tölvunni minni. Vatns- litamyndirnar sem þú sérð hér eru allar unnar á þennan hátt, eftir einni og sömu ljósmyndinni, sem ég tók í ítölskum almenningsgarði 1998. Ég er nú búinn að gera um 24 verk sem eru öll byggð á sama sama smápartinum af þessari ljós- mynd. Ljósmyndin horfir upp í tvö tré sem mætast. Það sem ég er að meina með þessu, og það sem er mér hugleikið, er gjörnýting fá- breytts myndefnis andspænis því rosalega flóði af sterku myndefni sem er allt í kringum okkur. Þetta stendur í samhengi við spurn- inguna um hlutverk málverksins. Af minni hálfu eru þetta engar yf- irlýsingar, en úr þessu er sprottin sú árátta að endurnýta efnið aftur og aftur.“ Auk vatnslitamyndanna sýnir Sigtryggur Bjarni stór olíu- málverk, sem byggð eru á mynd- um af vatni. „Vatnið er góð upp- spretta – sjálfgefið mótíf ef svo má segja. Ég gæti auðveldlega málað sama drullupollinn alla ævi, því hann er aldrei eins. Olíuverkin eru unnin upp úr stafrænum ljós- myndum af ám í nágrenni Reykja- víkur.“ Ölfusá, Brúará og Öxará eru á veggjum sýningar Sigtryggs Bjarna og aðferðafræðin sú sama og í vatnslitamyndunum, lítill flöt- ur í ljósmynd, verður að stóru verki, þar sem blæbrigði smáatrið- anna njóta sín. „Eins og þú sérð, sleppi ég mér svolítið í litunum, og þá fær myndræna virknin að ráða, frekar en útskýring á dýpt eða öðru slíku. Þetta er leikur á mörk- um hlutbundinnar og óhlutbund- innar tjáningar.“ Spurður um hvort máli skipti að tiltekin mynd sé af ákveðinni á, segir Sigtryggur svo ekki vera. „Nei, það er ekki aðalatriðið. Ólaf- ur Elíasson hefur sterkar hug- myndir um þetta atriði. Það á ekkert að vera falið. Galdurinn á að vera auðsýnilegur og maður á að geta komist að því sem maður vill. Þess vegna vil ég gjarnan segja frá því hvernig myndirnar mínar eru unnar. Ef fólk vill vita hvernig ég geri hlutina, þá má það það. En það er ekki það sem myndirnar eru, myndirnar eru eitthvað annað. Myndirnar eru áhorfandinn sem horfir á þær. Ég vil helst að fólk upplifi þær, það er áhugaverðasta nálgunin.“ Slettan og símynstrið Í austursal sýnir JBK Ransu málverk unnin með akríl á striga. Heiti sýningarinnar er Innhverf / Úthverf sem vísar til tvenns konar nálgunar við málverkið. Annars vegar er það sá þáttur sem snýr að geometríunni, grunnformunum og endurteknu vinnuferli sem beinir manni innvortis, eins og reyndar öll nosturleg vinna gerir. Hins vegar er það abstrakt ex- pressjónin, óreiðan, athöfnin eða slettan. „Ef ég líki þeim við dæg- urlög, þá er ég eiginlega eins og DJ, tek eitthvað ólíkt og mixa það saman,“ segir Ransu um verkin sín. „Ég veit ekki hvort þetta eru andstæður; frekar öfgar, hvor í sína áttina. Það er meginþemað hjá mér.“ Sjálflýsandi litir eru áberandi í verkum Ransu. „Dags- birtan ertir þessa liti meira en aðra, og áhrifin eru frekar optísk. Það kemur meiri hreyfing í mynd- irnar með sjálflýsandi litunum, sem á sér ekki stað, nema í sjón- taugunum okkar. Það má segja að „pop-op“ sé eins og samheiti yfir öll verkin – op listin – skynvillur. En þetta er allt líka teiknimynda- legt, gæti verið málað á Cartoon Network.“ Á neðri hæðinni er sýning Guð- rúnar Veru Hjartardóttur, Beðið eftir Meistaraverki. Á sýningunni eru aðallega smávaxnar fígúrur mótaðar úr leir sem eiga það sam- merkt að vilja beina áhorfand- anum til sjálfs síns. Guðrún Vera vakti nokkra athygli fyrir sýningu sína Rætur í Gallerí Hlemm árið 2001 þar sem hún fjallaði um sam- runa manneskjunnar og náttúr- unnar. Er sýningin í Gerðarsafni að mörgu leyti framhald af þeirri sýningu. Á móti gestum taka litlar verur, sem stara stórum, spur- ulum augum á áhorfandann. Hvað vilja þær mér? „Það er hún sem bíður eftir þér,“ segir Vera um litlu mann- eskjuna sem bíður eftir meist- araverki. „Öðru vísi get ég ekki lýst henni – hún er biðfígúra, og þær allar sjö. Spurul er frábært orð – það er eins og mér finnst listin eiga að vera. Ég er alltaf að spyrja mig einhvers – alltaf að tengja mig við eitthvað, alltaf að framkvæma – en það eru aldrei nein bein svör. En þannig er lífið,“ segir Vera. „Viljinn vaknar og maður er á lífi, vegna þess að spurningarnar eru lifandi. Þær hafa gildi – ekki endalaus svörin. Fyrir mér er það frelsið – ég þarf ekki að vita neitt.“ Þegar Vera er spurð hvort hún sé ekki að gera miklar kröfur á áhorfandann með því að láta þessi spurulu augu grandskoða hann þegar hann kem- ur inn – segir hún það eingöngu fara eftir upplifun þess sem horfir. „Þetta er persónuleg upplifun.“ Mænandi augu biðfígúranna eru áleitin, en þegar framhjá þeim er komið, taka við aðrar persónur, hógværari og undirleitari – þeim er kannski meira sama um það sem fram fer. Sýningarnar þrjár í Gerðarsafni standa til 18. apríl. Beðið eftir meistaraverki Sigtryggur Bjarni við eitt verka sinna. J.B.K. Ransu við verk sín. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vera heilsar upp á fóstrið með gömlu hendurnar. Síur og hreinsiefni í potta og sundlaugar Skeifan 2 - 108 Reykjavík - S. 530 5900 poulsen@poulsen.is - www.poulsen.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.