Morgunblaðið - 26.03.2004, Qupperneq 44
MINNINGAR
44 FÖSTUDAGUR 26. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Ó
neitanlega er for-
vitnileg niðurstaða
skoðanakönnunar,
sem Fréttablaðið
birti á miðvikudag.
Þar kváðust átta af hverjum tíu
telja „rétt að forseti Íslands eigi
að hafa vald til að skjóta um-
deildum málum í þjóðaratkvæða-
greiðslu“ eins og spurningin var,
heldur klunnalega, orðuð. Þessi
niðurstaða sýnist til marks um
að málflutningur Ólafs Ragnars
Grímssonar, forseta Íslands, á
undanliðnum vikum eigi mikinn
hljómgrunn meðal þjóðarinnar.
„Málskotsrétturinn“ svonefndi
hefur verið nokkuð til umræðu í
lýðveldinu að undanförnu. Ólafur
Ragnar Grímsson hefur haldið
því fram að sá
réttur sé ótví-
ræður og hef-
ur skýrt frá
því að hann
hafi tvívegis
íhugað að
beita þessu
valdi forseta. Um þennan rétt og
tengsl hans við þingræðið deila
virtir lögfræðingar og stjórn-
málamenn hafa séð ástæðu til
þess að tjá sig um málið.
Nú hefur Ólafur Ragnar
Grímsson boðað að hann hyggist
efna til „samræðu við þjóðina“
um forsetaembættið. Í þessum
orðum forsetans sýnist felast að
hann hyggist kynna sjónarmið
sín í þessu deilumáli fyrir þjóð-
inni og hann hefur látið að því
liggja að það verði gert á fund-
um með kjósendum komi til for-
setakosninga í sumar. Ólafur
Ragnar Grímsson hefur lagt
áherslu á að forsetinn sé sá for-
ustumaður Íslendinga, sem kjör-
inn sé beinni kosningu. Hann og
fleiri líta á forseta Íslands sem
eins konar „öryggisventil“, eins
konar sérlegan „þjóðarfulltrúa“,
sem gripið geti inn í hyggist
stjórnmálamennirnir með ein-
hverjum hætti hundsa vilja al-
mennings í umdeildum stór-
málum.
Forsetinn hefur nefnt að til
greina kæmi að beita þessu um-
deilda valdi kæmi einhverju
sinni til þess að ráðamenn ís-
lenskir hygðust leiða þjóðina inn
í Evrópusambandið án þjóð-
aratkvæðagreiðslu. Þegar að því
kemur að Íslendingar taki af-
stöðu til Evrópusambands-
aðildar, sem trúlega gerist á
næstu 7 til 12 árum, er fræðilega
mögulegt að ráðamenn hyggist
hundsa kröfur um þjóð-
aratkvæðagreiðslu. Slík krafa
kom fram af nokkrum þunga
þegar Íslendingar gerðust aðilar
að Evrópska efnahagssvæðinu
enda fól sú þátttaka í sér umtals-
vert fullveldisafsal. Aðild að
Evrópusambandinu fæli á hinn
bóginn í sér svo risavaxið skref
að afar hæpið verður að telja að
til þess kæmi að forseti sæi sig
neyddan til að virkja „málskots-
réttinn“.
Vigdís Finnbogadóttir, forveri
núverandi forseta, sagði ein-
hverju sinni að hún gæti hugsað
sér að beita þessu valdi þjóð-
höfðingjans og nefndi sem dæmi
að það myndi hún gera hygðust
ráðamenn hér á landi innleiða
dauðarefsingar. Þetta tilbúna
dæmi er augljóslega fráleitt.
Við flestum þeim, sem búa yfir
sæmilegri meðvitund, blasir að
forsetaembættið skortir inntak
og merkingu. Sá tilbúni hátíð-
leiki, sem einkennir það, er í litlu
samhengi við nútímann og sam-
félag sem, blessunarlega, hefur
tekið allnokkrum breytingum á
undanliðnum árum. Hirðvæðing
embættisins á síðustu 20 árum
eða svo hefur einnig orðið til
þess að margir hafa endur-
skoðað hug sinn til þess.
Svo virðist sem Ólafur Ragnar
Grímsson geri sér þetta ljóst
enda fer þar ágætlega jarð-
tengdur maður. Framganga
hans, sem vakið hefur deilur,
sýnist mótast af tilraunum til að
gefa embætti þessu inntak og
merkingu umfram það, sem fal-
ist hefur í ræðum um meira og
minna viðtekin sannindi og þátt-
töku í opinberum athöfnum, sem
fáir hafa áhuga á. Um aðferðir
hans og rökstuðning má vit-
anlega deila en sanngjarnt og
eðlilegt virðist að túlka fram-
göngu forsetans á þann veg að
hún feli sér viðleitni til að fá
embættinu tilgang og merkingu í
nútímanum.
Vandinn í þessu viðfangi blasir
við. Forsetanum er ætlað að
vera „sameiningartákn þjóð-
arinnar“. Vissulega er það
ákveðið rannsóknarefni að ein-
hver vilji taka að sér að sinna
því hlutverki en mikilvægara er
þó að „sameiningartáknið“ get-
ur, eðli málsins samkvæmt, ekki
tjáð sig um umdeild mál í sam-
félaginu. Geri viðkomandi það er
forsetinn, bæði efnislega og rök-
lega, dæmdur til að ganga gegn
hlutverki sínu. Þess vegna er
forseti Íslands dæmdur til að
hafa engar skoðanir og getur í
raun ekki tjáð sig um neitt um-
fram sjálfgefin og viðtekin sann-
indi. „Sameiningartákninu“ er
þannig gert að vera utan og
handan samfélagsins, sem því er
í senn ætlað að sameina og vera
fulltrúi fyrir.
Þetta er vitanlega fráleit og
óþolandi aðstaða.
Til eru þeir, sem leggja vilja
þetta embætti niður. Sú nið-
urstaða væri á allan veg hin
heppilegasta. Á hinn bóginn er
það svo að þeir, sem eru þess-
arar hyggju, mynda jaðarhóp í
samfélaginu. Því fer fjarri að
meirihlutastuðningur sé við
þessa afstöðu og afar ólíklegt má
telja að breyting verði þar á í
fyrirsjáanlegri framtíð.
Á hinn bóginn hljóta menn að
hugsa til þeirrar stöðu, sem
skapast kann í lýðveldinu nú í
sumar fari svo að Ólafur Ragnar
Grímsson efni til funda í því
skyni að kynna hina umdeildu
sýn sína til embættisins og valds
forseta. Munu þeir stjórn-
málamenn og lögfræðingar, sem
eru á öndverðri skoðun, sjá sig
knúna til að andmæla forset-
anum í miðri kosningabaráttu?
Nauðsynlegt sýnist að stjórn-
arskrá lýðveldisins verði endur-
skoðuð sem fyrst m.a. í þeim til-
gangi að eyða óvissu um hvert
vald, hlutverk og verksvið for-
seta skuli vera þar sem þjóðin er
greinilega þeirrar skoðunar að
viðhalda beri því embætti.
Forseti og
nútíminn
Sanngjarnt og eðlilegt virðist að túlka
framgöngu forsetans á þann veg að hún
feli sér viðleitni til að fá embættinu til-
gang og merkingu í nútímanum.
VIÐHORF
Eftir Ásgeir
Sverrisson
asv@mbl.is
✝ Laufey SigurrósÁsgeirsdóttir
fæddist í Reykjavík
10. apríl 1918. Hún
lést á Landakotsspít-
ala 20. mars síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Þórunn Þorsteins-
dóttir úr Hafnar-
firði, f. 20.8. 1882, d.
20.10. 1935, og Ás-
geir Ásmundsson frá
Stóra-Seli í Reykja-
vík, f. 4.9. 1883, d.
8.1. 1960. Alsystkini
Laufeyjar eru Ás-
mundur Kristinn skákmeistari, f.
1906, d. 1986, Ástvaldur Helgi, f.
1908, d. 1980, Gunnar Aðalsteinn,
f. 1909, d. 1980, Guðrún, f. 1910,
d. 1923, Þórarinn er fórst á
stríðsárunum, Guðlaugur Adólf,
f. 1915, d. 1958,
Borghildur, f. 6. júní
1919, auk tveggja
Bryndísa er létust
ungar. Hálfsystir
Laufeyjar sam-
mæðra er Guðrún
Welding, f. 25. apríl
1928.
Fyrsti eiginmaður
Laufeyjar var Frank
Cassata, heildsali í
Reykjavík, f. 1911,
annar eiginmaður
hennar var Björn
Guðmundsson kenn-
ari, f. 1917, d. 1976.
Síðar giftist Laufey Ólafi Th.
Ólafssyni vélstjóra, f. 1922, d.
1989.
Útför Laufeyjar verður gerð
frá Fossvogskapellu í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.30.
Laufey móðursystir mín hefur nú
lokið ferð sinni hér á jörð. Hún
fæddist hinn 10. apríl 1918, næst-
yngsta barn hjónanna Þórunnar
Þorsteinsdóttur og Ásgeirs Ás-
mundssonar frá Stóra-Seli. Þau
voru 10 alsystkinin, en nú er móðir
mín, Borghildur Ásgeirsdóttir, sú
yngsta í hópnum orðin ein eftir, auk
hálfsystur sinnar, Guðrúnar Weld-
ing, er býr í Noregi. Móðir mín bið-
ur Guð að blessa systur sína og veit
að hún fær góðar móttökur á himn-
um hjá Þórunni ömmu minni og Ás-
geiri afa, og að það verða fagnaðar-
fundir hjá þeim Óla þegar þau nú
hittast á ný.
Margar minningar um þessa stór-
brotnu konu þyrlast upp í huga mér.
Það var aldrei nein lognmolla í
kringum hana frænku mína. Hún
var dugnaðarforkur, klæðskeri góð-
ur sem aldrei féll verk úr hendi.
Fyrstu minningar mínar af henni
eru þar sem hún situr innan um
hlaða af herrahálsbindum sem hún
var að sauma. Hún útskýrði fyrir
mér hve vandasamt verk er að sníða
og sauma falleg herrabindi, ekkert
má út af bregða, öll spor hnífjöfn,
og hálsbindin í Harrods komast
ekki í hálfkvisti við handbragð
hennar.
Hún var glæsileg kona og smekk-
vís, mikill fagurkeri og heimili henn-
ar líktist listasafni þar sem hverjum
hlut var vandlega valinn staður og
vel hugsað um þá. Hún var mjög
hæfileikarík og allt lék í höndunum
á henni. Úti á stóru svölunum rækt-
aði hún fagrar rósir sem lifðu af
harða veðráttu enda pakkað inn í
steinull á veturna, og á sumrin
framreiddi hún rjómapönnukökur
og kaffi á sólardögum í suðræna
garðinum sínum á 8. hæð.
Hún spilaði á píanó og orgel, og
alltaf var hún að læra eitthvað nýtt,
enda góðum gáfum gædd. Eftir
langan vinnudag sótti hún kvöld-
skóla í öllu milli himins og jarðar, og
símenntun var ekki nýyrði í hennar
huga. Hún talaði ensku og dönsku
lýtalaust, og fannst því sjálfsagt að
eyða nokkrum árum í að læra ís-
lensku til hlítar, sat oft við sauma á
kvöldin með málfræðibækurnar
opnar sér við hlið til þess að nota
heilann á meðan hendurnar voru að
sýsla. Á efri árum eftir að hún varð
ekkja fór hún að sækja einkatíma í
þýsku, og var svo allt í einu horfin
til Þýskalands á sumarnámskeið,
þar sem hún stundaði skóla 8 tíma á
dag, og fór svo út að skemmta sér á
kvöldin með unga fólkinu í skólan-
um þótt hún væri hátt á áttræð-
isaldri, enda undi hún hag sínum
best innan um ungt fólk, henni
fannst eldra fólk eitthvað svo gam-
aldags í hugsun og það þótt það
væri meira en 20 árum yngra en
hún.
Fyrsti eiginmaður Laufeyjar var
Frank Cassata, og fluttist hún með
LAUFEY
ÁSGEIRSDÓTTIR
✝ Elí Rósinkar Jó-hannesson húsa-
smíðameistari fædd-
ist á Hlíð í Álftafirði
við Ísafjarðardjúp
19. október 1925.
Hann andaðist á
Hjúkrunarheimilinu
Sunnuhlíð í Kópa-
vogi 18. mars síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Málfríður
Sigríður Sigurðar-
dóttir, f. 15. maí
1885, d. 5. maí 1956
og Jóhannes Einar
Gunnlaugsson, f. 27.
maí 1882, d. 2. apríl 1942. Elí var
yngstur 17 systkina sem öll eru
nú látin.
Elí kvæntist 17. maí 1947 Matt-
hildi Kristinsdóttur, f. á Brimnesi
í Viðvíkursveit í Skagafirði 13.
janúar 1924, d. 3. desember 1997,
ættaðri úr Skagafirði. Börn
þeirra eru: 1) Gunnar Stefán, f.
16. ágúst 1950, kvæntist Elínu E.
Ellertsdóttur, f. 8. júní 1951, þau
skildu. Börn þeirra eru Gunnhild-
ur Ásta, Hrafnhildur, Bryndís og
Stefán Carl. Gunnar Stefán og El-
ín eiga sjö barnabörn. 2) Kristín,
f. 14. ágúst 1951, gift Þóri Þór-
arinssyni, f. 24. september 1949.
Synir þeirra eru Elí Þór, Brynjar
Logi og Ingimar Trausti. Kristín
og Þórir eiga sjö barnabörn. 3)
Agnes, f. 30. ágúst 1954, gift
Árna Bergi Sigurbergssyni, f. 4.
mars 1948, d. 30. nóvember 2001.
Synir þeirra eru Sigurbergur og
Finnur Már. Agnes og Árni Berg-
ur eiga tvö barnabörn. Synir
Árna Bergs eru Eðvald Ingi, hann
á fjögur börn og Hjörleifur. 4)
Málfríður, f. 9. október 1959, gift
Víði Þormar Guðjónssyni, f. 15.
maí 1957. Börn
þeirra eru Matthild-
ur Elín, Karen og
Arnór. Málfríður og
Víðir Þormar eiga
eitt barnabarn. 5)
Kristbjörg, f. 26.
september 1962.
Synir hennar eru Elí
Rósinkar og Agnar
Bergur Sigurgeirs-
synir. Sambýlismað-
ur Kristbjargar er
Sigurjón Guðmunds-
son, f. 9. febrúar
1964. 6) Steindór Jó-
hannes, f. 16. októ-
ber 1965, kvæntur Valgerði Guð-
laugu Guðgeirsdóttur, f. 12. júlí
1968. Synir þeirra eru Hinrik og
Guðgeir Ingi. Sonur Steindórs frá
fyrra hjónabandi er Kristinn.
Elí ólst upp hjá foreldrum sín-
um á Hlíð þar til hann fluttist með
móður sinni til Hnífsdals eftir lát
föður hans. Í Hnífsdal stundaði
hann sjómennsku þar til hann fór
suður til náms í trésmíði við Iðn-
skólann í Reykjavík. Eftir það
voru smíðarnar hans ævistarf og
fjölmargar byggingar standa eft-
ir hann, bæði háar og lágar. Síð-
ustu ellefu ár starfsævi sinnar
vann hann á trésmíðaverkstæði
Landspítalans við Hringbraut.
Fyrstu hjúskaparárin bjuggu
Elí og Matthildur í Borgarnesi en
árið 1953 fluttu þau í Kópavog
þar sem þau bjuggu alla tíð síðan,
lengst af á Bjarnhólastíg 9. Eftir
lát Matthildar flutti Elí á sambýli
aldraðra á Skjólbraut 1a en síð-
asta ár ævi sinnar bjó hann á
Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð.
Útför Elís fer fram frá Kópa-
vogskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Elsku Elli minn.
Nú er komið að kveðjustund. Fyrir
30 árum fór ég að slá mér upp með
dóttur þinni Mallý og þú og Mattý
tókuð mér strax opnum örmum. Ég
var fljótur að átta mig á því hvaða
gæðasál þú hafðir að geyma, alltaf
tilbúinn að rétta fram hjálparhönd og
gefa góð ráð.
Þær eru margar minningarnar
sem þjóta um huga minn. Þegar þú
hvattir okkur til að kaupa okkar
fyrstu íbúð hjá Byggingu í Engihjall-
anum. Seinna varðst þú fyrsti maður
til að styðja mig og fjölskylduna mína
í að reisa okkur heimili í Bæjargilinu
og tókst ekki annað í mál en að vera
meistari að húsinu og lagðir ómældan
tíma í að hjálpa til. Seinna, allar ferð-
irnar í Garðabæinn í vinnusloppnum
með verkfæratöskuna til að dytta að
hinu og þessu.
Elsku Elli minn, þín verður sárt
saknað eftir öll þessi góðu ár með þér
og Mattý og þær góðu og yndislegu
stundir sem ég, Mallý og börnin átt-
um með ykkur. Ég veit að þú ert
hvíldinni feginn og kominn til Mattý-
ar þinnar.
Guð blessi þig og geymi.
Þinn tengdasonur,
Víðir.
Elsku afi.
Það er sárt til þess að hugsa að þú
sért farinn frá okkur. Það er þó einnig
léttir að hugsa til þess að nú ertu laus
við þann ömurlega sjúkdóm, Alz-
heimer, sem þú þjáðist af síðustu ár.
Ég þarf ekki að hugsa mig tvisvar
um þegar ég segi að þú hafir verið
ljúfasti maður sem ég hef nokkurn
tímann kynnst, þú varst sá allra ljúf-
asti, elsku afi, og það vita allir sem til
þín þekktu.
Það er margs að minnast þegar ég
hugsa til baka því það voru ófáar
stundirnar sem ég átti með ykkur
ömmu, það leið vart sá dagur að við
hittumst ekki. Dýrmætar minningar
sem ég mun ávallt geyma í hjarta
mínu. Við tvö að borða kaldan hafra-
graut í hádeginu, Olsen Olsen við eld-
húsborðið, dundað í bílskúrnum, ís-
bíltúrar og svo mætti lengi telja. Þú
svoleiðis dekraðir við okkur barna-
börnin, afi, þér var svo umhugað um
þá sem stóðu þér næst. Alltaf hafðir
þú samt orð á því, sama hve mikið þú
gafst eða hjálpaðir, að þetta væri
ósköp lítið. Já, akkúrat svona varstu
og minninguna um þig mun ég geyma
sem gull.
Ég mun sakna þín ósköpin öll en
það gleður mig að hugsa til þess að nú
ertu kominn í ömmu-faðm. Hvíl í friði,
elsku hjartans afi.
Þín
Matthildur.
Elsku afi.
Þú kvaddir okkur að morgni
fimmtudags en eftir sitja hlýjar, ríkar
minningar um þig. Góðar gleðiríkar
minningar sem ylja mér um hjartað.
Ég hef varla verið meira en fjögurra
ára þegar þú gafst mér bréfpening
sem ég mátti fara með í búðina til að
kaupa grænan frostpinna. Ég gekk
svo stolt niður Bjarnhólastíginn og
hélt í bréfpeninginn með báðum
höndum, staðráðin í að standa undir
því mikla trausti sem þú sýndir mér.
Suðurbraut í byggingu, ég var agn-
dofa yfir getu þinni til að byggja allt
ELÍ RÓSINKAR
JÓHANNESSON