Morgunblaðið - 26.03.2004, Qupperneq 73

Morgunblaðið - 26.03.2004, Qupperneq 73
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARS 2004 73 HIPPAFLOKKURINN í Vest- mannaeyjum ætlar að halda þriðju hippahátíð sína í Vestmannaeyjum dagana 26. og 27. mars undir yfir- skriftinni Ást, friður og tónlist út í Eyjum. Þetta er þriðja hátíðin sem þessi ágæti söngflokkur heldur í Eyjum. Nú er í fyrsta sinn verið að markaðssetja hátíðina á fastalandinu og vonast eftir gestum þaðan. Um síðastliðna helgi dvaldi hippa- flokkurinn í frístundahúsi á Flúðum og æfði tónlist sína og lék einnig á veitingahúsinu Útlaganum. Frétta- ritari átti leið fram hjá verslun Sam- kaupa á Flúðum en þá var hópurinn að syngja fyrir Karlakór Selfoss sem einnig var með sinn árlega æfinga- dag á Flúðum. Tóku hóparnir eitt lag saman fyrir viðstadda. Þessi söngflokkur flytur lög frá hippatímanum, þ.e. aðallega frá 1967 til ’72. Söngurinn er fagur og fjölbreyttur enda hafa Eyjamenn löngum getað sungið. Ef einhverjir vilja vita nánar um þennan ágæta söngflokk er hægt að að fara inn á slóðina hippinn.eyjar.is. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Þriðja hippahátíðin í Vestmannaeyjum Hrunamannahreppi. Morgunblaðið. JON Andersen Gotteberg er Norðmaður sem búsettur er á Íslandi. Hann hefur nú sett á stofn fyrirtækið TROLL Productions og mun á næstu vikum flytja inn fimm tónlistarmenn frá Noregi, poppara og rokkara, sem allir eiga það sameiginlegt að vera ungir og upp- rennandi og hafa þeir þegar skapað sér nafn í heimalandinu. Það er söngvaskáldið Heidi Marie sem ríður á vaðið í kvöld en henni hef- ur verið líkt við pönktrúbadúrinn Ani DiFranco. Jon segist hafa unnið við skipulagningu tónleika í Noregi og þaðan hafi hann sam- bönd. Tilgangurinn sé einfaldur; að kynna það sem er að gerast í nýju norsku rokki og poppi fyrir Íslendingum og um leið að veita Norðmönnunum færi á að koma hingað og spila. „Mér hefur fundist sem samgangur á milli Noregs og Íslands að þessu leytinu til sé furðu lítill,“ segir Jon. „Það er ákveðin vaxt- arbroddur í gangi núna úti í Noregi og um að gera að hamra járnið á meðan það er heitt.“ Jon segir að áhugi Norðmannanna hafi verið mikill og hann sé glaður að geta stuðlað að því að Íslendingar kynnist góðri tónlist, sem alla jafna færi fram hjá þeim. Búið er að skipa næstu ferna tónleika. Laugardaginn 10. apríl treður Karin Park upp, sem mun vera upprennandi poppprins- essa í Noregi. Föstudaginn 23. apríl leikur svo St. Thomas en hann hefur vakið mikla at- hygli undanfarin ár, leikur einskonar jaðar- sveitatónlist í ætt við það sem Will Oldham og Lambchop eru að gera. Föstudaginn 21. maí spilar svo hljómsveitin Minor Majority sem á nú að baki þrjár breiðskífur. Það er svo Thomas Dybdahl sem lýkur törninni, en hann er rísandi söngvaskáld og þykir minna á Ell- iott Smith heitinn. Plötur hans tvær, That Great October Sound og Stray Dogs hafa fengið framúrskarandi góða dóma og mælir Jon eindregið með því að fólk missi ekki af Thomasi, tónleikar hans séu sannkölluð upp- lifun. TROLL flytur inn norska tónlistarmenn Ungir og heitir Tónleikar Heidi Marie eru í kvöld á Jóni for- seta og er aðgangseyrir 1.000 krónur. Sama gildir um hina tónleikana. Hin unga og efnilega Heidi Marie gengur fram fyrir skjöldu í kvöld í innrás norskra tónlistarmanna í landið. Leikhópurinn „ Á senunni “ flytur kabarettverkið: Felix Bergsson& Jóhanna Vigdís Arnardóttir í Borgarleikhúsinu byggt á verkum Næstu sýningar: 28., 31. mars og 4. apríl 2004 Miðasala: 568-8000 / midasala@borgarleikhus.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - IS L 23 84 7 0 3/ 20 04
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.