Morgunblaðið - 01.04.2004, Page 2

Morgunblaðið - 01.04.2004, Page 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞUNGASKATTUR BURT Í frumvarpi fjármálaráðherra er lagt til að þungaskattskerfið verði aflagt og tekið upp olíugjald ásamt sérstöku kílómetragjaldi á ökutæki sem eru yfir tíu tonn að þyngd. Gert er ráð fyrir að dísilolían muni verða um fjórum krónum ódýrari en bens- ín. Fjármálaráðherra segir þunga- skattskerfið vera meingallað og þetta sé því þjóðþrifamál sem geti ekki beðið lengur. Kjósa um sameiningu Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, lagði í gærkvöld fram end- anlega áætlun sína um sameiningu Kýpur eftir að lokafrestur, sem fulltrúum þjóðarbrotanna tveggja hafði verið gefinn til að ná saman um slíka áætlun, rann út. Sagði Annan áætlunina verða borna undir þjóðaratkvæði bæði á tyrkneska og gríska hlutanum 24. apríl nk., en felli annað hvort þjóðarbrotið hana verður það aðeins gríski hlutinn sem gengur í ESB 1. maí. Undirbúa málsókn Afkomendur Halldórs Kiljans Laxness undirbúa málsókn gegn Hannes Hólmsteini Gissurarsyni vegna vinnubragða hans við ritun bókar hans um skáldið. Þeir hafa einnig ákveðið að vísa málinu til siðanefndar Háskóla Íslands og ósk- að eftir að hún fjalli um vinnubrögð Hannesar. Fólskulegar árásir í Írak Fjórir bandarískir verktakar létu lífið er ráðizt var á bíla þeirra úr fyrirsát í íraska bænum Fallujah í gær. Var líkum þeirra misþyrmt við fagnaðarlæti múgs sem safnaðist að vettvangi. Bandaríkjastjórn for- dæmdi ódæðið, sem og sprengju- árás sem gerð var nærri Bagdad í gærmorgun og kostaði fimm banda- ríska hermenn lífið. Fjöldauppsagnir í Hrísey Öllum starfsmönnum Íslensks sjávarfangs í Hrísey hefur verið sagt upp störfum. Íslenskt sjáv- arfang er annar stærsti vinnustað- urinn í Hrísey ásamt Hvammi. Sveitarstjórinn í Hrísey segir þetta vera gríðarlega blóðtöku fyrir eyna ef rétt reynist. Íbúar í Hrísey eru nú 175 og hefur fækkað um hundrað á örfáum árum. Y f i r l i t Þútekur flugið frá BSÍ frá og með 1. apríl til og frá BSÍ www.re.is flybus Í dag Sigmund 8 Þjónusta 45 Erlent 13/18 Viðhorf 46 Minn staður 22 Minningar 46/53 Höfuðborgin 24/25 Umræðan 53/60 Akureyri 28/29 Kirkjustarf 65 Suðurnes 31 Bréf 68 Austurland 32 Dagbók 70/71 Landið 33 Íþróttir 72/75 Listir 34/36 Fólk 77/81 Neytendur 38/39 Bíó 78/81 Daglegt líf 40 Ljósvakamiðlar 82 Forystugrein 42 Veður 83 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is INDRIÐI H. Þorláksson ríkisskatt- stjóri segir fátt standast skoðun í skýringum Impregilo í Morgun- blaðinu í gær á því af hverju opinber gjöld þess hafi ekki skilað sér til ríkis og sveitarfélaga. Í raun sé við enga aðra að sakast en fyrirtækið sjálft um það hvernig skattamálum þess er komið. Indriði segir að Impregilo geti haft þá skoðun að svo og svo margir starfsmenn séu ekki skyldugir til að greiða skatta eða önnur gjöld. Það leysi hins vegar fyrirtækið ekki und- an þeim skyldum að fara að gildandi lögum í landinu. „Ef þeir telja að framkvæmd skattamála sé ekki með þeim hætti sem lög kveða á um þá eiga þeir þau úrræði, eins og hver annar, að gera um það ágreining og koma því til úr- skurðaraðila. Meginreglan er sú að ef aðila greinir á um þetta þá verður skattaðili að hlíta löglegum ákvörðun- um skattyfirvalda þar til úr ágrein- ingnum verður leyst,“ segir Indriði. Indriði segir að þegar starfsmaður sé skráður til sveitarfélags vegna út- svars gildi þær reglur að aðila sem ekki kemur til landsins sem ferða- maður beri að tilkynna aðsetur sitt innan viku. Hvort viðkomandi starfs- maður uppfylli skilyrði til að fara inn á þjóðskrá eða fá skráð lögheimili sé annað mál og tengist ekki skattskyldu eða skyldu til að skrá heimili sitt. Ríkisskattstjóri segir að á meðan fyrirtækið skili ekki skilagreinum og öðrum gögnum sé erfitt að greina í sundur hlut einstakra sveitarfélaga í staðgreiðslu starfsmanna, líkt og tals- maður Impregilo hélt fram í Morg- unblaðinu í gær. Ekki sé hægt að rekja ástæður út fyrir fyrirtækið. Haft var eftir talsmanni Impregilo í gær að samkvæmt tvísköttunarsamn- ingi Íslands og Portúgals þyrftu menn að dvelja í sex mánuði í hvoru landi til að heimilisfesti gagnvart skatti færðist yfir. Fyrstu sex mánuði í starfi á Íslandi greiddu portúgalskir starfsmenn við Kárahnjúkavirkjun því skatta og útsvar í sínu heimalandi. Indriði segir að þessi skýring sé „út í bláinn“. Tvísköttunarsamningar kveði á um hvort landið hafi ótak- markaða skattskyldu. „Hins vegar gildir sú meginregla að hvort land um sig hefur rétt til þess að skattleggja laun fyrir alla þá vinnu sem er innt af hendi í landinu. Engu skiptir hvort starfsmaður er hér sex mánuði eða lengur,“ segir Indriði. Segir skýringar Impregilo í skattamálum ekki standast Leysa sig ekki undan því að fara að lögum ÖLLUM starfsmönnum sláturhúss Vestur-Húnvetninga og kjötvinnsl- unnar Norðan heiða ehf. hefur verið sagt upp störfum. Eru það 34 starfs- menn, tólf starfsmenn Norðan heiða og 22 starfsmenn sláturhússins. Að sögn Valgerðar Kristjánsdótt- ur, kaupfélagsstjóra Kaupfélags Vestur-Húnvetninga, er ástæða upp- sagnanna taprekstur fyrirtækjanna, sem rekja má til verðfalls á lamba- kjöti, sem ekki sér fyrir endann á. „Markmið okkar er að endurskipu- leggja fyrirtækin og fara yfir rekst- urinn til þess að ná viðunandi rekstr- arárangri,“ segir Valgerður og bætir við að meirihluti starfsfólksins verði ráðinn aftur. „Við ætlum ekki að gef- ast upp, heldur að spýta í lófana og finna lausnir á þessum vanda.“ Hólmfríður Bjarnadóttir, starfs- maður stéttarfélagsins Samstöðu, segir hópuppsagnir alltaf snerta byggðarlög og ekki síst í litlu sam- félagi, en þar séu þrjátíu og fjórar uppsagnir stór tala. „Það er engum ljúft að standa í hópuppsögnum, en eftir því sem stjórnendur Kaup- félagsins segja er verið að gera þetta af nauðsyn, þetta sé gert til að end- urskipuleggja reksturinn og þess er vænst að meirihluti starfsmanna verði endurráðinn. Við vitum að það hafa verið miklir erfiðleikar í kjöt- geiranum um allt land undanfarin ár,“ segir Hólmfríður. „Hér á þessu svæði er mikil verkkunnátta á sviði sauðfjárræktar, slátrunar og kjöt- vinnslu og mjög brýnt að halda áfram að nýta hana.“ Uppsagnir í kjötvinnslu og sláturhúsi Markmiðið að endur- skipuleggja fyrirtækin SKÁKÞING Íslands 2004 var sett í gær í húsi Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, varaforseti Skáksambands Ís- lands, setti mótið og því næst var dregið um liti í 1. umferð í landsliðsflokki. Stórmeistararnir Jóhann Hjartarson og Hannes Hlífar Stefánsson tefldu fjölskák, atskákeinvígi, fjórar skákir í einu, á sama tíma. Þetta er í fyrsta skiptið, sem slík keppni fer fram á Íslandi og skildu kapparnir jafnir, unnu hvor sína skákina, en tvær urðu jafntefli. Skákþingið í ár er sannkölluð skákhátíð, því að nú tefla í fyrsta sinn allir flokkar ein- staklinga undir einu og sama þakinu, landsliðs-, kvenna-, áskorenda-, öldunga- og ung- lingaflokkar. Keppnin hefst í landsliðsflokki í dag, 1. apríl, en í öðrum flokkum n.k. laugardag, 3. apríl. Í landsliðsflokki tefla 16 kepp- endur með útsláttarfyr- irkomulagi tveggja skáka ein- vígi og bráðabana, ef þeir verða jafnir. Í fyrstu umferð, sem hefst kl. 17 í dag, tefla Hannes Hlífar Stefánsson – Sigurður Daði Sigfússon; Helgi Áss Grét- arsson – Sigurbjörn Björnsson; Ingvar Þór Jóhannesson – Þröstur Þórhallsson; Bragi Þor- finnsson – Ingvar Ásmundsson; Stefán Kristjánsson – Davíð Kjartansson; Snorri Guðjón Bergsson – Jón Garðar Við- arsson; Þorsteinn Þorsteinsson – Sævar J. Bjarnason; Kristján Eðvarðsson – Björn Þorfinns- son. Þeir fyrrnefndu hafa hvítt í fyrri skákinni í dag. Morgunblaðið/Árni Sæberg Jóhann Hjartarson og Hannes Hlífar Stefánsson tefldu djarft þegar þeir tóku fjórar atskákir í einu. Keppni Skákþingsins hefst í dag. Jafnt í fjölskák í upphafi skákþings HJÓNIN sem drukknuðu í Akraneshöfn á þriðjudag hétu Guðmundur Einar Sveins- son og Margrét Guðmundsdóttir til heimilis að Furugrund 42, Akranesi. Guðmundur Einar var fæddur 17. janúar 1928 og Mar- grét 13. september 1929. Guðmundur Einar var skipstjóri til margra ára og gegndi síðan starfi hafnar- varðar. Þau hjónin tóku virkan þátt í fé- lagsmálum á Akranesi, m.a. með Félagi eldri borgara og með Lionshreyfingunni. Þá tók Margrét virkan þátt í starfi Slysa- varnafélags Íslands. Þau láta eftir sig fjögur börn saman og Margrét það fimmta. Lögreglan á Akranesi rannsakar tildrög slyssins í samvinnu við rannsóknanefnd um- ferðarslysa. Létust í Akraneshöfn UM 25 þúsund tillögur bárust í samkeppni Iceland Express um nöfn á þotur sem annast flug til Kaupmannahafnar og Lundúna fyrir félagið. Í dag fjölgar ferðum á hvorn áfanga- stað úr einni í tvær á degi hverjum. Flogið er til beggja áfangastaðanna frá Keflavík að morgni og aftur um kaffi- leytið. Á bak við þessar 25 þúsund tillögur eru kringum 12.500 manns og má geta þess að um eitt þúsund tillögur voru að sama nafninu sem var algeng- ast og um 700 að því næst- algengasta. Sjö áttu hugmynd- ina að þeim nöfnum sem valin voru til verðlauna og hlýtur einn þeirra verðlaunin. Um 25 þúsund tillögur um nöfn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.