Morgunblaðið - 01.04.2004, Side 8
FRÉTTIR
8 FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Það eru ekki bara unglingar sem keyra ógætilega að nýloknum prófum.
Málþing um félagsráðgjöf
Fræðastörf í
fyrirrúmi
Ís-Forsa, samtökáhugafólks um rann-sóknir og þróunar-
starf á sviði félagsráðgjaf-
ar, halda málþing á
morgun, föstudaginn 2.
apríl, á Grand Hóteli í
Reykjavík frá 13–16.
Fræðastörf, hlutverk
þeirra og tilgangur verða
mjög í öndvegi þessa mál-
þings. Morgunblaðið lagði
nokkrar spurningar um
málþingið, tilurð þess, til-
gang og áherslur fyrir
Steinunni Hrafnsdóttur,
lektor í félagsráðgjöf við
Háskóla Íslands, sem
kemur við sögu málþings-
ins, í tilefni þessa og fara
svör hennar hér á eftir.
Hver er yfirskrift mál-
þingsins og hvað felst í
henni?
„Málþingið ber yfirskriftina
Fræðastörf í fyrirúmi. Tengsl
fræða og fags í félagsráðgjöf. Á
málþinginu verður fjallað um nið-
urstöður rannsókna frá sjónar-
hóli ólíkra aðila sem koma að vel-
ferðar- og heilbrigðisþjónustu á
sviði félagsráðgjafar. Markmiðið
er að skoða hvað sameinar og
skilur að þegar stjórnendur,
sjúklingar, aðstandendur og not-
endur fá orðið á þessum vett-
vangi.“
Felst í yfirskrift málþingsins
staðhæfing þess eðlis að fræða-
störf séu grundvöllur framþróun-
ar í félagsráðgjöf?
„Já það er rétt. Framtíðarþró-
un félagsráðgjafar sem sjálf-
stæðrar starfs- og fræðigreinar
byggist á tengslum hennar við
eigin fræðiþekkingu og rann-
sóknir.
Með því að rannsaka viðfangs-
efni félagsráðgjafar er unnt að
afla þekkingar til að bæta þjón-
ustu, þróa ný úrræði og stuðla að
bættum vinnuaðferðum sem
koma skjólstæðingum og sam-
félaginu til góða.“
Hvert er gildi þess fyrir fé-
lagsráðgjöfina sem fag að halda
málþing af þessu tagi?
„Það er mikilvægt að miðla
þekkingu á rannsóknum á sviði
félagsráðgjafar til að efla faglega
umræðu og stuðla að nýrri þekk-
ingarsköpun. Ennfremur að efla
tengslin á milli rannsókna og
vettvangs til að stuðla að bættri
þjónustu og úrræðum í félagsráð-
gjöf.“
Hverjir taka til máls á mál-
þinginu og um hvað munu erindi
þeirra fjalla?
„Guðrún Kristinsdóttir, pró-
fessor við KHÍ og formaður ÍS-
FORSA, flytur ávarp og ræðir
rannsóknahugtakið.
Steinunn Hrafnsdóttir, lektor í
félagsráðgjöf við HÍ, kynnir nið-
urstöður doktorsverkefnis síns á
vinnuumhverfi stjórnenda í fé-
lagsþjónustu.
Margrét Sigurðardóttir, fé-
lagsráðgjafi á Land-
spítala – háskóla-
sjúkrahúsi, beinir
athygli að félagslegum
aðstæðum og aðlögun
einstaklinga með MS-
sjúkdóminn.
Björg Karlsdóttir,
félagsráðgjafi á Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi, fjallar um
reynslu og upplifun aðstandenda
geðsjúkra af þjónustu geðdeilda.
Guðrún Reykdal, félagsráð-
gjafi á þróunarsviði Félagsþjón-
ustunnar í Reykjavík, leitar svara
við því hvort notendur hafi áhrif
á þjónustu með þátttöku í gegn-
um rannsóknir og kannanir.
Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í
félagsráðgjöf við HÍ, fjallar um
stöðu rannsókna í ljósi kenninga
um tengsl milli valds og þekking-
arsköpunar.“
Getur þú sagt okkur nánar frá
efni erindis þíns?
„Í erindinu verður kynntur
hluti niðurstaðna úr rannsókninni
vinnuumhverfi stjórnenda í fé-
lagsþjónustu á Íslandi. Rann-
sóknir og kenningar sýna að
skipulag vinnuumhverfis getur
haft áhrif á starfsánægju, vinnu-
streitu, árangur starfs og ánægju
notenda með þjónustu. Í erindinu
er fjallað um þessi tengsl með
hliðsjón af niðurstöðum rann-
sóknar á vinnuumhverfi stjórn-
enda í félagsþjónustu á Íslandi.
Rannsóknin byggðist á megind-
legri og eigindlegri gagnaöflun.
Niðurstöðurnar sýna að þættir
sem þarf að bæta liggja ekki síð-
ur í ytra umhverfi en hinu innra,
svo sem hjá stjórnvöldum og
stjórnendum.“
Hvað eru ISFORSA-samtökin,
hlutverk þeirra og áherslur?
„ÍS-FORSA eru samtök um
rannsóknir í félagsráðgjöf. Þau
eiga systursamtök á hinum Norð-
urlöndunum. Þau eru þverfagleg-
ur félagsskapur fólks sem hefur
áhuga á rannsóknum og fagþróun
félagsráðgjafar. Markmið sam-
takanna er að efla rannsóknir og
þróunarstarf á sviði félagsráð-
gjafar á Íslandi, meðal annars
með því að skapa vett-
vang fyrir faglega um-
ræðu um rannsóknir
og þróunarstarf, að
bæta skilyrði fyrir
rannsóknum og rann-
sóknarnámi í fé-
lagsráðgjöf og stuðla
að alþjóðlegu rannsóknar- og
þróunarsamstarfi í félagsráð-
gjöf.“
Er málþingið opið … og hverj-
ir gætu haft gagn af því og
áhuga?
„Málþingið er öllum opið sem
hafa áhuga á rannsóknum og þró-
unarstarfi á sviði félagsráðgjafar.
Rétt er þó að taka fram, að inn-
gangseyrir er 3.500 krónur.“
Steinunn Hrafnsdóttir
Steinunn Hrafnsdóttir er lekt-
or í félagsráðgjöf við Háskóla Ís-
lands. Fædd á Akureyri, lauk
BA-prófi í uppeldisfræði og fé-
lagsráðgjöf 1987 og starfsrétt-
indum í félagsráðgjöf árið 1988,
meistaraprófi í stjórnun við Há-
skólann í Kent á Englandi 1991
og doktorsprófi í félagsráðgjöf
2004 frá Háskólanum í Kent.
Stundakennari og deildarstjóri
við Háskóla Íslands frá 1992.
Lektor frá árinu 2002.
Maki er Haraldur A. Haraldsson
vinnuvistfræðingur og eiga þau
soninn Andra, 12 ára.
… sem koma
skjólstæð-
ingum og
samfélaginu
til góða