Morgunblaðið - 01.04.2004, Síða 8

Morgunblaðið - 01.04.2004, Síða 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Það eru ekki bara unglingar sem keyra ógætilega að nýloknum prófum. Málþing um félagsráðgjöf Fræðastörf í fyrirrúmi Ís-Forsa, samtökáhugafólks um rann-sóknir og þróunar- starf á sviði félagsráðgjaf- ar, halda málþing á morgun, föstudaginn 2. apríl, á Grand Hóteli í Reykjavík frá 13–16. Fræðastörf, hlutverk þeirra og tilgangur verða mjög í öndvegi þessa mál- þings. Morgunblaðið lagði nokkrar spurningar um málþingið, tilurð þess, til- gang og áherslur fyrir Steinunni Hrafnsdóttur, lektor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands, sem kemur við sögu málþings- ins, í tilefni þessa og fara svör hennar hér á eftir. Hver er yfirskrift mál- þingsins og hvað felst í henni? „Málþingið ber yfirskriftina Fræðastörf í fyrirúmi. Tengsl fræða og fags í félagsráðgjöf. Á málþinginu verður fjallað um nið- urstöður rannsókna frá sjónar- hóli ólíkra aðila sem koma að vel- ferðar- og heilbrigðisþjónustu á sviði félagsráðgjafar. Markmiðið er að skoða hvað sameinar og skilur að þegar stjórnendur, sjúklingar, aðstandendur og not- endur fá orðið á þessum vett- vangi.“ Felst í yfirskrift málþingsins staðhæfing þess eðlis að fræða- störf séu grundvöllur framþróun- ar í félagsráðgjöf? „Já það er rétt. Framtíðarþró- un félagsráðgjafar sem sjálf- stæðrar starfs- og fræðigreinar byggist á tengslum hennar við eigin fræðiþekkingu og rann- sóknir. Með því að rannsaka viðfangs- efni félagsráðgjafar er unnt að afla þekkingar til að bæta þjón- ustu, þróa ný úrræði og stuðla að bættum vinnuaðferðum sem koma skjólstæðingum og sam- félaginu til góða.“ Hvert er gildi þess fyrir fé- lagsráðgjöfina sem fag að halda málþing af þessu tagi? „Það er mikilvægt að miðla þekkingu á rannsóknum á sviði félagsráðgjafar til að efla faglega umræðu og stuðla að nýrri þekk- ingarsköpun. Ennfremur að efla tengslin á milli rannsókna og vettvangs til að stuðla að bættri þjónustu og úrræðum í félagsráð- gjöf.“ Hverjir taka til máls á mál- þinginu og um hvað munu erindi þeirra fjalla? „Guðrún Kristinsdóttir, pró- fessor við KHÍ og formaður ÍS- FORSA, flytur ávarp og ræðir rannsóknahugtakið. Steinunn Hrafnsdóttir, lektor í félagsráðgjöf við HÍ, kynnir nið- urstöður doktorsverkefnis síns á vinnuumhverfi stjórnenda í fé- lagsþjónustu. Margrét Sigurðardóttir, fé- lagsráðgjafi á Land- spítala – háskóla- sjúkrahúsi, beinir athygli að félagslegum aðstæðum og aðlögun einstaklinga með MS- sjúkdóminn. Björg Karlsdóttir, félagsráðgjafi á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi, fjallar um reynslu og upplifun aðstandenda geðsjúkra af þjónustu geðdeilda. Guðrún Reykdal, félagsráð- gjafi á þróunarsviði Félagsþjón- ustunnar í Reykjavík, leitar svara við því hvort notendur hafi áhrif á þjónustu með þátttöku í gegn- um rannsóknir og kannanir. Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í félagsráðgjöf við HÍ, fjallar um stöðu rannsókna í ljósi kenninga um tengsl milli valds og þekking- arsköpunar.“ Getur þú sagt okkur nánar frá efni erindis þíns? „Í erindinu verður kynntur hluti niðurstaðna úr rannsókninni vinnuumhverfi stjórnenda í fé- lagsþjónustu á Íslandi. Rann- sóknir og kenningar sýna að skipulag vinnuumhverfis getur haft áhrif á starfsánægju, vinnu- streitu, árangur starfs og ánægju notenda með þjónustu. Í erindinu er fjallað um þessi tengsl með hliðsjón af niðurstöðum rann- sóknar á vinnuumhverfi stjórn- enda í félagsþjónustu á Íslandi. Rannsóknin byggðist á megind- legri og eigindlegri gagnaöflun. Niðurstöðurnar sýna að þættir sem þarf að bæta liggja ekki síð- ur í ytra umhverfi en hinu innra, svo sem hjá stjórnvöldum og stjórnendum.“ Hvað eru ISFORSA-samtökin, hlutverk þeirra og áherslur? „ÍS-FORSA eru samtök um rannsóknir í félagsráðgjöf. Þau eiga systursamtök á hinum Norð- urlöndunum. Þau eru þverfagleg- ur félagsskapur fólks sem hefur áhuga á rannsóknum og fagþróun félagsráðgjafar. Markmið sam- takanna er að efla rannsóknir og þróunarstarf á sviði félagsráð- gjafar á Íslandi, meðal annars með því að skapa vett- vang fyrir faglega um- ræðu um rannsóknir og þróunarstarf, að bæta skilyrði fyrir rannsóknum og rann- sóknarnámi í fé- lagsráðgjöf og stuðla að alþjóðlegu rannsóknar- og þróunarsamstarfi í félagsráð- gjöf.“ Er málþingið opið … og hverj- ir gætu haft gagn af því og áhuga? „Málþingið er öllum opið sem hafa áhuga á rannsóknum og þró- unarstarfi á sviði félagsráðgjafar. Rétt er þó að taka fram, að inn- gangseyrir er 3.500 krónur.“ Steinunn Hrafnsdóttir  Steinunn Hrafnsdóttir er lekt- or í félagsráðgjöf við Háskóla Ís- lands. Fædd á Akureyri, lauk BA-prófi í uppeldisfræði og fé- lagsráðgjöf 1987 og starfsrétt- indum í félagsráðgjöf árið 1988, meistaraprófi í stjórnun við Há- skólann í Kent á Englandi 1991 og doktorsprófi í félagsráðgjöf 2004 frá Háskólanum í Kent. Stundakennari og deildarstjóri við Háskóla Íslands frá 1992. Lektor frá árinu 2002. Maki er Haraldur A. Haraldsson vinnuvistfræðingur og eiga þau soninn Andra, 12 ára. … sem koma skjólstæð- ingum og samfélaginu til góða
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.