Morgunblaðið - 01.04.2004, Side 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2004 11
Ráðstefna um þróun samstarfs kennara og foreldra
haldin á vegum Skólaþróunarsviðs kennaradeildar
laugardaginn 17. apríl 2004
í Háskólanum á Akureyri á Sólborg
Dagskrá:
09.00 Skráning og afhending gagna - molakaffi.
09.45 Setning: Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri.
09.50 Ávarp: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
10.00 The Parent as Prime Educator: Home, Community and
School Working in Partnership. Dr. Concepta Conaty,
Department of Education and Science, Dublin.
10.50 Kaffihlé.
11.00 Samstarf morgundagsins.
Ingibjörg Auðunsdóttir, kennsluráðgjafi skólaþróunarsviðs HA.
11.50 Matarhlé - veggspjöld.
13.00 Málstofur I:
„Manstu, þegar mamma mín eldaði matinn?“
Samstarf við foreldra af erlendum uppruna í leikskólum.
Elsa Sigríður Jónsdóttir, lektor KHÍ og
Anna Ingólfsdóttir, lektor KHÍ.
Árangursmiðað foreldrasamstarf.
Kennarar Oddeyrarskóla á Akureyri.
Foreldrar og VMA. Hugleiðingar byggðar á niðurstöðum
könnunar meðal foreldra haustið 2003.
Hermann Jón Tómasson, áfangastjóri VMA.
Höfum við gengið til góðs?
Jónína Bjartmarz, alþingismaður og formaður Heimilis og skóla.
Skólinn, Veraldarvefurinn og foreldrar.
Jóna Björk Jónsdóttir, kennari við Barnaskólann
á Eyrarbakka og Stokkseyri.
13.50 Málstofur II:
Bifröst - brú milli heima. Verkefni um samstarf
leikskóla og heimila.
Anna Elísa Hreiðarsdóttir, deildarstjóri og Gerður Gísladóttir,
aðstoðarleikskólastjóri á Iðavelli, Akureyri.
Hagnýtar upplýsingar fyrir foreldra.
Anh-Dao Tran, menntunar- og kennsluráðgjafi
víetnamskra nemenda og foreldra þeirra.
Samstarf heimila og framhaldsskóla.
Elín Thorarensen, M.Ed., námsráðgjafi og kynningarfulltrúi KHÍ.
Fjölskylduþátttaka í meðferð nemenda í vanda.
Bryndís Símonardóttir, fjölskylduráðgjafi við
Hlíðarskóla, Akureyri
Eru foreldrar ónýt eða ónýtt auðlind í samstarfi
heimilis og skóla?
Harpa Jörundardóttir, kennari MA og María Jónsdóttir, foreldri.
14.30 Kaffihlé - veggspjöld
15.00 Ábyrgir foreldrar eru góðir foreldrar.
Aðalsteinn Vestmann og Steinunn Guðný Ágústsdóttir,
grunnskólanemendur í 10. bekk.
15.10 Kalt mat.
Sigfús Karlsson, foreldri.
15.20 Árangursríkt samstarf. Hvað þarf til?
Erna Björk Hjaltadóttir, deildarstjóri sérkennslu í Garðaskóla.
Ráðstefnuslit: Guðmundur Heiðar Frímannsson,
deildarforseti kennaradeildar HA.
Ráðstefnustjórar: Ágúst Frímann Jakobsson, aðstoðarskólastjóri
Brekkuskóla og Hugrún Sigmundsdóttir, deildarstjóri Pálmholti.
Ráðstefnan er ætluð starfsmönnum skóla, foreldrum og öðrum
áhugasömum um málefnið. Ráðstefnan er haldin í Háskólanum á
Akureyri á Sólborg stofu L201. Gengið er inn um aðaldyr nýbyggingar.
Frestur til skráningar er til 10. apríl.
Skráning fer fram í síma 463 0929, með tölvupósti tberg@unak.is eða
á heimasíðu: http://www.unak.is/vefir/samstarf Ráðstefnugjald er
kr. 10.000. Hádegisverður, kaffiveitingar og ráðstefnugögn eru innifalin.
Nánari upplýsingar eru á heimasíðunni:
http://www.unak.is/vefir/samstarf
Árangursrík
samskipti
„ÁFENGISAUGLÝSINGAR eru
komnar langt út yfir þau mörk sem
við, sem stöndum að uppeldis- og
æskulýðsmálum, getum þolað,“
sagði Árni Einarsson, formaður
Samvinnunefndar skólamanna um
bindindisfræðslu, í kjölfar málþings
Samstarfsráðs um forvarnir sem
haldið var á Grand Hóteli á þriðju-
dag. Umfjöllunarefnið var markaðs-
setning áfengis og var í ráðstefnulok
skorað á alla hlutaðeigandi að fram-
fylgja skýru banni við áfengisauglýs-
ingum. Fjórtán félagasamtök standa
að áskoruninni og segir m.a. í yf-
irlýsingu þeirra að áfengisauglýs-
ingar stríði gegn markmiðum og
áherslum í forvarnarstarfi sem miða
að því að virkja og styrkja ungt fólk
til heilbrigðra lífshátta.
„Markaðssetning áfengis er orðin
miklu beinskeyttari gagnvart börn-
um og unglingum. Það er verið að
vinna þessar auglýsingar á sömu for-
sendum og gert er þegar sér-
staklega á að ná til barna og ungs
fólks með því að nýta sér þætti á
borð við hraða og skemmtilegheit.
Það hefur tíðkast um nokkurt skeið
að sveigja gildandi reglur á þessu
sviði af einhvers konar varúð, en því
er ekki lengur til að dreifa núna og
því erum við búin að fá nóg,“ sagði
Árni.
Hann sagði að erlendis væri verið
að herða reglur um markaðs-
setningu áfengis, ekki síst þar sem
börn og unglingar eiga í hlut. „Okk-
ur finnst því skjóta skökku við að Ís-
lendingar séu að gefa eftir á sama
tíma og andinn er annar í kringum
okkur.“
Í áskorun félagasamtakanna er
hvatt til samstöðu um að halda
áfengi og hvatningu til neyslu þess
sem mest frá börnum og unglingum
og er skorað á framleiðendur og selj-
endur áfengis, lögreglu, dómstóla,
fjölmiðla og landsmenn alla að sýna
ábyrgð og sjá til þess að lögum sé
fylgt í þessu efni.
Að áskoruninni standa: Barna-
hreyfing IOGT, IOGT, SAMFOK,
Heimili og skóli, ÍSÍ, Samtök skóla-
manna um bindindisfræðslu, Ung-
mennahreyfing IOGT, Samfés,
Kvenfélagasambandið, Bandalag ís-
lenskra skáta, Íslenskir ungtempl-
arar, Bindindisfélag ökumanna,
KFUM og K og Vímulaus æska.
Fulltrúar félagasamtakanna sem skrifuðu undir áskorunina um að virða bann við áfengisauglýsingum.
Áfengisauglýsingar komnar
langt út yfir þolanleg mörk
KONA á þrítugsaldri hefur í Hér-
aðsdómi Reykjavíkur verið dæmd í
ársfangelsi, þar af níu mánuði skil-
orðsbundið, fyrir fjölda þjófnaða,
eignaspjöll, fíkniefnabrot, skjalafals
og vopnalagabrot.
Konan, sem lengi hafði verið í
óreglu, játaði brot sín skýlaust og
segir í dómnum að hún telji sig
„vera búna að ná tökum á lífinu og
iðrast mjög gerða sinna“.
Konan var ákærð fyrir þjófnað
eða tilraun til þjófnaðar á fatnaði,
snyrtivörum, matvælum o.fl. Þá var
hún ákærð fyrir eignaspjöll þegar
hún eyðilagði þrjár flíkur með því
að fjarlægja úr þeim þjófavörn.
Ennfremur fyrir vopnalagabrot
með því að ota vasahnífi að starfs-
manni verslunar sem reyndi að
varna henni útgöngu eftir að þjófa-
varnarkerfi fór í gang. Þá var hún
dæmd fyrir að hafa í félagi við ann-
an falsað tvo tékka, samtals að upp-
hæð 210.000 krónur. Konan hafði
áður hlotið fimm dóma fyrir rán,
þjófnað og fíkniefnabrot.
Málið dæmdi Valtýr Sigurðsson
héraðsdómari. Verjandi ákærðu var
Sigmundur Hannesson hrl. Málið
sótti Dagmar Arnardóttir fulltrúi
lögreglustjórans í Reykjavík
Dæmd fyrir eignaspjöll
og vopnalagabrot
GUNNAR Eydal
hefur verið ráð-
inn í embætti
borgarlögmanns
til eins árs. Hann
mun taka við
starfinu af Vil-
hjálmi H. Vil-
hjálmssyni þann
1. maí næstkom-
andi.
Gunnar lauk embættisprófi frá
lagadeild Háskóla Íslands árið 1971
og stundaði framhaldsnám við
Kaupmannahafnarháskóla 1971 til
1972. Hann fékk réttindi til mál-
flutnings fyrir héraðsdómi 1974 og
fyrir Hæstarétti árið 1992. Gunnar
tók við starfi skrifstofustjóra Borg-
arstjórnar Reykjavíkurborgar árið
1979.
Þá samþykkti borgarráð að ráða
Ólaf Kr. Hjörleifsson í starf skrif-
stofustjóra borgarstjórnar til sama
tíma. Ólafur lauk embættisprófi frá
lagadeild Háskóla Íslands árið 1998
og hefur verið fulltrúi skrifstofu-
stjóra borgarstjórnar frá árinu 2000.
Gunnar Eydal ráðinn
borgarlögmaður
Gunnar Eydal
TILBOÐ voru á þriðjudag opnuð
hjá Vegagerðinni vegna flutnings
Hringbrautar í Reykjavík. Lægsta
tilboð áttu í sameiningu Háfell og
Eykt í Reykjavík. Tilboð þeirra
nemur 90,5% af áætluðum verk-
takakostnaði Vegagerðarinnar,
sem er 1,3 milljarðar króna. Ístak
átti hæsta tilboðið, sem er tæpum
tíu prósentum yfir áætluðum
kostnaði.
Samkvæmt tilboðinu á að færa
Hringbraut frá Rauðarárstíg að
Tjörninni og aðlaga aðliggjandi
götum ásamt því að breyta gömlu
Hringbraut og tengingum við
hana.
Hin nýja Hringbraut mun verða
sunnan við núverandi Hringbraut
neðan við lóð Landspítalans og
BSÍ. Hin nýja Hringbraut verður
lögð undir núverandi Bústaðaveg-
arbrú að austanverðu og tengd
nýjum gatnamótum Njarðargötu
vestanmegin. Verkinu á að vera
lokið að fullu fyrir 15. október
2005. Útboðið var auglýst á Evr-
ópska efnahagssvæðinu.
Tilboð opnuð í færslu Hringbrautar
Háfell og Eykt áttu
lægsta tilboðið
ÁTTATÍU og fimm ungmenni
fermast borgaralegri fermingu í
Háskólabíói sunnudaginn 4. apr-
íl kl. 11. Þetta er í sextánda sinn
sem borgaraleg ferming er
haldin á Íslandi en síðan 1989
hafa vel á sjöunda hundrað ung-
menna fermst borgaralega og
um 8.000 manns verið viðstaddir
athöfnina.
Fermingarathöfnin er út-
skriftarhátíð eftir þriggja mán-
aða námskeið þar sem fjallað er
um siðfræði, mannleg samskipti,
gagnrýna hugsun, ábyrgð, frelsi
og mannrétt. Tilgangur borg-
aralegrar fermingar er að efla
heilbrigð og farsæl viðhorf ung-
menna til lífsins. Þátttakendur
rækta meðal annars með sér já-
kvæði og ábyrgðarkennd gagn-
vart sjálfum sér og samborgur-
um sínum, segir m.a. í
fréttatilkynningu frá Siðmennt.
Fermingarbörn taka virkan
þátt í athöfninni þar sem þau
flytja ljóð og tónlist. Í þetta sinn
munu tvö fermingarbörn sýna
nokkur skylmingaatriði með
höggsverðum. Ræðumenn þetta
árið eru Hörður Torfason,
söngvaskáld og leikstjóri, og
Sigurður Hólm Gunnarsson,
blaðamaður og varaformaður
Siðmenntar. Fermingarstjóri að
þessu sinni er Sigurður Skúla-
son leikari.
85 fermast
borgara-
legri ferm-
ingu