Morgunblaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 12
MIKILL hraði er fyrst og fremst
ástæða þess að flest banaslys í um-
ferðinni verða í dreifbýli, auk þess
sem umhverfi vega er víða hættulegt,
úfin hraun eða þverhnípt björg. Þá er
talið mikilvægt að aðgreina betur um-
ferð úr gagnstæðum áttum, en hafa
Svíar á þann hátt náð að draga úr
banaslysum um 90%. Vegagerðin hef-
ur 140 milljónir á þessu ári til að lag-
færa svokallaða svarta bletti, hættu-
lega bletti í vegakerfinu þar sem slys
hafa orðið, en þyrfti að hafa meira fé
til þess málaflokks.
Vátryggingafélag Íslands stóð í
gær fyrir ráðstefnu sem bar yfir-
skriftina „Úti að aka“. Þar var m.a.
fjallað um umferðaröryggi út frá um-
hverfi veganna.
Í erindi Ágústs Mogensen, fram-
kvæmdastjóra Rannsóknarnefndar
umferðarslysa, kom fram að milli 80
og 90% banaslysa í umferðinni sem
nefndin rannsakar ár hvert eiga sér
stað í dreifbýli. Aftur á móti eiga flest-
ir árekstrar sér stað í þéttbýli, þannig
verða 86% umferðarslysa þar sem
eingöngu verður tjón á eignum í þétt-
býli, en 14% í drefibýli. Eftir því sem
slysin eru alvarlegri rís hlutur dreif-
býlisins og hlutur þéttbýlis minnkar.
Umhverfi vega víða óblítt
„Umferð á þjóðvegunum úr gagn-
stæðum áttum er víðast óaðgreind. Ef
við tökum framanákeyrslur og
árekstra sem dæmi, þá erum við með
tvo bíla sem eru kannski á 90 km
hraða og sameiginlegur árekstrar-
hraði er þá um180 km hraði. Þessi
staða getur eiginlega ekki komið upp
hérna í þéttbýlinu vegna þess að um-
ferðin er víða aðgreind,“ segir Ágúst í
samtali við Morgunblaðið, en í fyrir-
lestri sínum fjallaði hann um ástæður
þess hversu hátt hlutfall banaslysa á
sér stað í dreifbýli. „Staðreyndin er
bara sú að hvorki bílarnir né manns-
líkaminn þola svona árekstra,“ segir
Ágúst. Á stærsta hluta hringvegarins
sé umferð úr gagnstæðum áttum óað-
greind. „Það verður alvarlegt umferð-
arslys eða banaslys ef það verður
árekstur á þessum hraða,“ segir
hann.
Um helmingur þeirra slysa sem
Rannsóknarnefnd umferðarslysa
rannsakar er útafakstur og segir
Ágúst umhverfi hafa áhrif á hversu
alvarlegar afleiðingarnar verða.
„Umhverfið er víða óblítt, hraun,
grjót og skurðir, og stundum fara
bílar hreinlega af björgum fram.
Þetta er náttúrulega staða sem kem-
ur ekki upp í þéttbýlinu,“ segir Ágúst.
Vegagerðin hefur um 140 milljónir
króna til lagfæringar á svokölluðum
svörtum blettum, þ.e. hættulegum
stöðum þar sem slys hafa orðið, eða
vitað er af hættunni. „Við gerum út-
tekt á landinu öllu á þessum slysa-
stöðum og forgangsröðum þeim eftir
því hvað við náum miklum árangri
miðað við kostnað og fækkun slysa,“
segir Rögnvaldur Jónsson, fram-
Aðgreining umferðaræða getur fækkað alvarlegum umferðarslysum um 90%
Mikill hraði og óöruggt
umhverfi vega hættulegast
kvæmdastjóri framkvæmdasviðs
Vegagerðarinnar, í samtali við Morg-
unblaðið, en hann flutti einnig erindi á
ráðstefnunni.
Aðspurður segir hann að 140 millj-
ónir séu í sjálfu sér ekki nóg í mála-
flokkinn á ári, því að af nógu sé að
taka. Bygging nýrra umferðarmann-
virkja stuðli þó einnig að bættu um-
ferðaröryggi, t.d. bygging mislægra
gatnamóta og bygging nýrrar brúar
yfir Þjórsá.
Vegagerðin hafi nýtt þessa fjárhæð
til að stefnugreina gatnamót, þ.e.
setja eyjur eða hringtorg á gatnamót
og þá hafi verið sett upp viðvörunar-
ljós við einbreiðar brýr. „Það má ekki
gleyma að við höfum fækkað ein-
breiðum brúm mikið á síðustu árum.
Á leiðinni milli Kirkjubæjarklausturs
og Akureyrar eru í dag sex einbreiðar
brýr. Þetta er mikill áfangi og við
stefnum að því að útrýma einbreiðum
brúm alveg á næstu árum.“
Æskilegt að aðskilja
akbrautir í ríkari mæli
Þá nefnir Rögnvaldur að hvert
hringtorg sem sé sett inn í vegakerfi
landsins dragi úr slysum. „Það verða
yfirleitt ekki alvarleg umferðarslys á
hringtorgum. Það var t.d. nokkuð
mikið af alvarlegum slysum og dauða-
slysum á gatnamótunum við Rauða-
vatn, en eftir að hringtorgið kom hef-
ur gerst þar sáralítið,“ segir hann.
Hvað varðar að aðskilja umferð úr
gagnstæðum áttum segir Rögnvaldur
að í raun séu framkvæmdirnar á
Reykjanesbraut þær einu sem farið
hafi verið út í hér á landi í þeim til-
gangi. „En við höfum fylgst vel með
t.d. því sem Svíar eru að gera. Þeir
eru búnir að gera ansi mikið, það er
komið þó nokkuð yfir 1.000 km sem
þeir eru búnir að aðskilja. Við fylgj-
umst með því en það er ekki á fram-
kvæmdastigi enn hjá okkur,“ segir
Rögnvaldur og bætir við að í Svíþjóð
hafi þessar aðgerðir dregið úr alvar-
legum slysum og dauðaslysum um
90%, þar sem farið hefur verið út í
slíkar framkvæmdir. Hann segist
telja æskilegt að unnið verði frekar að
því að aðskilja akbrautir hér á landi,
sérstaklega á umferðarmestu vegun-
um.
Rögnvaldur segir að Vegagerðin sé
nú að taka út umhverfi veganna með
það fyrir augum að skoða kostnað
þess að gera umhverfi þeirra örugg-
ara. „Stundum þarf ekki mikið, fjar-
lægja einstaka stein, moka í skurði og
ýmislegt sem má gera til að lagfæra.“
Fram kom á ráð-
stefnu um umferðar-
mál að æskilegt væri
Vegagerðin fengi
meira fé til að laga
varasama staði.
VÁTRYGGINGAFÉLAG Íslands
stóð fyrir ráðstefnunni „Úti að aka“
sem haldin var á Nordica hóteli í
gær, en á síðustu fjórum árum hef-
ur VÍS lagt tæplega 200 milljónir í
forvarnastarf, m.a. í forvarnastarf í
umferðinni.
„Við trúum því að forvarnarstarf
sé besta leiðin til að draga úr ið-
gjöldum og auka öryggi í umferð-
inni. Við viljum hafa iðgjöldin sem
lægst og auka öryggi okkar um-
bjóðenda og allra sem eru í umferð-
inni. Við teljum að tryggingafélög
hafi mikilvægu hlutverki að gegna í
að auka öryggi og gera umhverfið
öruggara,“ segir Ásgeir Baldurs,
yfirmaður viðskiptaþróunar og
kynningarmála hjá VÍS.
Hann segir að þessum fjármunum
hafi aðallega verið varið í fræðslu-
og kynningarmál. VÍS hafi m.a.
staðið fyrir kynningarfundum á
tveggja vikna fresti í höfuðstöðvum
VÍS, en að auki í framhaldsskólum á
landsbyggðinni, þar sem fjallað hef-
ur verið um umferðarmál.
„Við skráum alla sem koma á um-
ferðarfundi hjá okkur og meðal
ungra ökumanna hefur komið í ljós
að tjónatíðni þeirra sem höfðu kom-
ið á fundi var 26% lægri en þeirra
sem höfðu ekki komið á fundi.“ Ás-
geir segir að einnig hafi lögreglan
látið í ljós ánægju með áróður sem
VÍS hafi rekið um lækkun umferð-
arhraða. Umferðarhraðinn hafi
lækkað á vegum landsins und-
anfarin ár og það sé m.a. talið góðu
forvarnarstarfi að þakka.
200 milljónir í forvarna-
starf á fjórum árum
FRÉTTIR
12 FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
VÍS kynnti í tengslum við
málþingið bílbeltasleða en
hann er nýtt umferðarörygg-
istæki sem félagið hefur
eignast og hyggst nota til
forvarnarstarfs um land allt.
Í honum er hægt að upplifa
þá óþægindatilfinningu sem
fylgir því að aka í bíl á vegg
á 20 km hraða en um leið að
skynja það öryggi sem bíl-
beltin veita við slíkan árekst-
ur. Á bílbeltasleðanum eru
tvö bílsæti sem rennt er nið-
ur hallandi braut og stöðvast
með höggi.
Þótti nóg um höggið
Á meðal þeirra fullhuga
sem reyndu sleðann voru
þeir Kjartan Magnússon,
borgarfulltrúi og Geir Jón
Þórisson, yfirlögregluþjónn í
Reykjavík og þótti þeim nóg
um höggið þótt sleðinn líti
sakleysislega út. Greinilegt
var að Geir Jóni fannst
höggið meira en hann átti
von á og hafði hann á orði
að „innyflin hefðu farið af
stað“ við höggið.
Á bílbeltasleðanum eru tvö
bílsæti sem rennt eru niður
hallandi braut og stöðvast
hann með höggi. Sleðinn er
á átta metra langri kerru
sem unnt er að draga hvert
sem er aftan í bíl.
Bílbeltasleðinn var þróað-
ur á vegum Öryggissjóðs
Formula 1 og er framleiddur
í Tékklandi.
Einungis hafa verið fram-
leiddir tíu sleðar og einn
þeirra er sem sagt kominn
til Íslands.
Morgunblaðið/Sverrir
Mörgum kom á óvart hversu
mikið höggið í sleðanum
reyndist vera.
„Innyflin
fóru af
stað“
VÍÐA spilla merkingar fyrir í um-
ferðinni og ekki er nægilega vel
gætt að því að þær trufli ekki útsýn
ökumanna.
Þetta kom fram í fyrirlestri Ólafs
K. Guðmundssonar, stjórnarmanns í
Landssambandi íslenskra aksturs-
íþróttafélaga um merkingar og
vegrið í umferðinni. Ólafur segir
fyrst og fremst um að kenna hugs-
unarleysi. Hann segir vanta sam-
ræmingu í merkingum, þær geti
verið breytilegar frá einu sveitarfé-
lagi til annars. Þá vanti bersýnilega
að menn fari og taki út og skoði
hvernig til tekst með merkingar.
Þegar ný gatnamannvirki séu reist
séu merkingarnar yfirleitt bara
teiknaðar en þær ekki hannaðar eða
teiknaðar eftir því hvaða áhrif þær
hafi á útsýn ökumanna. Þá vanti
nokkuð upp á að tilgangurinn með
merkingum sé skýr. Oft séu það
vegvísar en ekki umferðarmerki
sem trufli útsýnina. Erlendis séu
vegvísar settir áður en komið er að
gatnamótum en umferðarmerki séu
við þau til þess að stjórna umferð-
inni. Hérna séu öllum skiltunum oft
dengt saman á gatnamót og ekki
hugsað um hvort þau skyggi á eða
hvað áhrif þau hafi á ökumennina.
Ólafur segir að víða á höfuðborg-
arsvæðinu sé útsýn ökumanna ekki
nógu góð. Boðmerki á umferð-
areyjum séu mjög oft í vitlausri hæð
þannig að þau lendi í sjónlínu öku-
mannanna. Hann tekur þó fram að
oft sé lítið mál að laga þetta og varla
spurning um mikla fjármuni.
Ólafur segir það flóknara og
kannski pólitískara mál með veg-
riðin. Hann bendir á Reykjanes-
braut í því sambandi. Alls staðar í
Evrópu sé sett vegrið á tvíbreiða
vegi og hafi verið gert í mörg ár.
Reykjanesbrautin hafi kostað 60
mannslíf, í mörgum tilvikum vegna
þess að bílar hafi skollið saman og
ekkert geti komið í veg fyrir það
nema vegrið.
Umferðarmerki trufla
víða útsýn ökumanna
Hér hafa ökumenn ekki beint góða yfirsýn yfir aðvífandi umferð á hringtorginu við Rauðvatn.
Morgunblaðið/Ómar