Morgunblaðið - 01.04.2004, Side 24

Morgunblaðið - 01.04.2004, Side 24
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 24 FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ w w w. m o s . i s - Þjónusta í þína þágu Þjónustuver Mosfellsbæjar sími: 525 6700 Úrval fermingargjafaGUESS D K N Y Úr, skartgripir og gjafavara Kjarna s. 544 4990 Kjarna, Þverholti 2, Mosfellsbæ Sími 566 6090 Öll fermingarbörn fá gjöf. 3 heppnir fá óvæntan glaðning. Munið að panta tímanlega fyrir fermingar 20% afsláttur Ágætu Mosfellingar! Nú er tilboð á málningu og tengdum vörum frá HörpuSjöfn. Hjá okkur fást einnig; garðyrkjuáhöld, ljósaperur, lampar og ljós, fittings, rafmagns- og handverkfæri, hestaskeifur og verkfæri, heimilistæki, gjafavörur og margt fleira. ALLT Á GÓÐU VERÐI Urðarholti 4, s. 586-1210 KJARNA Þverholti 2, Mosfellsbæ Sími: 534 3424 • Rakakrem • Hreinsifroða • Förðunanburstasett • Minimaskari Fermingartilboð kr. 1.900 Í fallegri tösku Háaleitisbraut 58-60 s: 5535280 • Urðarholti 2 s: 566 6145 • mosbak@mosbak.is SÖÐLASMIÐURINN MOSÓ þverholti 2 , 270 mosó S: 566 8540 / 893 5777 d-tour@d-tour.is ÍSLAND SLEIPNIR Samræma stefnu | Vinnsla sam- ræmdrar skólastefnu fyrir leikskóla, grunnskóla, tónlistarskóla og vinnu- skóla á Álftanesi er nú á lokastigi, og verða tillögur að skólastefnu sveitar- félagsins kynntar íbúum og hags- munaaðilum á næstunni. Stefnt er að því að skólastefnan verði tilbúin í júní 2004. Stýrihópur um skóla- stefnu Álftaness hefur lagt áherslu á víðtækt samráð og umfjöllun við stefnumótunina. Lögð er áhersla á að skólastefnan verði lifandi og virk vinnuleiðsögn fyrir sveitarstjórn- armenn og aðra, og upplýsi alla íbúa um stefnu sveitarfélagsins í skóla- málum, að því er fram kemur í til- kynningu frá sveitarfélaginu.    Enginn gæsluvöllur | Félags- málanefnd Bessastaðarhrepps hefur lagt það til að ekki verði starfræktur gæsluvöllur í þær tvær vikur sem leikskólinn verður lokaður í sumar. Hreppsnefnd á nú eftir að taka end- anlega ákvörðun um málið. Sigríður R. Magnúsdóttir, formaður félags- málanefndar, segir að þar sem leik- skólinn verði bara lokaður í tvær vikur í sumar, en ekki fimm eins og áður, séu forsendur fyrir rekstri gæsluvallar í raun brostnar, enda var völlurinn næstum eingöngu not- aður þegar leikskólinn var lokaður.    Vesturbær | Krakkarnir í unglingadeild Haga- skóla frumsýndu á þriðjudag söngleikinn Hárið við frábærar viðtökur viðstaddra. Alls verður söngleikurinn sýndur fjórum sinnum, og eru síð- ustu tvær sýningarnar í dag kl. 16 og 20. „Frumsýningin gekk æðislega, það var að sjálf- sögðu smástress fyrir sýninguna, enda er þetta fyrsta sýningin okkar allra. En hún gekk alveg frábærlega, betur en allir bjuggust við,“ segir Sig- ríður Láretta Jónsdóttir, ein af aðstandendum sýningarinnar. Sigríður fékk hugmyndina að því aðsetja upp Hárið í Hagaskóla þegar hún var stödd í tíma í tónlistarsögu. Þar var verið að fjalla um hippa- tímabilið, og m.a. spiluð lög úr Hárinu. Eftir að hafa heyrt lög úr verkinu leigði hún myndina og langaði strax til að setja Hárið upp í Hagaskóla. „Mig hefur alltaf langað að setja upp söngleik eða leikrit, svo ég sagði stjórnendum skólans frá hugmyndinni. Það tóku allir vel í þetta og Sigríður Birna, leiklistarkennarinn okkar, var endilega til í að verða leikstjóri,“ segir Sigríður. Hippaklæði frá foreldrum Nemendur söfnuðu efni í hippabúningana á háaloftum foreldranna, þar sem var af nógu að taka. Krakkarnir byrjuðu svo að æfa verkið í jan- úar, og sömdu á þeim tíma alla dansana sjálf. Alls eiga um 30 krakkar aðild að sýningunni með ein- um eða öðrum hætti, sem leikarar, búningahönn- uðir, tónlistarmenn, ljósamenn o.fl. Sigríður segir að þó svo virðist sem nemendur hafi færst mikið í fang að takast á við þennan fræga söngleik í styttri útgáfu hafi þetta gengið ótrúlega vel. „Þetta var ekki eins erfitt og ég bjóst við. Okkur gekk rosalega vel að vinna saman og það var gaman hjá okkur á öllum æfingum.“ Þetta verður sennilega ekki síðasta sýningin sem Sigríður tekur þátt í, en hún stefnir á nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð og á þátttöku í leikfélagi skólans. „Mig hefur alltaf langað til að verða leikari og alltaf langað til að setja upp sýn- ingu í skólanum, svo það er gaman að draumurinn skuli vera að rætast,“ segir Sigríður. Nemendur Hagaskóla setja upp Hárið Morgunblaðið/Árni Sæberg Kraftmikil sýning: Krakkarnir í Hagaskóla stóðu sig frábærlega þegar Hárið var frumsýnt á þriðjudag og dönsuðu og sungu um 30 krakkar í sýningunni. „Gaman að draumurinn skuli vera að rætast“ Vatn flæddi | Slökkvilið höf- uðborgarsvæðisins var kallað að íbúð í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði eftir að tilkynnt hafði verið um vatnsleka í gærmorgun. Íbúðin var mannlaus og hafði vatn úr íbúðinni flætt inn í nærliggjandi íbúðir og sameign í húsinu. Slökkviliði gekk vel að kom- ast fyrir vatnslekann og er talið að hann hafi stafað af því að krani fyrir uppþvottavél hafi verið opnaður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.