Morgunblaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 24
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 24 FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ w w w. m o s . i s - Þjónusta í þína þágu Þjónustuver Mosfellsbæjar sími: 525 6700 Úrval fermingargjafaGUESS D K N Y Úr, skartgripir og gjafavara Kjarna s. 544 4990 Kjarna, Þverholti 2, Mosfellsbæ Sími 566 6090 Öll fermingarbörn fá gjöf. 3 heppnir fá óvæntan glaðning. Munið að panta tímanlega fyrir fermingar 20% afsláttur Ágætu Mosfellingar! Nú er tilboð á málningu og tengdum vörum frá HörpuSjöfn. Hjá okkur fást einnig; garðyrkjuáhöld, ljósaperur, lampar og ljós, fittings, rafmagns- og handverkfæri, hestaskeifur og verkfæri, heimilistæki, gjafavörur og margt fleira. ALLT Á GÓÐU VERÐI Urðarholti 4, s. 586-1210 KJARNA Þverholti 2, Mosfellsbæ Sími: 534 3424 • Rakakrem • Hreinsifroða • Förðunanburstasett • Minimaskari Fermingartilboð kr. 1.900 Í fallegri tösku Háaleitisbraut 58-60 s: 5535280 • Urðarholti 2 s: 566 6145 • mosbak@mosbak.is SÖÐLASMIÐURINN MOSÓ þverholti 2 , 270 mosó S: 566 8540 / 893 5777 d-tour@d-tour.is ÍSLAND SLEIPNIR Samræma stefnu | Vinnsla sam- ræmdrar skólastefnu fyrir leikskóla, grunnskóla, tónlistarskóla og vinnu- skóla á Álftanesi er nú á lokastigi, og verða tillögur að skólastefnu sveitar- félagsins kynntar íbúum og hags- munaaðilum á næstunni. Stefnt er að því að skólastefnan verði tilbúin í júní 2004. Stýrihópur um skóla- stefnu Álftaness hefur lagt áherslu á víðtækt samráð og umfjöllun við stefnumótunina. Lögð er áhersla á að skólastefnan verði lifandi og virk vinnuleiðsögn fyrir sveitarstjórn- armenn og aðra, og upplýsi alla íbúa um stefnu sveitarfélagsins í skóla- málum, að því er fram kemur í til- kynningu frá sveitarfélaginu.    Enginn gæsluvöllur | Félags- málanefnd Bessastaðarhrepps hefur lagt það til að ekki verði starfræktur gæsluvöllur í þær tvær vikur sem leikskólinn verður lokaður í sumar. Hreppsnefnd á nú eftir að taka end- anlega ákvörðun um málið. Sigríður R. Magnúsdóttir, formaður félags- málanefndar, segir að þar sem leik- skólinn verði bara lokaður í tvær vikur í sumar, en ekki fimm eins og áður, séu forsendur fyrir rekstri gæsluvallar í raun brostnar, enda var völlurinn næstum eingöngu not- aður þegar leikskólinn var lokaður.    Vesturbær | Krakkarnir í unglingadeild Haga- skóla frumsýndu á þriðjudag söngleikinn Hárið við frábærar viðtökur viðstaddra. Alls verður söngleikurinn sýndur fjórum sinnum, og eru síð- ustu tvær sýningarnar í dag kl. 16 og 20. „Frumsýningin gekk æðislega, það var að sjálf- sögðu smástress fyrir sýninguna, enda er þetta fyrsta sýningin okkar allra. En hún gekk alveg frábærlega, betur en allir bjuggust við,“ segir Sig- ríður Láretta Jónsdóttir, ein af aðstandendum sýningarinnar. Sigríður fékk hugmyndina að því aðsetja upp Hárið í Hagaskóla þegar hún var stödd í tíma í tónlistarsögu. Þar var verið að fjalla um hippa- tímabilið, og m.a. spiluð lög úr Hárinu. Eftir að hafa heyrt lög úr verkinu leigði hún myndina og langaði strax til að setja Hárið upp í Hagaskóla. „Mig hefur alltaf langað að setja upp söngleik eða leikrit, svo ég sagði stjórnendum skólans frá hugmyndinni. Það tóku allir vel í þetta og Sigríður Birna, leiklistarkennarinn okkar, var endilega til í að verða leikstjóri,“ segir Sigríður. Hippaklæði frá foreldrum Nemendur söfnuðu efni í hippabúningana á háaloftum foreldranna, þar sem var af nógu að taka. Krakkarnir byrjuðu svo að æfa verkið í jan- úar, og sömdu á þeim tíma alla dansana sjálf. Alls eiga um 30 krakkar aðild að sýningunni með ein- um eða öðrum hætti, sem leikarar, búningahönn- uðir, tónlistarmenn, ljósamenn o.fl. Sigríður segir að þó svo virðist sem nemendur hafi færst mikið í fang að takast á við þennan fræga söngleik í styttri útgáfu hafi þetta gengið ótrúlega vel. „Þetta var ekki eins erfitt og ég bjóst við. Okkur gekk rosalega vel að vinna saman og það var gaman hjá okkur á öllum æfingum.“ Þetta verður sennilega ekki síðasta sýningin sem Sigríður tekur þátt í, en hún stefnir á nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð og á þátttöku í leikfélagi skólans. „Mig hefur alltaf langað til að verða leikari og alltaf langað til að setja upp sýn- ingu í skólanum, svo það er gaman að draumurinn skuli vera að rætast,“ segir Sigríður. Nemendur Hagaskóla setja upp Hárið Morgunblaðið/Árni Sæberg Kraftmikil sýning: Krakkarnir í Hagaskóla stóðu sig frábærlega þegar Hárið var frumsýnt á þriðjudag og dönsuðu og sungu um 30 krakkar í sýningunni. „Gaman að draumurinn skuli vera að rætast“ Vatn flæddi | Slökkvilið höf- uðborgarsvæðisins var kallað að íbúð í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði eftir að tilkynnt hafði verið um vatnsleka í gærmorgun. Íbúðin var mannlaus og hafði vatn úr íbúðinni flætt inn í nærliggjandi íbúðir og sameign í húsinu. Slökkviliði gekk vel að kom- ast fyrir vatnslekann og er talið að hann hafi stafað af því að krani fyrir uppþvottavél hafi verið opnaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.