Morgunblaðið - 01.04.2004, Side 34
LISTIR
34 FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
draumahlutverkunum, risastórt titilhlutverk.“
Leikna uppfærslan á Vetrarferð Schuberts
nú í vetur, sem vakti svo mikla athygli, var
mjög sérstök. „Regensburg er ein af fáum
borgum hér sem voru ekki eyðilagðar í stríð-
inu, og Vetrarferðin var sett upp í hundgöml-
um ballsal, glæsilega skreyttum, með svölum,
og um 8 metra lofthæð. Í dag er salurinn not-
aður sem uppboðshús fyrir gömul húsgögn og
málverk. Mikið af húsgögnunum er frá tímum
Schuberts, í svokölluðum Biedermeier-stíl, þá
fannst fólki Vetrarferðin passa vel þarna inn.
Þetta var sett upp með lýsingu; píanóleikarinn
var aðalstjórnandi óperuhússins, og hann
klæddi sig upp sem Schubert. Sætunum var
ekki raðað upp eins og í bíósal, heldur voru
þau út um allt, – þetta voru allt antikstólar. Pí-
anóið var svo í miðjum salnum og kertastjakar
á flyglinum. Þegar fólk gekk í salinn sat píanó-
leikarinn við flygilinn og var eins og Schubert
að semja Vetrarferðina. Þá sagði hann þessa
frægu setningu, sem Schubert sagði sjálfur
þegar hann flutti verkið fyrst fyrir kunningja
sína: „Þessi ljóð eru uppáhaldsljóðin mín, og
ég veit að þegar þið heyrið þau mun ykkur
einnig líka þau.“ Þá kom ég í salinn og tónleik-
arnir hófust. Það var aðalhljómsveitarstjórinn
sem átti hugmyndina að þessu, og fannst þetta
minna á hvernig verkið var flutt á tímum
Schuberts. Þetta gekk svo vel, og enn svo
miklar fyrirspurnir um áframhald, að það er
búið að ákveða að taka þetta aftur upp í nóv-
ember og desember. Við ætluðum upphaflega
að sýna þetta tvisvar, en gerðum það fjórum
sinnum, og ætlum að flytja verkið sex sinnum
næsta vetur. Það eru líka uppi hugmyndir um
að hljóðrita þetta á geisladisk. Ég lagði svo til
að við færum með uppfærsluna heim til Ís-
lands í desember, sem gæti vel orðið, og ég er
mjög spenntur fyrir því.“
J
óhann Smári Sævarsson bassasöngv-
ari er fastráðinn við óperuhúsið í
Regensburg í Þýskalandi. Hann er
aðalbassi hússins, syngur öll aðal-
hlutverk fyrir bassa, og söngur hans
hefur vakið mikla athygli óperugesta og ein-
róma lof gagnrýnenda. Dómar þeirra hafa
verið hástemmdir, og ljóst að þeim þykir vold-
ug bassarödd Jóhanns Smára afar tilkomu-
mikil, en einnig túlkun hans, í jafn ólíkum
hlutverkum og sem Tevje mjólkurpóstur í
Fiðlaranum á þakinu, Ochs barón í Rósaridd-
aranum, Filipus II í Don Carlos og Colline í
La bohéme. Og það eru ekki bara bæjarblöðin
í Regensburg, sem er borg á stærð við
Reykjavík, sem lofa söng Jóhanns Smára.
Hann er kominn á síður stóru alþjóðlegu óp-
erutímaritanna. Þá hefur nýstárlegur flutn-
ingur hans á Vetrarferð Schuberts líka slegið í
gegn, svo ekki sé meira sagt.
„Já, það gengur vel, og tímabilið að und-
anförnu hefur verið mér mjög gott. Ég hef
verið að syngja mörg stór hlutverk, og dóm-
arnir hafa verið stígandi,“ segir Jóhann
Smári. „Venjulega er mest skrifað þegar nýja-
brum er á söngvurum. Við vorum að frumsýna
um síðustu helgi nýja óperu eftir Detlef Glan-
ert, Scherz, Satire, heitir hún. Þar fékk ég líka
fína dóma. Ég var líka að syngja í 9. sinfóníu
Beethovens um daginn og fékk glimrandi
dóma fyrir það. Þannig að þetta er allt að
koma hjá mér.“
Jóhann Smári segir að velgengninni fylgi sú
ánægja að almenningur í Regensburg sé far-
inn að þekkja hann og jafnvel heilsa á götu.
„Það sem hefur munað mestu er að fá góða
dóma í óperufagritunum, og eftir þá hef ég
fengið fyrirspurnir um að koma og syngja
annars staðar. Í fyrra var ég með fimm risa-
stór hlutverk hér, og komst bara ekkert frá til
að syngja annars staðar, – alltaf að æfa eitt-
hvað nýtt, og þetta ár er búið að vera þungt
líka. En næsta ár verður léttara, og þá vona
ég að ég geti farið að nýta tengsl við önnur óp-
eruhús.“
Lærir meira í B-húsi
Og það var einmitt þannig, sem Jóhann
Smári ráðgerði að stýra ferli sínum. Hann
söng í þrjú ár við óperuna í Köln, sem er stórt
óperuhús, svokallað A-hús, þar sem hann var
mest í millistórum og smærri hlutverkum, og
fékk aðeins eitt aðalhlutverk. Óperan í Reg-
ensburg er minni, svokallað B-hús, með færri
söngvara, og þar fékk Jóhann Smári tækifæri
til að vera í sviðsljósinu, læra öll helstu aðal-
hlutverk bassasöngvarans og syngja mikið.
„Það var umboðsmaðurinn minn sem sagði að
ég yrði að komast í B-hús til að safna aðal-
hlutverkum áður en ég færi að syngja þau í A-
húsunum. Og það er þetta sem ég hef verið að
gera, til þess að geta nú í framtíðinni sungið
þau í stóru húsunum. Ég er búinn að syngja
mikið af stærstu óperuhlutverkunum, en er
einnig búinn að syngja á tónleikum: í 9. sinfón-
íu Beethovens og Vetrarferðina, 8. sinfóníu
Mahlers syng ég í sumar og sálumessu Verdis
í kjölfarið. Ég skrifaði undir framlengingu hér
í Regensburg næsta vetur, því þá á að sýna
Fidelio, og þar fæ ég að syngja Rocco, og ég
mun jafnframt syngja Mefistofele í sam-
nefndri óperu eftir Boito, en það er eitt af
Safnar aðalhlutverkum
Vondi stjúpinn í Öskubusku eftir Rossini. Tevje mjólkurpóstur á tali við Guð sinn.Sem ferðalangurinn í Vetrarferð Schuberts.
begga@mbl.is
Jóhann Smári Sævarsson
bassasöngvari nýtur velgengni
í Þýskalandi. Bergþóra Jóns-
dóttir ræddi við hann um
framtíðaráformin, góða dóma
og sérkennilega Vetrarferð.
Óvenjulegt í sönglegu tilliti, því ljóða-flokkur Schuberts, Vetrarferðin, eroftar sunginn af baritónum og ten-
órum. En þetta kvöld var bassinn Jóhann
Smári Sævarsson í hlutverki hins heim-
ilislausa manns, sem í texta Wilhelms Müllers
og tónum Schuberts heldur sína leið, einmana
og án vonar. Maður venst fljótt hinu óvenju-
lega djúpa sviði sem söngvarnir hljóma á, því
flutningur Jóhanns Smára grípur mann fljótt.
Hann vinnur sig inn í hlutverkið á ákaflega
trúverðugan máta og það með söngnum ein-
um saman,“ segir í Mittelbayerrische Zeitung
um frammistöðu Jóhanns Smára.
„Sævarsson kom á óvart á þessu frumsýn-
ingarkvöldi og það á mjög jákvæðan hátt.
Hægari ljóðin, eins og Á fljótinu og Veitinga-
húsið, heppnuðust sérstaklega vel á sinn til-
finningaríka hátt, hlaðin rómantískri dýpt,“
sagði í dómi Donau Post.
„Í tilfinninganæmri uppfærslu Doris Buske
skapar bassinn Jóhann Smári Sævarsson
kvöldstemmningu þar sem Vetrarferðin,
ljóðaflokkur Franz Schuberts, birtist í nýju og
skýru ljósi,“ sagði Angelika Schüdel í útvarpi
Bæjaralands. „Að hlusta á áhrifa- og hljóm-
mikinn svartan bassa í návígi er ekki nokkuð
sem maður upplifir á hverjum degi. Í hröðu
lögunum var rödd hans jafn hljómmikil og fal-
leg og í þeim hægari,“ segir í dómi Rundsc-
hau.
Eins og líklega hann einn getur
„Jóhann Smári Sævarsson túlkaði ljóða-
flokk Schuberts – og gerði það eins og líklega
hann einn getur, þunglyndislega, fullur sakn-
aðar, gangandi víninu á hönd, en þó stundum
dansandi af léttleikandi gleði […] þessi bassi
frá Íslandi, lengst í norðri, sýndi hvernig hægt
er að heilla áhorfendur algerlega í eina og
hálfa klukkustund með Vetrarferð Schub-
erts,“ sagði í dómi City Offers.
Í dómi Opernnetz um frammistöðu Jóhanns
Smára í hlutverki Filipusar í uppfærslu óp-
erunnar í Regensburg á Don Carlos eftir
Verdi sagði meðal annars: „Með söng sínum í
tilfinningaríkri örvæntingararíu Filipusar
staðfesti Jóhann Smári Sævarsson svo ekki
varð um villst hæfileika sína. Meira af þessu!“
„Hinn nýráðni bassasöngvari Jóhann Smári
Sævarsson vex ótrúlega í hlutverki Filipusar
II, einkum þegar hann á í höggi við dómara
rannsóknarréttarins,“ sagði í dómi Mittel-
bayerrische Zeitung. Og í dómi sama blaðs um
söng Jóhanns í La Bohéme sagði meðal ann-
ars: „Í fallegri uppfærslu Borgarleikhússins á
Bohéme fóru hinir stórgóðu söngvarar á kost-
um. Jóhann Smári Sævarsson sem heimspek-
ingurinn Colline […] gaf aðalhetjunum alls
ekkert eftir.“
Í dómi Regensburger Bistumsblatt um upp-
færslu leikhússins í Regensburg á Fiðlaranum
á þakinu eftir Jerry Bock, þar sem Jóhann fór
með hlutverk Tevjes mjólkurpósts, sagði með-
al annars: „Sævarsson fyllir algerlega út í
hlutverk sitt með hófstilltum söng,“ og í dómi
Telezeitung segir að Jóhann Smári hafi verið
sannfærandi sem Tevje og komið við áhorf-
endur, einkum í eintali sínu við guð. „Jóhann
Smári Sævarsson sem Tevje er fullkominn
mjólkurpóstur,“ sagði í dómi Rundschau.
„Barón Ochs er sympatískur í túlkun Jó-
hanns Smára Sævarssonar, sem syngur „með
stæl“, án hinnar grófu oftúlkunar sem margir
söngvarar leggja í hlutverkið,“ skrifar Opern-
welt.
Rómantísk dýpt
SMÍÐISGRIPIR úr silfri og skart
úr gulli, silfri, steinsteypu og gim-
steinum sem finna mátti á sýningu
Péturs Tryggva Hjálmarssonar í
Hönnunarsafni Íslands bera hæfileik-
um og handbragði þessa gull- og silf-
ursmiðs ótvírætt vitni. En Pétur
Tryggvi, sem hér á landi er ef til vill
hvað þekktastur fyrir kirkjusilfur sitt,
hefur m.a. getið sér gott orð í Dan-
mörku fyrir stóra silfurmuni sem al-
farið eru mótaðir með handverkfær-
um að fornum sið. Voldugar
silfurskálar hans eru gott dæmi um
þá vinnu. Einfaldar og stílhreinar
ásýndar í mismunandi útgáfum nutu
skálarnar sín einkar vel á sýningunni
og sýna svo ekki verður um villst að
silfursmiðurinn kann vel til verka.
Handbragð Péturs Tryggva nýtur
sín þá ekki síður vel í kirkjumununum
úr Vídalínskirkju þar sem táknmynd-
anir kristninnar skila sér á auðþekkj-
anlegan og nútímalegan máta sem
staðsetur þá rækilega í nútímanum
án þess að það sé gert á kostnað hefð-
anna. Taflborð og -menn úr silfri,
íbenholti og pólýester er þá ekki síður
glæsileg smíð, sem og óvenjulegir
koníaksbikarar sem sýna hvernig
hugsa má hlutina upp á nýtt á frum-
legan og skemmtilegan hátt.
Pétur Tryggvi er nokkuð mistæk-
ari í skartgripahönnun sinni þó gott
handbragð listamanns sé þar einnig
víða sjáanlegt. Þannig er gullnæla
(nr. 12) einkar skemmtileg sem og
silfurflibbi (nr. 20) og silfurnæla og
armbönd (nr. 14.) er öll einkennast af
stílhreinni og sterkri í anda hinna
stærri gripa. Vel formaðir hringir eru
þá ekki síður áhugaverðir á að líta,
líkt og sú frumlega smíð grófleitur
demantshringur sem smíðaður er úr
nagla úr 17. aldar þýsku herskipi er
gott dæmi um. Gullnælur (nr. 18) og
gullhálsmen (nr. 20) Péturs Tryggva
einkennast hins vegar af öllu tilrauna-
kenndari hönnun sem ekki skilar sér
fyllilega. Langar, grannar línurnar
skortir kraft hinna verkanna og sam-
setning þessara ólíku efniviða nær
ekki alveg að njóta sín.
Það breytir því hins vegar ekki að
Pétur Tryggvi er einkar hæfileikarík-
ur silfursmiður sem tekst í flestum til-
fellum einkar vel að nálgast efnivið
með þeim árangri að úr verða verk er
efalítið eiga eftir að falla í flokk sí-
gildrar hönnunar.
Morgunblaðið/Golli
Tafl úr silfri, íbenholti og pólýester eftir Pétur Tryggva.
Sígildur samtími
MYNDLIST
Hönnunarsafn Íslands
Sýningunni lauk 31. mars.
PÉTUR TRYGGVI
Anna Sigríður Einarsdóttir
Da Vinci-lykillinn eftir Dan Brown er
komin út í kilju. Bókin kom út í ís-
lenskri þýðingu sl. haust. Þýðandi er
Ásta S. Guðbjartsdóttir. Bókin kom út
í Bandaríkjunum vorið 2003. Hún
komst óvænt í efsta sæti metsölulista
The New York
Times strax í
fyrstu viku og
hefur setið
við toppinn
síðan, nú í 53
vikur. Hún
hefur nú verið
þýdd á fjölda
tungumála.
Sagan lýsir
rannsókn bandaríska táknfræðingsins
Roberts Langdon og franska dulmáls-
sérfræðingsins Sophie Neveu á
dauða safnstjóra Louvre í París. Sam-
an uppgötva þau röð vísbendinga sem
leiða lesandann meðal annars á slóð
meistaraverka Leonardos da Vinci,
leynifélagsins Bræðralags Síons og
kaþólsku kirkjunnar.
Útgefandi er Bókaútgáfan Bjartur.
Kiljan er 480 bls., prentuð í Finnlandi.
Verð: 1590 kr.
Kilja