Morgunblaðið - 01.04.2004, Page 40

Morgunblaðið - 01.04.2004, Page 40
DAGLEGT LÍF 40 FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ                                               N N N 5 % 0  (5 E( - ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 41 50 03 /2 00 4 Skráning skuldabréfa í Kauphöll Íslands 500.000.000 kr. 1. flokkur 2003 Nafnverð útgáfu Heildarnafnverð flokksins er 500.000.000 kr. Skilmálar skuldabréfa Skuldabréf 1. flokks 2003 eru gefin út til 7 ára og greiðist verðbættur höfuðstóll skuldarinnar ásamt vöxtum með sjö jöfnum afborgunum, einu sinni á ári, fyrst þann 22. desember 2004 og síðast 22. desember 2010. Útgáfudagur bréfsins er 22. desember 2003. Skuldabréfið ber 6,20% fasta ársvexti. Auðkenni flokksins í Kauphöll Íslands verður KOGN 03 1 Skráningardagur Kauphöll Íslands mun taka bréfin á skrá þann 7. apríl nk. Upplýsingar og gögn Umsjón með sölu skuldabréfanna og skráningu í Kauphöll Íslands hefur Landsbanki Íslands hf., Laugavegi 77, 155 Reykjavík. Skráningarlýsing og önnur gögn sem vitnað er til í lýsingunni er hægt að nálgast hjá Landsbanka Íslands. Með hækkandi sól er rétt að huga að vorverk-unum í garðinum og undirbúa hann fyrirsumarið. „Íslensku sumrin eru svo stutt aðnauðsynlegt er að forrækta flestallar teg- undir sumarblóma, mat- og kryddjurta,“ segir Auður Jónsdóttir, garðyrkjufræðingur í Grasagarði Reykjavíkur í Laugardal. Hún leggur áherslu á að sótthreinsa vel bæði bakka og potta sem notaðir eru til sáningar til að forðast sveppasjúkdóma. Nauðsynlegt er að hafa afrennslisgöt á botninum og nota sérstaka sáðmold sem fæst í helstu garðvöruverslunum. „Í sáðmoldinni á að vera minna af áburð- arefnum en er í annarri gróðurmold,“ segir hún. „Of mikill áburður getur hindrað spírun.“ Þegar sáðmoldin er komin í bakkana er fræinu dreift jafnt yfir og þess gætt að ekki sé sáð of þétt. Ef fræið er mjög smátt er ágætt að blanda því saman við hveiti eða hveitiklíð til að auðvelda sán- inguna. „Að lokinni sáningu er moldinni þjappað létt yfir fræið svo það komist í snertingu við moldina og er gott að dreifa sandi yfir eða vikri til að hylja fræið og halda jöfn- um raka. Fæin eru misstór og þarf að gæta þess sér- staklega að sáldra mjög þunnu lagi yfir smágert fræ,“ seg- ir Auður. „Best er að vökva neðan frá í gegnum götin á botni sáðbakkans með því að láta bakkana standa í volgu vatni í 10–15 mínútur eða þar til moldin er orðin rök. Ef vökvað er yfir sáðbakkana er hætta á að fræið skolist til hliðar með börmunum.“ Auður segir að best sé að breiða hvítt plast yfir bakk- ana, gæta þess að hitastigið sé um 18°C og að birtan sé góð. Rétt er að hafa í huga að sterk vorsól getur valdið snöggum hita og hindrað spírun og er best að hafa bakk- ana við vestur- eða suðvesturglugga. Spírun tekur 7–20 daga, allt eftir tegundum. „Fræið má aldrei þorna á meðan spírun á sér stað, rakinn verður að haldast nokkuð jafn og er stöðug umhyggja því nauðsynleg,“ segir hún. „Það gengur ekki að sá í bakka og fara svo í frí og gleyma öllu saman. Þá fer illa.“ Þegar megnið af fræjunum hefur spírað er plastið tekið ofan af bakkanum og þá fer birtan að skipta plönturnar mestu máli. Hiti og ljós verða að vera í samræmi hvort við annað. Ef birtan er of lítil og hitinn of mikill verða plönturnar teygðar og veiklulegar. Fljótlega eftir spírun myndast kímblöð og í kjölfarið stækkar plantan og laufblöðunum fjölgar. Þá þarf að huga að dreifplöntun og auka vaxtarrými milli plantna, til dæmis með því að gróðursetja hverja plöntu fyrir sig í sérstaka potta. Þegar hér er komið eru plönturnar í örum vexti og þurfa næringarríkari mold og jafna áburðargjöf. Birtan verður að vera góð en hitastigið verður að lækka, annars verða plönturnar linar og þróttlitlar. „Fram að þessu hafa plönturnar verið aldar upp í vernduðu umhverfi en nú þarf að herða þær og venja smám saman við kaldara loft,“ segir Auður. Plönturnar eru settar út á skjólgóðan stað í nokkra tíma á dag og er gott að breiða trefjadúk yfir til að verja þær fyrir skyndi- legum veðrabreytingum. Ef þetta er ekki gert getur hlaupið afturkippur í plönturnar eftir gróðursetningu og þær jafnvel visnað og drepist. Hafa skal í huga að um leið og fræ er keypt þarf að afla upplýsinga um sáðtíma og meðhöndlun því hún getur ver- ið misjöfn milli tegunda.  GARÐYRKJA | Sumarblóm, mat- og kryddjurtir Bannað að fara í frí frá fræjunum Morgunblaðið/Ásdís Góð ráð: Auður Jónsdóttir, garðyrkjufræðingur í Grasagarðinum í Laugardal, mælir með að fólk sótt- hreinsi potta og bakka. Ferlið: Þegar kímblöð eru komin í ljós þarf að dreifplanta til að auka vaxtarrýmið. krgu@mbl.is Keisarafæðingum íhinum vestrænaheimi hefur fjölg-að síðastliðin ár og þriðja til fjórða hver kona fæðir nú barn með keis- araskurði. Tíðni keisaraskurða hefur vaxið á Íslandi og er hlutfall þeirra milli 17 og 18% af heildarfjölda fæðinga. Árið 2002 voru 686 keisarafæð- ingar framkvæmdar hér á landi. Skýringin er m.a. að öll börn sem eru í sitjanda- stöðu eru tekin með keisaraskurði á Kvennadeild Landspítalans. Árið 1983 var hlutfall keisarafæðinga um 10% af fæðingum á Íslandi. Af um það bil 57 þúsund árlegum fæðingum í Noregi eru 8 þúsund barna tekin með keisaraskurði. Þetta kemur fram í skýrslu sem sagt er frá í Aftenposten. Hlutfall keisarafæðinga jókst úr 12,8% árið 1999 í 15,1% árið 2002. Bjørn Backe aðstoðarprófessor í Norska tækniháskólanum gerði rannsóknina sem hann lét spanna 33 ár aftur í tímann. Við upphaf átt- unda áratugar síðustu aldar voru aðeins um 2% norskra barna tekin með keisara, en eru nú um 15%. Bjørn Backe segir þriðjung aukn- ingar keisarafæðinga felast í að konur sem hafi fætt frumburð sinn, velji keisaraskurð við fæðingu næsta barns. Það er algengur misskilningur að keisarafæðing sé betri og auðveld- ari en hin hefðbundna. Keis- araskurður er inngrip og honum geta fylgt kvillar á borð við blæð- ingar og sýkingu. Á ráðstefnu um eðlilegar fæðingar í nútíma- samfélagi sem haldin var í Reykja- vík á síðasta ári sagði Ólöf Ásta Ólafsdóttir forstöðumaður ljós- móðurnáms innan hjúkrunar- fræðideildar HÍ, að snúa þyrfti þró- uninni við þannig að keisara- fæðingum myndi fækka aftur. Hún sagði að þrýstingur um keisarafæð- ingar hefði aukist á Vesturlöndum vegna tæknivæðingarinnar og að það væri hlutverk fagfólks að sporna gegn honum með því að veita réttar upplýsingar og að- ferðir.  HEILSA Keisarafæðingum fjölgar Morgunblaðið/Jim Smart Fæðingar: Árið 2002 voru 686 keisara- fæðingar hérlendis. guhe@mbl.is AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.