Morgunblaðið - 01.04.2004, Side 57

Morgunblaðið - 01.04.2004, Side 57
Macbeth í fyrra og náðu jákvæðri gagnrýni eins helsta óperugagnrýn- anda í heimi, og þeim Snorra Wium og Þorgeiri Andréssyni, sem hafa ekki haft sönginn að aðalstarfi. Við skulum heldur ekki gleyma öllum fyrrverandi nemendum Söngskól- ans, sem hefja til vegs ímynd lands okkar sem menningarþjóðar og eru um þessar mundir fulltrúar okkar víða um heim. Hin færeyska Eivor Pálsdóttir hefur stundað nám við Söngskólann í skamman tíma, en ef hún heldur áfram og af áhuga, er ég viss um að hún mun koma sjálfri sér og öðrum á óvart. Ég tel mér ekki fært að ljúka þessum þakklætisvotti nema minn- ast á Óperukórinn, sem fáar þjóðir geta státað svo vel af, og alls ekki miðað við höfðatölu. Garðar Cortes hefur haft einstaklega gott lag á að ná fram sérstökum, yndislegum og öguðum tóni Óperukórsins, tóni, sem er einkennandi fyrir þennan kór og hefur verið rómaður hvar sem kórinn hefur sungið, jafnt inn- an- sem utanlands. Því vil ég ekki einungis þakka boðið, heldur þakka ykkur, sem hafið haft kraftinn og þorið, agann og skilninginn, og staðið í mun heit- ari eldlínu en margir átta sig á, enn í dag. Ég hlakka til fyrirhugaðrar út- sendingar frá afmælistónleikunum um páskana. Innilegar kveðjur og þakklæti. Megi framtíð Söngskólans, Ís- lenskrar óperu og sönglistar þróast jafnvel í framtíðinni og hún hefur gert undanfarna áratugi. Höfundur er fv. alþingismaður. Morgunblaðið/Jim Smart Tugir söngvara stóðu saman á svið- inu í Háskólabíói og hófu upp raust sína í tilefni af þrjátíu ára afmæli Söngskólans í Reykjavík. í reynd ruglað þau í ríminu gagn- vart henni. Þrátt fyrir mikla ígrundun gat dómstóllinn því ekki tekið vitnisburð barnanna trúan- legan. Á Íslandi virðast barnavernd- aryfirvöld, sýslumenn og önnur yf- irvöld fyrst og fremst huga að því hvað börnin segja, án tillits til að- stæðna, sambands barnanna við foreldrana, eða umgengnistálmana, eða þess hvort vitnisburður þeirra er trúverðugur eða hefur jafnvel verið lesinn fyrir þeim. Þannig ríkir algert ófremdarástand í þessum málum hér á landi og forsjárfor- eldrar komast upp með margvísleg mannréttindabrot gagnvart börn- um sínum og fyrrverandi mökum. Hér er, því miður, margt líkt með framferði íslenskra yfirvalda gagn- vart þúsundum íslenskra feðra og tyrkneskra yfirvalda gagnvart Sophiu Hansen. Réttur til fjölskyldulífs er ský- laus Túlkun Mannréttindadómstóls Evrópu á ákvæðinu um að sýna beri fjölskyldulífi annarra virðingu er alveg afdráttarlaus: Rétturinn til fjölskyldulífs nær ekki aðeins til forsjárforeldra heldur til allra manna, hvort heldur þeir eru börn, forsjárforeldrar eða forsjárlausir foreldrar. Það eru ekki bara tyrk- nesk yfirvöld sem þurfa að taka til- lit þessa dóms, heldur einnig ís- lensk. Höfundur er formaður Félags ábyrgra feðra. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2004 57 Sorginklæ›ir Elektru Magna›ur nútímaharmleikur! Frums‡ning anna› kvöld kl. 19:00 á Smí›averkstæ›inu b 11 Strandgötu 33 - Hafnarfirði - Sími 565 4533 - www.albatros.is Elsta sérverslun kylfinga fagnar 14 ára starfsafmæli um þessar mundir og í tilefni þess bjóðum við 20% afmælisafslátt af öllum vörum og sérpöntunum. Afslátturinn er í boði fram til páska Albatros 14 ára! 20% afmælisafsláttur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.