Morgunblaðið - 01.04.2004, Page 66
FRÉTTIR
66 FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
RÁÐSTEFNA á vegum Blindra-
félagsins, Félags aðstandenda Alz-
heimersjúklinga, Geðhjálpar, Geð-
verndarfélags Íslands, Gigtarfélags
Íslands, Heyrnarhjálpar, Lands-
samtakanna Þroskahjálpar og Um-
sjónarfélags einhverfra í samstarfi
við LSH, Landlæknisembætti og fé-
lagsmálaráðuneytið verður haldin
fimmtudaginn 1. apríl 2004, kl. 13.00
í Hringsal Landspítala – háskóla-
sjúkrahúsi v/Hringbraut (gengið inn
við Barnaspítalann). Yfirskrift ráð-
stefnunnar er: Heilbrigðiskerfið –
virkni, skilvirkni, jöfnuður, virðing.
Jón Kristjánsson heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra setur ráð-
stefnuna. Frummælendur eru: Matt-
hías Halldórsson frá Landlæknis-
embættinu, Málfríður Gunnarsdóttir
frá Heyrnarhjálp, Ásrún Hauksdótt-
ir og Sigurjón Einarsson frá
Blindrafélaginu, Gerður Aagot
Árnadóttir frá Landssamtökin
Þroskahjálp, Emil Thóroddsen frá
Gigtarfélagi Íslands, María Ólafs-
dóttir frá Félagi aðstandenda Alz-
heimersjúklinga, Ingimundur K.
Guðmundsson frá Geðhjálp, Eiríkur
Þorláksson umsjónarfélagi ein-
hverfra, Jóhannes Gunnarsson
lækningaforstjóri LSH, Jónína
Bjartmarz alþingismaður og
Ásta R. Jóhannesdóttir alþingis-
maður.
Þátt í pallborðsumræðum taka
Jónína Bjartmarz formaður heil-
brigðisnefndar Alþingis, Jóhannes
Gunnarsson lækningaforstjóri LSH,
Þór Þórarinsson skrifstofustjóri fé-
lagsmálaráðuneytis, Ásta R. Jó-
hannesdóttir alþingismaður, Sveinn
Magnússon skrifstofustjóri heil-
brigðis-og tryggingamálaráðuneyt-
is.
Fundarstjóri verður Kristinn
Tómasson yfirlæknir Vinnueftirlits
ríkisins
Ráðstefnan er öllum opin en heil-
brigðsstarfsfólk er einkum hvatt til
að koma, segir í fréttatilkynningu.
Ef þörf er á sérþjónustu fyrir þátt-
takendur eru viðkomandi beðnir að
láta vita hjá Gigtarfélagi Íslands.
Ráðstefna um
heilbrigðiskerfið
Eru fréttir skemmtiefni? Guð-
mundur Andri Thorsson er aðalfyr-
irlesari á málþingi sem Reykjavík-
urAkademían stendur fyrir undir
yfirskriftinni: Eru fréttir skemmti-
efni? Málþingið fer fram í dag,
fimmtudaginn 1. apríl kl. 16–18, í
sal ReykjavíkurAkademíunnar,
Hringbraut 121 (JL-húsinu).
Guðmundur Andri mun í erindi
sínu ræða um það sem kalla má
„skemmtivæðingu“ þjóðmála-
umræðunnar í íslenskum fjöl-
miðlum. Að því loknu fara fram
pallborðsumræður, en í pallborðinu
sitja Elín Sveinsdóttir, útsending-
arstjóri á Stöð 2, Illugi Jökulsson,
ritstjóri DV, Óðinn Jónsson, frétta-
maður á RÚV, og Sigurður Már
Jónsson, blaðamaður á Viðskipta-
blaðinu.
Aðalfundur Menningarfélagsins
Hispánica verður í dag, fimmtu-
daginn 1. apríl kl. 20, í Alþjóðahús-
inu við Hverfisgötu (gegnt Þjóðleik-
húsinu), á 3. hæð. Venjuleg
aðalfundarstörf og almennar um-
ræður um starfsemina. Að því
loknu verður boðið upp á kúbanskt
kaffi og léttar veitingar við undir-
leik hljómsveitarinnar Artesanos.
Í DAG
LANDSLIÐSNEFND í hesta-
íþróttum fer eftir rúmar tvær vikur
nýja leið í öflun fjár til þátttöku ís-
lenska landsliðsins í heims- og norð-
urlandameistaramótum. Býður
nefndin upp á spennandi töltkeppni
á skautasvellinu í hinni nýju Egils-
höll laugardaginn 10. apríl. Til leiks
er boðið fjölda heims- og Íslands-
meistara og þátttakendum í heims-
meistaramótum. Hæst ber að sjálf-
sögðu núverandi heimsmeistarar
Jóhann R. Skúlason, Sigurður Vign-
ir Matthíasson og Berglind Ragn-
arsdóttir. Þá er hjónunum Karly
Zingsheim og Rúnu Einarsdóttur
boðið til leiksins.
Auk hinnar eiginlegu töltkeppni
verður boðið upp á töltkeppni stóð-
hesta og er ljóst að þar munu mæta
margir sterkir tölthestar úr röðum
stóðhesta. Og má þar nefna hesta
eins og Tígul frá Gýgjarhóli sem
Þórður Þorgeirsson mun sitja að
venju. Lena Zielenski mun mæta
með Svein Hervar frá Þúfu og Daní-
el Jónsson mun mæta með Pegasus.
Þá mun Styrmir Árnason, fyrrum
heimsmeistari í fjórgangi, mæta
með Nagla frá Þúfu sem er albróðir
Sveins Hervars. Ekki liggur alveg
ljóst fyrir hvaða hesta einstakir
knapar munu endanlega velja því
misjafn getur verið hvernig hestar
bregðast við þegar komið er inn á ís-
inn eins og vel er þekkt. Daginn fyr-
ir sjálfa keppnina mun allur þessi
skari hinna kunnu knapa mæta með
fáka sína í Egilshöllina og kynna
þeim svellið og þá liggur ljóst fyrir
hvaða hestar verða endanlega fyrir
valinu.
Miðar á þennan viðburð verða
seldir á Sportbitanum sem er nýr
veitingastaður í Egilshöllinni og þar
stendur á bak við borðið hestamað-
urinn Ragnar Hilmarsson. Ætlar
hann að opna fyrir gestum mjög tím-
anlega og til að stytta þeim stundir
verður hann með þrjá stóra skjái þar
sem sýndir verða stórir viðburðir á
sviði hestamennskunnar. Miðasala
er hafin í Sportbitanum og verði
mjög í hóf stillt að sögn Marteins.
Sagði hann að miðar í stæði kostuðu
1.250 krónur en 1.800 krónur í sæti.
Sagði Marteinn að endingu að allur
ágóði af þessari samkomu rynni til
landsliðsins í hestaíþróttum og gerði
hann sér vonir um að hér væri kom-
inn áhugaverður og gjöfull kostur í
fjáröflun nefndarinnar. Skautasvell-
ið er á annarri hæð og verður settur
stór og langur rampur svo knapar
geti riðið beint inn á svellið.
Hestarnir stimpla sig inn í Egilshöllina
Meistaraknapar munu
kljást á svellinu
Morgunblaðið/Vakri
Ragnar Hilmarsson, hestamaður og vert í Sportbitanum, ásamt Marteini
Magnússyni landsliðnefndarmanni við borðið á hinum glæsilega veitingastað.