Morgunblaðið - 01.04.2004, Síða 67

Morgunblaðið - 01.04.2004, Síða 67
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2004 67 m tímarit um mat og vín kemur út átta sinnum á ári og er dreift án endurgjalds til allra áskrifenda Morgunblaðsins - fæst einnig í öllum helstu bókaverslunum GraskersfræolíaJarðhnetuolíaÓlífuolía Pumpkinseed Oil Organic Certified Product Erdnuss Öl Nativ Crespi, Ramoscello Olio Extra Vergine Di Oliva ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S M BL 2 36 28 03 /2 00 4 Kemur næst 7. apríl A-SVEIT Rimaskóla sigraði með glæsibrag á Íslandsmóti grunn- skólasveita stúlkna í skák um helgina. Sveitin sýndi mikla yf- irburði á mótinu og sigur skólans var aldrei í hættu, þrátt fyrir góða spretti hjá öðrum sveitum og harða atlögu Mýrarhúsaskóla að gullinu. A-sveit Rimaskóla hlaut 25,5 vinn- inga Mýrarhúsaskóli varð í öðru sæti með 20,5 vinninga og B-sveit Rimaskóla varð í þriðja sæti með 15,5 vinninga. Fast á eftir B-sveit Rimaskóla fylgdu Salaskóli og Hamraskóli í 4.–5. sæti með 15 vinninga, Grunnskólinn í Borg- arnesi varð í 6. sæti með 14 vinn- inga og Flataskóli í Garðabæ í 7. sæti með 6,5 vinninga. Sigursveit Rimaskóla var skipuð þeim Júlíu Rós Hafþórsdóttur á 1. borði, Júlíu Guðmundsdóttur á 2. borði, Ingi- björgu Ásbjörnsdóttur á 3. borði og Hrund Hauksdóttur á 4. borði. Silf- ursveit Mýrarhúsaskóla var skipuð þeim Geirþrúði Önnu Guðmunds- dóttur, Selmu Ramdani, Gyðu Katr- ínu Guðnadóttur, Stefaníu Bergljót Stefánsdóttur og Rose Alönu Frith. Bronssveit Rimaskóla var skipuð Elísabetu Ragnarsdóttur, Brynju Vignisdóttur, Hrefnu Hlöðvers- dóttur, Snædísi Bergmann og Anítu Jóhannesdóttur. Sigursveitir Rimaskóla og Mýrarhúsaskóla ásamt liðsstjórum. Fyrir miðju eru sigurvegarar A-sveitar Rimaskóla með bikar í hönd. Rimaskóli sigrar á Íslands- móti grunnskólasveita stúlkna MORGUNBLAÐINU hefur bor- ist ályktun frá aðalfundi Póst- mannafélags Íslands þar sem lýst er furðu yfir þeirri tillögu sam- gönguráðherra að hagnaður fyrir- tækisins renni allur til ríkissjóðs í stað þess að nýta hann til að bæta launakjör starfsmanna fyrirtækis- ins: „Fundurinn lýsir ánægju sinni með að rekstur Íslandspósts hf hafi skilað hagnaði á síðasta ári. Þessi hagnaður er að mati aðalfundar fé- lagsins tilkominn vegna mikils að- halds og sparnaðar í rekstri og þeirrar dapurlegu staðreyndar að störf hjá fyrirtækinu eru í flestum tilfellum láglaunastörf. Því lýsir aðalfundur Póstmannafélagsins furðu sinni yfir þeirri tillögu full- trúa eigenda fyrirtækisins þ.e. samgönguráðherra, á aðalfundi Ís- landspósts, að leggja til að sá hagn- aður sem fyrirtækið sýnir og gott betur eða samtals fimmhundruð milljónir skuli greiddar til eiganda fyrirtækisins, þ.e. ríkissjóðs. Þar með er ríkissjóður að ná til sín fjármunum sem að mati aðal- fundar Póstmannafélagsins hefði betur verið varið til að bæta kjör starfsmanna í komandi kjarasamn- ingum svo komist verði uppúr því fari að um 70% starfsmanna taki laun skv. launatöxtum sem eru rétt um eitthundrað þúsund krónur á mánuði. Samkvæmt ársskýrslu Íslands- pósts eru meðalárslaun allra starfsmanna hjá fyrirtækinu, með launatengdum gjöldum, tvær millj- ónir tvöhundruð tuttugu og fimm þúsund og því meðal mánaðarlaun eitt hundrað áttatíu og fimm þús- und. Póstþjónusta á Íslandi eins og í öðrum siðmenntuðum löndum er samfélagsþjónusta sem samfélagið á að sjá sóma sinn í að hlúa að í stað þess að byggja á vinnuframlagi láglaunafólks,“ segir í ályktuninni. Póstmannafélag Íslands Bæta þarf kjör starfsmanna Íslandspósts Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.