Morgunblaðið - 01.04.2004, Page 77

Morgunblaðið - 01.04.2004, Page 77
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2004 77 FYRSTU átta þættirnir af tíundu syrpunni af Vinum komu út á myndbandi á mánudag. Eins og aðdá- endur vita er þetta loka- syrpan af þessum vinsælu þáttum, sem eru til sýn- inga á Stöð 2. Þar var átt- undi þátturinn einmitt á dagskrá síðastliðið föstu- dagskvöld. Í þáttunum lenda Joey, Rachel, Ross, Phoebe, Monica og Chandler í ævintýrum að venju. Ástarlífið blómstrar og vinirnir eru sannarlega orðnir settlegri heldur en áður. Monica og Chandler hafa hug á að ættleiða barn og vinirnir halda áfram að para sig saman. Aðrar myndir sem koma á leig- urnar í vikunni eru Bringing Down the House með Steve Martin og Queen Latifah, Ripley’s Game með John Malkovich og Once Upon a Time in Mexico með Antonio Band- eras, Salma Hayek og Johnny Depp. Svo má minnast á minna þekktar myndir á borð við Chasing Papi sem er fyrsta mynd Lindu Mendoza í fullri lengd. Hún hefur verið um ára- bil eftirsóttur leikstjóri gaman- mynda í sjónvarpi, m.a. Grounded for Life, Mad TV, The Chris Rock Show og The Bernie Mac Show. Einnig kemur út japönsk mynd, Schoolday of the Dead, sem er gerð eftir skáldsögu japanska rithöfund- arins Akagawa Jiro, sem er nokkurs konar Stephen King Japans. Aðdá- endur Smack the Pony geta líka glaðst því í myndinni Gladiatress, sem kemur líka út í vikunni, eru þær Fiona Allen, Sally Philips og Doon Mackichan í aðalhlutverki. Þessi grínmynd gerist árið 55 fyrir Krist og eru systurnar Smirgut the Fierce, Dwyfuc og Worthaboutapig í aðalhlutverki og þurfa þær að verja föðurlandið fyrir innrás Rómverja. Fyrstu átta þættirnir í tíundu Lokavinir á myndbandi Reuters Úr lokaþætti Vina. Jennifer Aniston leikur Rachel, Matt LeBlanc er Joey, David Schwimmer er Ross, Lisa Kudrow er Phoebe, Matthew Perry er Chandler og Courtney Cox Arquette er í hlutverki Monicu. þáttaröðinni komnir á spólu                                                             ! "#    ! "#  ! "#  ! "#  ! "#  $    ! "#    ! "#  ! "#      $    ! "#  ! "#  ! "# % &  % % % ' &  % &  % % &  ' &  &  &  ' % &  %                         ! "#  $ % & ' $ (   )    *     +    # , -.'  '!  %   $    /   ,  $  01  -  2 !     loftkastalinn@simnet.is miðasalan opin kl. 16-19 Sýningar á Akureyri í byrjun apríl Lau. 17. apríl kl. 20 laus sæti Fös. 23. apríl kl. 20 laus sæti Fös. 30. apríl kl. 20 „Frábært-drepfyndin-átakanlegt“ - Ekki við hæfi barna - sýnir í Tjarnarbíói SIRKUS Leikstjóri: Viðar Eggertsson 8. sýn. fös. 2. apríl 9. sýn. lau. 3. apríl 10. sýn. mið. 7. apríl Sýningar hefjast kl. 20 Miðapantanir: s. 551 2525 frítt fyrir börn 12 ára og yngri midasala@hugleikur.is   !"    #$ $$               % !#    #$ $$Sýning í kvöld, fim. 1. apríl kl. 20.00 ALMENN miðasala á tónleika Deep Purple í sumar hefst á morg- un. Tónleikarnir fara fram 24. júní í Laugardalshöllinni. Nú eru einvörð- ungu 2500 miðar eftir í stæði en stúkumiðar eru allir uppseldir þar sem hægt var að nálgast þá miða annars vegar í gegnum póstlista Conc- ert ehf., sem stendur fyrir tónleikunum en hins vegar gátu handhafar MasterCard nálgast miða fyrirfram á mið- vikudaginn. Almenna salan hefst eins og áður segir á morgun. Hefst hún klukkan 12.00 á Hard Rock en einnig verður hægt að nálg- ast miða í Hljóðhúsinu - Selfossi, Hljómvali - Keflavík, Pennanum/ Eymundsson - Akranesi og Dags- ljósi, Akureyri. POPPkorn Ian Gillan, söngvari bresku hljómsveit- arinnar Deep Purple, stillir sér upp fyrir ljósmynd- ara með ban- anaklasa á höfði í stað hármakkans sem hann skartaði á árum áður. MIÐASALA á tónleika hljómsveit- arinnar Placebo í Laugardalshöll, 7. júlí, hefst í dag klukkan 18. Fer hún fram í verslunum Og vodafone í Smáranum, Kringlunni, Lauga- vegi 26, Síðumúla 28 og Hafn- arstræti á Akureyri. Auk þess verð- ur miðasala í Hljóðhúsinu á Selfossi og á vef Flugleiða (www.ice- landair.is) Verð er kr. 4500 í stæði og kr. 5500 í sæti. Sveitin hefur nú nýlokið ferð um Ástralíu en næsta törn verður tón- leikaferð um Evrópu þar sem Ís- land er á meðal áfangastaða. Eins og svo margir erlendir tónlist- armenn sem heimsækja landið ætla Placebo-liðar að staldra við og verða hér í fjóra daga og ætla m.a. í jöklaferð. Nýlega kom út mynddiskur með Placebo, Soulmates Never Die – Live in Paris, sem hægt er að hita sig upp með. Í nýlegu viðtali í Ástralíu segir bassaleikarinn Stefan Olsdal að sveitin sé búin að semja nokkur ný lög í túrnum og því má allt eins eiga von á að íslenskir áheyrendur fái að heyra einhver þeirra frumflutt. Olsdal segir þar einnig að Pla- cebo sé tónleikaband fyrst og síð- ast, þótt þeir hafi gaman af því að gutla í hljóðverinu. „Ef maður sér góða tónleika, þá segir maður vin- um sínum frá því. Þess vegna túr- um við svona mikið, beitum gömlu góðu aðferðinni, þótt hún þyki jafn- vel ekki lengur sú rétta.“ Placebo hefur aldrei leikið áður á Íslandi en Olsdal segir í umræddu viðtali að þeir hafi sérstaklega gaman af því að að leika á stöðum þar sem þeir hafi aldrei leikið áður. Miðasala á Placebo hefst í dag

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.