Morgunblaðið - 07.05.2004, Side 10

Morgunblaðið - 07.05.2004, Side 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Níu varaþingmenn sitja áAlþingi þessa dagana;þar af komu þrír inn íþessari viku og þrír í síðustu viku. Í sjálfu sér er það ekki í frásögur færandi. En þegar grannt er skoðað gefur það tilefni til ýmissa vangaveltna. Til að mynda hvort það beri ekki merki um nauman stjórnarmeirihluta og mikilvægar atkvæðagreiðslur framundan. Þeir sem gerst þekkja segja t.d. að venjulega sé ekki lögð svona mik- il áhersla á að kalla til varaþing- menn þegar þingmenn forfallast. En þar sem stjórnarmeirihlutinn er eins tæpur og raun ber vitni leggja flokkarnir; stjórnar- og stjórn- arandstöðuflokkar, mikla áherslu á að öll sæti séu mönnuð. Ekki síst í ljósi þess að verið er að afgreiða ýmis mikilvæg stjórnarfrumvörp þessa dagana, m.a. fjölmiðlafrum- varpið. Ríkisstjórnin hefur eins og kunn- ugt er 34 þingmenn; 22 sjálfstæðis- menn og 12 framsóknarmenn. Sam- fylkingin hefur 20 þingmenn, Vinstri grænir fimm og Frjálslyndi flokkurinn fjóra. Naumur meirihluti stjórnarflokk- anna kom berlega í ljós í atkvæða- greiðslu um útlendingafrumvarp ríkisstjórnarinnar í síðustu viku. Kristinn H. Gunnarsson og Jónína Bjartmarz, þingmenn Framsókn- arflokksins, höfðu greint frá því að þau gerðu fyrirvara við ákvæði frumvarpsins um aldursmörk og að þau myndu sitja hjá í atkvæða- greiðslum um ákvæðin. Sama kvöld og atkvæðagreiðslan átti að fara fram tóku tveir vara- þingmenn frá stjórnarflokkunum sæti á Alþingi; Páll Magnússon, Framsóknarflokki, tók sæti í fjar- veru Sivjar Friðleifsdóttur og Guð- rún Inga Ingólfsdóttir, Sjálfstæð- isflokki, tók sæti í fjarveru Sól- veigar Pétursdóttur. Siv og Sólveig voru báðar erlendis en von var á þeim heim næstu daga. Síðar um kvöldið voru, eins og áður sagði, greidd atkvæði um útlendingafrum- varpið, þar á meðal um breyting- artillögu stjórnarandstæðinga um að ákvæði frumvarpsins um aldurs- mörk féllu úr frumvarpinu. Atkvæði fóru þannig að tillagan var felld með 30 atkvæðum þingmanna stjórnar- flokkanna gegn 28 atkvæðum þing- manna stjórnarandstöðunnar. Stjórnarþingmennirnir Jónína og Kristinn sátu hjá við atkvæða- greiðsluna. Það þýðir að ef Páll og Guðrún Inga hefðu ekki verið kölluð inn um kvöldið hefðu atkvæði um tillöguna fallið jafnt, þ.e. 28:28, sé gengið út frá því að Jónína og Krist- inn hefðu setið hjá. Tillagan hefði m.ö.o. verið felld með jöfnum at- kvæðum. Á hinn bóginn hefði sá möguleiki verið fyrir hendi að til- laga stjórnarandstæðinga hefði ver- ið samþykkt ef Jónína og Kristinn hefðu á síðustu stundu ákveðið að greiða atkvæði með henni. Og áfram af varaþingmönnum. Það vakti nefnilega athygli þegar varaþingmaðurinn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir tók sæti á Alþingi í þess- ari viku eða rétt áður en fyrsta um- ræða hófst um fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Tók hún sæti þingmannsins Guðrúnar Ögmunds- dóttur, Samfylkingu, sem veiktist skyndilega þennan sama dag, eða einhvern tíma eftir að hún hafði tek- ið þátt í atkvæðagreiðslu um það hvort heimila ætti fjölmiðlafrum- varpinu að komast á dagskrá þings- ins. Ýmsir telja reyndar að Guðrún sé ekki mjög veik heldur hafi sjónar- spil verið sett í gang svo Ingibjörg Sólrún, sem jafnframt er varafor- maður Samfylkingarinnar, gæti tek- ið sæti á Alþingi þegar umræður hæfust um hið umdeilda fjölmiðla- mál. Með því fengi Ingibjörg Sólrún formlegan vettvang, ef svo má segja, til að tjá sig um málið. Þegar þetta er ritað er ekki ljóst hvenær af þingfrestun geti orðið í vor. Allt er því óvíst í þeim efnum. Nefndardagar eru í dag og á mánu- dag og eru getgátur um að önnur umræða um fjölmiðlafrumvarpið fari fram á þriðjudag. En fleiri getgátur eru uppi. Til dæmis að sjálfstæðismenn íhugi al- varlega, um þessar mundir, að leggja fram á næstu dögum frum- varp um boðaðar skattalækkanir. Þannig mætti t.d. dreifa athyglinni frá umdeildum málum á borð við fjölmiðlafrumvarpið. Einnig þætti við hæfi að það yrði síðasta verk Davíðs Oddssonar sem forsætisráð- herra. Ekki sé þó víst að Halldór Ásgrímsson, formaður Framsókn- arflokksins, samþykki þá niður- stöðu, því hann vilji að skattalækk- unarfrumvarp verði eitt af sínum fyrstu verkum í forsætisráðherratíð sinni. Um þetta sé því deilt á stjórn- arheimilinu þessa dagana. En eins og áður sagði eru þetta allt getgát- ur, enn sem komið er að minnsta kosti.      Af varaþingmönnum, skattafrumvörpum og fleiru EFTIR ÖRNU SCHRAM ÞINGFRÉTTAMANN arna@mbl.is REKSTRARTAP borgarsjóðs Reykjavíkur var rúmum þúsund milljónum króna meira á síðasta ári en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Alls nam tapið 1,2 milljörðum króna samkvæmt ársreikningi Reykjavík- urborgar fyrir árið 2003, en fyrri umræða um reikninginn fór fram í borgarstjórn í gær. Þórólfur Árnason borgarstjóri benti á að langþyngst í þessari nið- urstöðu vegi hækkun á lífeyris- skuldbindingum borgarinnar innan ársins, sem fara 63% fram úr áætlun eða 953 milljónir króna. Það stafi meðal annars af því að ríki og borg gerðu upp á árinu skiptingu lífeyr- isskuldbindinga vegna samreksturs þessara aðila frá fyrri tíð. Nemur sú upphæð rúmum 500 milljónum króna. Þá fóru laun og launatengd gjöld 915 milljónir fram úr áætlun en á móti komu hærri tekjur um 500 milljónir króna. Þórólfur sagði að heildarfrávik í rekstri borgarsjóðs, án tillits til breytinga á lífeyrisskuldbindingu og fjármagnsliða, væri aðeins 47 millj- ónir króna eða innan við 0,1% af tekjum aðalsjóðs. Launagreiðslur hækka Frávik á rekstrarniðurstöðu borgarsjóðs og fyrirtækja borgar- innar í ársreikningi 2003 var minna en ef bara borgarsjóður er skoðað- ur. Nam tapið tæpum 650 milljónum króna, sem er um 230 milljón krón- um meira en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Þar, eins og hjá borgar- sjóði, fóru laun og launatengd gjöld fram úr áætlun eða um 1,2 milljarða króna. Afskriftir voru 346 milljónum krónum hærri og skekkjan í áfölln- um lífeyrisskuldbindingum nam 900 milljónum. Það sem vó á móti sagði Þórólfur vera hærri tekjur en fjár- hagsáætlun gerði ráð fyrir, eða 436 milljónir, og góð afkoma hlutdeild- arfyrirtækja og dótturfyrirtækja skilaði 670 milljón krónum til við- bótar. Gengishagnaður erlendra lána skipti líka verulegu máli. Þórólfur sagði skuldir borgar- sjóðs vera um 20 milljarða króna og peningalegar eignir vera um 14 milljarða. Heildarskuldir hækkuðu um tvo milljarða milli áranna 2002 og 2003. Hreinar skuldir borgar- sjóðs eru tæpir sex milljarðar sem borgarstjóri segir að hafi orðið til vegna mikillar uppbyggingar á síð- asta áratug. Hann leggur áherslu á að þessar skuldir verði greiddar nið- ur á næsta áratug. Fjárfest í æskunni „Málaflokkarnir eru á áætlun,“ sagði Þórólfur og það væri aðalat- riðið í niðurstöðu ársreikningsins. „Þær tölur sem er lagt er upp með hjá forstöðumönnum stofnana og framkvæmdastjórum málaflokka standast í rekstrinum.“ Af stærstu málaflokkunum fara um 10,5 milljarðar í fræðslumál, 3,7 milljarðar í leikskóla Reykjavíkur og 2,5 milljarðar í íþrótta- og tóm- stundastarf. Þórólfur sagði að um 70% rekstrarútgjalda borgarsjóðs væri varið til barna og æskulýðs. „Ég hef iðulega bent á að þarna er að finna verðmætustu fjárfestingar sveitarfélagsins, þótt þær séu færð- ar meðal rekstrarútgjalda. Til þess- ara fjárfestingar þarf að vanda sér- staklega með framtíðarhagsmuni lands og þjóðar í huga, og fjárfest- ing í þessum mannlegu þáttum er þess eðlis að hvorki mölur né ryð fá grandað henni og hún verður í fæst- um tilvikum afskrifuð.“ Aðhald skortir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, odd- viti Sjálfstæðisflokksins í borgar- stjórn, sagði að ekki hefði gefist nægur tími til að greina ítarlega nið- urstöðu ársreikningsins. Þó væri ljóst að skuldir borgarinnar héldu áfram að þenjast út. „Aukningin á síðasta ári er 6,6 milljarðar króna. þar ef eru 2,6 milljarðar vegna borg- arsjóðs. Af heildarskuldum borgar- innar átti borgarsjóðir 20 milljarða króna um síðustu áramót. Að auki hvíla á honum lífeyrisskuldbinding- ar að fjárhæð 25,5 milljarðar króna. Samanlagðar skuldir og skuldbind- ingar borgarsjóðs um síðustu ára- mót voru því 45,5 milljarðar króna,“ sagði Vilhjálmur. Hann sagði hækkun á launum og launatengdum gjöldum um tæpan milljarð umfram áætlun eigi sér ákveðnar skýringar að hluta en að stórum hluta segi þessi munur að aðhald skorti í borgarkerfinu. Borg- arstjóri verði að upplýsa borgarfull- trúa um hvað valdi þessum mikla mun. Hann benti á að fjárhagsvanda borgarsjóðs hefði verið velt yfir á fyrirtækin, einkum Orkuveituna, til að fegra stöðu borgarsjóðs. Tilgang- urinn væri væntanlega að villa mönnum sýn, en það breytti því ekki að á heildina litið væri öllum ljóst að fjárhagsstaða borgarinnar hefði færst verulega til verri vegar í tíð R-listans. „Núna er það eitt meg- ineinkenni R-listans að skulda, vilja skulda meira og auka skuldirnar. Ég þarf ekki einu sinni að segja þetta, það stendur í þeim bókum sem R-listinn hefur gefið út og heita þriggja ára áætlanir. Það er stefnt að aukinni skuldasöfnun,“ sagði Vil- hjálmur og þetta væri mikið áhyggjuefni. Lítið má út af bera Þessi óheillaþróun hefur átt sér stað á sama tíma og verðbólga hefur farið minnkandi, vextir lækkað og hagvöxtur verið mikill sagði Vil- hjálmur. Skatttekjur á hvern íbúa hefðu hækkað úr 173 þúsund krón- um árið 1997 í 250 þúsund árið 2003, hvorttveggja á sama verðlagi. Sagði hann að hækkun á vöxtum um eitt prósentustig myndi valda kostnaðarauka hjá borginni um 600 til 700 milljónir. Gengisbreytingar í óhagstæða átt myndu einnig valda þungum búsifjum. „Ljóst er að lítið má út af bera til að fjármál borg- arinnar komist á enn alvarlegra stig en nú er,“ sagði oddviti Sjálfstæð- isflokksins. Ólafur F. Magnússon, borgar- fulltrúi F-listans, sagðist ætla að bíða með umfjöllun um ársreikning- inn þar til á næsta borgarstjórnar- fundi enda hefði hann einungis haft tvo daga til að kynna sér efni hans. Ársreikningar Reykjavíkurborgar 2003 til fyrri umræðu í borgarstjórn Tap borgarsjóðs milljarður umfram fjárhagsáætlun „Málaflokkarnir eru á áætlun,“ sagði borgarstjóri á borgarstjórnarfundi í gær. Oddviti Sjálfstæðisflokksins sagði „stefnt að aukinni skuldasöfnun“. Morgunblaðið/Jim Smart Rekstur málaflokka er í mjög góðu samræmi við fjárheimildir, sagði Þór- ólfur Árnason borgarstjóri á fréttamannafundi í gær þegar hann kynnti ársreikning Reykjavíkurborgar fyrir árið 2003. Við hlið Þórólfs eru Guð- rún Torfhildur Gísladóttir, Anna Skúladóttir og Helga Jónsdóttir. ÍSLENDINGAR hafa fengið ríflega tvöfalt hærra framlag úr sjóðum Evrópusambandsins á sviði rann- sókna, mennta-, menningar- og æskulýðsmála, en þeir hafa lagt til á undanförnum tíu árum. Mögu- leikar Íslendinga í evrópsku sam- starfi voru rædd- ir á morgunverð- arfundi í Ráðhús- inu sl. miðviku- dag. Í erindi Eiríks Bergmann Einars- sonar, verkefnisstjóra Evrópumála hjá Rannsóknaþjónustu Háskóla Ís- lands, kom fram að heildarframlag Íslands síðastliðinn áratug var tæpir 2,7 milljarðar en á móti hefðu Íslend- ingar fengið greitt 6,5 milljarða úr sjóðum ESB. Þannig hafi heildar- framlag til íslenskra þátttakenda á síðasta ári verið rúmur milljarður en útgjöld Íslands í sjóði ESB um 400 milljónir. Eiríkur segir fáar þjóðir þjóðir með jafngott árangurshlutfall hvað þetta varðar. Þá láti nærri að tíu pró- sent íslensku þjóðarinnar hafi tekið þátt í Evrópusamstarfi. „Fjármagnið kemur að lang- stærstum hluta úr rammaáætlun um rannsóknir og tækniþróun en þar eru hins vegar fæstir einstaklingar. Þeir eru langflestir í æskulýðs- og menntamálum,“ segir Eiríkur. Evrópusambandið rekur um 250 sjóði og hefur Ísland aðgang að 34 þeirra, þar á meðal stærstu styrkt- arsjóðum sambandsins á ofangreind- um sviðum. Krafa um aukin framlög Íslands ekki í augsýn Að sögn Eiríks er ekki útlit fyrir að gerð verði krafa um aukin fram- lög Íslendinga í sjóðina. „Það er engin krafa fyrir hendi um sanngjarna eða hlutfallslega endur- greiðslu. Þetta eru samkeppnissjóðir þar sem umsóknir eru eingöngu metnar á eigin verðleikum en ekki hvaðan þær koma.“ Að sögn Eiríks má búast við því að samkeppnin um styrki frá Evrópu- sambandinu harðni með inngöngu tíu nýrra aðildarríkja í sambandið á dögunum. Framlög úr sjóðum Evrópusambandsins Greiðslur nema 6,5 milljörðum á áratug Eiríkur Bergmann Einarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.