Morgunblaðið - 07.05.2004, Síða 22

Morgunblaðið - 07.05.2004, Síða 22
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 22 FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Fossvogur | Átta ára nemendur í Fossvogsskóla tóku í síðustu viku þátt í spennandi verkefni, svo- nefndum Listabúðum, en þær eru samvinnuverkefni Fossvogsskóla og Myndlistarskóla Reykjavíkur. Nemendur skólans eru þeir fyrstu sem taka þátt í þessu tilraunaverk- efni en farið var með rútu frá skól- anum kl. 9:00 hvern morgun og komið til baka samkvæmt stunda- skrá alla dagana. Verkefnið heitir „Heimur dýr- anna“ og er þar fræðst um dýrarík- ið. Meðal annars kom í heimsókn náttúrufræðingur, sem sagði frá lífsháttum og búsvæðum dýra auk þess sem nemendur bjuggu til sín eigin dýr og bók. Myndlistarskóli Reykjavíkur skipuleggur listabúð- irnar og bauð hann Fossvogsskóla að taka þátt í þeim. Áformað er að bjóða öðrum grunnskólum í Reykja- vík að koma í slíkar listabúðir strax næsta vetur og segja aðstandendur Myndlistarskólans að þessi „prufu- keyrsla“ hafi gengið framar von- um. Mæltist vel fyrir Markmið listabúðanna er að auka við þekkingu nemenda í gegnum sjónræna skynjun og með persónu- legri listrænni tjáningu. Að sögn Aðalheiðar Bragadóttur, annars umsjónarkennara barnanna, segir mikilvægt, með lengingu skólaárs- ins, að brjóta hefðbundið skólastarf reglulega upp á skapandi hátt. Reynsla af sköpunarvinnu hafi einnig jákvæð áhrif á störf nem- enda í almennu námi grunnskólans. „Okkur fannst kjörið að nýta þenn- an aukatíma á annan hátt en með því að auka við bóklegu greinarnar. Það er nóg námsefni í því í átta ára bekk,“ segir Aðalheiður. „Það er mikilvægt að í skólastarfinu sé reynt að kynna þeim sem flestar listgreinar.“ Aðalheiður segir búðirnar hafa gengið mjög vel upp og allir hafi verið afar ánægðir með árang- urinn. „Krökkunum fannst það mik- ið ævintýri að fara úr sínum skóla og fara annað. Foreldrarnir sýndu þessu einnig mjög mikinn áhuga og voru mjög jákvæðir gagnvart þessu. Það var mjög góð mæting á opið hús sem haldið var í enda lista- búðanna. Þau voru líka mjög frjáls í sinni sköpun, þau fengu að skapa sjálf og finna listamanninn í sjálfum sér. Mér finnst að það eigi að gefa öllum börnum tækifæri til að kynna sér listgreinar,“ segir Aðalheiður. Morgunblaðið/Eggert Víðtækur lærdómur: Krakkarnir í Fossvogsskóla voru mjög ánægðir með námsefnið. Nýstárleg og fjölbreytileg náttúrufræðsla í nýju umhverfi Nemendur Fossvogsskóla lærðu margt í listabúðum Reykjavík | Opið hús verður í nokkr- um leikskólum í borginni á morgun, laugardag, og gefst þá fjölskyldum og foreldrum barna sem eru að hefja leikskólanám tækifæri til að kynnast afrakstri starfsins og því sem um er að vera í leikskólunum. Leikskólarnir starfa allir samkvæmt lögum um leik- skóla en hver þeirra hefur mismun- andi áherslur. Það getur því verið áhugavert að kynna sér mismunandi leiðir leikskól- anna. Í Laugarnes-, Langholts- og Voga- hverfi verða eftirtaldir leikskólar opnir kl. 11– 13: Laugaborg v/Leirulæk Lækjarborg v/Leirulæk Hof – Gullteig 19 Sunnuborg – Sólheimum 19 Holtaborg – Sólheimum 21 Ásborg – Dyngjuvegi 18 Hlíðarendi – v/Laugarásveg Brákarborg – v/Brákarsund Steinahlíð – v/Suðurlandsbraut. Í Seljahverfi verða leikskólarnir Jöklaborg, Seljaborg, Seljakot, Hálsakot og Hálsaborg með opið kl. 10–12. Þá bjóða börnin vinum og vandamönnum og öllum sem vilja kynna sér starfsemi og menningu leikskólanna í heimsókn. Leikskólarnir fimm í Seljahverfi hafa formlegt samstarf sín á milli. Í því felst m.a. samstarf um ýmsa ár- vissa viðburði, s.s. öskudag, opið hús og sérstaka hátíð í tilefni þjóðhátíðar. Þá verða fjórir leikskólar í Graf- arvogi með opið hús kl. 10–12, en þeir eru: Bakki – Bakkastöðum 77 Engjaborg – Reyrengi 11 Sjónarhóll – v/Völundarhús Laufskálar – Laufrima 9 Opið hús í leik- skólum á morgun Taxfrír dagur - Taxfrír dagur - Taxfrír dagur 15% afsl. - 15% afsl. - 15% afsl. af öllum vörum í dag og langan laugardag 8. maí Laugavegi 54, sími 552 5201 Tax-free helgi í Flash 15% afsláttur af öllum vörum föstudag og laugardag Sumarjakkar áður 7.990, nú 3.990 Gallabuxur stærðir 40-48 áður 4.990, nú 1.990 Frítt í bílastæðahús allan daginn og í bílastæði eftir kl. 13 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.